Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1985, Blaðsíða 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 22. MARS1985.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverfl 6 mánufli 330 kr. Verð i lausasölu 30 kr. Helgarblafl 35 kr.
Höfum eytt afrakstrínum
Þjóðhagsstofnun færir landsmönnum þau gleðitíðindi,
að samdráttarskeiðinu í efnahagsmálum, sem hófst árið
1982, hafi lokið á síðasta ári.
Framleiðsla þjóðarinnar jókst í fyrra um tvö og hálft
prósent, talsvert meira en spáð hafði verið. Loðnuveiði
tókst vel á síðustu mánuðum ársins. Þorskafli og rækju-
afli fóru fram úr áætlunum. Framleiðsla til útflutnings óx
um tólf prósent að raunverulegu verðgildi, sem er megin-
skýringin á því, að framleiðslan í heild óx. Nú er eðlilegt,
að landsmenn spyrji sem svo: Getum við þá ekki bætt
lífskjör okkar?
„Þrátt fyrir aukningu útflutnings 1984 og spá um nokkra
aukningu 1985 er halli á viðskiptum við útlönd mikill,
segir Þjóðhagsstofnun. I reynd heldur hallinn á viðskipt-
um við útlönd áfram þótt framleiðslan hafi vaxið. Við-
skiptahallinn mun í fyrra hafa verið sex prósent af fram-
leiðslunni.
Hvað þýðir viðskiptahalli? Hann þýðir, að við lifum
um efni fram. Aukin framleiðsla okkar dugði skammt til
að mæta auknum útgjöldum okkar. Við héldum áfram að
safna skuldum erlendis til að greiða viðskiptahallann.
Búast má við tímabundnum halla á viðskiptajöfnuði,
þegar illa árar. En á góðum árum á að vera afgangur.
Landsmönnum tókst enn í fyrra að eyða mun meiru en
aflað var. Laun hækkuðu í vetrarbyrjun. En jafnóðum
var mestu af launahækkuninni eytt með gengislækkun og
óðaverðbólgu. Launahækkunum hafði fyrr á síðasta ári
verið í hóf stillt. En launaskrið, launahækkanir umfram
samninga, er líklega meginskýringin á því, hve miklu
okkur tókst að eyða, hve mikið við fluttum inn af vörum
og hve mikið við „slógum” þess vegna af erlendum lán-
um.
Fjölmargir einstaklingar lifðu í samræmi við þetta og
slógu lán í bönkum til að halda uppi lífskjörum sínum.
Þannig vörðust þeir í bili afleiðingum kjaraskerðingar-
innar. Ríkisstjórnin hefur brátt setið í tvö ár. Hún gekkst
fyrir mikilli kjaraskerðingu. En af framansögðu má
ráða, hvernig landsmönnum tókst enn eitt árið að lifa um
efni fram.
Viðskiptahallinn og verðbólgan eru aðalvandamálin.
Ekki er fyrirsjáanlegt, að jöfnuður verði á næstunni í við-
skiptum við útlönd. Stjórnvöld verða að sjálfsögöu að
reyna að jafna metin með aðhaldsstefnu, niðurskurði
ríkisútgjalda og hvatningu til sparnaðar. Það þýðir, að
vextir verði áfram tiltölulega háir.
Þjóðhagsstofnun bendir á, að mjög hefur dregið úr
verðbólguhraðanum í febrúar og marz. Búast megi við,
að um mitt árið verði veröbólga komin á svipað stig og
var fyrir kjarasamningana síðastliðið haust. Eftir mitt
árið er meiri óvissa um kjarasamninga, sem eru flestir
uppsegjanlegir frá fyrsta september næstkomandi.
Því er aðeins unnt að vera hóflega bjartsýnn á verð-
bólguþróunina. Kjarasamningar næsta haust gætu
sprengt jafnvægið í loft upp, leitt til nýrrar óðaveröbólgu
og fellt ríkisstjórnina.
Vissulega er fagnaðarefni, að framleiðsla þjóðarinnar
er aftur farin að aukast.
En landsmenn hafa þegar eytt afrakstri þess. Við-
skiptahalli og skuldasöfnun erlendis heldur áfram.
Því miður er því ekki unnt að fullyrða, aö svigrúmið til
bættra lífskjara hafi aukist, svo miklu skipti.
Haukur Helgason.
Kjallarinn
. .lítils háttar aukning á flúormagni i andrúmslofti og i regnvatni er einungis af þvi góða fyrir heilsufar
manna og sérstaklega barna á þessu svæði."
Þankar um áhrif meng-
unarefna frá álverum
Þann 13. mars sl. hélt svokölluð
staðarvalsnefnd kynningarfund
vegna bráðabirgðaniöurstaðna
norskra sérfræðinga sem fengnir
voru til að rannsaka mengunarhættu
frá hugsanlegu álveri í Eyjafirði. Af
viðbrögðum manna er ljóst að þessi
kynning hefur valdið verulegum
vonbrigðum; ekki svo mjög vegna
þess að niðurstöður væru á annan
veg en menn höfðu óskað sér heldur
fyrst og fremst vegna þess hve álykt-
anir eru afskaplega óljósar og litið á
þeim að byggja til ákvaröanatöku.
Það er hætt við því að margir hafi
vænstof mikils.
Ég vara menn eindregið við því að
búast við afdráttarlausum niðurstöð-
um í þessum efnum. Lokaskýrsla
Norðmannanna mun verða full af
fyrirvörum og óljósum málaflækjum
sem enginn nems stjórnvöld getur
höggvið á.
Fréttatiikynning staöarvaisnefnd-
ar, og einkum þó umf jöllun í f jölmiðl-
um, var alveg furðanlega ákveðin til
að byggjast á þessum norsku véfrétt-
um. Það er einkennilegt aö menn
skuii leyfa sér að draga línur og
merkja svæði á kort fyrir framan al-
þjóö og benda mönnum á að þarna
verði varhugavert aö stunda búskap
ef álveriðrís!
Flúor
Flúor er eins og klór, sem er ná-
skylt efni, baneitrað eitt sér fyrir
menn og skepnur. Flestir vita að klór
sem notað er til sótthreinsunar er
mjög útþynnt og það er einmitt þaö
sem gerist með flúor í útblæstri að
það þynnist fljótt í lofthjúpnum og
verður skaölaust. Plöntur eiga það
til að safna flúor í sig og grasbítar
geta þannig tekiö inn óþarflega mik-
iö af efninu sem þá getur valdið
skemmdum í beinum og tönnum.
„Gaddur” í sauðfé, þ.e. ofvöxtur í
tönnum, hefur lengi verið þekktur á
Islandi, einkum sem afleiöing eld-
gosa, en gosgufur og eldfjallaaska
innihalda oft margfalt meira flúor-
magn en nokkurn tíma kemur frá ál-
veri. Þau einu áhrif á búfé sem gætu
orðið í næsta nágrenni nýs álvers
með fullkomnum hreinsibúnaði væri
að ein og ein ær eöa kýr fengi gadd á
fjórða eða fimmta aldursári eða sið-
ar og þrifist ekki elns vei þess vegna.
Það er hins vegar löngu vitað að
það er of lítið af flúor í íslenzkri nátt-
úru og fæðu Islendinga. Þannig hefur
oft komiö til tals að blanda flúor í
drykkjarvatn og flúorpiliur hafa
a „Sannleikurinn er sá að í því litla
^ ryki sem sleppur út úr fullkomnu
álveri eru oftast áburðarefni og ýmis
snefilefni, sem verka örvandi á gras-
vöxt og bæta heilsu grasbíta.”
verið gefnar í skólum hvort tveggja
tU að vernda tannheUsu barna. Á
Eyjafjarðarsvæðinu er flúormagn í
drykkjarvatni aðeins um 1/20—part-
ur af því sem er taUð hæfilegt vegna
tannheUsu. (Hrafn Friðriksson,
1980). Af þessu má ljóst vera að lítils-
háttar aukning á flúormagni í and-
rúmslofti og í regnvatni er einungis
af því góða fyrir heilsufar manna og
sérstaklega barna á þessu svæði.
Brennisteinsgufur
Það hljómar kannske einkennUega
að á Eldfjallaeyjunni sjálfri hafi
menn þungar áhyggjur af brenni-
steinsmengun. Þaö er þó svo, að
„brennisteinstvíildi”, lofttegundir
sem myndast þegar brennisteinn
brennur, veldur súru regni sem get-
ur skaöaö (drepið) trjágróður. Eins
og með flest efni fer mengun og skað-
semi eftir styrk og magni. Það er
auövitað fáránlegt að nefna í sömu
andrónnl eitt nýtt álver með fullkomn-
háttar selen til að hressa upp á heilsu
lamba á vorin.
Ryk og sót
Hin föstu efni sem sleppa út úr
hreinsitækjum nýtízku álvera
þóknast andstæðingum stóriðju yfir-
leitt að kalla tjöru. Það er afskap-
lega vandséð hvemig sú nafngift á
þar heima ef skýra á það sem um er
að ræða fræöUega eða málefnalega.
Það er hins vegar augljóst að orðið
tjara er af hinu vonda, hættuleg,
heiIsuspiUandi og á aUan hátt skaö-
leg.
Sannleikurinn er sá að í því litla
ryki sem sleppur út úr fulUtomnu ál-
veri eru oftast áburðarefni og ýmis
snefilefni, sem verka örvandi á gras-
vöxt og bæta heilsu grasbíta. Það
Utla sót sem út sleppur er auövitaö
leiðinlegt en menn ættu bara að bera
það saman við reykinn frá einni mal-
bikunarstöö og hrópa síðan úlfur, úlf-
ur- Björn Dagbjartsson.
BJÖRN
DAGBJARTSSON,
ALÞINGISMAÐUR
FYRIR
SJALFSTÆDISFLQKKINN
asta hreinsibúnaði og þyrpingar
kolakyntra, úreitra verksmiðja
meginlandsins í sambandi viö súrt
regn og skemmdir á lífríki.
Margir kannast við það að kveikt
var í brennisteini til aö sótthreinsa
og þótti gott að anda aö sér eimnum
Ul varnar kvefi. Auðvitaö sveið
menn svoUtið í öndunarfærin en
varð annars bara gott af.
Þá er rétt að benda á þá staöreynd
aö brennistein vantar viða í jarðveg
túna og það hefur hvaö gleggst verið
sýnt fram á það í Eyjafirði. LítUs
héttar aukning á brennisteini í regn-
vatni yrði því einmitt tU bóta fyrir
grassprettu og afrakstur túna.
(Jóhanncs Sigvaldason, 1966.)
Ennfremur má benda á þaö að
fylgifiskur brennisteins í náttúrunni
er selen. Selenskortur er alvarlegur
sjúkdómur í unglömbum víöa
norðanlands. Þó að á því skorti aUar
rannsóknir, virðist ekkert fráleitt að
hugsa sér að með auknum brenni-
steini í regnvatni gæti slæðst lítils