Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Qupperneq 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR1985. 13 Viniuistaðasamningamir: Nýtt vopn í kjarabaráttunni Frumvarp þingmanna Bandalags jafnaðarmanna um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 hefur verið kallað stéttar- samvinnufrumvarp og er helst að skilja að það sé marxiskt skammar- yrði. Mér þykir, og fleirum, hins veg- ar stéttarsamvinna hljóma vel og tel hana vera af hinu góða, enda var Stalín dauður þegar ég fermdist. Ég vara við því að lesa eitthvað út úr þessu hugtaki, stéttarsamvinna, sem ekki er þar og ekki er ætlað að vera þar. Það er ekki verið að tala um mis- notkun, stéttarkúgun eða arðrán undir rós heldur samvinnu jafnvigra aðila um það sem hlýtur að vera sam- eiginlegt hagsmunamál þeirra. Nýjar leiðir Ég fæ ekki séð að dreift vald sé i eðli sinu minna eða lítilvægra en sam- þjappað vald. Ég er þeirrar skoðunar að með samningsrétti smárra eininga hljóti samstaða vinnuveitenda að rofna og mér sýnist þeir vera á sömu skoðun. Það kemur bæði fram 1 af- stöðu þeirra til frumvarpsins og einnig 1 þeirri staðreynd, að vinnu- veitendur fóru fram á heildarkjara- samninga sl. sumar á meðan ASÍ hafði uppi efasemdir um gildi stóra samflotsins. Vinnuveitendasambandinu er tví- mælalaus akkur í heildarkjarasamn- ingum, þar sem allt er í einum pakka, vegna þess að í þeim er hægt að beita meðaltalsfátæktarsvipunni til að berja niður kröfur launþega. í þeim er hægt að draga verkalýðs- forystuna á asnaeyrunum mánuðum saman og halda henni uppi á snakki um ekki neitt undir kaffiþambi og ropvatnsdrykkju. Og ekki sist er í þeim hægt að nota tékkhefti fjár- málaráðuneytisins og jólapakka frá rikisstjórninni allri. Það er ekki hægt að fallast á að samningar um kaup og kjör eigi að fara fram á þennan hátt. Bandalag jafnaðarmanna vill gefa kost á nýjum leiðum í kjarabaráttu, opna möguleika á einu baráttutæki enn fyrir launþega og gera vinnu- staðina að minnstu einingunni i kjarabaráttunni. Það er ljóst að þessu verður ekki náð með einfaldri skipulagsbreytingu innan launþega- samtakanna vegna þess að lög heim- ila ekki fólki að vinna að samningum um kaup og kjör öðruvísi en í gegn- um lögformlega skipuð verkalýðs- félög. Til þess að opna þennan mögu- leika verður að koma til lagabreyting og slikt verður ekki gert að minnsta kosti ennþá nema á Alþingi. Stundargróði Það er á það bent að sú breyting sem lögð er til muni orsaka launamun á milli fyrirtækja innan sömu fram- leiðslugreinar. Þetta er sennilega rétt og er maklegt.Það verður ekki séð að ástæða sé til þess að banna vel stæðu fyrirtæki, sem á þá velgengni sína meðal annars góðu starfsfólki að þakka, aö láta þetta starfsfólk njóta ávaxta erfiðis síns. Jafnframt yrði þetta launþegum hvatning að leita vinnu hjá fyrirtækjum sem forsmá ekki þau verðmæti sem hendur þeirra skapa. Þetta kallast að kasta launa- og kjarajöfnunarstefnunni fyrir borð, það kann að vera rétt enda verður ekki séð að henni hafi verið ætlað annað hlutverk en að halda launum þeirra sérstöðulausu niðri, eða sú er að minnsta kosti niðurstaða hennar. Hinir fá yfirborganir, eru i launaskriðunni sem auðvitað er ekk- ert annað en vinnustaðasamningar þeirra, sem hafa sérstöðu og hafa vit á því að notfæra sér hana. Með frum- Kjallarinn KRISTÓFER MÁR KRISTINSSON FORMAÐUR LANDSNEFNDAR BANDALAGS JAFNAÐARMANNA varpinu er gerð tilraun til þess að skapa möguleika á að jafna þennan aðstöðumun. Það er einnig á það bent, að hér sé verið aö skapa stundargróða eða sókn starfsmanna i stundargróða. ' Það er þá að minnsta kosti meira en hægt að er að segja um þá kjara- samninga, sem gerðir hafa verið undanfarin ár. Þeim hefur fyrst og fremst verið ætlaö að ná aftur hluta þess, sem þegar var búið að hirða úr launaumslögunum. Hér er gefinn kostur á vopni, sem getur snúið vðrn i sókn. Oplnber afskiptí Sú gagnrýni hefur komið fram, að á engan hátt sé gerð fyrir þvi grein, hvernig flutningsmenn hugsa sér að dæmið gangi upp, hvaða skipulags- breytingar séu nauðsynlegar og hvernig tengsi vinnustaðafélaga viö núgildandi félagskerfi verði. I fyrsta lagi er ekki verið að leggja lagalega skyldu til breytinga af neinu tagi á fólk. Gert er ráð fyrir þvi að ákvörðunin sé þvi í sjálfsvald sett kjósi það svo. í öðru lagi er andstætt skoðunum Bandalags jafnaðarmanna, að Al- þingi eða stjórnmálaflokkar fjalli um skipulagsmál verkalýðshreyfíngar- innar. Andstaða þeirra sem hafa ver- ið verkalýðsrekendur langt líf og halda sig ekki kunna annað, er á ýmsan hátt skiljanleg. Þeir óttast að verið sé að leggja þá niður með laga- setningu. Ég hef enga trú á því að til þess þurfi lög frá Alþingi, er enda á móti því. Það er hins vegar ljóst, að ef til vinnustaðasamninga kemur mun reyna enn frekar á styrk og samtaka- mátt launþegasamtakanna en til þessa. Erindrekstur hlýtur að eflast, tæknileg aðstoð við samningagerð, mat á samningum og stöðu fyrir- tækja og þannig mætti lengi telja. Það er einnig ljóst, að þessa þjónustu er einnig hægt að kaupa hjá nánast hvaöa viðskiptafræðingi, hagfræð- ingi eða endurskoðanda sem er og það vérður gert ef forysta launþega sefur. Kristófer Már. Kristinsson. a „Bandalag jafnaöarmanna vill w gefa kost á nýjum leiðum í kjara- baráttu, opna möguleika á einu bar- áttutæki enn fyrir launþega og gera vinnustaöina aö minnstu einingunni í k jarabaráttunni. ” TÖLVAN - — tæki hinna fötluðu Einn hornsteina hamingjuríks lifs er að hafa atvinnu við hæfi, njóta þess að starfa að einhverju, finna sig vera að vinna sjálfum sér og öðrum gagn. Atvinnuleysi er eitt versta böl sem búið er við. Iðjuleysi skapar aldrei neitt gott. Hið fullhrausta fólk á sín tækifæri, sína möguleika og nýtir þá betur hér á landi en víðast hvar annars staðar. 1 mörgum tilfellum getur það valið og hafnað í krafti menntunar, reynslu og möguleikanna 1 fjölbreytni atvinnullfsins. En svo eru hinir fjölmörgu, sem búa við skerta starfsorku, búa við hömlun eða fötlun af einhverju tagi, oft svo alvarlega að ekki er margra kosta völ i atvinnulegu tilliti. Vinna fatíaðra Nútima atvinnulif, með sína fjöl- breytni og margs konar tækni, býður þó sannarlega upp á meiri möguleika en áður, aðgengi er oft hindrun, viss skortur á menntun sömuleiðis, en möguleikarnir eru fyrir hendi. Sumir búa við það mikla fötlun, t.d. and- lega, að hinn almenni vinnu- markaður getur ekki tekið við þeim, þó vilji sé nægur. Þar og aðeins þar eiga hinir vernd- uðu vinnustaðir rétt á sér sem frambúöarlausn, þó þeir eigi einnig að gegna ákveðnu hlutverki í endur- hæfingu, hæfingu og þjálfun, sem gerir fólki siður kleift að hasla sér völl á hinum ýmsu atvinnusviðum. Vissulega eru slikir staöir af hinu góða, en enginn sem um þessi mál vélar af viti reiknar slika vinnustaði inn í dæmið sem allsherjarlausn. Áherzla allra þeirra, sem gerzt til þekkja, sérfróðra sem fatlaðra sjálfra, er atvinnuþátttaka við hæfi, sem allra vlðast, með sem fjölbreytt- ustum atvinnukostum. Samstillt átak vinnusala með hið opinbera í forystu gæti áorkað miklu, þvi óneitanlega er tregðan alltof viða rikjandi, for- dómar eru enn til og viljinn og skilningurinn oft af skornum skammti. Slikt átak á ekki og má ekki vera timabundið heldur stöðugt. Atvinnumál fatlaðra tengjast órjúfanlega ferlimálum þeirra og að þeim verður því að vinna samhliða og alveg sér i lagi verður að tryggja að- gengi fatlaðra skilyrðislaust í öllum nýjum byggingum og með stöðugri vinnu að nauðsynlegum aðgerðum í eldra húsnæði. Þar er vitanlega ekki átt við atvinnuhúsnæði eingöngu, heldur allt húsnæði. Verkefnin eru mörg, en minnug skulum við þess að samfélagið hefur slíkan framtíðarávinning að keppa að, auk þess sem hinir fötluðu fá sin auknu tækifæri með samfelldu skipulegu starfi í þessu efni, að hin margfræga þjóðhagslega hagkvæmni er þarna ótvíræð. Jafnframt skal á það minnt, að stærstu átökin i þessum málum hafa verið gerð af fötluðum sjálfum og samtökum þeirra. Þar eru mörg dæmi til fyrir- myndar, þar sem áræði og framtak hafa haldizt i hendur við hagkvæmni og hugvit. Þar hefur mörg dáð verið drýgð og nægir að minna á Reykjalund sem lýsandi dæmi um það hversu sam- takamátturinn fær miklu áorkað. Ráðstefna um atvinnu■ málfatíaðra Hugleiðingar mínar nú eru hripað- ar niöur i framhaldi af ráðstefnu um atvinnumál fatlaðra, sem haldin var á dögunum. Fjölmennið á þessari ráð- stefnu vakti ærna athygli og ekki siður hitt, hve margir hópar fatlaðra áttu þarna fulltrúa. En mitt hlut- skipti sem heyranda fyrstu klukku- timana var að fræðast um ástand at- vinnumála fatlaðra í hinum ýmsu héruðum landsins. Þar vakti öðru fremur athygli, hve alltof litið er vitað um stöðu fatlaðra hvað atvinnu varðar. Greinilegt er þó, að alltof margir gætu unnið, ef örvun og aðstoð væri fyrir hendi, en hafa ekki vinnu við hæft i dag eða þá alls enga. Og skal þá komið að þvi sem átti að vera kjarni þessara hugieiðinga. Hin nýja tækni tölvunnar hefur i sér fólgna mjög mikla möguleika einmitt fyrir fatlaða. Ég er ekki tölvufróður, en ég sé það i hendi mér, að ýmis störf tengd þessum nýja búnaði muni henta fötiuðum sérlega vel. Er þá ótalinn sá þáttur sem lýtur að hjálpartækjum og hjálpargögnum, sem raunar er sér- mál, en þarf svo sannarlega að gefa gaum, enda er þegar hafin öfiug undirbúningsstarfsemi á vegum sam- taka fatlaðra um tölvumiðstöð og skal það ekki rakið hér, aðeins getið þess lofsverða áhuga, sem þar er á ferð. Þar þarf samfélagið að koma inn i með öflugan bakstuðning við hið virka og lifandi eigið starf. Ókeypis námskeið En aftur að atvinnumöguleikun- um, sem mér er sagt, að séu ótrúlega miklir og fari eðlilega sivaxandi. Sá hængur er þar á, að tölvumeðferð krefst ákveðinnar þekkingar, náms og þjálfunar. Þar hefur þegar verið unnið gott starf, þar sem öryrkja- bandalagið og Rauði krossinn hafa rutt brautina með vissri aðstoð hins opinbera. Til að koma á þessi mál skipulagi og tryggja möguleika sem fiestra til að nýta sér þessa nýju möguleika höfum við Geir Gunnars- son fiutt tillögu á Alþingi sem lýtur beint að ókeypis námskeiðahaldi fyrir fatlaöa i meðferð á tölvum. í greinargerð segir: „Tölvutækni og tölvunotkun ryðja sér æ meira til rúms í atvinnulifinu. Til starfa við tölvur þarf ákveðna þekkingu byggða á námi, en augljóst er að tölva sem vinnutæki hentar sér- staklega vel fötluðum, m.a. hjóla- HELGI SELJAN ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ stólafólki. Fá störf munu þessu fólki þægilegri viðfangs, auk þess sem þau gefa betri tekjumöguleika en mörg önnur. Störf, sem lúta að tölvum og notkun þeirra, ná til æ fleiri þátta og svo mun verða enn frekar í náinni framtíð. Fatlaðir þurfa að eiga kost nám- skeiða til þess að geta orðið hlutgeng- ir til þessara starfa. Upp á slik nám- skeið þarf að bjóða fötluðum, þeim að kostnaðarlausu, til örvunar og hvatningar til frekari atvinnuþátt- töku.” Til að vekja enn frekari athygli á þessu máli eru þessar linur festar á blað. Átaks erþörf Ekki mun standa á þátttöku og i kjölfarið þarf að efia atvinnuleit og vinnumiðlun eða aðstoð við fatlaða til að þeim megi sem fyrst nýtast þessi þekking og megi þannig fá störf við hæfi, sem skylt er að stuðla að. Því skulu lokaorð greinargerðar- innar með tillögunni einnig gerð að lokaorðum þessa greinarkorns: „Námskeiðahald af þessu tagi mundi skjótlega skila sér á margan veg til samfélagsins auk þeirra áhrifa sem það gæti haft á hagi og lif fatlaðra.” Helgi Seljan. 0 „Fatlaðir þurfa að eiga kost nám- skeiða til þess að geta orðið hlut- gengir til þessara starfa. Upp á slík námskeið þarf að bjóað fötluðum, þeim að kostnaðarlausu, til örvunar og hvatningar til frekari atvinnuþátt- töku.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.