Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985. OMRON AFGREIOSLUKASSAR Minni fyrirhöfn-meiri yfirsýn mr 7^ | SKRIt ST Hverfisgötu 33 - Sími 20560 — SKÓVAL Úrval VIÐ ÓDINSTOHG af kvenskóm Spariskór — götuskór — leðurstlgvél Svo erum við líka með útsölu 4 á mörgum gerðum af SKOVAL skóm. VIÐ ÓÐINSTORG ÓÐINSGÖTU 7, SÍMI 14955 SKÓVERSLUNFJÖLSKYLDUNNAR SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangur! Frjálst.óháÖ dagblaö Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Menning Menning Menning KJARABARATTA OG RÍKISEIN0KUN Hugleiðingar í tilefni bókarinnar Verkf allsátök og fjölmiðlafár eftir Baldur Kristjánsson og Jón Guðna Kristjánsson Fríálst útvarp Þeir Baldur Kristjánsson og Jón Guöni Kristjánsson helga frjálsu út- varpsstöövunum tveimur, sem störfuöu í Reykjavík fram til 10. október, heilan kafla í bók sinni. Margt er þar mjög fróðlegt, einsog ég sagði í fyrstu grein minni, enda virðast höfundarnir hafa átt innan- gengt í Ríkisútvarpið og segja söguna af sjónarhóli starfsmanna þess. Lítill vafi er á því að starfs- menn útvarpsins hafa verið við því búnir 1. október, er þeir lokuðu stofnun sinni ólöglega, að reynt yrði að reka frjálsar útvarpsstöðvar í Reykjavík (sbr. bls. 47). Þeir hafa einnig gert ráð fyrir því að hægðar- leikur yrði að stöðva þær í snatri með aðstoð radíóeftirlits og lögreglu. Allt varð málið sögulegt vegna þess að það mistókst og stöövamar fengu að starfa í friði. Frjálst útvarp í níu daga (þvi að það hóf útsendingar 2. október, en ekki 3. október, einsog þeir Baldur og Jón Guöni segja). Fréttaútvarpið í átta daga. (Nokkur kaldhæöni er í því fólgin að út- varpsþulimir Pétur Pétursson, sem skrifað hefur hverja lofgreinina af annarri um „Hvíta stríðið” gegn lög- reglunni í Reykjavík 1921, og Jón Múli Áraason, gamall baráttumaður fyrir byltingu á Islandi, voru ekki yfir það hafnir aö siga lögreglunni á þá sem ekki gerðu annað en útvarpa á meöan þeir neituðu sjálfir að út- varpa!) Frásögn þeirra Baidurs og Jóns Guöna frá útvarpsmálum er full af ónákvæmni. Eg nenni ekki að eltast við aukaatriöi eins og þau að Frjálst útvarp hafi sent út úr einhverri íbúð sem ég hafi búið i við Austurbrún: ég hef aldrei búið við Austurbrún. Það biður betri tíma að segja rækilega sögu þess þjóðþrifafyrirtækis sem Frjálst útvarp var. Hitt skiptir meira máli, hvaða röksemdum við, sem rákum útvarpsstöðvarnar, beittum fyrir lögmæti þeirra. Höfundamir minnast varla á aðra röksemd okkar en þá að nauðsynlegt hafi verið af öryggisástæðum að halda uppi fréttaflutningi. I því viðfangi halda þeir því fram að ýmsir stuðningsmenn ríkisstjómar- innar, sem hafi notað þessa rök- semd, hafi komist í mótsögn við sjálfa sig, svo sem þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði er þeir snerust gegn opnun Ríkisút- varpsins 5. október. Var mótsögn í máli stuðningsmanna frjálsu stöðvanna? Málflutningur einhverra stuðningsmanna rikisstjórnarinnar kann að hafa verið klaufalegur, þótt það breyti auðvitaö engu um rök- semdimar fyrir lögmæti frjálsu út- varpsstöövanna. Ég tel að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráöi hafi síður en svo komist í mótsögn við sjálfa sig í þessu máli (þótt það sé alrangt sem gefið er í skyn í bók þeirra Baldurs og Jóns Guöna, aö þeir hafi verið með okkur í ráöum eða vitað af fyrirhuguðum út- sendingum okkar. Mér er óhætt að fullyrða að ekkert samband var við þá haft um þetta mál). Lítum á ofangreinda röksemd. Það er ljóst, að hún á við um það að engir nútímafjölmiðlar störfuðu í landinu frá 1. október, þar sem við ólöglega útgöngu starfsmanna Ríkisútvarps- ins bættist aö prentarar höfðu verið í verkfalli frá 10. september en hún á ekki við um hina ólöglegu skyndi- lokun eina. I munni okkar, sem rákum frjálsu útvarpsstöðvarnar, merkti orðið „öryggisleysi” ekki að viðbúnaður væri ónógur við náttúru- hamförum, slysum og öðrum óvænt- um viðburðum, heldur að sú óvissa, sem fullkomið fréttaleysi hefði í för meö sér, væri viðsjárverð í lýðræðis- landi. Þessi röksemd féll þvi alls ekki niður þótt Ríkisútvarpið hæfi frétta- Hannes H. Gissurarson Þriðja grein þegar þeim var hleypt aftur að hljóð- nemanum 5. október. Fordæmisröksemdin Ein spuming hlýtur síðan að vakna í þessu viöfangi. Var einkaréttur Ríkisútvarpsins ekki orðinn dauður bókstafur, er hér var komið sögu, og því niður fallinn af sjálfum sér? Átti hann sér einhverja stoð í siðferðis- vitund fólks og breytni þess? Ymis dæmi voru nefnd um það í umræðum að verkfallinu loknu að þessi réttur hefði margsinnis veriö brotinn, án þess að opinberir aðilar hefðu neitt aöhafst, svo sem með kapalkerfum í Borgamesi og Olafsvík og stað- bundnum litlum útvarpsstöðvum. Má því ekki segja, að fordæmi hafi tryggja þyrfti einkarétt til hennar þá gat löggjafinn ekki um leið veitt starfsmönnum þess verkfallsrétt." útsendingar 5. október þótt hún hafi líklega misst gildi sitt við lok prent- araverkfallsins. I annan stað skipti máli hvemig fréttaflutningur Ríkis- útvarpsins var eftir opnun þess 5. október. Ef Ríkisútvarpið hélt eitt uppi fréttaflutningi, sem var síðan mjög hlutdrægur, þá liggur nærri að álykta að öðrum hafi verið heimilt að gripa til sinna ráða í fullkominni nauðvöm. Og sannleikurinn var sá að fréttaflutningur Ríkisútvarpsins var mjög óvandaður og litaður verk- fallsdagana, eins og nokkur dæmi verða rakin um í næstu grein minni. Við hverju var að búast, þar sem starfsmenn útvarpsins áttu í harðri kjarabaráttu? Vanefndaröksemdin önnur röksemd okkar var sú að einkaréttur Ríkisútvarpsins væri niður fallinn vegna vanefnda þess. I því sambandi skiptir ekki máli hvað olli þessum vanefndum, hvort það var ólögleg skyndilokun, verkfall eða eitthvað annað. Ef starfsemi Ríkis- útvarpsins var talin svo mikilvæg að tryggja þyrfti einkarétt til hennar þá gat löggjafinn ekki um leiö veitt starfsmönnum þess verkfallsrétt. Eg held að íslenskir dómstólar geti varla neitað aö taka tillit til van- efndaröksemdarinnar, því að með því væru þeir að hafna einni þeirri kenningu sem lýðveldisstofnunin 1944 var réttlætt með (vanefndum Dana á sambandslagasamningnum frá 1918, þótt þau væru ekki vegna viljaleysis þeirra, heldur getuleys- is). Þessi röksemd styrkist ef það er rétt, sem bókarhöfundar segja og nánar verður vikið að síðar, að út- varpsstjóri hafi ekkert gert til þess að hindra ólöglega skyndilokun Ríkisútvarpsins, því aö það sýnir að stofnunin hafi verið ófær um að gegna þeirri skyldu sem einkarétt- urinn færði henni. Þessi röksemd styrkist einnig ef starfsmenn út- varpsins hafa brotið ákvæði útvarps- laga um að gæta fyllstu óhlutdrægni helgaö frjálsu útvarpsstöðvamar tvær í Reykjavík? Þessi röksemd styrkist mjög við það aö fyrir Alþingi hafði, þegar hér var komið sögu, legið frumvarp í marga mánuöi um að fella niður einkarétt Ríkisút- varpsins og vitað var að flestir þing- menn voru því fylgjandi. Stjórnarskrárröksemdin Fjórða röksemd okkar var sú að einkaréttur Ríkisútvarpsins bryti í bág við prentfrelsisákvæði stjómar- skrárinnar sem skýra bæri í ljósi tíöaranda og tækniþróunar. Þessi röksemd styrkist mjög er það er haft í huga að í skýrslu síðustu stjórnar- skrárnefndar frá 1983 er tillaga um að breyta „prentfrelsi” í „tjáningar- frelsi” — þetta er meö öðrum orðum vísbending um að skýra beri þetta ákvæði víðum skilningi en ekki þröngum. Og sú spurning sem máli skiptir er auövitað: Hvaða munur er á dagblöðum og útvarpsstöðvum, þannig að rétturinn til aö gefa út dag- blöð nýtur vemdar stjómarskrár- innar en ekki rétturinn til að reka út- varpsstöðvar? Hann er enginn. (Sumir nefna þaö aö tala rása sé tak- mörkuð. En það má leysa með því að gera rásirnar að markaðsvöru, setja verð á þær eins og öll þau önnur lífs- gæði þar sem eftirspum er meiri en framboð.) I næstu grein ræði ég um brot útvarpsstarfsmanna á óhlutdrægnisreglu þeirra og um hina umdeilanlegu ákvörðun Hallvarðar Einvarðssonar, er hann iét ioka útvarpsstöðvunum tveimur í Reykjavík með lögregluvaldi 10. október, en bók þeirra Baldurs og Jóns Guðna kann að bregða Ijósi á þá ákvörðun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.