Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Síða 37
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985. . 37 Frá hátíöahöldum Félags heyrnarlausra 11. febrúar sl Storaf mæli Félags heyrnarlausra Félag heyrnarlausra var stofnað hinn 11. febrúar 1960 og er því 25 ára um þessar mundir. Fyrsti formaður félagsins var Guð- mundur Björnsson. Tilgangur félags- ins er að stuðla að auknum félagsskap þeirra sem eru mállitlir eða mállausir vegna heyrnarleysis og vinna að hags- munamálum þeirra. Meginverkefni fé- lagsins hefur á síðari árum verið að bæta félagslega aðstöðu og þjónustu við heymleysingja á öllu landinu. Árið 1976 var stórt ár í sögu félagsins en þá var gefin út táknmálsbók, var sú útgáfa algjört nýmæli hérlendis. Félagar í Félagi heymarlausra eru nú um 200 talsins og hefur félagið að- setur í eigin húsnæði á Klapparstíg 28. Á skrifstofunni eru nú þrír starfs- menn í hlutastarfi og sjá þeir um margþætt starf, t.d. túlkunar- og at- vinnumál, félagsmál auk ýmissa sam- skipta við hið opinbera. Formaður félagsins er Vilhjálmur G. Vilhjálms- son. h.hei. SjúkrastöðinVon: TALA BARA DÖNSKU Sex Færeyingar hafa þegar verið út- skrifaðir effir að hafa veriö í meðferð sjúkrastöövar Líknarfélagsins Vonar. Um þessar mundir dvelja þar aðrir sex útlendingar, tveir Grænlendingar og fjórirFæreyingar. Fyrir skömmu hóf sjúkrastöðin Von starfsemi sína. Hún er stofnuð með það fyrir augum að taka á móti drykkju- sjúklingum erlendis frá. Fram að þessu hafa Færeyingar og Grænlend- ingar notfært sér þessa aðstöðu. Búast má við að enn fleiri Grænlendingar eigi eftir að koma hingað til lands. Græn- lendingar hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Eigum við einnig von á að Danir eða Svíar komi hingað? „Eg geri fastlega ráð fyrir því að það verði. Við erum byrjaðir að búa okkur undir að taka á móti sjúklingum í verulegum mæli. En sá undirbúning- ur tekur langan tíma. Meðferðarstöðvar eins og SÁÁ eiga ekki sína líka á hinum Norðurlöndun- um. Svo virðist sem meðferðin hafi gefið betri árangur en aðrar. Árangur- inn sem náðst hefúr hér á landi er reyndar á heimsmælikvarða. Það er því eðlilegt að Islendingar notfæri sér þessa þekkingu,” segir Skúli Thor- oddsen sem er framkvæmdastjóri stöðvarinnar. En hvað með málaerfiðleika? „Þeir eru engir. Hér er töluð danska. Auk þess eru starfandi hér ráðgjafi og sjúkraliði sem tala færeysku,” sagði Skúli. -APA FIRMA- OG FÉLAGSHÓPAKEPPNI KR I knattspyrnu innanhúss hefst 4. mars. Þátttaka tilkynnist 1 síma 27181, 18177 eða 12190 (Bjarni) fyrir fimmtudaginn 21. febrúar. Yfir ^$f%óro reynsla í nýsmíði, viðgerðum I/ og alhliða viðhaldi mannvirkja. Allt verkiö á einum stað því ef við höfum ekki fagmanninn þá útvegum við hann. Sérhæfing í eftirfarandi atriðum. Orkusparandi aðgerðir: Glerskipti. Endurkittun á gleri. Innfræstir þéttilistar á Klæðning og einangrun á þök og veggi. Ráflgjöf: Viðhald og viðgerðir. Nýsmíði og breytingar. Hönnun innanhúss. Skoðun fasteigna vegna sölu og/eða viðhalds. Steypu- viðgerðir: Vegna frostskemmda. Vegna alkalískemmda, við gerðir eingöngu unnar að undangenginni -i rannsókn samkvæmt umsögn viðurkenndra aðila. Klæðning útveggja. Þétting steinþaka. Sílanúðun. Viðhaldsþjónusta. Gerum bindandi samninga um eftirlit og viðhald fasteigna. Gefum árlegar skýrslur um ástand fasteigna til stjórna húsfélaga og fyrirtækja. SÉRHÆFÐIR í HÚSAVIÐGERÐUM V ‘ Þéttingar. Þétting samskeyta húsa. Þétting húseininga. Þétting neðanjarðarmannvirkja. Þétting sturtu- og baðgólfa. Lekaþéttingar á steinsteypu. Þéttingar lekra þaka. Háþrýstiþvottur. Eðalvsrh s/f SUOARVOGI 7 - 104 REYKJAV1K SIMI 33200 - NNR 1655-3573 SUOARVOGl 7 —- 104 REYKJAVÍK SIMI 33200 -- NNR 7123-2972 PARÍS-DAKAR ralliö, sem lauk 22. janúar s.l., er mesta þolraun bifreiöaíþróttanna. Slíkan darraöardans standast aöeins þeir bestu Aö sjálfsögðu sígraði MITSUBISHI pajero með glæsibrag, hlaut 1. og 2. sætiö í keppninni. MITSUBISHI PAJERO tók þátt í sinni fyrstu keppni á íslandi nýlega og sigraði auðvitaö meö yfírburöum. Þetta var ísaksturskeppni B.Í.K.R., sem haldin var 27. janúar s.l. MRI5ALSEII , . -. I ' I írDD-disssJ'ysJ (Gengi 12.0:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.