Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 22. MARS1985.
13
Menning Menning Menning Menning
Leikhópur MK sýnir:
Hlaupvídd 6
— eftir Sigurð Pálsson
A morgun, laugardaginn 23. mars,
frumsýnir leikhópur Menntaskólans í
Kópavogi leikritiö Hlaupvídd 6 eftir
Sigurö Pálsson. Leikstjóri er Þórhildur
Þorleifsdóttir en alls taka um 20
manns þátt í sýningunni.
Hlaupvídd 6 gerist á stríðsárunum
og fjallar um það hvernig íslenska
þjóðin lenti í ástandinu, eins og þaö var
kallað. Verkiö hefst á síldarplani fyrir
norðan, stuttu áöur en breski herinn
kemur hingað til lands. Áhorfendur
fylgjast með nokkrum stúlkum sem
eru þar við söltun og síðan því hvemig
hersetan og stríöið hafa áhrif á líf
þeirra og annarra persóna sem koma
fram í verkinu. Reynt er að endur-
spegla þau áhrif sem þetta tímabil
hafði á þjóðina í heild sinni.
Þó þetta sé að vissu leyti örlagasaga
er léttur undirtónn í leikritinu. Inn í at-
burðarásina er skotið atriðum þar
sem þeir Hitler og Churchill láta móð-
an mása. Þórhildur leikstjóri sagði að
eftir að hún leikstýrði Sveik í Þjóöleik-
húsinu i fyrra heföi einhver gagnrýn-
andi sagt að hún hefði einstaka
tilhneigingu til að gera hættulega
menn hlægilega. Nú er hún að sjálf-
sögðu ekki ábyrg fýrir texta verksins
en hvað sem því líöur er ágætasta
skemmtun að fylgjast með tilburðum
leikarans sem túlkar hinn litt hlédræga
Adolf Hitler í Hlaupvídd 6.
„Þetta er búið að vera mjög
skemmtilegt,” sagði Þórhildur, „þó
svo að við höfum ekki siglt í lygnum sjó
allan tímann. Það er alltaf töluvert
átak að gera krökkunum grein fyrir
alvörunni sem liggur aö baki ef maður
ætlar aö láta áhorfendur borga fýrir að
sjá sigásviði.”
Verkið er sett upp í Hjáleigunni, en
s vo kallast lítill salur í k jallara Félags-
heimilis Kópavogs. Salurinn tekur um
60 manns í sæti og er sérstakur fyrir
það að sviðið er nokkum veginn jafn-
stórt og áhorfendasvæðið. Áhorfendur
sitja mjög nálægt leikurunum og ættu
að verða í mjög góðum tengslum við
það sem er að gerast á sviðinu.
,3alurinn hefur auðvitaö bæði kosti og
galla og þaö er sjálfsagt aö reyna að
nýta sér kostina,” sagði Þórhildur að
lokum.
Þegar blaðamaður leit inn á æfingu
Örn Alexandersson i hlutverki einvaldsins.
DV-mynd GVA.
um miðja viku var augljóslega komin
taugaspenna í leikarana fyrir frum-
sýninguna. A miðju gólfi stóðu síldar-
tunnur, skjaldarmerkiö var í bak-
grunni og krakkamir voru í óða önn að
ganga frá sviðinu. Þau sögöu að
æfingar hefðu staðið frá því í byrjun
febrúar, þetta væri mikil vinna en að
sjálfsögöu vel þess virði. Áhugi skóla-
yfirvalda væri að vísu lítill, en
nemendur skólans biðu í ofvæni eftir
að fá að sjá leikritið. Atriði úr því var
sýnt á árshátiö skólans þannig að fólk
fékk nasaþefinn af því sem koma skal.
Tónlistina við verkið samdi einn
nemenda, Ari Einarsson.
„Þjóðverjar hafa ráðist inn i
Pólland." Skuggi heims-
styrjaldarinnar færist yfir sildar-
planið fyrir norðan.
DV-mynd GVA.
f/ ER
'AHÆTTUSAMARyv
AÐ EIGNAST
BÖRN UMOG
\ EFTIR
FERTUGT? /J
FERÐ
INNI
ELLIÁRIN L
VIKAN^
Á EYJU \
RÓBINSONS
0 KRÚSÖ Á
I KONUR
' HINRIKS
ÁTTUNDAI
HEIMSREISU
" ER
HÆTTULEGT
AÐHAFA
YFIRSKEGG?
r soliisTN
/ GETUR
SKINIÐ Á
NÖTTUNNI
Y KYNLIF TIL >
HEILSUBÖTAR \
EÐA HEILSUBÖT
v AF KYNLÍFI? í
ER HÆGT AÐ
STJÖRNA
SNJÓKOMU?
sýnipg um helgína
--- \ I Al ITADHAr A V/
LAUGARDAG A
10-14 rT wm
SUNNUDAG hJ5siöttin9a LTJ
14-17 Háteigsvegi 3 Sími 27344
í’Jddhús med 12 mánaða
BWHl