Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Blaðsíða 14
14
DV. MIÐVHCUDAGUR 20. FEBRUAR1985.
Málmsuðufélag Islands
Fundarboð: Fundur verður haldinn á Hótel Esju
(2. hæð) miðvikud. 20. febr. 1985 kl. 20.
Fundarefni:
1. Janne Arvidson* frá Elga verksmiðjunum
heldur erindi um Mig/Mag og Tig álsuðu o.fl.
2. Fyrirspurnir.
3. Kaffiveitingar.
* Janne Arvidson, verkfræðingur frá Elga verksmiöjunum, er hér í boöi Guöna
Jónssonar og co og Olís.
Bíllinn
skítugur?
Láttu Bónstöðina, Síðumúla 27, hressa upp á
útlitið.
Vönduð vinna, viðurkenndar bónvörur, vanir
menn.
Kíktu inn eða hringdu og pantaðu tíma.
Við erum til þjónustu reiðubúnir.
Bónstöðin, Síðumúla 27.
Sími 687435.
Getum afgreitt með stuttum fyrir- 1
vara rafmagns- og dísillyftara:
Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna.
Disillyftara, 2.0-3Ú tonna.
Ennfremur snúninga- og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í annan.
Tökum lyftara í umboössölu. I
Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenr.i.
Líttu inn — við gerum þér tilboð.
LYFTARASALAN HF.,
Vitastíg 3, símar 26455 og 12452.
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á Litla-Hvammi, Bildudal, þingl. eign Þórarins J.
Öskarssonar, ferfram eftir kröfu Hákonar H. Kristjónssonar hdl. á eign-
inni sjálfri mánudaginn 25. febrúar 1985 kl. 15.
Sýslumaðurinn i Baröastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess
1985á hluta í Flúðaseli 93, þingl. eign Kristjáns Jóhannessonar, ferfram
eftir kröfu Veödeildar Landsbankans og Ara isberg hdl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 22. febrúar 1985 kl. 16.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess
1985 á hluta í Engjaseli 81, tal. eign Guömundar Guömundssonar, fer
fram eftir kröfu lönaðarbanka islands hf., Tómasar Þorvaldsson hdl.,
Brynjólfs Kjartanssonar hrl., Einars Ingólfssonar hdl., Veðdeildar
Landsbankans, Ólafs Gústafssonar hdl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á
eigninni sjálfri föstudaginn 22. febrúar 1985 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 102. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 2. og 8. tbl. þess
1985 á hluta í Nökkvavogi 13, þingl. eign Bjarna G. Sigurðssonar, fer
fram eftir kröfu Guöjóns Á. Jónssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl.
og Gissurar V. Kristjánssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 22.
febrúar 1985 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess
1985á hluta í Safamýri 13, þingl. eign Ingólfs Ingólfssonar, fer fram eftir
kröfu Baldvins Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 22. febrúar
1985 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
HERNAÐAR-
JAFNVÆGID
Hernaðarjafnvægiö og áherslur á
ýmsum þáttum þess tel ég athyglis-
verðar. Má að minu mati lesa út úr
þeim ýmislegt er varöar raunveruleg
áform USA og USSR i nútiö og fram-
tíð.
Visa ég á skrá nr. I til hliösjónar.
Aö fara að taka fyrir einstök vopna-
kerfi til jafnvægismats er ógerlegt.
Þaö væri á við tvær meöalbækur, þvi
til aö gera sér grein fyrir eyöingar-
mætti vopnanna verður aö taka til
greina margar forsendur, þannig aö
marktæk skiigreining á mismun
og/eða jafngildi eins kerfis væri efni i
heila grein og dygöi vart til, þvi all-
mikill munur getur verið á því hvort
vopnin eru notuð tii sóknar eöa varn-
ar, þ.e. liftfmi tækja f átökum og vara-
hlutabirgöir ásamt hraöa viö endur-
byggingu bilaöra tækja geta haft mikla
þýöingu.
Tœknileg uppbygging
Fyrsta atriöi er ég tek fyrir er
hæfni, ásamt tæknilegri getu til að
berjast fjarri eigin landamærum eigin
BJARNI
HANNESSON
FRÁ UNDIRFELLI
rfkis. Þar hefur USA algera yflrburöi,
t.d. hefur USA/NATO 700-750
tankflugvélar, þ.e. vélar sem geta fyllt
eldsneyti á aðrar flugvélar á flugi, en
USSR/WTO hefur ekld nema rúmlega
100 slikar flugvélar. Þetta hefur algera
úrslitaþýðingu ef berjast á fjarri eigin
landamærum. Keimlfk hlutföll munu
vera f flutningaflugvélaflotanum.
Annað: Flotastyrkur USA/NATO
er um 2—3 sinnum meiri en
USSR/WTO.
Þriöja: Hins vegar er USSR/WTO
með fjölmennari landher ásamt
búnaði. Þetta sannar, aö minu mati, aö
USSR/WTO hefur ekki byggt upp
herafla til stórsóknar eöa strfös og/eöa
hernáms fjarri eigin landamærum.
Niðurstaða eigin athugana á ýms-
um þáttum vigvæðingar fyrrgreindra
stórvelda er sú að USSR ætli sér að
verja sig og helstu vinaþjóðir sinar en
USA ætli sér að ná hernaöarlegri
drottnunarstöðu á öllum hnettinum,
þ.e. „Stóra bróöur”-hlutverkinu, en
til aö leyna þessum áformum er
diktað upp í áróöri hvar sem við
verður komið aö USSR sé aö reyna
að ná þeirri stöðu. Tæknileg upp-
bygging herafla USSR afsannar
algerlega þær fullyrðingar enn sem
komið er, hvað sem síðar verður.
Nasískar áróðursaðferðir?
Hins vegar eru þetta alþekktar
aðferðir frá Nasistatimabilinu að
ákæra aðra fyrir það sem þeir hinir
sömu eru að framkvæma sjálfir, en
allir vita hvernig það fór.
Áróður USA byggist mjög á því að
þeir sjálfir séu stoð og stytta frelsisins
hér á þessum hnetti. Ber þvi að meta
þaö að hluta og beinast þykir mér að
benda á þau ríki þar sem USA hefur
lengst haft áhrif, þ.e. Mið- og Suður-
Ameríku og Karabisku eyjamar.
Ef reynt er að deila frelsismögu-
leikunum jafnt á alla þegna þeirra
þjóðfélaga þá koma fyrrgreind riki
ekki vel út, því „frelsi” menntunar og
oftast einnig auralausra, og of oft
atvinnulausra manna, er næsta Iftið,
en menn í slikri aðstöðu eru talsvert
há prósenta i rikjum þessum; I
mörgum yfir helmingur ibúafjölda.
Það væri nær fyrir R. Reagan ásamt
„haukunum” þar i landi að sjá til
þess að bæta stöðu þegna þessara
rikja með því fé sem látið er i vopna-
smíði sem, ef brúkaður verður, mun
einungis valda miklu manntjóni og
getur valdið endalokum á lifi hér á
jörð. Þeir þurfa ekki á þessum vopn-
um að halda því þeir áttu alveg nóg
þegar um 1960.
Þeir ættu að vita að fenginni
reynslu að lélegur efnahagur er grunn-
rót þeirrar baráttu sem háð er gegn
USA og sé úr þvi bætt þurfa þeir
ekkert að óttast.
Það er einnig staðreynd að menn
sem eiga trygga lifsafkomu fyrir sig
og sína eru tregari til að taka upp
vopnaða baráttu gegn aröráni og
kúgun en þeir sem ekkert eiga og sjá
fram á að geta ekki eignast neitt eða
séð fyrir fjölskyldum sinum nema að
taka upp vopnaða baráttu gegn efna-
hagslegu, pólitisku og/eöa hernaðar-
legu misrétti.
Hvað ber að gera
Hiö fyrsta sem öllum aðilum alls
staðar á hnettinum ber aö gera, er það
aö gera sér grein fyrir aö þróun er
orðin sú að lfta ber á jöröina sem eitt
„heimili”. Þó að núverandi „heimilis-
hagir” séu afleitir þá vcrður aö gera
sér grein fyrir aö litiö er hægt að bæta
eigin hag nema á kostnað annarra. Þvf
veldur fólksfjölgunarsprengingin og
hiö frjálsa markaöskerfi ásamt rýrn-
andi náttúruauöævum á mann.
Greining og úrvinnsla er það viða-
mikið viðfangsefni að ég ætla ekki að
fjalla um það hér, mun gera það
síðar.
Bjarni Hannesson.
A „Niðurstaöa eigin athugana á
ýmsum þáttum vígbúnaðar fyrr-
greindra stórvelda er sú að USSR ætli
sér að verja sig og helstu vinaþjóðir
sínar en USA ætli sér að ná hernaðar-
legri drottnunarstöðu á öllum hnett-
inum.”
m SAMANBURÐUR A TÆKNILEGU JAFNGILDI VQPNAKERFA USA QG USSH
HeimildíADELPHI PAPERS:HEHFRÆÐIHANNSOKNARSTOFNUN:THE INTERNATIONAL
INSTITUTE FOR STRATEGIC STUDIES:23 TAVISTOCK STREET LONDON WC2E 7NQ
USA
J
Yf irburðir
0 STAÐA 20 MIKILVÆGUSTU PATTA VOPNAKERFANNA:
I .Flugtækni/eldsneytisaf lfi-asði +
2. Tölvur og forrit/hugbúnaður 4^
3. Venjulegar sprengihleðslur o.fl.
4.Orkustjórntækni ^
5.Rafeindasendi/móttökutækni
6.Stjórnunar og leiðbeiningartækni 4
7. Líftækni
8. Efnabirgir/málmar,efnaorka o.fl. + +
9.Smágerð rafeindatæki og skylt efni
IO.Kjarnorkusprengjur
II.Sjóngler ^-4
12.Orkuframleiðsla (Hreyfanleg)
13. Framleiðsla/Verktækni
14. Af lgjaf ar (Lof tf ör/Landf lutningatækni)
15. Raf einda-staðsetningar-tækni og skylt efni^^
16. Vélmenni/sjálfstjórn vólmenna
I7.0rvinnsla á upplísingum -^-
18. Leynd boðmerkja (Signature reduction ?)
19. Leitartaikni við kafbátastaðsetningu -^-
20. Boðmiðlun/Fjarskifti
0 TÆKNISTIG LANGDRÆGRA VOPNAKERFA:
21. Langdræg flugskeyti
22 . Kj arnorkuknúðir kafbátar búnir eldf lauguin
23. Eldf laugar fyrir kafbáta (Allar tegundir)
24. Sprengjuf lugvélar -^-
25. Loftvarnaflaugar
26. Gagneldflaugakerfi
27. Eyðing gervihnatta
28.Stýriflaugar
0 TÆKNISTIG MEÐALDRÆGRA VOPNAKERFA:(LANDHER)
29. Loftvarnaflaugar (Sjóhersvopn meðtalin) +
30. Skriðdrekar -^-
31.Stórskotaliðsvopn
32.Flutningatæki fyrir landher (Með og án vopna)
33.Stýrð gagnskriðdrekavopn (Allar gerðir)
34. Arásar/orustuþyrlur
35. Efnahernaður
36. Eldflaugar (Fjöldi tegunda)
[D) TÆKNISTIG:FLUGHERJA:
37.0rustu og árásarflugvólar
38.Gagnflugvéla-flaugar (Air to air missile) -fa
39.Sérhæfð og/eða sjálfstýrð skotfæri -^4
40. Flugflutningar -fc
[Éj TÆKNISTIG:SJÖHERJA:
41. Kjarnorkuknúðir árásarkafbátar
42 .Gagnkaf bátahernaður
43.Flugvélar á flugmóðurskipum o.fl. -fc
44.Ofansjávarherskip (Allar gerðir?)
45.Sjóhers-stýriflaugar
46. Tundurdufla-hernaður o.fl.
47. Landgönguliðs-útbúnaður (Sérhæfðar aðgerðifc^
(?) TÆKNISTIG:STJÖRN:STÝRING:FJARSKIFTI:UPPLÍSINGAÖFLUN:
48. FJarskifti ★ +
49. Rafstýrðar truflanir/gagn-gagn/truflanir ★
50. Forgangs-viðvörunartækni
0 Þjálfun o.fl. *
Yfirburðir
★
★
★
★ 4
★
Örvar við stjörnur benda á breytingar frá ríkjandi ástandi í þá átt
er örin vísar.Þetta jafngildismat byggist að mestu á tæknilegum sam-
anburði.en er án mats á rekstrarörvggi tækja í orustum eða notkun.
Frumheimild IISS:The FY 1985 Department of Defence Program for Rese-
arch, Development and Acqisition (Washington DC’.USGPO, 1984) .
Tafla þýdd og endurunnin af BJARNA HANNESSYNI FRA UNDIRFELLI A IlON.