Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 15
15 DV. MANUDAGUR18. FEBRUAR1985. ENGILBERT GUÐMUNDSSON KENNARI VIÐ IFJÖLBRAUTASKÓLANN Á AKRANESI myndi væntanlega skila drýgri skatt- tekjum af þessum hópi. Auðvitað fer því fjarri að öll vanda- mál skattlagningar væru leyst með slíkri einföldun skattkerfisins. Hér er t.d. ekki að finna neina lausn á því að skattleggja allar földu launatekjurnar, sem jafnvel hið opinbera greiðir mönnum. Þar á ég við bílastyrki, sem ekki miðast við akstur, fatapeninga handa háttsettum stjórnendum og embættismönnum, sem engum fatnaði slita, nema afturendanum á buxunum sinum og þannig mætti áfram telja. ’Hugmyndir minar um hvemig á þessum þáttum skuli taka bíöa betri tima. Skiptíng skattstofnanna Þegar iöggjafinn mannar sig loksins upp í að ganga frá nothæfri löggjöf um sveitarstjómarmál og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga ætti að teng ja við þá löggjöf skiptingu á skattstofnum milli þessara stjómsýslukerfa. Eðlilegast sýnist mér að ríkið eftirléti sveitarfélögunum með öllu að skatt- leggja tekjur og jafnvel eignir líka. Skattar rikisins væru þá alfarið neysluskattar. Margt mælir með því að flytja tekjuskattakerfið alveg heim í sveitarfélögin, þar á meðal virkara skatteftirlit af hálfu almennings, sem gæti frekar séð skattsvikin bitna á sér i sliku kerfi. Engilbert Guðmundsson. „HRAFNINN FLYGUR” OG FJÁRLAGAGERÐIN Eftirmálin að veitingu sænskra kvikmyndaverðlauna til Hrafns Gunnlaugssonar fyrir stórgóða mynd hans, Hrafninn flýgur, hafa vakið athygli á merkilegum þætti í löggjafarstarfi á Islandi. A ég þar auðvitað við þá siðvenju á Alþingi að setja lög um bundin framlög til þjóð- þrifaverkefna en ógilda síðan þessi sömu lög við f járlagagerð. Þannig er stofnaöur Kvikmyndasjóður með föstum tekjustofni sem tryggja á sjóönum nokkuö á 4ða tug milljóna í ár til úthlutunar en við f járlagagerð var jafnframt ákveðið að hvað sem því liður skuli Kvikmyndasjóður ekki fá nema svo sem eins og sjötta hlutann af því fé. Menn tala um laga- brot í þessum samhengi. Svo er ekki. I tengslum við fjárlagagerð eru nefnilega afgreidd legió lagabreyt- inga sem kveða á um að þrátt fyrir ákvæði þessara og hinna laga um föst og bundin framlög til hinna og þessara verkefna skuli framlögin á árinu 1985 takmörkuö við mun lægri fjárhæð. Föst regla Svona afgreiðsla er fyllilega lögleg og orðin regla við alla fjárlagagerð. Kvikmyndasjóður er síður en svo eina dæmið. Miklu stærri sjóðir, eins og t.d. Byggingasjóöur ríkisins, hljóta árlega sambærilega af- greiðslu. Fengi Byggingasjóður ríkisins og Byggingasjóöur verka- manna þá tekjustofna óskerta, sem þeim eru ætlaðir í lögum, væru engin vandkvæði á að veita húsbyggjend- um langþráða aðstoð. Kvikmynda- gerðarmenn eru því að þessu leytinu til í góöum félagsskap með unga f ólk- inu í landinu, öldruðum, þroskaheft- um og öðrum þeim, sem lögum sam- kvæmt eiga að njóta tiltekins fjár- stuðnings af opinberu fé en settir hafa verið hjá við fjárlagagerð. Framboð minna en eftirspurn Framboðið á fjárlagakrónunum hefur nefnilega alltaf verið minna en eftirspumin. Þurft hefur að togast á um hvem tíkallinn. Fljótlega fundu þingmenn því upp þá aöferö að binda i lögum annaðhvort tiltekinn tekju- stofn til ákveðinna þarfa eöa að föst framlög, gjama verðtryggð, skyldu ganga úr ríkissjóði til afmarkaðra verkefna. Framsóknamienn úr öll- um flokkum hafa jafnan þótt lagtæk- ir við slíkar lagasetningar. Hin feiki- legu föstu ríkisframlög til land- búnaðar kúa og kinda eru t.d. þannig til komin. Margt fleira er sama marki brennt. Stór hluti félagsmála- kerfisins er svona upp byggður. Ekkert stjórnunarsvigrúm Gallinn viö slíkar afgreiöslur ligg- ur auðvitað i augum uppi. Þvi bundnari sem rðdsútgjöldin eru þeim mun minna er stjómunarsvig- SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR 9 „Kvikmyndageröarmenn eru í góðum félagsskap með unga fólkinu í landinu, öldruðum, þroska- heftum og öðrum, sem lögum sam- kvæmt eiga að njóta tiltekins stuðnings af opinberu fé en settir hafa verið hjá viðfjárlagagerð.” rúmið. Sjálfvirkar útgjaldaákvarð- anir af þessu tagi taka ekki heldur neitt tillit til efnahagsástands eða stöðu ríkissjóðs enda er fyrir löngu svo komið að ef standa ætti við lög- ákveðin framlög úr ríkissjóði þá nægja ekki ríkistekjumar. Nýir skattar yrðu þá til aö koma. Lausnin felst ekki í óljósu hjali um óskil- greindan sparnað. I stað þess að viðurkenna þessa niðurstöðu bæði í orði og á borði hafa stjómvöld hins vegar gripið til þess ráðs að afnema „sjálfvirku fram- lögin” við fjárlagagerð til eins árs í senn og hefur það nú verið gert óslit- ið í a.m.k. 8 ár. Þó er sjálfvirknin alltaf látin halda sér í viðkomandi lögum. M.ö.o.: bæði á aö sleppa og halda. „Sólarlagsákvæði" 1 „gerbreyttri efnahagsstefnu” Alþýðuflokksins 1978 var þess m.a. krafist að umrædd sjálfvirkni rikis- útgjalda yrði undantekningarlaust afnumin með tilheyrandi lagabreyt- ingum. Menn vildu með því ná betri tökum á stjóra efnahagsmála með auknu stjómunarsvigrúmi í rikis- fjármálunum. Þessi krafa stendur ennfyrirsínu. Allar útgjaldaþarfir ríkissjóðs og ríkisstofnana ætti raunar að endur- skoða reglulega, ekki aðeins út- gjaldafjárhæðimar heldur sjálfan útgjaldagrunninn og nauðsyn hans. Þannig ætti t.d. sjálfkrafa aö eiga sér stað regluleg endurskoöun allra útgjaldaákvarðandi lagasetninga og stefnulegt endurmat ætti að fara fram á ýmsum grundvallaratriðum ekki sist í félagsmálalöggjöf því þar breytist sitthvað meö breyttum tím- um og tíðaranda. Slíkt ætti aö tryggja með setningu svokallaðra „sólarlagsákvæða” í slík lög þannig að Alþingi þurfi reglulega að endur- meta slíkar lagasetningar frá grunni. Með breytingu á þingsköpum og samfelldum starfstima Alþingis fengist svigrúm til slíkrar starfsemi. Skynsemi — eða atkvæði? Þetta er skynsamleg afstaða sem út af fyrir sig er ekki bundin við einn stjórnmálaflokk heldur á hljóm- grunn í þeim öllum. Varaformaður Sjálfstæöisflokksins var t.d. mikill málsvari „sólariagsákvæða” á sín- um tíma þótt svo sú umræða sé ekki áberandi núna. Hitt er svo aftur mannlegt að stjómmálamenn langi í þakkir og e.t.v. atkvæði með því að gefa fyrirheit sem þeir þó vita að ekki verður hægt að standa við. Þess vegna halda menn áfram að leggja til lagasetningar um bundinn fram- lög til þjóöþrifamála. Skynsemin er nefnilega ekki ávallt líklegust til at- kvæðalegs árangurs. Sighvatur Björgvinsson. „Annar meginþáttur í háu raforkuverði hérlendis hefur mikið verið til umræðu síðustu vikur, þ.e. umframfjárfesting ■ virkjunum,. . Almenningur á Islandi, heimili og iðnaður, greiðir raforkuverð sem er með því hæsta sem þekkist í Vestur- Evrópu. Orkuverðið er óhagræði í sam- keppni almenns iðnaðar hérlendis við innfluttan iðnvaming og enn dekkri verður myndin þegar litið er til lands- byggðarinnar og þeirra sem hita þurfa híbýli sín með rafmagni, þótt niður- greitt sé. Trúin á erlenda stóriðju Menn spyrja að vonum hvað valdi þessum ókjörum? Svör stjómmála- manna endurspegla að verulega leyti þær deilur sem verið hafa um grund- vallarþætti í orkustefnu í landinu í tvo áratugi. Fyrir réttum tuttugu árum var stofnaö fyrirtækið Landsvirkjun sem helmingafélag ríkisins og Reykja- víkurborgar og fékk í tannfé Sogsvirkj- anir og vatnsréttindi í Þjórsá og Tungnaá. Þá sat við völd samstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem stóð að samningunum við Alusuisse um álver í Straumsvík 1965—66 í hat- rammri andstöðu við þáverandi stjórnarandstöðu. Þá var boðuð sú trú sem mikill meirihluti Sjálfstæöis- flokksins hefur haldiö í síöan: Að stór- virkjanir og erlend stóriðja væri leiöin til hagsældar sem tryggja myndi almenningi hagstætt raforkuverð. Nú- verandi forysta Sjálfstæðisflokksins heldur enn dauðahaldi í þessa kreddu frá viðreisnarárunum og enginn boðar hana af meiri sannfæringarkrafti en Sverrir Hermannsson iönaðarráð- herra. „Álverið er leiðarljós" Hér hefur verið haldið uppi útsölu á raforku til stóriðju á kostnað almenn- ings í landinu lengst af þessa timabils og í vaxandi mæli eftir því sem orku- verð og fjármagnskostnaður hefur hækkað undanfarin 12 ár. Engin þjóð i Vestur-Evrópu og þótt víðar sé leitað hefur búið við þær aðstæður að setja meirihlutann af raforkuframleiðslunni til orkufreks iönaðar, að yfirgnæfandi hluta til eins kaupanda. Þaö kostaði tveggja ára harða baráttu 1980—’82 að fá Geirs-liðiö í Sjálfstæðisflokknum tii að viðurkenna, að raforkuverðið til Isal væri óeðlilega lágt. Meira að segja núverandi formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, skrifaöi grein eftir grein í Alþýðublaðið 1980 til að sannfæra lesendur um ágæti ál- samninganna. „Álverið er leiðarljós” var fyrirsögnin. Þrefaldur munur Þegar samstjóm Framsóknar og Sjálfstæðisflokks svo semur við Alusuisse sl. haust er enn gengið að afarkostum og samiö um orkuverð sem liggur langt undir framleiðslu- kostnaði, svo ekki sé minnst á endur- nýjunarkostnað raforkunnar frá nýj- um virkjunum. Að gerðum þessum samningum greiða almenningsveitur meira en þre- falt hærra verð fyrir kílóvattstundina en hinn erlendi viðskiptavinur Lands- virkjunar í Straumsvík. Munurinn er sem sagt yfir 300% á sama tíma og eðlilegt gæti talist að slíkur stómot- andi greiddi í mesta lagi 50% lægra orkuverð en rafveitur. I Banda- ríkjunum er algengt að áliönaöur greiði rneira fyrir hverja kQóvattstund en aimenningsveitur, enda sterkt aöhald af hálfu almennings. Baggi offjárfestingar Annar meginþáttur í háu raforku- verði hérlendis hefur mikið verið til umræðu síöustu vikur, þ.e. umfram- f járfesting í virkjunum, óseld afgangs- orka í landskerfinu sem nemur 700— 800 gígavattstundum, sem er um helm- ingur af notkun hins almenna markað- ar. Sýnt hefur verið fram á að afleið- ingin af þessari fjárfestingu umfram markaö birtist í nálægt 40% hærra raforkuverði frá Landsvirkjun en um væri að ræða ef framleiðsla og markaður héldust nokkum veginn í hendur. Samt hugðist Landsvirkjun enn bæta við umframorkuna á þessu og næsta ári samkvæmt áætlunum sem kynntar voru iðnaðamefndum Al- þingis í nóvember sl. Hér er enn á ferð- inni gamla orkusölustefnan, að fram- leiða orku og bjóða hana fala útlendum auðfélögum. Framkvæmdir við íslenskt fyrirtæki eins og kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði hafa verið stöðvaðar um árabii á meðan reynt er að koma verksmiðjunni á hendur útlendinga. Kaupandinn aö umfram- orkunni, sem iðnaöarráðherrann bind- ur vonir sínar við, er hinn sami og fyrir 20 árum: Alusuisse. Sölumaðurinn í umboði íslensku ríkisstjórnarinnar ber einnig sama nafn og titil: dr. Jóhannes Nordal. Af því mætti halda að Islandssaga þessara áratuga hefði staðiðistað! Alþýðubandalagið gegn orkuveislu Þau ár sem Alþýðubandalagið var í ríkisstjóm og fór með iðnaðarmál var hins vegar fylgt allt annarri stefnu um orkunýtingu í andstöðu við málsvara erlendrar stóriðju. Itrekað var óskað endurskoðunar á framkvæmdaáætlun- um Landsvirkjunar, fyrst vegna Hrauneyjafossvirkjunar sem ákveðiö var að ráðast i af ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar í árslok 1976, síðar vegna Sultartangastiflu 1981 sem Landsvirkjun rökstuddi sem öryggis- framkvæmd vegna Búrfellsvirkjunar. 1 bæði skiptin stóðu Sjálfstæðisflokkur- inn og Morgunblaðið að pólitísku upp- hlaupi. Á árinu 1982 óskaði stjóm Landsvirkjunar eftir heimild fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar um 140 megavött í afli og 260 gigavattstundir í orkuvinnslu og taldi nauðsynlegt að koma henni i gagnið á undan Blöndu- virkjun. Við þeirri beiðni var ekki orð- ið. Fyrir kosningamar 1983 bauð þáver- andi stjómarandstaða Sjálfstæðis- flokksins kjósendum til orkuveislu ef takast mætti að f jarlægja hina „dauöu hönd” Alþýðubandalagsins úr iönaðar- ráðuneytinu. Ráðherra Sjálfstæðis- flokksins hefur nú nýverið aflýst þeirri veislu, nema hvað Alusuisse situr eftir við veisluborðið til að hirða molana, ef auöhringnum hentar. Og orkuverðið til almennings heldur áfram aö hækka. Hjörieifur Guttormsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.