Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Síða 9
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Wagnersaðdáendur i
stríði gegn Debussy
Fró Árna Snævarr, fréttaritara DV í
Lyon:
Mikilli Debussy-tónlistarhátíö lauk nú
um helgina í Lyon án þess að nokkrar
róstur yrðu.
Aðdáendur þýska tónskáldsins
Richards Wagners höfðu hótað að
trufla hátíðina. Aöstandendur De-
bussy-hátíðarinnar höföu fyllstu
ástæðu til að vera á varöbergi því um
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
ogÞórir Guðmundsson
jólaleytið rændu Wagner-sinnar
bróðurparti hljóðfæra sinfóníuhljóm-
sveitar óperunnar í Lyon. Kröföust
þeir þess að hljómsveitin hætti um-
svifalaust öllu dekri við „vælukjóasöng
Debussys” og legðu þess í stað rækt við
„göfuga og karlmannlega tónlist
Wagners”.
Hljóðfærunum var skilað fljótlega
þrátt fyrir að Wagner væri ekki settur
á dagskrá. Debussy-hátíðin er annars
talinn meiri háttar tónlistarviðburður
héríFrakklandi.
Karpov og Kaaparov aru bóðir sagflir öónægðir mafl aflýainguna ó ainvfgi
þairra. Á blafiamannafundi mótmæltí Karpov ókvörfluninni og Kasparov
sagfli hoppandi vondur afl hann vlldi halda ófram að tafla.
hraustlegur og spilar fótbolta.
Hin nýja heimsmeistarakeppni á
að hef jast 1. september. Sigurvegar-
inn verður heimsmeistari fyrir 1985
til 1986. Báðir skákmenn munu byrja
ánúlli.
Karpov hefur nú haldiö heims-
meistaratitlinum síðan 1975 þegar
Bobby Fischer neitaði að tefla um
hann. Báðir Kasparov og Karpov eru
meðlimir sovéska Kommúnista-
flokksins en talið hefur verið að
Sovétmenn vilji að Karpov haldi
heimsmeistaratitlinum. Forseti
stefnumótunarráðs bandaríska
skáksambandsins sagöi um helgina
að hann teldi að Sovétstjóm hefði
þrýst mjög á Campomanes að taka í
taumana.
Campomanes: Keppendumir
orflnir of þreyttir.
Akvörðun Florencio Campomanes
að aflýsa heimsmeistarakeppninni í
skák eftir fimm mánaöa keppni
hefur valdið miklum deilum um all-
an heim. Friðrik Olafsson, fyrrver-
andi forseti FIDE, hefur sagt að
ákvörðunin sé greinilega vilhöll
Karpov. Boris Spassky, fyrrverandi
heimsmeistari, sem nú teflir hér á
landi, segir hið sama og að
Campomanes hafi alltaf veriö talinn
hallur undir heimsmeistarann:
„Hann hefur verið kallaður
Karpomanes,” sagði hann.
Dómari einvígisins, júgó-
slavneski stórmeistarinn Svetozar
Glígorits, segist þó vera sammála
Campomanes að aflýsa keppninni og
byrja aftur síðar á núllpunktinum.
„Karpov og Kasparov voru báðir
virkilega þreyttir.”
Margir telja ákvörðunina Karpov
í vil því hann hefur átt undir högg að
sækja undanfamar skákir og teflt
langt undir getu. Hann er miklu
veiklulegri en Kasparov sem er
Heimsmeistaraeinvígið ískák:
MIKID ÞRÆTT UM AF-
LÝSINGU EINVÍGISINS
Vandaðir
karlmannaskór
Rýmingarsala.
t Teg. Áður
Póstsendum
Skóverslun
Þórðar
Péturssonar
LAUGAVEGI95, SÍMI 13570.