Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Page 16
16
DV. MIÐVHCUDAGUR 20. FEBRUAR1985.
Spurningin
Finnst þér gott að búa á ís-
landi?
Sœdis Vigfúsdóttir húsmóðir: Já,
það finnst mér, sérstaklega þegar
veðriðer gott.
Guðrún Sandra Gunnarsdóttir
nemi: Já, það er alveg ágætt að búa
hér.
Salgerður Jónsdóttir, vinnur i
Landsbankanum: Mér finnst það
bara alveg ágætt. Eg vildi alls ekki búa
annars staðar.
Hallur Ágústsson, deildarstjóri i
HK: Æ, mér finnst það nú heldur
slappt. Veðrið er svo kalt.
Helga Halldórsdóttir, heimavinn-
andi:Mér finnst það bara ágætt, en ég
þekki ekkert annað, hef ekki búið ann-
ars staðar.
Helga Stefónsdóttir nemi: Mér
finnst tsland besta landið. Það er rosa-
gott að búa héma.
| Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Glannaakstur í vætutíd
Ágústa hringdi:
Oft hefur verið rætt um tillitsleysi
bílstjóra gagnvart gangandi vegfar-
endum. Þaö hefur hins vegar aldrei
verið tekiö almennilega á þessum
málum.
I hlákunni sem verið hefur að
undanfömu gekk alveg fram af mér.
Eg varð fyrir því þar sem ég gekk
eftir gangstéttinni á Kringlumýrar-
brautinni, að stór vörubíll keyrði
fram hjá mér á miklum hraða og jós
yfir mig aur og bleytu. Hvort sem
bílstjórinn tók eftir þessu voðaverki
sínu eða ekki þá hirti hann a.m.k.
ekkiumaðstoppa.
Eftir stóð ég rennvot og kápan mín
er að öllum líkindum ónýt. Mér finnst
það ansi blóöugt að þurfa að verða
fyrir svona fjárhagslegu tjóni án
þess að hafa minnstu von um að fá
skaöann bættan. Hver er réttur
okkar vegfarenda eiginlega? Er
hann enginn? Eigum við að taka
slíkum áföllum möglunarlaust?
Nei, ekki aldeilis. Þetta er nokkuð
sem allir vegfarendur verða að taka
höndum saman um að lagfæra og
það fljótt. Það er í sumum tilfellum
hægt að ná númerinu á bílum og þá á
að kæra þessa menn og láta þá
greiða sektir fyrir misgjöröir sínar.
Elskuleg
þjónusta
öryrki skrifar:
Eitt af mörgum góðum verkum
Magnúsar heitins Kjartanssonar var að
stofna félagsmáladeild við Trygginga-
stofnun ríkisins. Ekki var minna um
vert að hann skipaði Guðrúnu Helga-
dóttur, þá öðlingskonu, deildarstjóra
þeirrar deildar.
Nýlega átti ég erindi við Trygginga-
stofnunina og ég var ekki betur inni í
málum en það að ég spuröi um Guð-
rúnu. Þá var mér tjáð að hún væri
löngu hætt, en við starfi hennar hefði
tekið Margrét nokkur Thoroddsen.
Ég fór meö hálfum hug að tala við
hana en elskulegri móttökur get ég
ekki hugsað mér. Góðvildin skein útúr
henni, enda frétti ég eftir á að hún væri
systir Gunnars heitins forsætisráð-
herra sem öll þjóðin dáði.
Mikið eru þeir heppnir hjá trygging-
unum að fá 2 slíkar framúrskarandi
konur tii starfa. Það ber yfirmönnum
stofnunarinnar gott vitni að þeir skuli
velja slfkt öðlingsfólk til starfa.
Lestur
skipafrétta
Kaupmaður utan af landi hringdi:
Það kom ekki nógu vel fram i grein-
inni hér á dögunum um lestur skipa-
frétta í útvarpi að átt var við að þær
væru ekki lesnar nógu oft fyrir hádegi.
Stýrimenn láta þetta frá sér um hálf-
áttaleytið á morgnana og síðan er
þetta bara lesið einu sinni í áttafrétt-
um. Mér finnst að það þurfi að lesa
þetta oftar því það eru margir sem
fylgjast með ferðum strandferðaskip-
anna um landiö.
HvarerSteini?
S.E. Dickinson skrifar:
Eg skrifa þessar línur í von um að
það hjáipi mér og vinum mínum til aö
komast í samband við Islending sem
við hittum í sumarfríi í Hollandi. Hann
heitir Steini og við hittum hann á „Big
Ben bar” í Rotterdam snemma í
nóvember á síðasta ári. Við heitum
Steve, Chris og Robert. Heimilisfang
mitter:
SACS.E. Dickinson
UKRAOCOPS
RAF High Wycombe
Buckinghamshire
England
HP144UE.
Sjónvarpsnotandi skrifar:
Drungaleg sjónvarpsdagskrá
Sjónvarpsnotandi skrifar:
Það er áreiðanlega ekki aö ófyrir-
synju, að svo margir sem raun ber
vitni, t.d. með lesendabréfum, og í ann-
arri umfjöllun, gagnrýna dagskrá
sjónvarps og óska eftir gagngerðum
breytingum þar á.
Margir sem um dagskrá sjónvarps
hafa f jallað segja sem svo að það eina,
sem sé bitastætt í sjónvarpinu, séu
fréttimar.
Má vera að svo sé, en ég er þar ekki á
sama máh. Mér finnst fréttir sjón-
varps heldur ekki vera neitt líkar því
sem maður sér í sjónvarpi annars
staöar, jafnvel miklu lakari en á
Norðurlöndum og er þá víst langt til
jafnað.
Fréttir hér eru yfirleitt stuttar um
hvert efni og lítið um „lifandi” myndir
og oftar en hitt, að fréttamyndir séu
endurteknar þótt um nýja frétt sé að
ræða úr sama málaflokknum.
Dæmi um þetta er frétt um sjávar-
afla. — Sama mynd, kvöld eftir kvöld
af jarðýtu, sem er að skafa saman
loðnu og moka henni í einhverja þróna
til bræðslu. — Mýmörg eru dæmin um
útjaskaöar myndir í erlendum frétt-
um. Dæmi: frá hungursneyöinni í
Afríku, frá kolanámuverkfalli í Eng-
landi (reyndar langt um liðið), o.fl.
Hins vegar, þegar eitthvað frétt-
næmt er að ske og áhugavert, þá er
eins og aðeins megi rétt bregöa upp lif-
andi myndum frá atburðinum og þulur
talar svo mikið með fréttinni að hún
verður einskis nýt sem sjónvarpsfrétt.
Dæmi um þetta er frétt frá uppboöi á
loödýraskinnum í Danmörku en þar
var mjög skemmtileg og lifandi mynd
frá uppboðinu, atburöi sem við Islend-
ingar eigum ekki að venjast að s já hér.
Nei, það var ekki nema augnablik og
maður gat ekki fengið að fylgjast meö
uppboðinu, sem er sérkennilegt, fyrir
tali sem fylgdi með frá íslenska þulin-
um.
Miklu fleiri dæmi mætti nefna þar
sem klippt er á fróðlegar myndir úr
erlendum og innlendum fréttum en þó
einkum erlendum. Einhvem tíma var
sú skýring höfð uppi frá hendi
sjónvarpsins að þetta væri gert til þess
að áhorfendur væru ekki búnir aö „sjá
meira” þegar sama frétt væri nýtt sem
uppistaða í fréttaauka síðar í ein-
hverju „kastljósinu” eða frétta-
skýringaþætti.
Ef maður fengi nú aö sjá góðar og
fróðlegar fréttamyndir almennilega í
fréttum þyrfti bara enga frétta-
skýringaþætti, svo einfalt er það!
Þá mætti í stað þeirra sýna góða
kvikmynd eða annað, sem fólk vill fá
sem afþreyingu í stað fréttaþáttar,
sem menn eru löngu búnir að afgreiöa
sem „liðna tíð”.
,,Litla hryllingsbúðin er frábœr," sogir oin 12 ára.
Litla hryllingsbúðin frábær
Ein 12 ára skrifar:
Þessi grein höföar til allra krakka á
öUu landínu. Eg er búin að sjá Litlu
hryllingsbúðina og finnst hún hreint
frábær. Leikaramir eru algjört æði og
plantan þá sérstaklega en Björgvin
Halldórsson leikur rödd hennar. Með
þessum orðum hvet ég alla til aö sjá
þetta frábæra stykki.
Ef þið hafið séð eitthvað úr söng-
leiknum í sjónvarpi eða heyrt í útvarpi
þá hljótið þið að hafa áhuga.
Tillitsleysi bilstjóra getur haft slæmar afleiðingar i för með sér.
Það verða aðrir sem brjóta lögin að öðrum til varnaðar. Bílstjórar en þeir færu út í glannaakstur i vætu-
gera og slík mál yrðu jafnframt myndu þá hugsa sig tvisvar um áður tíð.