Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Síða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR1985. Einar Júliusson og Anna Vilhjálms tóku nokkra dúatta ó ferðakynningu Atiantik. DV-mynd Bj.Bj. Ferðakynning Atlantik: ÁHERSLA LÖGD Á MALLORCAFERÐIR Ferðaskrifstofan Atlantik efndi nýlega til sinnar fyrstu ferðakynning- ar í Þórskaffi í Reykjavík. Þar var kynnt það helsta sem skrifstofan býður upp á á þessu ári. Mest áhersla er lögð á Mallorca- ferðir. Farin verður páskaferð þangað 3,—17. apríl. Þar vorar snemma þannig að óhætt er að hefja sumar- leyfisferðina á þessum árstíma. Ferðir til Mallorca verða ellefu fram i októbermánuð. Gististaöir eru Jardin del Mar við ströndina í Santa Ponsa, Royal Playa de Palma sem er við ströndina Playa de Palma um 8 km austan við höfuðborgina Palma og Royal Torrenova á Magaluf-strönd- inni. Þá býöur Atlantik upp á ferö til Sviss um páskana. Þetta er tiu daga ferð og verður dvalið í Morschach, sem er lítið fjallaþorp. Frá þorpinu er hægt að fara dagsferðir til Italiu, Austurríkis, Þýskalands og Frakklands. Að lokum má nefna skemmtisiglingu um austurhluta Miðjarðarhafsins, þar sem m.a. verður dvalið á Mallorca, Italíu, Egyptalandi, Israel, Kýpur og Rhodos. Á feröakynningu Atlantik í Þórs- kaffi geröu menn sér glaðan dag í mat og drykk. Þar skemmtu bræðumir frægu Halli og Laddi og Einar Júlíus- son og Anna Vilhjálms tóku nokkra dúetta. Frjálst,óháð dagblað SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og sejja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. ER SMÁAUGLÝSINGABLÁDIÐ Markaöstorgiö teygir sig víöa. Paö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaðstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... 27022 Við birtum... Þad ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. OpiÖ: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Dómsmálaráðherra: Skattsvik fái hraðari meðferð Dómsmálaráðherra hefur nýverið skipað nefnd til þess að gera tillögur um hraðari og skilvirkari meðferð skatta- og efnahagsbrota í kerfinu. Mun nefnd þessi skila áliti bráðlega og áætlað er aö afgreiða megi laga- frumvarp um þetta efni fyrir vorið. Dómsmálaráðherra segir að brýna nauðsyn beri til að meðferð skatta- og efnahagsbrota i dómskerfinu veröi hraöað svo sem kostur er. Því hafi ríkisstjómin ákveðið að setja á fót sér- stakar deildir viö embætti ríkissak- sóknara og við Sakadóm Reykjavíkur, þar sem meðferð þessara mála fái for- gang. -EH. Selfoss: Aldraðiríbfó Síðastliðinn fimmtudag var lokið við að sýna kvikmynd í opnu húsi aldraöra á Selfossi. Myndin hefur verið sýnd sl. þrjá fimmtudaga. Hún fjallar um tíu daga ferðalag um Snæfellsnes og víðar sl. sumar. Ferðakostnaður þessa tíu daga og allt uppihald var tíu þúsund krónur. Geri aðrir betur en Einar Sigurjónsson, sem er formaður Styrktarfélags aldraðra á Selfossi, að útvega ódýra og fullkomna þjónustu. Svo má þakka þeim mörgu konum sem lögðu vinnu í að hjálpa eldri borgurum. Myndina tók og sýndi Halldór Andrésson með þakklæti allra áhorf- enda. Visa dagsins hljóðar svona: Eitthvað skeður inni þar / Inga heimtar borgun / Þó að fyrsta febrúar / fáum við á morgun. Undir þetta skrif- ar Sveinn. Þeir standa sig alltaf jafnvel að gera vísu fyrir hvern fimmtudag. Báðir komnir undir nírætt. Regína Thorarensen, Selfossi. Útflutnings- mál íþrem nefndum Viðskiptaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hefur nýlega skipaö þrjár nefndir i markaðsmálum. Einni nefndinni er falið að örva ís- lenska útflutningsstarfsemi og glæða áhuga almennings á útflutnings- málum. Þar hafa menn m.a. í huga sérstakt markaðsátak Islendinga á Norðurlöndum á næsta ári. Næstu nefnd er falið að greiða fyrir útflutningi verkefna og þjónustu á sviði sjávarútvegs og orkuvinnslu. Þriöju nefndinni hefur verið falið að fjalla um samstarf útflytjenda og stjómvalda til aö efla útflutning. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.