Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Side 10
10
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRÚAR1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
ff
Diplómatinn „Einfari
hefur Vernon Walters stundum verið nefndur en hann mun leysa Jeane Kirkpatrick af hólmi hjá Sameinuðu þjóðunum
Walters með de Gaulle og Eisenhower árið 1960.
Ronald Reagan hefur ákveöiö aö
skipa Vernon Walters, fyrrum hers-
höfðingja, sem sendiherra Banda-
ríkjanna hjá Sameinuöu þjóðunum
þegar Jeane Kirkpatrick hættir eftir
nokkra mánuöi, en hún hefur gegnt
þessari stöðu í f jögur ár.
Langur ferill
Vernon Walters hefur lítiö verið í
sviösljósinu og er því ekki mjög
þekktur utan innsta hrings. Um hann
er þó sagt aö hann hafi veriö alls
staöar, hitt alla og séö nánst allt.
Hann var aöstoöarforingi Mark
Clarks hershöföingja þegar Róm var
frelsuö. Hann var til staöar þegar
Harry Truman tók Douglas
MacArthur hershöföingja á beinið
1950. Walters skarst af glerbrotum
þegar Richard Nixon varaforseti var
grýttur í Caracas 1958. Þaö voru þeir
Eisenhower og Carles de Gaulle sem
festu á hann ofurstamerkin þegar
Walters var hækkaöur í tign 1960.
Það var Walters sem í París undir-
bjó fundi Henry Kissingers og Le
Duc Tho frá N-Víetnam. Hann hefur
vitjaö 100 landa í erindrekstri fyrir
Reaganstjómina og ferðast að
jafnaöi 10 þúsund milur á viku á
hennar vegum.
Tungumálagarpur
Sagt er að hinum 68 ára gamla
Walters hafi lengi leikiö hugur á
sendiherraembættinu hjá Samein-
uðu þjóöunum sem punktinum yfir i-
iö á ferli sínum. Var hann mjög
studdur til þess af George Shultz
utanríkisráöherra. I tilkynningunni
um að hann muni taka við af Kirk-
patrick er tekið fram aö hann muni
fá status ráöherra eins og venjulega
hefur fylgt stööunni.
Vernon Walters er mikill
tungumálamaöur. Hann talar átta
tungumál reiprennandi fyrir utan
enskuna og sum þeirra meö ýmsum
sérmállýskum. Walters þykir bjóöa
af sér góöan þokka og vera aölaðandi
hreinskilinn í tali sem þykir mjög
óvenjulegt um diplómata.
Persónulegur kunnings-
skapur við áhrifamenn
Ymsa áhrifamenn þeirra landa,
sem Walters hefur rekið erindi Reag-
anstjórnarinnar viö, hefur hann
þekkt persónuiega allar götur frá því
í fyrri heimsstyrjöldinni. Hassan H.,
konungur Marokkó, var aðeins þrett-
án ára gamall prins þegar hann,
1942, fékk aö sitja í skriödrekanum
hjá Walters. Sumir liösforingjanna
brasilísku, sem Walters kynntist á
Italiu 1944, uröu síðar hershöföingjar
og ráðamenn í Brasilíu og þannig
mætti áf ram telja.
Feril Walters, sem aldrei hefur
kvænst, þykir annars skjóta mjög
skökku við þaö sem venjulegast
þykir líklegast til frama innan
hersins eöa utanríkisþjónustunnar.
Faöir hans, fæddur í Bretlandi, var
tyrrinn tryggingasaii en Vernon litli
hlaut grunnskólamenntun sína
meöal kaþólskra i Frakklandi og í
Englandi. Hann neyddist til þess aö
hætta námi í einkaskólum sextán ára
vegna þröngs fjárhags foreldranna.
Þegar Vemon Walters gekk í herinn
varö hann óbreyttur enda ekki meö
neitt próf úr æðri skóla, en þegar
hann brautskráðist úr hernum 35
árum síðar var hann orðinn hers-
höfðingi af lægstu gráöu. Hafði hann
þó aldrei veriö fyrir mannafla í
hernaðaraögeröum, heldur meira í
líkingu við skrifborösforingja, aö-
stoöarforingja æöstu manna í her-
ráðinu. Þótti hann mjög hæfur sem
slíkur og var stundum lánaöur for-
setanum. Hann hefur gripiö til þess
aö vera túlkur fyrir fimm forseta
sína.
Walters jók mjög diplómata-
reynslu sína þegar hann var Kissing-
er til aöstoöar í París í viöræöunum
við Le Duc Tho um Víetnam. Hann
starfaði einnig meö Alexander Haig
hershöföingja.
Slapp við Watergate-
hneykslið
Nixon geröi hann aö aöstoðarfor-
stjóra CIA, leyniþjónustu Bandaríkj-
anna, en Walters hafði ekki verið þar
nema örfáar vikur þegar Watergate-
máliö komst í algleyming. H.R.
Haldeman, starfsmannastjóri
Nixons, lagði honum fyrir eitthvert
sinn aö gera L. Patrick Gray, for-
stjóra FBI (alríkislögreglunnar),
grein fyrir því aö rannsóknin á
Watergateinnbrotinu gæti spillt
starfi CIA í Mexíkó. Walters sagði
síöar að hann heföi ekki látið hvarfla
aö sér aö trúnaðarmaöur forsetans
bæði hann að gera neitt ólöglegt. En
síöar þegar John Dean, ráöimautur
Nicons, lagöi til við Walters að CIA
greiddi innbrotsmönnum laun,
spymti Walters við fótum og sagði:
„Fyrr mun ég segja af mér en gera
nokkuö til þess aö flækja CIA inn í
þetta mál.” Af því varð hann ekki
skekinn og síöar var Walters heiðr-
Vernon Walters talar fjölda
tungumála reiprennandi.
aöur fyrir staöfestu sína við aö halda
CIA utan Watergatemálsins.
Vemon Walters hefur aldrei
kvænst og hefur öll sín fullorðinsár
starfaö hjá því opinbera en hefur þó
ekki í bákninu innan um kerfis-
framapotara týnt persónuein-
kennum sínum. Þykir það stundum
koma sér vel aö sterkur persónuleiki
standi í samningaviöræðum við aöra
sem eru ámóta góðir fyrir sinn hatt.
Aöalágæti Walters þykir liggja í því
að hann á auðvelt meö aö ræða við
hverja sem vera vill og það jafnvel á
þeirra eigin tungumáli. Sjálfum
hefur honum þótt vænst um aö geta
komist leiðar sinnar í ferðunum án
þess að nokkur gefi honum gaum eða
fréttamenn þyrpist aö honum, eins
og hann hefur veriö lítiö áberandi.
En á því verður sjálfsagt breyting
nú.
Við hlið Nixons 1969.
Jeane J. Kirkpatrick, hættir sendiherrastörfum í mars.
Anægð eftir
4ra ára
sendiherra-
störf hjá SÞ
„Eg var kona í heimi karla,
demókrati í ríkisstjórn repúblíkana,
fræðimaöur innan um kerfiskurfa, ”
sagöi Jeane J. Kirkpatrick sem í
mars lætur af starfi sem sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóöunum aö eigin ósk, því aö hún
ætlar aö hverfa aftur til einkalífsins.
En hún lætur vel af reynslunni
síðustu f jögur árin í sendiherrastarf-
inu og kveðst ánægð með það sem
hún hafi áorkað bæði á diplómata-
sviöinu og sem manneskja og kona í
karlaveröld. — þó segir hún aö oft-
sinnis hafi embættismenn Reagan-
stjórnarinnar „misskiliö” og „rang-
túlkaö” skoðanir hennar.
Andstyggð á valdataflinu
að tjaldabaki
„Margt af því sem um mig var
sagt var f jarri sanni og má vera að
sumt hafi því hafi sprottiö frá utan-
ríkisráðuneytinu,” segir Kirk-
patrick í viðtali við Berard Weinraub
hjá New York Times. Þar vísar hún
meðal annars til ásakana um að hafa
skorið sig út úr innanhússamstarfi
stjómarsinna meö einleik.
„I hreinskilni sagt hafði ég engan
áhuga á valdataflinu innbyröis að
tjaldabaki. Eg hef andstyggö á slíku.
Aöalatriöiö er að ég fer frá vettvangi
Sameinuöu þjóöanna meö góðar
endurminningar. Þetta var afskap-
lega hrífandi reynsla.”
En þótt Kirkpatrick vilji leggja
áherslu á góöu hliöamar í samstarfi
sínu við repúblíkana þá hafa nánir
vinir hennar eftir henni aö sumir
nánustu samstarfsmenn Reagans
hafi lagt sig fram við að gera sem
minnst úr henni.
Tortryggni í garð konu
Kirkpatrick segir í viðtalinu, að ein
ástæðan fyrir erfiðleikunum sem hún
mætti hafi verið sú ,jað engin kona
hefur nokkru sinni gegnt jafnmikil-
vægu starfi í utanríkisþjónustu
Bandaríknanna”. ---- „Þaö er ein-
stakt en á sviði utanríkismála og
varnarmála er algjört karlaveldi.
Þeir ættu í utanrikisráðuneytinu að
líta meira til kvennanna,” segir hún.
Hún segir að sumum kerfis-
kurf unum hafi brugöið við þegar þeir
heyrðu fyrst af hve miklu öryggi og
vitneskju hún talaði við þá um efstu
mál á baugi. „ En ég er prófessor á
þessu sviöi og hef lesiö, hugsaö og
kennt þetta sem fræðigrein. „ — Og
það er að kennslustörfunum sem
Kirkpatrick mun snúa sér aftur.
Reagan forseti bauð henni, þótt
hún væri flokksbundinn demókrati,
sendiherrastöðuna á sínum tíma
vegna þekkingar hennar á utanríkis-
málum og svipaöra skoöana og hann
hefur sjálfur um utanríkisstefnuna
gagnvart Suður-Ameríku.
Kvisast hefur að hann hafi boðið
Kirkpatrick forstjórastöðuna hjá
Þróunarstofnun Bandaríkjanna og
jafnvel önnur embætti en hún af-
þakkað af því að því fylgdi ekki ráð-
herravald og réttur til setu í öryggis-
málaráöinu. — Ekki vill Kirkpatrick
staðfesta þær fréttir.
Breyttur tónn
Kirkpatrick segir að á síðustu
fjórum árum hafi staða Banda-
ríkjanna nokkuð breyst i alþjóða-
málum og á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna þar sem Bandaríkin hafi
verið komin langt í því að ein-
angrast. „ Tónninn í umræðunum á
allsherjarþinginu og hjá ýmsum
stofnunum á vegum Sameinuðu þjóð-
anna hefur breyst. Minni tíma er nú
sóað í að kynda á hatri og hrakyrðum
í garð annarra aöildarþjóöa sem var
orðinn eins og fastur liður í mál-
flutningi um 20 ríkja gagnvart
Israel, svo að dæmi sé nefnt.
Umsjón: Guðmundur Pétursson