Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Page 12
12
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR1985.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformáðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON,
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
, Áskrif tarverfl 6 mánuði 330 lcr/Verö f lausasölu 30 kr. Halgarblaö 35 kr.
Arkin ogatómstöðin
Þakka ber William Arkin fyrir aö ljóstra upp um
bandarískar kjarnorkuáætlanir, sem í tíu ár hafði verið
haldið leyndum fyrir stjórnvöldum þeirra ríkja, er koma
við sögu í ráðagerðum þessum. Uppljóstrun hans mun
sennilega leiða til vandaöri vinnubragða af bandarískri
hálfu í framtíðinni.
Ekki er lengur hægt að afskrifa Arkin sem áhugamann,
þótt hann hafi fyrir fimm árum hampað röngum upplýs-
ingum um kjarnorkuvopn á íslandi. Nú er komið í ljós, að
hann er sérfræðingur, sem taka verður mark á, þótt upp-
lýsingar hans séu enn ekki alveg nákvæmar.
Bandaríski flotinn hefur í tíu ár samið og endursamið
áætlanir, staðfestar af forsetum landsins, um að flytja
kjamorkuvopn til Islands og sex annarra landa, að feng-
inni heimild forseta Bandaríkjanna og stjómvalda land-
anna, sem ætlað er að hýsa vopnin.
Upphaflega var gert ráð fyrir, að ekki þyrfti sérstaka
heimild forseta Bandaríkjanna, en í þeirri áætlun, sem nú
gildir, þarf að fá slíka heimild. Alltaf hefur veriö gert ráð
fyrir, að heimild þyrfti að fá hjá stjórnvöldum viðkom-
andi ríkja bandamanna.
Ekkert er athugavert við, að slíkar áætlanir séu samdar
og staðfestar heima fyrir í Bandaríkjunum. Hitt er at-
hugavert, að áætlunum sé haldið leyndum fyrir öðrum
málsaðilum, stjórnvöldum landanna sjö. I því felst óvið-
eigandi fyrirlitning á bandamönnum Bandaríkjanna.
Robert Falls, fyrrum yfirmaður kanadíska hersins,
hefur sagt, að það sé siðlaust að gera áætlanir um notkun
annarra landa í viðkvæmum tilfinningamálum á borð við
kjarnorkuvopn án þess að hafa um það samráð. Banda-
ríkin séu siðferðilega skyldug að hafa slík samráð.
Forstjó-i Atlantshafsbandalagsins, Carrington lávarð-
ur, hefur gagnrýnt vinnubrögðin vestra. Hann segir við
hæfi, að leitað sé samráða við stjómvöld viðkomandi
ríkja um slíkar kjarnorkuáætlanir. Ennfremur segir
hann, að ekki eigi að draga slík samráð til síðustu stund-
ar.
íslenzk stjórnvöld hafa komið rétt fram í málinu. Geir
Hallgrímsson tók með fyrirvara mark á William Arkin og
krafðist skýringa hjá sendimanni bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins. Um síðir komu loðin svör, sem íslenzk
stjórnvöld hafa talið nokkurn veginn fullnægjandi.
Svörin fólu í sér, að engin kjarnorkuvopn yrðu flutt
hingað til lands án leyfis íslenzkra stjórnvalda. Þessi svör
hafa nú verið staðfest í fjölmiðlum í Bandaríkjunum og
Kanada. Þar með er málið úr sögunni að sinni, en hins
vegar ekki lærdómurinn, sem fylgir því.
Stundum gætir tilhneigingar hjá bandarískum embætt-
ismönnum og einkum þó herforingjum að líta á banda-
menn sem eins konar leppríki. Ahnenningur í Mið- og
Suöur-Ameríku hefur mátt þola mikinn yfirgang leppa af
ýmsu tagi. En hér á íslandi hafna menn því algerlega að
vera leppríki.
Þaö er í stíl við hugarfarið, að bandarískir embættis-
menn hafa látið í ljósi megna óánægju með framgöngu
Arkins og hafa á orði að sækja hann til saka fyrir brot á
lögum um öryggi ríkisins. Hefur hann þó ekki gert annað
en að stuðla að siðaðri ráðagerðum þeirra í framtíöinni.
Vonandi þurfum við ekki aftur á Arkin að halda. Við
viljum ekki, að fleiri leyndarskjöl séu til, sem varði okkur
í viðkvæmum ágreiningsefnum. Sem bandamenn krefj-
umst við, að komið sé hreint fram við okkur. Trúnaðar-
traustið hefur laskazt og má ekki við öðru áfalli.
Jónas Kristjánsson.
DV
AF FARÍSEUM
OG FATAFELLUM
Þann 9. september 1920 skrifaði AI-
bert Einstein i bréfi til vinar síns, Max
Borns: „Það á ekki af mér að ganga
fremur en Midasi i goðsögninni
forðum; alit sem hann snerti varð að
gulli — en allt sem ég hugsa og segi
verður að buili — f blöðunum.”
Það sem mæddi Einstein var að
bullukollar og froðusnakkar á
blöðunum misnotuðu afstæðis-
kenningu hans sem skálkaskjól fyrir
siðferðilegu afstöðuleysi. Þeir höfðu
það eftir Einstein að allt væri afstætt,
m.ö.o. að engan greinarmun væri
framar gerandi á góðu og illu, sönnu
og lognu, réttu og röngu. . .
Vonandi er óþarfi að biðja menn
að taka ekki samlikinguna við
Einstein hátiðlega. En ég get ekki að
því gert að armæða gamia mannsins
rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las
blöðin (einkum HP og Þjóðviljann) í
seinustu viku. Alveg er það maka-
laust, hvernig merkilegir hlutir verða
bara að bulli i blöðunum.
Aðskapa
Ég virðist vera einn af fáum urn þá
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON,
FORMAÐUR
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Vinstra megin
við miðju
,Sá yðar sem syndlaus ar kasti fyrsta steininum
skoðun, að þátttaka í stjórnmálum
geti verið skapandi og eftirsóknarvert
starf. Stjórnmálamaður, sem vill ná
árangri og skilja eitthvað eftir sig,
þarf að afla sér víðtækrar þekkingar
(þótt ekki sé hann sérfræðingur i
öllum hlutum). Hann þarf að hafa at-
orku og hæfileika til að virkja aðra
til starfa — samstilla kraftana. Og
hann þarf að kunna aó flytja mál sitt
í ræðu og riti þannig, að eftir sé
tekið; knýja aðra til að taka afstöðu.
Starfið útheimtir m.ö.o. bæði hugs-
un og athöfn. Kannske er það einmitt
þetta sem gerir það heillandi.
Einu sinni var sagt um Fjölnis-
menn, að fremur en að dcyja úr syfil-
is eða gera ekki neitt, hefðu þeir
ákveðið að endurreisa islenzka menn-
ingu. Á sl. hausti tók hópur manna
sig saman um verkefni, sem var mun
smærra i sniðum: Að forða jafnaðar-
stefnunni frá þvi að verða fyrir borð
borin i íslenzkum stjórnmálum og Al-
þýðuflokknum frá því að veslast upp.
Menn lögðu mikla vinnu í að leita
lausna á brýnustu vandamálum
þjóðarinnar. Að setja fram róttæka
stefnuskrá og starfsáætlun fyrir
flokksþing. Flokksþingið samþykkti
hvort tveggja og ákvað að skipta um
forystu, til að fylgja eftir nýjum hug-
myndum i framkvæmd. Mér var falin
verkstjórn i þessu endurreisnarstarfi.
Ég hef síðan fylgt eftir þessu starfi
með þvi að efna til funda í flestum
byggðarlögum á íslandi til að kýnna
stefnu og úrræði Alþýðuflokksins.
Þetta hafa verið harðpólitiskir mara-
þonfundir. Þúsundir manna hafa sótt
þessa fundi; margir tugir hafa tekið
þátt með fyrirspurnum eða í um-
ræðum.
Þetta er einhver merkilegasta lifs-
reynsla sem ég hef notið i pólitisku
starfi. Þessir fundir hafa aukið mér
trú á gildi og aðferðir lýöræðisins og
á þekkingu og dómgreind fólksins í
landinu. Og þeir hafa skiiað árangri.
Allt í einu les ég það í blöðunum,
að þessir fundir séu „show” og
sýndarmennska; Það er talað um
fatafellur og kvenfyrirlitningu; aug-
lýsingaskrum og amerikaniser-
ingu. . .
Þvífíktbull
Hvernig eru þessir fundir aug-
lýstir? 1 útvarpi, með plaggati á staur
eða i sjoppuglugga og stundum með
fjölrituðum miðum, sem bornir eru í
hús. Á fundarstað er hafður uppi
islenzkur fáni og fáni jafnaðar-
manna; og borði með hinu sígilda
kjörorði jafnaðarstefnunnar. Punkt-
ur og basta.
En hvað með fatafellurnar? Og
hvar eru Halli og Laddi, Raggi
Bjarna og Bessi og Ómar og hvað
þeir nú allir heita, skemmtikraftarnir
sem Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokkur hafa árum saman borgað
stórfé fyrir að trekkja fólk á héraðs-
mótin sín?
Þeir eru mjög áberandi — vegna
fjarveru sinnar.
Á þessum fundum er bara boðið
upp á beinharða pólitík i 2-3 tíma.
Annað ekki. Samt eru þessir fundir
betur sóttir en nokkur héraðsmót.
Það segir sina sögu. Og það er
ánægjuleg staðreynd — fyrir póli-
tikina og lýðræðið í landinu.
Ég get vel skilið, að flokkskontórar
annarra stjórnmálaflokka séu gulir
og grænir af öfund.
Ég get vel skilið að leigupennar
flokksblaða, ítem frjálsir og óháðir,
sjái ekki ástæðu til að segja frá þess-
um fundum og því sem þar fer fram
— nema í þórðargieði, þegar af-
boðun fundar er klúðrað eins og
gerðist á Ólafsfirði og Dalvlk.
Allt er þetta mannlegt — þótt ekki
sé það stórmannlegt.
En tröllasögur um töfrabrögð,
skrum, skemmtikrafta og auglýsinga-
mennsku hitta fyrir fólkið, sem
þúsundum saman hefur sótt þessa
fundi, og veit betur.
Þar að auki eru svona lygisögur
bjarnargreiði við lýðræðið I landinu.
Sá yðar sem syndlaus er...
Og hvaðan er allt þetta rugl um
kvenfyrirlitningu komið i Þjóð-
viljann?
Jú, Ámundi nokkur Ámundason
hefur af framkvæmdastjórn Alþýðu-
flokksins verið ráðinn í 5 mánuði til
reynslu til að gera fyrir kaup það sem
hann hefur. gert i 3 mánuði sem sjálf-
boðaliði.að skipuleggja fundi á veg-
um flokksins, safna auglýsingum í
blöð og stjórna sölu á happdrættis-
miðum (af því flokkskontórinn gat
það ekki).
Og hvað með það?
Jú, félagi Ámundi er maður,, með
vafasama fortið”: Hann var í
poppinu í gamla daga. Hann gaf út
milli 40 og 50 plötur með poppmúsík.
Hann kom hljómsveitum á framfæri.
Og hann hefur verið umboðsmaður
skemmtikrafta. M. a. s. „misklæða-
mikilla” kvenna (tilvitnun í HP) —
Guð minn góður, nefndu það ekki.
Þarna eru „fatafellurnar” og
kvenfyrirlitningin loksins komin í
leitirnar.
Og farisearnir börðu sér á brjóst og
þökkuðu guði fyrir, að þeir voru ekki
eins og aðrir menn. Og frelsarinn
sjálfur mátti þola ámæli vammlausra
heiðursmanna sinnar samtíðar fyrir
samneyti við fólk með vafasama for-
tið: Tollheimtumenn já — og nefndu
það ekki — konur með vafasamt
rigti.
Og 2000 árum síðar titrar Álf-
heiður systir öreiganna á málgagni
verkalýðsins af smán og blygðunar-
semi. . .
En mig minnir að frelsarinn hafi
sagt: „Sá yðar sem syndlaus er, kasti
fyrstasteininum. . . ”
Ég byrjaði á að vitna í sendibréf
frá Einstein, þar sem hann kvartaði
sáran undan bullinu i blöðunum.
Einhver hefði kannske gaman af að
heyra niðurlagsorð bréfsins. Hann
sagði: „Stundum, þegar ég les bullið í
blöðunum, óska ég mér þess, að ég
hefði fengið að vera úrsmiður i af-
dalaþorpi innanum almennilegt fólk.”
Og hver getur láð honum það?
Jón Baldvin