Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ
68) • Í7Í) • Í58
SIMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þó i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1985.
Samkomulag stjórnarf lokkanna um breytt útvarpslagaf rumvarp:
Stórefla á Ríkisútvarpid
og hamla gegn samkeppni
Ríkisútvarpinu og öðrum útvarps-
stöðvum verða ólíkir stakkar sniðnir
í nýjum útvarpslögum ef marka má
það samkomulag stjómarflokkanna
sem nú liggur fyrir um breytt út-
varpslagafrumvarp. Breytingamar
snúast almennt um stóreflingu
Ríkisútvarpsins og að hamla gegn
samkeppni við það með alls konar
takmörkunum.
Breytingamar viröast nær
eingöngu vera í anda þess sem fram-
sóknarmenn hafa sett sem skilyrði
fyrir afgreiðslu frumvarpsins á
þessu þingi. Lögbinda á fimm útibú
Ríkisútvarpsins. Einnig fræðsluút-
varp þess með greiðslu kostnaöar úr
ríkissjóði. Stofna á Menningarsjóð
útvarpsstöðva með 10% skatt-
lagningu á allar auglýsingar í
hljóðvarpi og sjónvarpi.
tJr þessum sjóði á fyrst að greiða
allan kostnað Ríkisútvarpsins af
hlutdeild í rekstri Sinfóníunnar.
Siðan á að nota fé sjóþsins „til
eflingar innlendri dagskrárgerö,
þeirri sem verða má til menningar-
auka og fræðslu”. Leyfi annarra til
að reka útvarp og sjónvarp eru
bundin ýmsum skilyrðum og eftirliti
útvarpslaganefndar, meðal annars
um dagskrárefni og auglýsinga-
taxta.
Þá eiga þessar stöðvar að greiða
sérstakt leyfisgjaid. Auk þess verða
þær að sjálfsögðu að greiða önnur
opinber gjöld. Rfltísútvarpið verður
undanþegið þeim öllum og fær, auk
nefskatts frá notendum, auglýsinga-
tekjur eins og áður og öll aðflutnings-
gjöld af viðtækjum, svo og beinan
ríkisstyrk vegna fræðsluútvarpsins.
I menntamálanefnd neðri deildar
Alþingis, sem nú hefur f jallað um út-
varpslagafrumvarpið, hefur Kristín
Kvaran, fulltrúi Bandalags
jafnaðarmanna, verið eini tals-
maðurinn gegn þeim ströngu skil-
yrðum, sem öðrum en Ríkisút-
varpinu er ætlað að starfa eftir.
Meðal annars vill hún leyfa kapal-
stöðvum að birta auglýsingar sem
stjómarflokkamir ætla ekki að
leyfa.
-HERB.
Villtustá
leiðað
Galtarvita
Neyðarkall barst til Loftskeyta-
stöðvarinnar á Isafiröi álaugardags-
kvöld frá fólki sem var statt uppi á
fjöllum á vélsleðum á leið i heimsókn
til vitavarðarins á Galtarvita úr
Syðridal við Bolungarvík. Fólkiö,
hjón með fimm ára gamalt bam og
piltur um tvítugt, tilkynnti um tal-
stöð aö það hef ði villst í hríð.
Sex félagar úr Björgunarsveitinni
Emi í Bolungarvík héldu til leitar á
þremur vélsleðum. Þeim tókst ekki
aö halda talstöövarsambandi við
fólkið. Hins vegar náði togarinn Páll
Pálsson, sem var á siglingu út af
Barða, sambandi við fólkiö. Af því
gátu leitarmenn dregið ályktun um
staðsetningu þess. Fundu þeir það
um miðnætti, aðeins tveimur og
hálfri stundu eftir að kallið kom.
Fólkiö var við góða heilsu og var
að byggja snjóhús er leitarmenn
komu. Það haföi ákveöið að halda
kyrru fyrir er því varð ljóst að það
hafði farið í hringi á fjallinu.
-KMU.
Bílstjórarnir
aðstoða
senDiBHJtsTöÐin
Sextán ára gömul stúlka úr Keflavík
lést í bílveltu á Grindavíkurvegi
aðfaranótt laugardags. Hún hét Hafdís
Halldórsdóttir, til heimilis að Tjamar-
götu33Keflavík.
Stúlkan var farþegi í bíl af gerðinni
Volvo 343 á leið frá Grindavík.
Skammt frá Seltjöm valt bíllinn út af
veginum og fór margar veltur. Mikil
hálka var á veginum er slysið varð rétt
fyrir klukkan tvö um nóttina.
Talið er aö stúikan hafi látist
samstundis. ökumaður, sautján ára
gamall piltur, slapp lítið meiddur.
Sömuleiöis önnur ung stúlka sem var
farþegi. Bíllinn er talinn ónýtur.
« -KMU.
Bifreiðin var illa farin eftir veltuna.
DV-mynd emm.
STÚLKA LÉST í BÍLVELTU
Lyftujeppa
af manni
Fjögur ungmenni lyftu jeppabif-
reið af manni við bæinn Kiðafell í
Kjós skömmu fyrir hádegi á laugar-
dag. Jeppinn hafði runnið til í hálku í
brekku og oltið niður af bröttum
kanti.
Feögar voru á ferð í jeppanum.
Faðirinn festist undir honum í velt-
unni. Sonurinn fékk hjáip þriggja
ungmenna, sem voru vitni að slys-
inu, til að bjarga föðumum.
Ungmennin þrjú höfðu sjálf aðeins
túi mínútum áður misst sinn bíl út af í
sömu brekkunni, 20 til 30 metrum frá
þeim stað sem jeppinn valt. Þeirra
bill valt þó ekki en laskaðist.
Faðirinn var fluttur meö sjúkrabíl
til Reykjavikur. Hann slasaðist ekki
alvarlega og var með rænu allan tím-
ann.
-KMU.
Bam undir
stórum jeppa
Fimm ára gamail strákur siapp
ótrúlega vel er hann varð fyrir stór-
um jeppa í Stórahjalla í Kópavogi
um klukkan 14.30 í gær. Strákurinn
hljóp fyrir jeppann, skall á honum og
féll undir hann.
Mikil mildi þykir að strákurinn
skyldi ekki verða fyrir hjólunum.
Hann lenti undir bílnum miðjum.
Hann gat skriðið sjáifur undan hon-
um með hjálp nærstaddra. Einu
meiðslin voru nokkrar skrámur.
-KMU.
Úrskuröur
kjaradóms
um laun
háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna:
Nýtt og óútfyllt
launaflokkakerfi
Kjaradómur opnaði upp á gátt
kjarasamninga háskólamenntaöra
ríkisstarfsmanna með dómi á laug-
ardag. Núverandi launaflokkakerfi,
101—125, er lagt til hliðar og upp tek-
ið nýtt kerfi, 126—155. I það er nú
óraöaö. Laun eru ákveðin á bilinu
18.500-59.329. Krafa BHMR var
23.735—87.024 í mánaðarlaun.
Rööun i þessa nýju launaflokka svo
og sérkjarasamningar BHMR og rík-
isins eru næstu skref. Af hálfu beggja
lýsa talsmenn þeirra fullum vilja til
þess að móta þau skref í samningum.
Háskólamenntaðir kennarar hafa
margir sagt störfum sínum lausum
frá 1. mars. Þá á kjaradómur að úr-
skurða í þessum málum fyrir mars-
lok, nái aðilar ekki samkomulagi.
Samkvæmt upplýsingum Indriða
G. Þorlákssonar, forstöðumanns
launamáladeildar fjármálaráðu-
neytisins, verður ærið verkefni að
semja við þau 25 félög sem hlut eiga
að máli innan Bandalags háskóla-
manna. Þá telur Indriði að búast
megi við hliðstæöri þróun þegar
kemur að BSRB-samningum. Þótt
núgildandi samningar BSRB gildi út
árið mun sérstaklega verða fjallað
um launaflokkakerfi þess bandalags
á næstunni.
Fyrir kjaradómi kröfðust háskóla-
menntaðir ríkisstarfsmenn sam-
bærilegra kjara hjá ríkinu og þeir
hafa á almennum vinnumarkaði.
Var vísað til könnunar Hagstofunnar
frá í mai 1984 og ýmissa kjarasamn-
inga á almenna vinnumarkaðnum:
Aðilar túlka hins vegar þessi atriði
og allan samanburö á kjörum hvor
meðsínumhætti.
HERB