Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Síða 8
52 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. OFURTOLVUR Of urtölvur eru aö töluverðu leyti frá- brugðnar venjulegum tölvum. Það er ekki einungis að örtölvur í venjulegum tölvum eru ekki sömu kubbar og í ofur- tölvum heldur er „arkitektúr” ofur- tölvanna gjörólíkur þeim sem smærri eru. Til að ná fram nægjanlegum vinnsluhraða er nú tekið upp á því að samsiöatengja kubbana og hluta niöur vandamál þau sem tölvan meöhöndlar til þess að ná fram nægjanlegum hraöa. Til að teljast í hóp ofurtölva þarf tölvan aö geta annað allavega 20 milljón aögeröum á sekúndu. Ofurtölvur þær sem til eru nú í dag geta oft á tíðum annað meira en 150 millj. aögerðum á sekúndu. Það liggur því í augum uppi að til þess að nýta tölvuna þarf að láta hana fá flókin vandamál og hluta þau þannig niður aö vinnsla hinnar einstöku ofurtölvu nýt- ist sem best. Seymour Cray er líklega einna þekktastur meðal ofurtölvuframleið- enda, ekki af því að hann sé endilega með þá öflugustu heldur vegna þeirra nýstárlegu aðferða sem hann tekur upp á til þess aö auka vinnsluhraða tölva sinna. Cray 2 Cray 2 er liklega best þekkt af sköp- unarverkum hans enda ansi frábrugð- in því sem menn áttu þá von á. Hún var einnig meiriháttar framför á sínum tíma, það er aö segja á sviði smækkun- ar. Miðverk (Central Processor) henn- ar var einungis 66 cm á hæð, en 96 cm á lengd. Þar af leiöandi var lengsta leiöslan ekki lengri en 40 cm en með til- komu ljósþráða má vænta að lengd leiðslanna skipti minna máli en áður. Aðalvandamálið við hönnun Cray 2 var það aö þó nokkur hiti myndaðist við rafstreymi um þétt pakkaðar straum- rásimar. Lausnin á þessu vandamáli í gerð Cray 1 hafði verið að láta freon- gas streyma um kælirásir tölvunnar. Þetta dugði ekki í gerö Cray 2. Lausnin reyndist sú að sökkva Cray 2 niður í glerbúr fyllt af flúor-kolefnasambönd- um. Með nákvæmari stýringu á hita- stigi má þá láta vélina framkvæma meira en einn milljarð aögeröa á sek- úndu. Að eigin sögn notar Cray ekki nýja kubba heldur reiðir sig á eldri og áreiö- anlegri kubba og reynir frekar að finna nýjar og betri leiðir til þess að pakka þeim saman og nýta virkni þeirra bet- ur. Von Neumann flöskuhálsinn Einn af samlöndum Crays, Banda- ríkjamaðurinn David Elliot Shaw, er lektor í tölvufræðum og hefur smíöað ofurtölvu sem samanstendur af fjölda örtölvukubba, öllum samsíðatengdum. Á þann hátt útilokar hann svokallaðan „Von Neumann flöskuháls” en hann stafar af því að einungis ein rás er á milli miðverks og minnis. Gallinn er sá að til þess að þessi hönnun komi aö notum þarf að sam- hæfa vinnslu allra kubbanna eða byrja á því aö hluta vandamáliö niöur svo að hver eining skili réttum boðum frá sér á réttum tíma. Reyndar er Cray 2 með fjögur miðverk og nýtir sér því þessa tækni en ef nota skal allt aö 250 þúsund kubba liggur í augum uppi að vanda- málið er af allt annarri stærðargráðu. Hugmynd Shaw er að tengja kubb- ana með svonefndri tvenndartrésteng- ingu. I henni er einn kubbur tengdur tveim þeim næstu og þeir tveir hvor um sig tengdir tveim. Með 19 slíkum þrepum má tengja saman eina milljón kubba, enda er þaö hugmyndin. Shaw vonast eftir að verða búinn að tengja saman 250 þúsund kubba árið 1987 og þá verði ofurtölvan orðin nothæf og all- ir milljón kubbamir tengdir árið 1990. En slík hönnun hefur sín takmörk, til dæmis hentar gervigreind slíkri tölvu verr en til dæmis talnavinnsla. Aöal- vandamálið er þó það að ef einungis einn kubbur bilar þá getur hann stöðv- að alla tölvuna ef hann er á réttum staö. Tölvan þarf því að geta skamm- hleypt fram hjá bilaöa kubbnum svo hann teppi ekki þá sem fyrir neðan hann eru. Annað vandamál er það að væntanlega þarf að láta venjulega mainfram-tölvu hagræða vandamál- inu til þess aö ofurtölvan komi að full- um notum. Séu vandamálin ekki aðlög- uð tölvunni þá nýtist hún ekki til fulls nema í örfáum tilvikum. Þar sem ofurtölvur eru geysiíega dýrar og ekki við því að búast að framþróun tölvu- tækni og kerfisgerðar hægi á sér á næstu árum þá þarf tölvan að geta borgaö sig upp á skömmum tíma. Enn sem komiö er hefur aukinn vinnslu- kraftur ofurtölva leitt til þess að tekin hafa verið til meöhöndlunar sífellt flóknari vandamál. Þessi þróun hefur sín takmörk því að því kemur að ekki verður fjárhagslega hagkvæmt aö kaupa tölvu sem leysir vandamál X á einni klst. þegar boðiö er upp á aöra sem leysir vandamálið X á einum degi. Þrátt fyrir þessa vissu þá er talið víst að ekkert lát verði á eftirspurn eftir ofurtölvum sem geta meira en þær sem nú eru til. Það hefur verið áætlað að með sama þróunarhraða og undan- farin ár megi vænta að i kringum 2000 verði orðin lítil eftirspum eftir nýjum ofurtölvum, nema á einu sviði. Þetta svið er gervigreind. Gervigreind Án efa þá muna þeir sem sáu mynd- ina „Space Odyssei 2001” eftir ofur- tölvunni Hal 5000 sem ræddi við geim- farana og hugsaði sjálfstætt og tókst að veröa sér úti um sálfræðilegt vanda- mál. Um hvort slík smiði, sem kallar á sjálfforritandi tölvu, verður nokkurn tíma framkvæmd er hart deilt. Um það eru menn þó sammála að slík tölva mun ekki byggja á sömu vinnureglum og eru í uppbyggingu taugafruma og taugabúnta heldur mun slík tölva herma eftir meðhöndlun og geymslu mannshugarins á upplýsingum. Taliö er að mannshugurinn nýti sér einskon- ar „holograp” mynd til varðveitingar og meðhöndlunar hugmynda (upplýs- inga). Þaö verður því á hermiformi slíkrar myndar sem „vitibomar” ofur- tölvur framtíðarinnar veröa byggöar. Kvikmyndir Kvikmyndaframleiðendur hafa ýtt mjög undir þróun ofurtölva því þeir hafa skapaö nýjan markað með fjár- sterkum kaupendum. Þaö þarf ekki stóra tölvu til þess að teikna upp eina mynd í litum. En ef myndin á að vera meö það góða upplausn að ekki sjáist að hún sé teiknuö þegar henni er varp- að á breiötjald þá dugir venjuleg tölva ekki lengur. Hún gæti teiknað myndina en það gæti tekið hana mánuöi. Slíkan biðtíma geta kvikmyndaverin ekki sætt sig við og þegar í viöbót kemur að sýndar eru circa 36 slíkar myndir á sekúndu til þess aö ná fram eðlilegum, jöfnum hreyfingum þá er einungis hægt að nota mjög stórar tölvur. Ef tölvu-kvikmyndin á aö vara lengur en fáeinar mínútur þá er ekki hægt að nota aðrar tölvur en ofurtölvur. Þróun hinna ýmsu aöferöa til að ná eðlilegri áferð á stærri samleita fleti hefur gert kleift aö nota minni tölvur ef einungis fáeinir fletir myndarinnar breytast frá einni mynd til annarrar. Ef myndin er af landslagi þá verður að gera ráð fyrir heiðskírum himni eöa algeru logni en slíkt er svo sjaldgæft að fáar kvik- myndir komast upp meö slíkt. Myndin af kjarnsýruhelixinum er gott dæmi um myndræna hæfileika ofurtölvanna en mynd 2 a, b, c, sýnir uppbyggingu þrýstings þegar byssukúla skellur á efni. Myndirnar eru miðaðar við að 50 milljónustu úr sekúndu líði á milli. Einu upplýsingarnar sem ofurtölvan þurfti voru stærð kúlunnar, hraði hennar og efnið sem hún skellur á. Slíkar myndir auðvelda mjög hönnun nýrra hluta þvi að meö þeim má finna t.d. bestu lögun hlustar, bestu efna- samsetningu o.s.frv., áður en hluturinn er smíöaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.