Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Síða 6
DY, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR1985.
LAITGAVEGI27
S. 26850 (£>
rui
HARSNYRTISTOFA
GRJÓTGRINDUR
A FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA
íjfc'. >J’r
HVORT
KÝST ÞÚ
GAT EÐA
GRIND?
Eigum á lager sérhannaðar grjót-
grindur á yfir 50 tegundir
bifreiða!
Ásetning á
staðnum
Steingrimur
Björnsson sf.,
Suðurlandsbraut 12, Rvík.
Símar 32210 og 38365.
KJOTMIÐSTOÐIN
Laugalæk 2. Sími 686511.
VERÐ pr.FLÖSKU:
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
„KJOTSEYDIAD HÆTTl
GÓDU KONUNNAR”
Með áhugamönnum á matreiðslunámskeiði
„Þetta er miklu meira í okkur en
konunum. Allir bestu og frægustu
kokkar heims eru karlar eins og þú
veist,” sagði Jóhannes Björnsson
bakarameistari í samtali við DV.
Jóhannes var einn af níu hressu
körlum sem við hittum á lokakvöldi
sex vikna matreiöslunámskeiðs sem
haidið var hjá matreiðslumeistar-
anum Halldóri Snorrasyni í Kokknum
Smiösbúö í Garðabæ.
sem ég hef lært hér. Það var Magnús
Þórðarson byggingameistari sem
mælti af svo miklu öryggi, þar sem
hann var að útbúa Waldorfsalat, sem
bera átti fram með aðalrétti kvöldsins
sem var pekingönd.
Enginn fiskur í kvöld
Kvöldið sem DV kom á námskeiðiö
var enginn fiskur á matseðlinum, en
Vandasöm sósugerð
Þegar pekingönd er matreidd er
sósan heilmikið mál. Þar sem blm.
hafði ekki reynslu í gerð slíkrar sósu
var fylgst með af miklum áhuga.
Ábyrgð sósunnar hvíldi eiginlega á
herðum þriggja kokka, hæstarréttar-
lögmanns, borgarlæknis og pípu-
lagningameistara!
Sósan
Byrjað var á að brúna sykur í potti.
Til er erlont máltæki sem segir að of margir kokkar skemmi súpuna. Þafl átti ekki við í þessu tilfelli. Talið
frá vinstri Garðar Garðarsson, á bak við hann Harald Þorsteinsson, Skúli Johnsen, Halldór Snorrason og
Jóhannes Bjömsson snýr í okkuribakinu.
Byrjaði
á sósunni
„Ég hef svona verið að þreifa mig
áfram í matargerðinni. Það má
kannski segja að ég hafi byrjað á öfug-
um enda, því ég byrjaði á sósugerð-
inni,” sagöi Jóhannes. Sósugerð þykir
alla jafna vera nokkuð vandasöm og
ekki á færi allra matreiðslumanna,
þótt flinkir séu, að búa til góðan mat að
öðru leyti.
„Sjálfsbjargarviöleitnin og áhugi á
matargerð var það sem rak mig á
námskeiðið.
Þetta er ekkert mál og núna get ég
búið til allt mögulegt. Eg er ekkert
hræddur við þetta lengur og treysti
mér til að fara eftir uppskriftunum. Nú
elda ég alltaf heima hjá mér á laugar-
dögum og er búinn að prófa ýmislegt
okkur var tjáð að þar hefði áður verið
mikið um ýmsa fiskrétti.
„Við vorum með um daginn djúp-
steiktan smokkfisk. Það var alveg
meiriháttar fínt,” sagði Thulin Johan-
sen sem rekur kaffiteríu.
„Áhugi minn á matargerð byrjaði
snemma, ég var stundum að hjálpa
mömmu í eldhúsinu.
Mitt spesíale eru heimalagaðar fiski-
bollur,” bætti Thulin við og einhver
kallaði: Gefurðu ekki uppskriftir? —
Thulin var fljótur að neita því sagðist
ætla að eiga sínar uppskriftir fyrir
sjálfan sig.
Thulin var meðkokkur Magnúsar
með Waldorfsalatið og þeir sáu einnig
um „kjötseyði að hætti góðu kon-
unnar” sem var tær súpa með miklu af
smátt skornu grænmeti í. Stórfín.
Þegar hann var orðinn fallega gul-
brúnn var hellt dálitlu af ediki út í. Á
vélinni voru innyflin úr öndunum búin
að bullsjóða í potti i eina klukkustund.
Nú var soðinu hellt af og út í sósu-
pottinn. Þá var bætt út í appelsínu- og
sítrónusafa og þar að auki rifnum
berkinum sem áður hafði verið soðinn í
Grand Mamier líkjör.
Einhver hafði orð á því að þetta væri
farið aö líkjast sanasoli, sem allir
krakkar drukku i gamla daga. Og nú
var komið að því að smakka. Allir
fengu sér skeið og smökkuöu, — hugs-
uðu og komu með tillögur.
Þá var bætt í súpukrafti, krydd-
blöndu, meiri líkjör, ögn meiri safa og
loks var sósan þykkt með smjörbollu,
sem búin var til úr feitinni sem kom af
öndunum við steikinguna og hveiti sem
hrært var saman við.
Engin kunnátta fyrir
„Ég er hræddur um að það verði að
stýra mér þótt ég sé búinn að vera á
námskeiöinu, því kunnáttan var engin
fyrir,” sagði Gunnlaugur Skaftason
skrifstofumaður sem var mjög lið-
tækuríuppvaskinu.
Félögunum fannst Gunnlaugur alltof
hæverskur og höfðu orð á því að hann
hefði staðið sig vel í matreiðslunni. —
Honum þótti smokkfiskurinn besti rétt-
urinn sem þeir höfðu eldað.
Betri ráðgjöf í framtíðinni
„Eg var einu sinni kokkur á humar-
bát og þaðan hafði ég alla mína kunn-
áttu í eldamennsku. Eg var stundum
með ráögjöf í eldhúsinu heima, en hún
féll ekki í góðan jarðveg,” sagði Skúli
Johnsen borgarlæknir.
„Þess vegna dreif ég mig á nám-
skeið til að reyna að bæta ráðgjöfina í
framtíðinni.”
Skúli var mjög kunnáttusamlegur er
hann bætti kjötkrafti út í sósuna, en
félagar hans höfðu orð á að hann hefði
sýnt sérstaka fæmi í úrbeiningu kjöts,
en það er eitt af því sem kennt er á
námskeiðinu.
Kjötbollur 1 heila viku
Loksins hófst máltíöin sem allir
höföu beðið eftir. Súpan var mjög góð,
tær og sjóðandi heit. Á eftir henni voru
bomar fram skinkusneiðar fylltar með
smátt skomum rækjum og grænni
papriku og síðan djúpsteiktar, bomar
fram á soðnum hrísgrjónum með soja
sósu.
Undir borðum fóru fram léttar og
skemmtilegar umræður. Jóhannes
Bjömsson bakarameistari sagði frá
fyrstu reynslu sinni í eldamennskunni.
„Eg var ekki nema sautján ára
þegar ég var ráðinn sem matsveinn á
bát frá Grindavík. Ég tók við því kokk-
urinn fór skyndilega í burtu, en hann
var búinn aö kaupa inn allar vistimar.
Meöal annars hafði hann keypt heilt
kvartil af kjötfarsi og var ekki annað
að gera en elda úr því. Og það tók
okkur heila viku að boröa allt farsið úr
tunnunni.
Þeir vom ofsa ánægðir með matinn
hjá mér, alltaf kjöt í matinn. Svo gaf
ég þeim heitt ostabrauð og það þótti
þeim ægilega gott, höfðu ekki
smakkaðþaðfyrr.
Sannleikurinn er sá að þegar ég kom
í land hafði ég það fyrir venju að
hringja í gömlu mútter fyrir norðan og
spyr ja hana hvað ég ætti að hafa í mat-
inn og hvemig ætti að elda. Það hefur
verið það sem reddaði hlutunum,”
sagði Jóhannes.
I ljós kom að fleiri höfðu verið kokk-
ar á bátum og yfirleitt gengið vel hjá
öllum.
Loks var komið að því að peking-
öndin hélt innreiö sina á borðið.
Eldaðar höfðu verið þrjár endur —
tvær frekar litlar og voru þær búnar að
fá óhóflega langa eldamennsku. Sú
stærsta var hins vegar mjög safarík og
góð. Allt gekk þetta ljúflega niður með
sykurbrúnuðum kartöflum, gulrótum
og sósunni góöu, sem orðin var aö
toppsósu.
Eftirrétturinn var jarðarberjatriffli
með ekta koniaki og mjög gott.
Blm. þakkaði nú fyrir sig og stóö al-
gerlega á blístri, eins og sagt er.
Takk fyrir góðan mat, drengir.
A.BJ.
ÞRJÁTÍU RÉTTIR A
HVERJU NÁMSKEIDI
Halldór Snorrason matreiðslumeistari
skinkurúllunum i orlydeigið.
sýnir Heimi hvornig A afl dýfa
„Það hefur verið mikil aðsókn að
þessum námskeiðum hjá okkur,”
sagði Halldór Snorrason matreiðslu-
maður í samtali við DV.
„Námskeiðin standa í sex vikur, eitt
kvöld í viku, og eru yfirleitt tíu á
hverju námskeiði. Það byrjar nám-
skeið i næstu viku og eru þegar komnir
þrjátiu, þótt ekkert sé búið að auglýsa.
Á hverju námskeiðstímabili eru
kenndir í kringum þrjátíu réttir. Allt
eru þetta fljótlegir og góðir réttir, súp-
ur og salöt, forréttir og eftirréttir. Allir
fá svo uppskriftir og leiðbeiningar með
sér heim,” sagði Halldór.
Halldór rekur veislueldhús í Smiðs-
búöinni ásamt með Sigurberg Jónssyni
matreiðslumanni. Þeir sjá einnig báðir
um kennsluna á námskeiðunum.
Eldhúsið þeirra er mjög skemmtilegt
og haganlega innréttað.
a.bj.