Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Qupperneq 21
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 65 Texti: Ástríður Stefánsdóttir í Suður- og Mið-Ameriku er barnadauði algengur. Hann er bara ein af óumflýjanlegum staðreyndum lifsins. I standist munu báöar þessar borgir veröa mjög fjölmennar, næstum eins fjölmennar og London sem var næst- stærsta borg í heimi árið 1950. Árið 2000 er áætlað að Mexíkó City verði fjölmennasta borg í heimi en þar munu þá búa um31 milljón manna. I SA-Asíu, eins og annars staðar í 3. heiminum, er íbúaf jölgun í borgum tví- þætt: annars vegar er það fjölgun þeirra íbúa sem fyrir eru og hins vegar er fjölgunin vegna fólksflótta úr sveit í borg. Til sveita flosna bændur upp frá búum sínum vegna uppskerubrests, náttúruhamfara, skæra og fátæktar. Borgimar lokka, þar eru atvinnu- möguieikarnir, peningarnir og þjón- ustan. A síöustu árum hefur komið fram sú þróun i SA-Asíu að foreldrar eignist færri börn og er Kína e.t.v. Ijós- asta dæmið þar um. Það tekur mörg ár, jafnvel kynslóðir, aö s já árangur af breyttum hugsunarhætti. Þeir for- eldrar, sem koma til með að ala upp sín böm eftir 15 ár, em þegar fæddir og ákvörðun þeirra um fjölskyldustærð kemur ekki til með að sýna árangur fyrr en langt er liðið á 21. öldina. Sú kynslóð ræður litlu um fjöldann árið 2000. Hann er þegar ráðinn. Glæpir 1 risaborgum þriðja heimsins, þar sem meiri hluti íbúanna lifir á mörkum iífs og dauöa, er hlutfall glæpa óeöli- lega hátt. Á Filippseyjum gerast 4/5 hlutar tilkynntra glæpa í miðborg Manilla og morð eru óeðlilega algeng. Þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að hafa he.mil á glæpaöldinni virðist vandamálið sífellt versna.Reynt hefur verið að leysa málið með því að flytja fólk í burtu úr miðborginni en þetta ber litinn árangur, fólkið heldur áfram að hrúgast þar upp. Það er dýrt að f erðast meö almenningsvögnum til miðborg- arinnar, þar sem atvinnan er, og jafn- vel þeir, sem hafa fasta vinnu, hafa ekki efni á því að búa i hinum nýju út- hverfum. I góðæri eins og 1980 voru 45% íbúa í fátækrahverfum Manilla at- vinnulausir og 80% bama á forskóla- aldri voru vannærð. Með aukinni sam- hjálp og félagslegum úrbótum má e.t.v. vænta þess að tíðni glæpa minnki en á tímum fjármálakreppu er litilla úrbóta aö vænta í félagsmálum. Barátta yfirvalda í Manilla gegn glæpaöldunni lofar því ekki góðu — enn hillir ekki undir lausn. Ríó de Janeiró er fræg fyrir hvítar strendur, fallega legu, fögur hverfi og skemmtanir. Þar er líka fleira; áfeng- issýki er landlæg, fjölskyldur leysast upp, 650 þús. böm búa á götunni. Þau hafa enga fasta búsetu, fara gjaman um í flokkum og lifa á þjófnuðum. Hjá þessum bömum eru sultur, hnífabar- dagar og dauði daglegt brauð. I S- Ameríku einni er áætlaö að nú gangi um götumar 40 milljónir heimilis- lausra barna. I þeirra heimi gilda ein- ungis lög f rumskógarins — sá sterkasti lifir. Þau em engan veginn í stakk búin til að mynda eðlileg tilfinningaleg tengsl við nokkurn mann. Þessi börn jeiga líka eftir að eignast böm; hver er framtíð þeirrar kynslóðar? Er þar kannski verið að framleiða vélbyssu- fóður fyrir skæmliðahreyfingar og heri? Að vera fátækur Hér að ofan hefur verið tæpt á ör- fáum atriðum sem tengjast þeirri fá- tækt og þeirri örbirgð sem stór hluti þess fólks, sem býr í löndum Afríku, Asíu og Suður- og Mið-Ameriku býr við. Við erum öll íbúar jarðarinnar, við erum öll ábyrg hvert gagnvart öðru og gagnvart þessari jarökringlu sem við viljum innst inni ekki sprengja í loft upp. Við þurfum nú að horfast í augu við þá staðreynd að ef ekkert verður að gert muni þriöjungur jarðarbúa árið 2000 búa viö algera fátækt. Þetta fólk veröur á botni þess samfélags sem það lifir í, getur aldrei gert áætlanir fram í tímann og verður alltaf úti á ystu nöf. Fátækur maður er utan við samfé- lagið, hefur engin áhrif á gang mála, hann hefur ekkert val. Hann getur aidrei stjórnað eigin lífi. Með fátækt- inni kemur vonleysið, þessi beinharða, svarta vitneskja um að ekkert komi til með að breytast, a.m.k. ekki til hins betra. Heimildir: World Health, WHO, júní 1984. Africa, Africa Journal Ltd. London, ágúst 1980. National Geographic, nóv. 1979. Kontact, Mellem folkeligt samviske nr.3,1984/85. RISABORGIR ÁRIÐ 2000 (Ibúafjöldi i milljónum) Borgir 1950 1975 2000 Mexico City 3JI 11,9 31,0 Sao Paulo 2Æ 10,7 25,8 Tokýo 6,7 17,7 24,2 New York 12,3 19Æ 22,8 Shanghai 54) 11,6 22,7 Beijing 2,2 8,7 19,9 Rio de Janeiro 2,9 8,9 19,0 Arið 2000 býr meirihluti ibúa jarðarinnar i borgum og stórum bæjum. 1980 bjó 41% ibúa jarðarinnar í borg. Við lok aldarinnar verður þessi tala komin upp í 51%. Þessar breytingar verða aðallega f 3. heiminum. Af 10 stœrstu risaborgum heimsins árið 2000 verða 8 í þriðja heiminum. SSTU OÍCi ALICE S^JY RTI 3TOF/ .N STÚDÍÓ erbiekk j 8 Við höfum lagt traust okkar áOSRAM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.