Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Qupperneq 20
64 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. Fátækrahverfi stórborganna geta engan veginn skapað ma.insæmandi lifsskiiyrði fyrir þá sem þarbúa. ■ •• Eftir flóð frétta frá þurrkasvæðun- um í Eþíópíu höfum við Vesturlanda- búar enn einu sinni vaknað upp af vær- um blundi. Það eru einhverjir sem svelta úti í heimi. Við festum tölur á gömlu frakkana og sendum þá til Afríku. Svo fara heilu flugfarmarnir með næringarríkt kex. Kannski fáum við að framlengja líf nokkurra, kannski fær eitthvert bamið að lifa lengur. Að lifa án þess að fá nægan mat, án þess að hafa fasta búsetu, án vinnu, án öruggra tekna, án þess að fá hreint vatn, án fata, heilsugæslu eöa skóla, þetta er daglegt brauö hjá fimmta hverjum jarðarbúa. Tæpur milljarður íbúa jaröarinnar lifir í algerri örbirgð og býr við stöðugt hungur. Þetta ástand er lifshættulegt. Það er ein al- gengasta dánarorsök jarðarbúa. A hverju ári deyja 15 milljónir bama í 3. heiminum úr hungri eöa sjúkdóm- um sem stafa af því, það eru 40.000 á dag. Börnin deyja úr mislingum, inflú- ensu eða öðmm venjulegum smitsjúk- dómum. Þau deyja vegnaþessaðvatn- ið, sem þau drekka, er ekki hreint og vegna þess að þau fá ekki næga fæðu. Onæmiskerfi þeirra er ekki nógu sterkt til að mæta veikindum sem öll böm þurfa að ganga í gegnum. Þau deyja úr fátækt. Þurrkar í Afríku Saharaeyðimörkin teygir sig yfir Afríku noröanverða. Hún liggur á breiðu þurrkabelti sem nær hringinn í kringum jörðina. „Sahara” er ara- biska og þýðir „eyðimerkur”. Þetta er fleirtöluorð. Sahara er ekki ein eyði- mörk heldur margar. Þessar sand- auðnir breiða úr sér og á hverju ári gleypa þær stærri og stærri landsvæði. Egyptaland, Álsír, Líbýa, Spánska Sahara, Marokkó, Mauritania, Malí, Nígería, Chad, Kenýa, Uganda, Súdan, Sómalía, Eþíópía, Efri-Volta og Græn- höfðaeyjar; alls staðar eru þurrkar landlægir. 1968 vom slæmir þurrkar í suður- hluta Sahara, nánar tiltekiö í héraðinu Sahel í Efri-Volta. Milljónir húsdýra féllu og a.m.k. 250 þús. manns létu líf- iö. Þurrkarnir stóðu í 6 ár, eða allt til ársins 1974, en þá rigndiaftur. Á Græn- höfðaeyjum rigndi nú í haust en þá höföu verið þar þurrkar í samfleytt 13 ár. Arið 1980 hófust miklir þurrkar í NA-Afríku og fylgdi þá hungursneyð í kjölfariö. Þurrkarnir vom verstir í suðurhluta Súdan, NA-Uganda, NV- Kenýa, SV-Eþíópíu og Sómalíu. Dag- lega létust hundmð karla, kvenna og bama úr hungri. I ágúst 1980 birti tímaritiö Afríka greinar um ástandið á þurrkasvæðunum og þar segir m.a.: „Stríðið í Ogaden, skæmr í suðurhluta Eþíópíu og norðurhluta Uganda, ásamt náttúruhörmungum, mynda saman þær hræðilegustu aðstæður sem íbúar NA-Afríku hafa nokkru sinni staðið frammi fyrir. A hverjum degi bætast nýir flóttamenn í hópinn. Hjá þessu fólki hefur hið eðlilega lífs- munstur raskast, trúlega fyrir lifstíð. Þetta fólk verður að treysta á alheims- samhjálp frekar en sínar eigin ríkis- stjórnir ef það á ekki að deyja hungur- dauða.” Þessi frétt hefði ein getað birst í blaðinu í gær, munurinn er ekki rnikill, ástandið er enn slæmt. Þurrkar í S-Ameríku I NA-hluta Brasilíu eru þurrkar hluti af daglegu lífi fólksins. Síðasta þurrka- tímabil stóö yfir í 5 ár eða frá 1978— 1984. Jörðin þomaði upp þar til hún líktist þurri og spmnginni skorpu, jurt- ir visnuðu, menn og dýr sultu. Ibúar NA-Brasiliu voru 28 milljónir og af þeún létust á þessu tímabili 10 milljón- ir vegna þurrkanna. Þetta voru aðal- lega smábændur og landbúnaðar- verkamenn. Sumir urðu gersamlega örvinglaðir. I smábæjum söfnuðust saman flokkar af örvita og hungruðu fólki sem fór um í hópum, réðst á versl- anir og rændu rís, baunum og hveiti til að fara meö heim til bamanna sem sultu. Einasta vonin var að yfirgefa sveitina og halda til borganna í suðri, til fátækrahverfanna í Sao-Paulo og Ríó de Janeiró. I raun ættu þessir bændur ekki að þurfa aö fara svona langt í matarleit. Meðfram allri norð- austurströnd Brasiliu er ca 100 km breitt svæði þar sem rignir nóg og akrarnir eru ávallt grænir. Við strönd- ina væri leikandi hægt að rækta mat- vörur sem myndu nægja til að fram- fleyta allri þjóðinni. Þess í stað er þar ræktaður sykurreyr og landsvæðið er í eigu ríkra plantekmeigenda og fyrir- tækja. Þegar þurrkar standa yfir í langan tíma raskast hið viðkvæma jafnvægi er fólk, sem lifir á „hungurmörkum”, býr við. Fátæktin þolir ekki sveiflur náttúrunnar, hungursneyð kemur í kjölfarið. Skuldinni er skellt á veður- guðina: Af hverju rignir ekki? Þegar loks rignir grænkar á ný og umheimur- inn gleymir þeirri fátækt sem þar rík- ir, man ekki eftir henni fyrr en næst þegar þurrkurinn kemur og hungrið skellur á eins og holskef la. Borgir Á tuttugustu og fyrstu öldinni munu stærstu borgir heims ekki lengur vera í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu og Japan. Þær veröa í S-Ameríku, Afríku og Asíu. Nöfn þeirra em ekki eins fræg og þær hafa ekki hið glæsilega yfir- bragö og stolt sem einkennir heims- borgirnar í dag. Ariö 2000 mun þriöji hver íbúi jarðarinnar búa í „risa-stór- borg” í 3. heiminum. Flestir munu búa í kofum úr bárujárni og pappa; rusla- haugum eöa meðfram járnbrautar- teinum. I Jakarta í Indónesíu búa nú 7 milljónir manna. Utreiknaður fjöldi árið 2000 er u.þ.b. 16,6 milljónir. I Man- illa á Filippseyjum mun fólkinu fjölga úr 5,5 milljónum í 12,3 milljónir. I Bangkok búa nú 5 milljónir; áriö 2000 má búast við að þessi tala hafi tvöfald- ast. Þessar tölur em ekki spár heldur útreikningur á því sem er að gerast ef sama ástand helst óbreytt. En öll þessi lönd reyna nú hvaö þau geta til aö stemma stigu við fjölgun íbúa borg- anna og til aö hægja á straumnum úr sveit í borg. Útkoman gæti breyst. Indónesar sjálfir stefna að því að ekki verði fleiri en 9,7 milljónir í Jakarta árið 2000 og sömu sögu er að segja um Manilla. Vonir og spár stjómvalda þar eru að íbúafjöldinn verði ekki yfir 10 milljónir. Þrátt fyrir að þéssar vonir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.