Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Qupperneq 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBHUAR1985. 9 Útlönd Útlönd Utlönd Útlönd Danmörk: 250.000 fjölskyldur á opinberu f ramfæri — stjórnin reynir að skera niður styrk til atvinnulausra Frá Kristjðn Ara Arasyni, fréttarit- ara DV í Kaupmannahöfn: Það eru fleiri en atvinnuleysingjar og láglaunafólk sem eiga erfitt með að sjá fyrir sér og sínum í Danmörku í dag. Samfara auknu atvinnuleysi hefur rík- isstjóm Pouls Schliiters reynt á ýmsan hátt að skerða réttinn til atvinnuleysis- bóta og koma atvinnulausum yfir á framfærslusjóði ríkisins. Er þetta ein af sparnaðarráðstöfun- um ríkisins því atvinnuleysisbætumar Flugsérfræðingar reyna nú að kom- ast að því hvað olli flugslysinu mikla nálægt Bilbao á Spáni. Allir 148 sem um borð voru fórust þegar farþegavél í innanlandsflugi rakst á sjónvarpsloft- net 10 minútum áður en vélin átti að lenda á Bilbaoflugvelli. I vélinni voru aðallega viðskipta- menn á leið frá Madrid. Einnig voru í vélinni fyrrverandi utanríkisráðherra Spánar, Gregorio Lopez Braco og verkalýðsráðherra Bolivíu, Gonzalo Guzman Eguez. Ohugnanlegt var um að litast á slys- ThatcheríUSA Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, sem er í heimsókn i Bandaríkjunum.mun ávarpa sam- einaðan fund beggja deilda Banda- ríkjaþings í dag. Áður mun hún eiga þriggja stunda fund með Reagan forseta. Búist er við því að þau muni lýsa yfir sameiginlegum ásetningi Bretlands og Bandaríkj- anna að spoma gegnalþjóð- legum hryðjuverkum og ítreka sameiginlega arfleifð þjóða þeirra. Svíaheræfir Sænski herinn hóf þriggja vikna æfingar í skógarhéruðum Dale- karlia og Vármlands á sunnudag. Þessar æfingar eru haldnar nálægt landamærunum við Noreg. Kuldinn á þessum slóðum er nú allsvaka- legur. Að sögn vamarmálaráðu- neytisins er 26 stiga frost á æfingarsvæðunum. eru mun hærri en framfærslustyrkim- ir. Afleiðingin er aukinn straumur fólks inn á félagsmálaskrifstofumar. I enn óbirtri könnun sem danska félagsmálastofnunin hefur nýlega iátið gera kemur i ljós að yfir 250.000 danskar fjölskyldur lifa á opinberum framfærslustyrkjum. Meira en 50.000 þessara fjölskyldna hafa þurft á þess- ari aðstoð að halda til langs tíma. 1 könnuninni kemur fram að enn fleiri fjölskyldur þurfi á styrkjunum að halda ef ekkert verður að gert. Að vonum hafa niðurstöður könnun- arinnar vakið ugg meðal ráðamanna hér í Danmörku enda vandamálið um- fangsmikið. önnur nýleg könnun sem danska þjóðhagsstofnunin birti sýnir að ýmis félagsleg vandamál eru mun algengari meðal atvinnulausra og framfærslu- styrksþega en öðrum. Sjáifsmorð eru til dæmis mun hærri meðal þessara hópa. Þaö eru þó ekki þessi félagslegu vandamál sem vekja mestar áhyggjur hjá dönskum ráðamönnum heldur hinn mikli kostnaður sem hlýst af þessum framfærslustyrkjum. I dag spyrja menn sig hvort ríkisstjómin bregöist viö þessum vanda á sama hátt og gagnvart auknum útgjöldum vegna at- vinnuleysisbóta, það er með skerðingu og aðhaldi. Verði sú leiö farin má búast við að æ stærri hópur Dana fari á ver- gang, í bókstaflegri merkingu. Nýi fáninn þykir ekki nógu norrsenn efla kristinn. Hann er þó í dönsku fánalitunum til afl minna á dönsku tengslin. (Dökku fletirnir á myndinni eru raufiir, hinir hvítir.) Deilt um nýja grænlenska fánann Grænlendingar hafa hannað sér fána sem á að veröa þjóöfáni heima- stjómarríkis þeirra. Fáninn verður opinberlega tekinn í notkun þann 21. júní sem er þjóðhátiðardagur Græn- lands. Fáninn er hvítur og rauður. Hann skiptist lárétt í tvennt um miðju, hvítur að ofan og rauður að neðan. Vinstra megin við miðju er stór hringur. Hann er rauður þar sem hann skerst inn í hvíta efri helming- inn og hvítur að neðan. Fáninn hefur þegar verið gagn- rýndur. Kirkjunnar mönnum sumum finnst að varðveita'hefði átt krossinn sem allar hinar Norðurlanda- þjóðirnar hafa í sínum fánum. Fylgismönnum norræns samstarfs finnst einnig að Grænlendingar heföu átt að halda krossinum til að minna á samleið Grænlendinga með hinum Norðurlandaþjóðunum. Ekki var eining um fánann á landsþinginu grænlenska sem sam- þykkti hann. Með því að nota fánann voru 14 en 11 voru á móti. Talið er að í leynilegu kosningunni hafi það ver- ið meðlimir Atassut flokksins sem greiddu atkvæði á móti. Þeir vildu halda Dannebrog fánanum danska sem þjóðfána Grænlands. Þess í stað verða fánamir tveir nú jafnréttháir á Grænlandi. Danskur fataiflnaður hefur ekki farifl varhluta af kreppunni sem leitt hefur til atvinnuleysis. Flugslysið á Spáni: Vélin flaug óvenjulágt svæðinu í nótt. Hundruð hjálparmanna óðu í Ieðju sem náði upp að hnjám. Á jörðinni í kringum þá og jafnvel i trján- um voru illa farnar líkamsleifar far- þega flugvélarinnar. Fréttaritari Reuters gat ekki séð eitt einasta lík sem var heilt heldur voru handleggir og fótleggir á víð og dreif um stórt svæði. Flugvélin sem fórst var Boeing 727 frá spánska flugfélaginu Iberia. For- seti flugfélagsins sagði að vélin hefM flogið 300 metrum neðar en venjulegt væri. Stórkostleg nýjung Nú þarf aldrei að bóna aftur MASTER GLAZE lakkvemd Fyrir bíla og hvaða farartæki sem er MASTER GLAZE vemdar gegn: A. Ryði B. Salti C. Sterkri sól D. Frosti E. Steinkasti MASTER GLAZE gefur djúpa og fallega áferð sem heldur fletinum gljáandi í 12 - 18 mánuði. Með MASTER GLAZE lakkvemd þarftu aldrei að bóna aftur. MASTER GLAZE er steinefni sem slípað er ofan í lakkið. MASTER GLAZE safnar ekki í sig ryki, sýnir ekki fingraför, fitubletti eða vatnsbletti. MASTER GLAZE gefur bílnum varanlega vemd. Pantið tíma. Ryðvarnarskálinn Sigtúni 5 — Sími 19400

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.