Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Síða 43
43 DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985. Mistök við tölvu- skráningu — segir Kristján Helgason, umdæmisstjóri Pósts og síma, vegna 90.000 króna símareiknings I Dagblaðinu/Vísi frá 6. febr. sl. er skýrt frá því að símnotandi í Stykkishólmi hafi fengið síma- reikning að upphæð kr. 90.000,00 á lokaöan síma. Þau leiðu mistök urðu við tölvu- skráningu að einn tölustafur var misfærður og orsakaði það að á októberreikningi komu fram 50 þúsund umframskref. Fljótlega eftir að verkfalli opinberra starfsmanna lauk uppgötvuðust mistökin og var þá gerður nýr reikningur er skulda- jafnaði hinn fyrri um öll umfram- skref. I fyrmefndri grein koma fram villur og ónákvæmni. Þar er meðal annars sagt að símnotandi hafi greitt símareikning útgefinn 1. apríl, upphæð er hljóðaði upp á 8 þúsund krónur og þá hafi verið lokað fyrir símann. Rétt er að- sendur var út símareikningur í byrjun apríl sl. fyrir umframskref í desember 1983 og janúar og febrúar 1984 og afnotagjald apríl— maí—júní 1984. Annar reikningur (auka- reikningur) var sendur út í byrjun júní sl. fyrir skeyti og símtöl. Þriöji reikningurinn var gefinn út í byrjun júli sl. og var yfir um- framskref í mars—apríl—maí 1984 og afnotagjald í júlí—ágúst— september 1984. Þessir reikningar voru ekki greiddir. Að lokum var gefinn út reikningur í byrjun október sem fyrr er sagt. Símnotandi ræddi aldrei við núverandi stöðvarstjóra um símaskuld sina á árinu 1984 og það var ekki fyrr en nú i lok janúar 1985 að hann gerði það og samdi um símaskuldsína. Blaðamaöur sá er ritaði fyrr- nefnda grein mun ekki hafa leitað upplýsinga hjá Pósti og síma svo mér sé kunnugt um. Það gerði heldur ekki blaðamaður Þjóðvilj- ans, sem ritaöi grein um sama efni í blað sitt í desember sl. Þetta mun vart flokkast undir rannsóknarblaöamennsku. Reykjavík 11. febrúar 1985. Kristján Helgason umdæmisstjóri. Urval HENTUGT 0G HAGNÝTT COROLIA1300 Ný Corolla - ný viðmiðun. Hin nýja Corolla 1300 er hönnuð til að vera fremst meðal jafningja og gæðaflokki ofar en verðið segir til um. Léttbyggð og sparneytin 1,3 lítra, 12 ventla vélin -er kraftmikil, enda nýjasta framlag Toyota til betrumbóta — sumir segja byltingar — á bíl vélum. Aksturseiginleikar gerast vart betri. Framhjóladrif og 1. flokks fjöðrunar-og stýris búnaður skapa mikinn stöðugleika og rásfestu. Farþega-og farangursrýmið stenst allan samanburð hvað varðar nýtingu, þægindi og hagkvæmni. Þú getur treyst Toyota Corolla — því ánægðum eigendum fjölgar stöðugt um allan heim. FREMST MEÐAL JAFNINGJA VERÐ FRÁ 307.000 kr. TOYOTA Nybýlavegi 8 200 Kopavogi S. 91-44144 Bolludagsbollurnar frá Sigga bakara. Vörumarkaðurinn ht. JáRMÚLA 1A - EIÐISTORG111.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.