Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1985, Blaðsíða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 22. MARS 1985.
Spurningin
Finnst þér að kennarar eigi
að snúa aftur til vinnu?
Viöar Pálsson bifreiðastjóri: Alveg
hiklaust, þegar í staö. Mér finnst þetta
bitna á röngum aðilum þar sem nem-
endur bera mjög skertan hlut frá
borði.
Sæbjörg Vilmundsdóttir hásmóðir: Já,
þaö finnst mér að þeir ættu að gera
sem allra fyrst.
Svavar Svavarsson skólabílstjóri: Já,
alveg skýlaust. >eir eru að mínu mati
að f ramkvæma lögbrot.
Guömundur Birgisson nemi: Nei, mér
finnst fínt að hafa frí frá skólanum.
Sigurður Arason tæknifræðingur: Eg
hef eiginlega ekkert álit á því og er
ekki tilbúinn til aö meta það.
Frida Björnsdóttir húsmóðir: Að sjálf-
sögðu. Þetta er mikið álag fyrir for-
eldra og böm meðan ástandið ei
óbreytt.
Innf lytjendur Kínatesins:
Samsetningin algjört
framleiðsluleyndarmál
Gamli Ford, guðhræddur og vis.
Vafasamur
afsláttur
Maður hringdi:
Ég hef heyrt aö bílatryggingafélög
ætli að verðlauna viðskiptavini sína
meö því að hækka afslátt til manna
fyrir að aka áfallalaust. Ég tel hér
vera um mjög óæskilega þróun aö ræða
því að hún ýtir undir það aö menn segi
ekki til sín þegar þeir aka á kyrrstæöa
bíla, heldur aki af vettvangi.
Friðrik Björnsson hjá Póstvali:
Vegna fyrir spurnar frá „grasa-
konu” í DV þann 11. þ.m. viljum við
upplýsa eftirfarandi.
Þaö fer eflaust ekki framhjá nein-
um að hér er átt við hiö margum-
rædda kínverska te TI HU sem selt
er í gegnum póstverslunina Póstval,
Pósthólf 9133,129 Rvk.
Því miður getum við ekki gefið upp
samsetningu á teinu þar sem það er
algjört framleiösluleyndarmál. Hins
vegar bendum við þeim, sem efast
um ágæti eöa hollustu tesins, að hafa
samband við LyfjaeftirUtiö eða Holl-
ustuvernd en þar hafa menn fengið
allar upplýsingar varðandi innihald
tesins og lagt blessun sína yfir það.
Þaö er rétt að innflutningur var
stöðvaður meðan teið var til athugun-
ar hjá viðkomandi aðilum og hefur
nú verið heimilaður á ný.
Ef það er ennþá einhver sem efast
um ágæti tesins þá hvetjum við þann
sama aö panta pakka af TI HU
strax í dag og kynnast kostum þess
af eigin raun.
Athugasemd frá Hollustuvernd ríkis-
ins vegna skrifa fuUtrúa Póstvals um
kínverskt te.
Jón Gíslason deUdarráðunautur
skrifar:
Vegna fuUyrðingar um að HoU-
ustuvernd ríkisins og Lyfjaeftirlit
ríkisins hafi lagt blessun sína yfir TI
HU te, bæði hvað varðar „ágæti” og
„hoUustu”, vill stofnunin koma eftir-
farandi athugasemdum á framfæri.
HoUustuvernd eða Lyfjaeftirlitið
hafa ekki metiö hoUustu vörunnar aö
öðru leyti en því, að neysla ætti ekki
að vera skaðleg heUbrigði manna.
Ekki er gott að segja hvað átt er
viö með „ágæti” tesins, en að gefnu
tilefni er rétt að benda á nokkur at-
riði varðandi þetta mál. Þær upp-
lýsingar sem fyrir liggja í máiinu
benda til þess að hér sé um venjulegt
kínverskt te að ræða, en ekki
„megrunar-” eöa „grenningarte”
eins og fram kemur í auglýsingum á
„Megrunarteið” bragðvont
Ein trúgjörn kona hringdi:
Eg er ein af þeim sem keypti kín-
verska teið sem var auglýst um dag-
inn. Þaö hefur svo komið í ljós að
megrunargUdi þessa suUs er ærið
vafasamt auk þess sem það er svo
bragðvont aö það er næstum óhæft til
drykkjar. Mér er spum hvort maður
eigi ekki rétt á endurgreiöslu vegna
villandi auglýsingar.
Guðsteinn Ó. Guðmundsson, Neyt-
endasamtökunum:
Við höfum ekki látið fara fram
rannsókn á umræddri vöru en okkur
finnst í hæsta máta óviðeigandi aö
auglýsa vöru með einhverjum eigin-
leUcum og skýla sér svo bak við
framleiðsluleyndarmál. Það er
mjög óeðUlegt að fólk láti ofan í sig
einhver efni sem þaö hefur ekki hug-
mynd um hvereru.
Ef vara er auglýst hafa einhverja
eiginleUca sem hún síðan hefur ekki
er eðUlegt aö kaupandi skili vörunni
og fá hana endurgreidda.
Vegna þessa máls er fyllsta ástæða
til að minna á siðareglur Alþjóða
verslunarráðsins en þar er grein sem
fjaUar um póstverslanir. Þar segir
að fyrir utan að gefa ljósa og ná-
kvæma lýsingu á vöru eigi sá sem
auglýsir vörur hjá póstverslun að
gefa upp fullt nafn og heimUisfang
þannig aö ef kaupandi hafi ein-
hverjar kvartanir fram að færa geti
hann snúið sér beint til seljandans.
Þetta eru ekki lög en menn fara eftir
þessum siðareglum Alþjóöa versl-
unarráðsins aUs staðar í hinum sið-
aöa heimi.
Kinversk yngismær tinir telauf í grennd við Yangtze.
Siðgæðið í Draugasögu:
ÞAB LÆRA
BðRNIN...
Lesandi hringdi:
Síðastliöinn sunnudag var frumsýnd
íslensk sjónvarpsmynd. Það var ekk-
ert auglýst um aö þessi mynd væri
bönnuö börnum en samt voru framin í
henni tvö morö og auk þess sáust
þarna samfarir. Það er ekkert furðu-
legt þó að siðgæöi þjóöarinnar sé á nii
urleið meðan við mötum börnin okka
á þessum veruleika. Það er brýnt a
stemma stigu við þessari óheUlaþróu
því að það læra börnin sem fyrir þeii
er haft.
Verkföll slíta sundur friöinn
Lesandihringdi:
Dótturdóttir mín átti aö veröa
stúdent núna í vor en vegna kennara-
verkfallsins er fyrirsjáanlegt aö af
því getur ekki oröið. Eg er ákaflega
ósáttur við þessar aðgerðir kennara.
Þeir ganga í berhögg við lögin sem
segja aö þeim hafi verið skylt aö
mæta til vinnu fram í júní. Þeir bera
ábyrgð á því að nemendur flosna upp
og verða reköld. Verkföllin eru að
mala þjóðfélagiö niöur. Sjómenn á
Isafirði, sem eru hæstlaunuðú sjó-
menn á landinu, kref jast hærri launa
og nú síðast voru það teiknarar hjá
sjónvarpinu sem voru að hóta að
leggja niður vinnu. Eg minni menn á
það að ef viö höldum ekki lögin þá
slítum við sundur friðinn.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
umbúðum og í auglýsingum, og ætti
því ekki aö vera um nein stór fram-
leiðsluleyndarmál að ræða varðandi
samsetningu vörunnar. Innflutning-
ur var því heimilaður á ný, en varð-
andi sölu og dreifingu voru ákveöin
skilyrði sett af hálfu stofnunarinnar
að viöhöfðu samráði við Verðlags-
stofnun. Meðal annars var þess kraf-
ist að engar upplýsingar kæmu fram
í auglýsingum, á umbúöum, í leið-
beiningum eöa á annan hátt, sem
gætu veriö villandi varðandi upp-
runa, tegund, samsetningu, eðli eða
áhrif vörunnar. Af þessu ætti að vera
ljóst að fulltrúi Póstvals getur ekki
átt við „megrandi” eða „grennandi”
áhrif þegar talað er um „ágæti” vör-
unnar, því hvorki Hollustuvernd né
Lyfjaeftirlitið hafa lagt blessun sína
yfir slíkar fullyrðingar.
Hringið
kl. 13-15 eða
SKRIFIÐ