Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985. 45 Hann hefur ekki veriö ánægður með aö tapa verölaunapeningnum sinum, maöurinn sem varö sund- kappi Ungmennafélags Stafholts- tungna eitthvert árið um eða eftir 1916. Hamvitjaði nefnilega verð- launapeningsins til finnandans i draumi um daginn. Mál þetta er þannig vaxiö aö fyrir 11 árum fann ung stúlka af höfuðborgarsvæöinu verðlauna- pening í skógarrjóðri í Borgarfiröi. Líklega hefur þaö annaöhvort veriö í Svignaskarði eöa Munaðarnesi. Þá var hún 7 ára gömul. A framhliö peningsins stendur ártaliö 1916. Þar er einnig mynd af Kristjáni 10. Danakonungi eins og á mynt frá þeim tíma. A bakhliöinni stendur: Sundkappi í U.M.F.Sht. sem er skammtstöfun fyrir Ung- mennafélag Stafholtstungna. Stúlkan tók peninginn með sér heim, lagöi hann i skartgripaskrin sitt og þar hefur hann legiö óhreyfður undanfarin 11 ár án þess að stúlkunni hafi oröiö til hans hugsaö. Það var svo aöfaranótt sunnu- dags fyrir viku að stúlkuna dreymir að til hennar kemur maöur og biöur hana um að skila verölaunapeningnum aftur til réttra eigenda. Stúlkunni skildist i draumnum að ef hún gerði það ekki myndi illa geta farið. Enga vís- bendingu gaf maðurinn þó um hvert hún gæti snúiö sér til að af- henda peninginn. Fyrir stúlkuna var þetta auövit- að versta martröð. Um leið og hún vaknaði hljóp hún í skartgripa- skrínið og fann peninginn þar sem hann hafði legið undanfarin 11 ár. Á mánudaginn kom hún síðan með peninginn á ritstjórn DV og óskaði aðstoðar við að koma honum til skila. Ekki vildi stúikan halda peningnum lengur þannig að hann varð eftir hjá DV. Og nú eru allar upplýsingar um hver sé rétti eigandi verðlaunapen- ingsins vel þegnar. Verðlaunapeningurinn sem vitjað var f draumi. A framhliðinni hliðinni stendur Sundkappi f U.M.F.Sht. Verðlaunapeningurinn er stendur Christian X, Konge af Danmark og értaliö 1916. A bak- Iftiö eftt stærri en núgildandi 10 króna peningur. , Hin erótíska kvikmynd l Emmamielle mefl Sylviu Kristel i aflalhlutverki, hefur alegifl öll aðsóknarmet f Paris. Sýningum var hætt um óramót og höf flu þá gengifl samfleytt f 11 ár. Áhorf- endafjöldinn komst f 3,3 milljón- ir f París einnl. Framhald mynd- arinnar, Emmanuelle 4, er nú á öflru sýnlngarári. Diana prinsessa er mefi litafl hár, hún elskar sápuóperur eins og Dynasty og Dallas og hún þolir ekki að vera köllufl Di. Þetta upplýsti fyrrverandi hár- greiðslumeistari hennar f blaða- viðtali sem hann seldi breska blaflinu Sunday Mirror fyrir miklar fjárhæflir. Talsmenn Buckinghamhaliar segja einfaid- lega að hárgreiðslumeistarinn sérotta. Sviðsljósið Sviðsijósið Verðlaunapenings vitjað f draumi — hver er sundkappinn úr Staf holtstungum? Þarna eru tveir sterkir saman komnlr, Jón Péll Sigmarsson sterkasti maður heims, og Steingrfmur Hermannsson sem ku vera nokkuö rammur aö afli Ifka. Ekki vitum við þó hvort Steingrimur er neeststerkasti maður heims. En myndin er tekin þegar forseatisréöherrann var að fagna sigri Jóns Péls eftir keppnina i Svíþjóð þar aem Jón vann éðurnefndan titil. DV-mynd KAE. Kentruck Sænsku gæða lyfti- og pallettuvagnarnir til afgreiðslu af lager. Lyftigeta 1000 kg. Lyftihæð 235 cm. Verð kr. 72.006, m/sölusk. Lyftihæð 150 cm. Verð kr. 58.652, m/sölusk rmvck Lyftigeta 2000 kg. Verðfrá kr. 19.587, m/sölusk. Ármúla 1. Sími 687222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.