Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Qupperneq 10
54 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. ____SÉRA STEFÁN SNÆVARR „Framsóknar- kommún- istinn" varð prófastur á Dalvík Séra Stefán Snævarr lét af störfum sem prófastur á Dalvík í fyrrahaust eftir að hafa þjónað þar og í Svarfaöardal i 44 ár. Hann fæddist á Húsavík 22. mars 1914 í húsi sem enn- þá stendur þar og heitir Harðangur. Þar var faðú- hans skólastjóri, hið alþekkta skáld Valdimar SnævaiT. Móðir séra Stefáns hét Stef- anía Erlendsdóttir, fædd á Hellisfirði í Norð- firði. Valdimar var fæddur á Svalbarðsströnd en Stefanía var hins vegar austfirskrar ættar. Móðurætt Valdimars var meðal annars ur Svarfaöardal, svo séra Stefán telst að nokkru eiga þangað ættir að rekja. Þó séra Stefán væri fæddur á Húsavík var hann aldrei lengi þar. Austfirðimir fóstruðu hann til fullorðinsára. Á Norðfirði „Þegar ég var misserisgamall fluttum við til Norðfjarðar. Eg lagði nú ekki mikinn trúnað á það en mamma sagði mér að þaö hefði greini- lega verið mikið óyndi í mér þegar ég kom þangað fyrst, þó ég væri þetta ungur, aðeins hálfsárs. Þá eins og nú kvörtuðu kennarar um launa- kjör og fjölskylda okkar var vaxandi. Á Norð- firði gat pabbi fengið með skólastjórastarfinu staif símstöðvarstjóra líka. Það var ástæðan fyrir flutningnum austur. Líka það aö í heimil- inu var móðursystir mín sem var hálfgeröur sjúklingur og honum fannst að hann gæti útveg- aö henni vinnu með því að afgreiða á símanum. Símstjórastöðuna hafði faðú- minn til 1921 en þá komu lög um að ekki mætti hafa nema eitt emb- ætti. Ingi Tómas Lárusson tónskáld tók þá við. Þeir voru miklir vinir pabbi og hann, Ingi var lengi kirkjuorganisti þarna og pabbi var alltaf mikill kú-kjunnarmaður.” Börn Valdimars og Stefaníu urðu 6 talsins, 4 faxldust á Húsavík og 2 á Norðfirði. Elstur var Gunnsteinn sem dó ungur. Séra Stefán segir að í sambandi við lát hans hafi orðið til sálmur föður súis „Þú Kristur ástvúi alls sem lifir”. Gunn- steinn dó árið 1919 á 13. ári. Næstur var Árni Þorvaldur verkfræðúigur og ráðuneytisstjóri. Hann dó 1979. Þar næst I,aufey Guðrún, séra Stefán, Gísli Sigurður sem dó lika á 13. ári og y ngstur var Armann hæstaréttardómari. Velsæld á þriðja áratugnum „Við áttum ákaflega gott heimili. Þaö var stundum þröngt í búi en aldrei svo að við værum svöng. Þó þekktum við vel að langa í meira en það var ekki til. Mjólk var aldrei keypt nema handa yngsta barni. Ef okkur krökkunum áskotnuðust aurar, þá var ekki keypt sælgæti heldur mjólk og hún var dýr á þessum árum. Sveitúi var lítil og bændumir höfðu ekki kýr nema fyrir heúnilið. En þegar nóg mjólk var í heimilinu sendu þeú- mjólk út á Nes eins og það var kallað. Þessi mjólk var iðulega send í þriggja pela flöskum í sokkbolum. Seinni árin keypti mamma s vo mjólk inni j Ormsstaðastekk sem kallaður var og þá sóttum við krakkarnir hana. Foreldramú- voru okkur ákaflega góðú- og af agavandamálum höföu þeir ekkert að segja. Þó er ég ekki aö seg ja að viö höf um alltaf setið prúð og stillt. Við vomm við alls konar leiki, slag- bolta, útilegumannaleik, í yfir og á vetuma vom sleöaferðir og skíði.” A árum fyrri heimsstyrjaldar sagði séra Stef- án að á Norðfirði hefðu búiö 300—400 manns. Mikill uppgangur veröur svo á árunum 1925— 1930. Þá berst mikill afli á land og aukin velsæld fólksins fylgdi. „Hvað munar heilan mótorbát um það.. .” var örðtæki sem séra Stefán sagði að þá hefði orðið til. Þaö var sagt ef fólk lagði út í alls konar vitleysu og tengdist verslun eftir verðlistum. „Það var mikið pantað eftú- prískúröntum sem kailaöir vom eöa verðlistum. Þeir vom frá Dalsvarehus í Kaupmannahöfn og Samaritan í París. Geta má nú nærri hvað menn hafa skilið málið á þeim, að múinsta kosti frönskuna þó hún væri töluð mikið þarna. Ástæðan fyrir því að þessir listar vom svona mikið notaðú- var súað þetta var miklu ódýrara. Maður sendi bara pöntunina og leysti síðan út á pósthúsinu. Þetta voru alls konar vörur en mig gmnar aö menn hafi stundum veriö dálítið hissa þegar þeir sáu hvað kom upp úr kassanum. Þeú- áttuðu sig ekki alveg á heitinu á vörunum. En samt komu margir ágætir hlutir þama. Tollur var sáralítill af þessu og heldur ekkert sem hét umsókn um gjaldeyrisleyfi. Varan kom beint á pósthúsið enda þá miklu meúa siglt á Austurlandið. Oft á tíðum var til dæmis fljót- legra ef átti að senda bréf til Reykjavíkur að senda þaö um Bergen eða Hull.” Kreppan og verkalýðsbaráttan „Upp úr 1930 skellur kreppan á og þá urðu um- skiptin ansi mikil og ill. A árunum áður hafði verið leyft að kaupa fisk af Norðmönnum og Færeyingum og verka hann heima. Þá var alltaf nóg vúrna handa öllum aldursflokkum. Krakkamir byrjuðu 8 til 9 ára gamlir að breiöa fisk eða í línu og gamlir menn og gamlar konur unnu viö að breiða fisk og taka saman. Svo var um 1930 lagt bann við aökaupa f isk af útlending- um og umskipti urðu geysilega mikil. Atvúinu- leysið kom þá og gerði okkur bræðrunum mjög erfitt fyrir meö skólanám. Eg óska engum manni að lenda í atvinnuleysi, það fór mjög illa með fólk. Við vorum vanalega komnir út um klukkan 6 aö morgni. Þá var ráfað um göturnar í búðir til að vita hvort væri ekki einhver sem þyrfti á svona hálftúna vinnu að halda. Maður tók hvað litiðsemfékkst.” Hjónin Jóna Gunnlaugsdóttir og StefAn Snævarr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.