Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Síða 40
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháÖ dagblað MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985. Bónus ofan á laun kennara við Hólabrekkuskóla: Foreldrar tryggja kennaranum launin Foreldrar barna í tilteknum bekk í Hólabrekkuskóla í Reykjavík hafa gert samning viö kennara bekkjar- ins, Gísla Baldvinsson, um aö greiða honum ákveöna upphæö ofan á laun hans. Er framlagið sagt nema 6—700 krónum á mánuöi á foreldra hvers barns og tryggja Gísla um 40.000 króna mánaöarlaun. Forsaga málsins er sú að Gísli haföi sagt upp störfum viö skólann 15. nóv. síöastliöinn. Hann hætti kennslu sl. fimmtudag. I millitíöinni, þ.e. á miövikudag, héldu foreldrar barna í umræddum bekk fund meö Sigurjóni Fjeldsted skólastjóra þar sem málið var rætt. Kom þá m.a. upp sú hugmynd meðal foreldranna aö freista þess að fá Gísla aftur til kennslu meö því að greiöa honum bónus á laun hans. Síðan héldu foreldrar fund á sunnudagskvöld, þar sem gengiö var frá munnlegum samningi við kenn- arann. Greiöa foreldrarnir tiltekna upphæð í sjóð sem Gísla er síðan greiddur úr eins konar bónus ofan á launin. Ekki voru allir foreldrarnir sammála um þetta fyrirkomulag. Neita einhverjir að taka þátt í þessum yfirborgunum til Gísla. Hann hóf kennslu aftur á mánudag. „Ég frétti af þessu í gærkvöldi en hef ekki fengið þaö staðfest,” sagöi Björn Olafsson, formaður Foreldra- og kennarafélags Hólabrekkuskóla er DV ræddi viö hann í gær. „Mér þykir illt ef þetta er rétt því slíkar yf irborganir eru vissulega fordæmis- skapandi. Foreldrarnir hafa ekki komiö meö þetta mál til min. En ef þetta fer aö hafa víðtækari áhrif verður að skoöa þetta sérstaklega.” JSS Sérkröfurkennara: Byrjunarlaun hækkium 15þúsundkr. Framhaldsskólakennarar lögöu sérkröfur sínar fram á fundi meö fulltrúum ríkisins í gær. Fara kennarar fram á aö þyrjunarlaun hækki úr kr. 20.000 í 35.000. Einnig að lokalaun við 18 ára starfsaldur og hæstu menntun veröi kr. 57.000 í stað 29.000 krónanú. „Viðsemjendur okkar lýstu undrun sinni og töldu ekki vera samningsgrundvöll fyrir þessu,” sagði Kristján Thorlacius, formaöur Hins íslenska kennara- félags,viðDV. Kristján sagöi að í sérkröfum kennara yröi raðað í fjóra meginflokka eftir menntun þeirra. Ernnig að yfirvinnustuðull yröi leiöréttur. Hann væri nú 1,3 en yröi hækkaður upp í 1,8. „Viö erum tilbúnir til aö sleppa ýmsum ákvæöum til að fá almennileg laun,” sagði Kristján. Fulltrúar launamálaráös BHM munu í dag eiga fund með samninganefnd ríkisins. Þar verða ákveöin frekari fundarhöld í deilunni. -JSS. Bilstjórarnir aðstoða SEHDiBíLnsTOÐin LOKI IMú verður keppikeflið að kenna sem fjölmenn- ustum bekkjuml Höfðinglegri gjöf veitt viðtaka. Gróta Carlson tekur við nýja myndbandstækinu úr hendi Þorkels Diego, sölustjóra Nesco. Hermann Auðunsson verslunarstjóri og synir Grótu, Magnús og Leon, fylgjast með. DV-mynd GVA DV-FRETTIN FÆRDI HENNINYTT TÆKI Vídeótæki stolið um miðjan dag Ura þrjúleytift sl. föstudag, hljóp E I litill sjö ára snáöi heim til sin frá [ Austurbæjarskólanum upp á Njáls-1 götu. Frímináturnar voru stuttar en [ | kannski timi til að fá sér brauösneiö og I mjólkurglas. LykiUinn hékk um háls-1 inn og alltaf gekk vel aö opna. En á I leiöinni 1 skólann aftur varð hann aö | skilja eftir ólæst því hann átti í erfióieikum n „Eg bara trúi þessu ekki, er þetta virkilega handa mér?” var þaö fyrsta sem Gréta Carlson sagöi þeg- ar fulltrúar Nesco h/f bönkuðu óvænt upp á hjá henni í gærkvöldi og af- hentu henni glænýtt og vandað Xen- on Orion myndbandstæki. Fyrir rúmri viku birtist frásögn í DV af því þegar óboöinn gestur geröi sig heimakominn i íbúð Grétu á Njálsgötu um miöjan dag og haföi á brott með sér sams konar Orion myndbandstæki er Gréta var nýbúin að kaupa. Þrátt fyrir töluverða eftirgrennsl- an lögreglunnar hafa engar spurnir farið af hinu horfna tæki, né þeim er það tóku. Frétt DV vakti víöa athygli, þar á meðal starfsfólks og forráöamanna Nesco h/f, þar sem Gréta keypti tæk- ið og átti enn eftir fjórar útborganir af því. Þar sem sýnt þótti aö hið forláta myndbandstæki myndi ekki koma fram tók starfsfólk Nesco sig til og mæltist til að Grétu yröi bættur skað- inn meö nýju sams konar tæki. „Hér er um tilfinnanlegt tjón að ræða og vildum við í þessu tilviki gera allt sem í okkar valdi stóö til að f jölga ör- lítið sólargeislunum í skammdeginu fyrir þennan viöskiptavin okkar,” sagöi Hermann Auöunsson, verslun- arstjóri Nesco. h.hei. Kennara- umræður útum vfðan völl „Þó að umræðan hér hafi farið út um viðan völl og snúist um karp á milli stjórnar og stjórnarandstöðu vil ég þakka menntamálaráðherra svör við fyrirspurnum mínum,” sagði Gunnar G. Schram alþingismaöur á fundi sam- einaðs þings í gær. „Eg lýsi hér von minni um að það takist fyrir 1. mars að skipa kennurum í þá launaflokka sem þeim ber. Ég skora á menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra að beita sinum áhrifum til að samkomulag í þessari deilu takist.” Launakjör og starfsaðstaða fram- haldsskólakennara var til umræðu vegna fyrirspurna frá Gunnari G. Schram til menntamálaráðherra um ráðstafanir til að stuðla að samkomu- lagi í kjaradeilu kennara. Margir kennarar voru á þingpöllum og fylgdust með umræðum sem „fóru útumvíðan völl”. I svari menntamálaráðherra, Ragn- hildar Helgadóttur, kom fram að ötul- lega væri unnið til að bæta kjör kenn- ara en sérkjaraviðræður eru í gangi. Eftir að niðurstöður Kjaradóms liggja fyrir þarf að gefa þeim aðilum er vinna að lausn málsins svigrúm til aö leysa það,” sagði ráðherra. Ragnar Arnalds, fyrrverandi menntamála- og fjármála- ráðherra, gagnrýndi m.a. núverandi menntamálaráðherra fyrir framleng- ingu uppsagnarfrests kennara um þrjá mánuði, „sem er umdeilt lögfræðilegt spursmál”, sagði hann. -ÞG 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 „Trygginga- sjóður spari- sjóðaekki sterkur" „Heildarskuldbindingar viðskipta- bankanna erlendis síðastliðin áramót voru 15.816 milljónir króna,” sagði Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráð- herra er hann svaraði fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur um skuldbind- ingar viðskiptabankanna erlendis. Þingmaðurinn spurði hvemig háttað væri ábyrgð viðskiptabanka og spari- sjóða á innistæðum sparifjáreigenda. — Með hvaða hætti eru innstæður sparif járeigenda tryggðar í bönkum og sparisjóðum —? var spurt. „Viðskiptabankar bera ábyrgð á innstæðum sparifjáreigenda með öll- um eigum sínum,” kom fram í svari ráðherra. Á ríkisbönkum ber ríkissjóð- ur ábyrgð. Ábyrgð sparisjóða er svip- uð og ríkisbanka, „einnig er starfandi svonefndur Tryggingasjóður spari- sjóða en tilgangur sjóðsins er að tryggja innstæður í sparisjóðum”. Sagði ráöherra einnig að styrkleiki sjóðsins væri ekki nægur. -ÞG Þriðji ráðgjafinn Á fyrsta degi ráðgjafaþjónustu Húsnæðisstofnunar voru síma-1 línur rauðglóandi og viðtalstímar) næsta hálfa mánuðinn eru upppantað- ir. Þúsundir húsbyggjenda eru í i greiðsluvandræðum. Vegna ásóknar j hefur verið ákveðið að bæta þriðja ’ ráðgjafanumíþessaþjónustu. -þg. 4 i í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.