Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Side 19
DV. MIÐVKUDAGUR 20. FEBRUAR1985. 19 Menning Menning Menning Menning Hermína (Kolbrún Erna) og Helena fagra (Rósa Þórisdóttir) eru á einu máli um hvor eigi afl fð hvem en þœr eru lika einar um þafl. Það dugar skammt afl grátbiflja þegar mannsefnið er ekki í náðinni. DV-myndir GVA. Elskendurnir ungu úr mannheimi: Lýsander (Þröstur Leo Gunnarsson) og . Hermína (Kolbrún Ema Pétursdóttir). Keppinautar um hylli kvenna: Demetríus (Jakob Þór Einarsson) og Lýsand- er (Þröstur Leo Gunnarsson). Handverksmennirnir á leikœfingu. „OG STJÖRNUR ÓLMAR STUKKU AF BRAUTUM SÍNUM” Draumurá Jónsmessu- nótt frumsýndur hjáLeikfélagi Reykjavíkur laugardaginn 23. febrúar Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir næstkomandi laugardag Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare í samvinnu við Leiklistarskóla lslands. Draumur á Jónsmessunótt er gleði- leikur sem notið hefur hvað mestra vinsælda af öllum verkum Shake- speares. I upphafsorðunum býður höfundurinn áhorfendum „til hreinnar gleði og gáskafullrar kæti” en mælist til að þeir reki „deyfð og drunga í jarðarför”. Shakespeare samdi þetta verk í hléi frá stóru harmleikjunum, ef til vill til sýningar í brúðkaupi. En hvert sem tilefnið var þá eru ástar- málin uppistaðan í verkinu. Leikritið hefur allt yfirbragð farsans þar sem einn ástarþríhyrningurinn flækist inn í annan með tilheyrandi misskilningi. Það gerist að mestu úti í skógi á Jónsmessunótt og segir frá ungum elskendum sem er meinað að eigast. Þeir flýja út i skóg þar sem álfar og ýmsar furðuverur eru á kreiki. I heimi álfa eru hjónabands- vandræðin einnig efst á baugi. Fyrir galdra, bragðvísi, tilviijanir og mis- skilning ruglast þetta allt saman. Ofan í kaupið eru handverksmenn að æfa harmþnmgið ástarleikrit í skóginum. Þegar grannt er skoöaö kemur í ljós að þar er á ferðinni skopstæling á Rómeó og Júlíu sem Shakespeare hafði nýlokið við að semja. 1 Draumi á Jónsmessunótt eru 20 hlutverk og eru 8 þeirra skipuð nemendum úr Leiklistarskóla Islands. Er þetta eitt af þremur lokaverkefnum í f jórða bekk skólans. Helgi Hálfdanar- son þýddi leikinn. Grétar Reynisson gerir leikmynd og búninga. Söngtextar eru eftir Shakespeare og Karl Ágúst Olfsson sem jafnframt er aðstoðar- maður Stefáns Baldurssonar leik- stjóra. -G.K. Eftir tvo daga, 22. febrúar, Samkvæmt kínverskri heimspeki, eru áramótin framundan.22. febrúar hefst ár velgengni og frama. í tilefni af því opnum við ekta kínverskan matsölusta í kjallaranum á LaUgaVegÍ 28.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.