Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Side 6
50 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
Ný og spennandi skákþraut:
HVER ER
HEIMS-
MEISTARI?
Karpov og Kasparov.
riuc
4^0B-KACnN
M0GKBA84
GENS UNA SUMUS
Árið 1872 settust þeir Wilhelm Stein-
itz og Johannes Zukertort niður við
skákborðið og hófu að tefla einvígi um
heimsmeistaratitilinn í skák. Þetta
var í fyrsta sinn sem formlega var
keppt um heimsmeistaratitil enda þótt
menn eins og Philidor, Adolf Anderssm
og Paul Morphy hafi óumdeilanlega
verið heimsmeistarar á sínum tíma.
Steinitz sigraöi örugglega og var hann
því fyrsti opinberi heimsmeistarinn.
Allar götur síðan hefur reglulega verið
keppt um heimsmeistaratitilinn og
hver hefur tekið viö af öðrum: Lasker
sigraöi Steinitz, síðan kom José Capa-
blanca, þá Alekhine og síöan Euwe,
þar næst fimm Sovétmenn: þeir Bót-
vinnik, Smyslov, Tal, Petrósjan og
Spassky, og eftir daga Fischers kom
Anatólí Karpov. En hver er núna
heimsmeistari? I fyrsta sinn í sögu
skáklistarinnar hefur þaö gerst aö
heimsmeistaraeinvígi var stöðvað áö-
ur en niðurstaða fékkst og enginn virð-
ist vita nákvæmlega hvers vegna eða
hvemig þessi ákvörðun var tekin.
Heimsmeistaraeinvígin í skák eru far-
in að líkjast farsa, eða öllu heldur
harmskopleik, og í aðalhlutverkunum
nú eru heimsmeistarinn Karpov,
áskorandinn Kasparov og svo sjálfur
senuþjófurinn Florencio Campoman-
es, f orseti Alþjóðaskáksambandsins.
Lengd einvigisins fyrirsjáan-
leg
Einvígi þeirra Karpovs og Kaspar-
ovs í Moskvu var um margt merkilegt.
Það hófst í Súlnasal Verkalýðshallar-
innar hinn 10. september í haust og sig-
urvegari skyldi vera sá sem fyrstur
ynni sex skákir. Jafntefli voru ekki tal-
in með. Þessar reglur hafa verið í gildi
síöan 1978 þegar Karpov varði titil sinn
í fyrra sinn gegn Victor Korshnoi. Þá
stóð einvígið í rúma þrjá mánuði og
þótti flestum nóg um. 1981 var Korch-
noi hins vegar ekki nema skugginn af
sjálfum sér og Karpov var fljótur að
ljúka einvíginu af. Nú bjuggust flestir
við því að einvígið yrði langt og strangt
en fáir myndu hafa ímyndað sér það
maraþoneinvígi sem raun varð á — og
virtist raunar langt í frá lokið þegar
Campomanes skarst í leikinn.
Eftir á aö hyggja átti þetta ekki aö
koma neinum á óvart. Þeir Karpov og
Kasparov bera höfuð og heröar yfir
alla aðra skákmenn heims, báöir eru
afar öruggir viö skákborðið og þaö
telst til tíðinda tapi þeir skák. Fyrir
heimsmeistaraeinvígiö hafði Kaspar-
ov til að mynda teflt einvígi gegn
Beljavskí, Korchnoi, Smyslov og
Timman, alls tæplega 50 skákir og
hann tapaöi tveimur. Þess vegna mátti
álykta að það væri hægara sagt en gert
að vinna hann sex sinnum á skömmum
tíma. En upphaf einvígisins gaf annaö
til kynna. Eftir níu skákir hafði Karp-
ov unnið fjórar en engri tapað og Kasp-
arov horfðist í augu við versta burst
skáksögunnar síðan Lasker tapaði fyr-
ir Capablanca 1921. Þá vann Kúbu-
maðurinn fjórar skákir, samdi tíu
sinnum um jafntefli og tapaði alls ekki.
Kasparov á kvennafari?
Margt hefur veriö skrafað og skrifað
um þessa hræðilegu byrjun Kaspar-
ovs. Sjálfur á hann eftir að kveöa upp
sinn dóm en meginástæðumar virðast
vera tvær. Annars vegar verður ekki
betur séö en aö Kasparov, vafalaust
ölvaður af sigurgöngu sinni undanfar-
in ár, hafi drýgt þá höfuðsynd að van-
meta heimsmeistarann. Hann tefldi oft
af léttúð og fífldirfsku í upphafi einvíg-
isins. Hins vegar verður því vart neit-
aö að keppendur sátu ekki við sama
borð nema rétt meðan þeir húktu yfir
taflmönnum í Súlnasalnum. Karpov er
óskabarn sovéska kerfisins; Rússi í
húð og hár og hefur lengi verið virkur í
alltumlykjandi kommúnistaflokknum.
Raunar mun Kasparov líka vera í
flokknum en hann er öllu ófélegra and-
lit fyrir sovéska skákhreyfingu; piltur-
inn er af armensku og júðsku foreldri
og ber þess merki bæði í útliti og öðm
skapferli; hann er opinskár, töluvert
uppreisnargjam og fer litið í felur með
hrifningu sína á ýmsu því sem góðir
kommúnistar ættu að telja vestrænan
dekadens.
Af þessum sökum vildu sovésk skák-
yfirvöld helst halda Karpov á stóli
heimsmeistara, að minnsta kosti enn
1 um sinn, og því gerðu þau áskorandan-
um úr Kákasusfjöllum að ýmsu leyti
erfitt fyrir. Frægt er orðið fjölmennt
lið heimsfrægra stórmeistara sem
Karpov hafði sér til aðstoðar og má
heita ómetanlegt í einvígjum sem
þessu (þó Lombardy hafi að vísu mátt
sætta sig við sendlastörf fyrir Bobby
Fischer). Þá em ótaldir aðrir hjálpar-
kokkar sem Karpov haföi á hvurjum
fingri; á móti kom að Kasparov hafði
móður sína sér við hliö, hana Klöru
Skegínu, og er ekki vafi á að hún hefur
baðaö hann vel fyrir einvígið. (Hér má
skjóta því að aö þeir eru til sem halda
því fram að skýringin á óförum Kasp-
arovs í september hafi verið sú að
hann hafi verið önnum kafinn við aö
sjarmera leikkonu eina í Moskvu, und-
urfallega.)
örvænting
íherbúðum Karpovs
En alténd fór sem fór. 4—0 eftir níu
skákir og það virtist aðeins formsatriði
að ljúka einvíginu. Menn sögðu að
Karpov legöi nú allt kapp á að vinna
6—0; þaðeraðsegjaaögreiðaKaspar-
ov slíkt sálfræðilegt rothögg að hann
ætti sér aldrei framar viðreisnar von
gegn heimsmeistaranum. En þessir
sömu menn höfðu vanmetiö Kasparov.
Hann er fæddur 13. apríl og gefst aldrei
upp. Eftir ótrúlega langa og leiðinlega
runu jafritefla virtist Kasparov svolítið
að sækja í sig veðrið en þá dundi enn
eitt áfallið yfir. 24. nóvember tapaöi
hann fimmtu skákinni og Karpov
hringdi til Þessalónikíu, þar sem ólym-
píuskákmótiö stóð sem hæst, og spuröi
hvernig veðrið væri. Bjóst við að ljúka
þessu á morgun eða hinn.
Þá kom loksins aö því að Kasparov
sýndi sitt rétta andlit. Eftir nokkur
jafntefli til viöbótar tókst honum að
vinna fyrstu skákina og í jafnteflis-
syrpunni sem kom á eftir hafði hann
greinilega frumkvæðið. Þegar einvígiö
hafði staðiö í fimm mánuöi lék Kaspar-
ov á als oddi en Karpov var á hinn bóg-
inn greinilega farinn að láta á s já. Hon-
um virtist gersamlega um megn að
vinna þessa einu skák sem þurfti til að
tryggja sér heimsmeistaratitilinn enn
umsinn.
Kasparov vaiin 47 (!) skákina og þeg-
ar hann vann þá 48. líka fór kliður um
skákheiminn. Var þetta þá alls ekki
vonlaust fyrir strákinn? I herbúöum
Karpovs varð vart örvæntingar. Oft
var þörf en nú var nauösyn: deus ex
machina!
Keene viðstaddur
kvaðninguna tilMoskvu
Raymond Keene heitir maður, ensk-
ur stórmeistari og virkur í starfi Al-
þjóöaskáksambandsins. Hann ritaði
fyrir skömmu grein um þetta mál í
tímaritið Spectator og segir þar:
„Meðan 48. skákin stóð yfir var ég í
Dubai með Campomanes og tveimur
öðrum forystumönnum FIDE, Don
Schultz (Bandaríkjunum) og George
Makropoulos (Grikklandi). Verkefni
okkar var að auövelda sveit tsraels að
taka þátt í ólympíuskákmótinu 1896
sem ákveðið haföi veriö að halda í
Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Að morgni laugardagsins 9. febrúar
fékk Campomanes áríðandi hringingu
frá herbúðum Karpovs í Moskvu. Hon-
um voru fluttar þær óvæntu fréttir að
eftir að hafa tapaö tveimur skákum í
röð gæti Karpov ekki haldiö áfram og
Campomanes ætti að koma tii Moskvu
og frelsa hann. Nokkrar neyðaráætlan-
ir voru samdar af Campomanes og
ræddar í hópnum okkar í Dubai:
1) Að stöðva ætti einvígið umsvifa-
laust, Karpov skyldi halda titli sínum
en Kasparov fengi rétt til að tefla ann-
aö einvígi síðar áárinu.
(2) Að stööva einvígið eftir 60. skák-
ina og sá sem þá hefði forystuna hlyti
titilinn en væru keppendur jafnir
skyldi Karpov halda tign sinni og þeir
tef la annað einvígi síðar.
(3) Að fresta einvíginu um einn eða
tvo mánuði til þess aö Karpov gæti.
endurheimt styrk sinn.
Allar þessar áætlanir Campomanes-
ar virtust óhóflega hliðhollar Karpov
sem um þær mundir var sagður vera
kominn að taugaáfalli. Sjálfur taldi ég
aö einvígið ætti að halda áfram eins og
ekkert hefði í skorist. En væri raunin