Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 22. MARS1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Eyðing Amasonskóga veldur vísindamönnum áhyggjum Víöáttur hata veriö ruddar í Amasonsvæði Brasiliu sem er stærsta hitabeltisskógasvæði jaröarinnar. Hafa Brasilíumenn gengið svo ötullega fram til land- náms og uppbyggingar aö vísinda- mönnum stendur oröiö stuggur af. Vara þeir viö hættum sem þessu gætu verið samfara, eins og breytingum á veðurfari og fleira. Stígandi i framkvæmdum Þaö er ætlað að meö eldi og jarðýtum hafi veriö rutt sem svarar 5—10% af þeim fimm milljón ferkíló- metrum sem Amasonskógar þöktu einu sinni. Þetta hefur veriö gert á síöustu tuttugu árum tU þess aö rýma fyrir nýjum nautabúgörðum, vatnsorkuverum og námum. Seinni árin gætir meiri stígandi í þessum aögeröum, eftir því sem BrasiUumenn heröa á sér aö sigrast á þessu síðasta óunna landsvæði jaröarinnar til þess aö auka land- búnaðarframleiöslu sína og virkja fundnar náttúruauöUndir. Margt unnið fyrirgýg Vísindamenn segja aö lítill gaumur sé gefinn aö því aö beina landbúnaðarverkefnum til heppi- legri svæöa, og af því hafi oft leitt aö menn hafi borið niður á miöur heppi- legum stöðum. Naumast hafi fyrr verið rutt svæöi til að brjóta land en staðurinn hafi veriö yfirgefinn aftur vegna lítt yrkjanlegs jarðvegar. A nýlegri, alþjóölegri ráöstefnu um Amasonsvæðið kom fram aö þessi einstæöu skógarsvæöi væru stundum rudd tU að fá beitUand fyrir nautpen- ingíaöeinsörfáár. Visindamennimir hvetja mjög til meiri rannsókna meö tilliti til afleiöinga af svo stórfelldu raski, þegar lengra Uöi frá. Þeir bera þó af sér um leið aUar ásakanir um að vilja taka fyrir aUar framkvæmdú- eöa mannvirki á Amasonsvæðinu. Þeir vUja aö vandað sé val staöa tU umróts og menn gæti aö sér, því að tU þessa hafi margar framkvæmdir veriö vanhugsaðar og margt verið unniö fyrir gýg með óbætanlegum spjöUum. Ófrjósamur jarðvegur Fyrra orö, sem fór af frjósemi moldar Amasonskóga, reyndist tál. Eöa aö menn gerðu sér ekki grein fyrir á hverju hún byggðist. I þétt- vöxnum hitabeltisskógi fyrirferst mikið af gróöri í samkeppninni og í þessu loftslagi vinnst fljótt frjósöm mold úr leifunum. En hún endist ekki og þarfnast stööugrar endurnýjunar, en efniviöurinn tU þess er ekki til staöar þegar skógurinn hefur veriö ruddur. Hringrásin hefur veriö rofin. Þaö er unnt aö finna aUt aö 170 mismunandi einstaklinga, óUkar trjá- tegundir, á aðeins einum hektara í Amason, þar sem aöeins fyndust tvær tylftir, í mesta lagi, á jafnstóru svæöi skóga í Bandaríkjunum eða Evrópu. En menn ætla aö samt sé ekki nema í mesta lagi 10% svæðisins yrkjanlegt tU landbúnaöar. Ráðstefna um Amason Á ofannefndri ráðstefnu, sem efnt var tU í geimrannsóknarstofnun BrasiUu viö Sao Paulo og stóö í tíu vikur, báru vísindamenn saman bækur sínar um veöurfar, líffræöi- legar staöreyndir og hvaö annað sem vitneskja nær yfir á þessu svæöi. Stóö ráöstefnan í tíu vikur og komu þar fram vísindamenn sem sumir hverjir hafa stundaö rannsóknir á þessusvæðiíáratug. Voru aUir á einu máli um að meiri rannsókna væri þörf, en þó blasti við aö ruðning skóganna hefði fólgna í sér hættu og nauðsyn bæri til meiri aðgæslu. Síðan 1978, þegar landstjórnin haföi gervihnattamyndir tU þess aö reikna út aö 77 þúsund ferkUómetrar (1,55%) hefðu veriö ruddir, hefur ekkert veriö fylgst af hálfu yfirvalda meö því hvaö gengið hefur á þetta regnskógasvæöi, sem er þriðj- ungur aUra regnskóga jarðar. Framkvæmdamennimir halda því fram aö um sé aö ræöa svo lítinn hluta aö engar áhyggjur þurfi aö hafa. En ef stígandin eykst áfram jafnört í framkvæmdunum og veriö hefur síöustu ár mun aUur skógurinn horfinn innan þrjátíu ára, samkvæmt útreikningum ráðstefnu- manna. Fólksflutningar Þangað hef ur f lust f jöldi fólks, sem flosnað hefur upp frá bústörfum í suöurhluta BrasiUu (kornbeltinu) vegna vélvæðingar í landbúnaöinum. Þessir fólksflutningar hófust með vegalagningunni á miöjum sjöunda áratugnum, þegar fólki opnuöust svæöi, er áöur höfðu verið óaðgengileg. Fólk kepptist viö aö helga sér landskika og þá einatt meö því einfaldlega aö ryðja skóg, þótt þaö hefði engar áætlanir um aö nytja skikann í náinni framtíö. Skattaívilnanir og ríkisstyrkir hafa síðan verkaö hvetjandi til jarðbrots. Gæti dregið úr úrkomu Á vísindaráðstefnunni var áréttaö aö afsannaðar heföu veriö fyrri kenningar um mikilvægi Amason til súrefnisframleiöslu jaröar. Amason eyöir aftur jafnmiklu súrefni og þaö framleiðir. En Amason er mikil regnverksmiðja, og stórfellt rask á skógunum myndi draga mjög úr úr- komu í Brasiliu og hugsanlega ná- tegustu löndum. Og þar sem algengasta aöferöin við aö ryöja skógarsvæði er að brenna skóginn, hafa menn áhyggjur af því að fyrir hvem hektara sem brenndur er fara 800 smálestir af kolsýringi út í and- rúmsloftið. eða til að rýma svæði til land- Skógar hafa verið ruddir fyrir vatnsorkuver. . . . . . og til þess að komast í að nýta náttúruauðlindir með námavinnslu búnaðar. Fjör færíst f kfn- verska blaðamennsku Blaðamaður ársins. Verksviö kínverskra blaöamanna hefur breyst upp á síökastiö. Eftir aö hafa setiö áratugi viö aö sjóða saman texta á hugmyndafræðilínu kommúnistaflokksins hefur þeim veriö sagt aö snúa sér meira aö rann- sóknarblaöamennsku til að fletta ofan af spillingu og Bakkabræðra- vinnubrögðum í kerfinu. Flokkurinn heldur aö sjálfsögöu enn um taumana, en hefur sem sé spennt aktygin á fjölmiölana til aö hjálpa viö aö draga umbótaplóginn. Misjöfn hrifníng Eins og vænta mátti hafa jarlarnir í kerfinu ekki tekiö þessu alls staöar jafnvel. Dagblööin í Kína hafa aö undanfömu greint frá ýmsum viðburöum í borgum eins og Sjansjæ, Peking og Sjenjang, þar sem blaöa- menn hafa verið hnepptir í varðhald eöa jafnvel sætt barsmíöum, þegar kerfiskurfum ofbauö snuörið í þeim. Aðalmálgagn flokksins, Dagblaö al- þýðunnar, sá ástæöu til þess nýlega aö hafa orö á því aö slíkt framferði embættismanna „mætti ekki liða”. Einna hæst bar þama mál átta blaöamanna sem vom aö gmfla í því hvort ólöglega hefði veriö staöiö aö lokun verslunar einnar í einkarekstri í Sjansjæ, heimabæ Maos formanns. Þessi einkaverslun þótti hafa staðiö sig óþarflega vel í sam- keppni viö ríkisverslunina. Heima- jörlunum mislíkaöi umfjöllun blaöa- snápanna um máliö og sökuöu þeir þá um aö afbaka staöreyndir og þiggja mútur. Blaöamannafélagiö í Kína, sem hefur 300 þúsund félaga innan sinna vébanda, linnti ekki lát- um fyrr en yfirvöld í Sjansjæ höföu beöiö biaöamennina afsökunar. Sérstöklög Nú hafa landsyfirvöld látiö máliö til sín taka til þess að vemda blaða- menn fyrir slíkri meöferö. Eru í smíðum ný lög varðandi prentfrelsi og fjölmiölun, og virtur fyrrverandi aöalritstjóri Dagblaös aiþýöunnar hefur feröast um landiö til að efna sér í tillögur til nýju laganna. Hann hefur einnig eigin reynslu til aö byggja á, því aö í herferðinni gegn hugarfarsmengun (sem var fýrir einuogháIfuári)var hann og nokkrir' starfsbræður hans reknir fyrir leiðaraskrif meö æði frjálslyndri túlkun á marxisma, túlkun, sem nú viröist aftur njóta góörar náöar. Meira frjálsræði Kínverskir blaöamenn telja sig njóta meira frjálsræðis í störfum núna, en áöur en Deng Xiaoping kom til valda aftur 1978. Þeir þurfi ekki lengur aö bíða eftir grænu ljósi yfir- valda fyrir hverja frétt og meira tillit sé tekiö til tillagna þeirra og hugmynda um hvaö taka skuli fyrir í staö þess aö umskrifa fréttatilkynn- ingar áöur. Eins og öörum í Kína er blaöamönnum sagt að fara aö ráöi Dengs og leita „sannleikans í stað- reyndunum”. En sannleikurinn er þó oft háöur því hver er ríkjandi flokks- lína hverju sinni. Þessi viðleitni til þess aö hressa upp á hlutverk fjölmiölanna er til komin fyrir þaö, aö almennt er viöur- kennt, aö sem hugmyndafræðilegt verkfæri hafa fjölmiðlarnir ryðgaö, og þörf sé á því aö ryöberja þá. Lesendakönnun Þótt dregið hafi síðustu tvö árin úr töluverðu af áróöursstaglinu í kín- verskum fréttaflutningi, er enn sagt um flest kínversku blööin að þau séu fremur leiðinleg aflestrar. I nýlegri könnun meöal 2.500 lesenda blaöa í austurhluta Kína voru menn nær einróma sammála um aö nytsam- asta lesningin í opinberu fjöl- miölunum væru veöurfréttirnar. Og ekki voru þaö nema 65% þeirra, sem spurðir voru, er töldu fréttirnar, sem þeir lásu, vera sannleikanum samkvæmar. Dagblaö alþýðunnar státar af sex milljón lesendum, en er þegar fariö aö finna fyrir samkeppni. Hefur þaö tekið upp gagnrýni á „sorpsnepl- ana”, sem litu fyrst dagsins ljós fyrir tveim árum. Má vera, að þeir þyki meiri afþreying til lestrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.