Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Side 25
69 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. freyddi undan kinnungum hraöbát- anna. Hún leit yfir sólbrennda líkamana á ströndinni og að síöustu á götuna fyrir framan húsiö. Þar stóö stór silf urgrá Daimler bifreið. Einkennisklæddi ökumaöurinn, sem komið hafði meö bréfið, stóö við hlið bílsins og bar hönd upp aö húfu sinni meö glæsilegri sveiflu. Pamela veifaöi til hans og flýtti sér niður til að líta nánar á nýjustu glæsilegu gjöfina frá Alec Hubbers sem var forrikur elsk- hugihennar. Árgangskampavín Hún settist í aftursætið og leit upp- numin á innbyggðan barinn og sjón- varpið. En verkefni Hines bílstjóra var ekki lokið. „Það er ein gjöf í viðbót til þín í farangursgeymslunni, frú,” sagði hann.,,Ég ber hana upp í íbúöina yð- ar.” hafa nokkrar áhyggjur af peningum. Það var nokkuð sem þjónustuliöiö notaði þegar það fór út að ná í vistir. Hún var af aðalsættum og því í hinum fræga Cheltenham College þar sem dætur fursta og kónga Evrópu mennt- ast. Það er möguleiki að hún hafi lært eitthvað þar. En hún lærði aö minnsta kosti alls ekki að takast á við grimman veruleika lífsins. Hún giftist þegar á unga aldri og skömmu síöar skildi hún. Hún giftist brátt aftur og sagan endur- tóksig. Húnskildi. En það var kannski einmitt þessi ólíki bakgrunnur sem varð þess vald- andi að ástir tókust með þeim Pamelu og Alec. Hvaö Pamelu snerti breytti þetta lífinu. Hún hafði veriö gift tveimur fá- tækum mönnum og var því ekki í neinum efnum. En nú byrjaði Hubbers aö ausa yfir hana dýrmætum gjöfum. Hann átti lúxusíbúð í Cannes og einnig Ut úr farangursgeymslunni tók hann kassa af árgangskampavíni. Pamela rétti honum lyklana að íbúöinni og sat áfram orðlaus yfir stórkostlegri gjöf- inni. Hún lét höndina renna yfir þykk og mjúk leöursætin og fékk sér drykk á bamum. Lífið hafði farið vel með hana. Hún var sextug og tvígift. Margt hefði get- að bent til þess að hún þyrfti að líta fram á armæðu elli. En nú var hún oröin ástkona auðjöfurs og þurfti engu að kvíða. Elskhugi hennar var Alec Hubbers, 79 ára að aldri. Hann var stórkostlega auöugur sovéskur gyðingur og hafði flúið Sovétríkin. Hann hafði unnið sig upp úr örbirgð og orðiö margmilljónari meö því aö hleypa af stokkum hús- gagnaverslun sem keypti tré ódýrt frá löndum sem auöug voru af skógi og láta vinna efnið á ódýran hátt. Til þess notaði hann gistiverkamenn. Það liðu einungis fáein ár þar til hann var kom- inn meö fyrstu tvær milljónirnar og hann átti ekki í miklum erfiðleikum meö að ávaxta þá upphæð. Úr rennusteininum Pamela og Alec Hubbers hittust af tilviljun dag nokkurn 11 árum áður á götu í Lausanne þar sem þau voru bæði að leita að minjagripum. Þau fóru að tala saman og hann bauð upp á kaffi- bolla á litlum veitingastað. Andstæðumar mættust nú enn einu sinni. Hann var harður nagli sem hafði barist frá rennusteininum til ótrúlegra auöæfa. Hún var dóttir ensks óðalseig- anda og alin upp við góða siði og guörækni og sterk f jölskyldubönd. 1 ungdæmi sínu þurfti hún ekki að aðra á ströndinni við St. Jean í Cap Ferrat. Einnig átti hann stóra íbúð í Paris og styr stóð um kampavíns- veislur hans. Hann borgaði alla reikninga Pamelu í fínustu verslun- unum, Fortnum and Mason, Simpsons og Selfridges í London. Hann fór með henni á Ascot hlaupin, frumsýningar leikhúsa í London og bauð henni hús og íbúðir þar sem henni þóknaðist. I Sviss, viö Frönsku Rívíeruna eða i Suður-Englandi. En dýrasta loforð sem hann gat gefið henni, og það sem hún þráði allra mest að heyra, var aö hann ætlaöi aö giftast henni. Það var bara því miöur óframkvæm- anlegt, eins og kom í ljós. Hann var giftur og átti tvö börn. Konunni hans datt ekki í hug aö gefa honum eftir skilnaö og í þau 11 ár sem hann og Pamela nutu lífsins saman hafði hann átt ýmsar ástkonur í viðbót án þess að Pamela hefði minnstu hugmynd um. önnur kona Hún skynjaði það fyrst þegar hún dag nokkum lagði upp frá íbúö sinni í London til aö heimsækja hann í íbúö hans í Cap Ferrat. Hún reiknaði með að hann myndi verða hissa og glaöur og að hún gæti boðið honum upp á kampavín í Cannes íbúðinni. Það var mikið af lífsglööu fólki í Cap Ferrat en Hubbers var ekki meöal þess svo hún hélt áfram til Cannes. Þar fann hún hann. Hann var í íbúð hennar en þaö urðu engir fagnaðar- fundir. Hann var ákaflega reiður á svip. Pamela skildi ekki neitt. Hún skildi ekki neitt fyrr en hún kom á baðherbergið og fann óyggjandi sann- anir fýrir því aö þama hafði verið önnur kona og að hún hafði gist nótt- ina. Þegar hún kom aftur inn í stofuna hafði Hubbers opnað eina af dýrmætum kampavínsflöskum hennar og sett á mulinn is í kæli á borð við gluggann. Hann hafði fyllt glas og drakk úr því. Hann fyllti annað strax. Hann var að því er virtist spenntur og hún reyndi aö fá hann til að slaka á meö því að nudda axlir hans og hnakka. Það haföi honum alltaf þótt gott. En nú bandaði hann henni reiöur ábrott. „Sestuniður,”sagðihannskip- andi með tón sem hún haföi aldrei heyrt áöur. Hún hlýddi honum hikandi. ,,Eg hef náð því sem ég hef náð í lífinu með því að vera skeytingarlaus og stundum óþægilegur,” sagði hann. „Ég veit það vel, elskan. En hvað meðþað?” sagðihún. „Gríptu ekki fram í fyrir mér. Leyfðu mér að tala út,” öskraði hann. Það var eins og skyndilega hefði risið veggur á milli þeirra. Hún skildi að eitthvað hafði farið úrskeiðis. Að ekkert myndi verða af kampavíns- veislunni sem hún hafði vonast eftir. Kannski var hann farinn á hausinn. Kannski haföi hann komist að því að hann væri með ólæknandi sjúkdóm? Þessar hugrenningar hennar reyndust ekki réttar. ,,Farðu,” sagði hann. „Heim til þín og sýndu þig ekki hér aftur. Ég hef ekki lengur þörf fyrir þig. Ég er kominn með nýja ástmær. Hún er aðeins 39 ára og miklu betri. Ég þarf vonandi ekki að fara út í smáatriöi. Um leiö og þú ert farin út ætla ég aö fá hanainn.” Pamela stóö upp pr sófanum og gekk út að glugganum. Á meðan hún leit y fir hafið og ströndina og allt það sem hún hafði átt í tíu hamingjusöm ár talaði Hubbers á frumstæðan hátt sinn um nýja ástmær sína á meðan hann sat og svolgraöi í sig kampavínið hennar. Eitthvaö brast í heilabúi hennar þegar hann sagði: „Og ég sagði Nicole líka frá fáránlegum enskum siðum þínum. Hún segir að þú sért allt of gömul fyrir inig.” „Fáðu þér sopa" Pamela seildist eftir næsta hlut og þaö var kampavínsflaska. Flaskan sem Hubbbers var nýbúinn að opna. Það glamraði í ísteningunum og þegar Hubbers heyrði það sagði hann bara: „Þetta er allt í lagi. Þetta er í síðasta skipti sem við hittumst svo þú skalt bara fá þér góðan sopa.” En Pamela drakk ekki. Hún tók flöskuna báðum höndum og braut hana á skallanum á Hubbers. Hann hné örendur á gólfið. Andlitiö var með brosgrettu. Hún henti flöskustútnum frá sér og fór niður tröppurnar og kallaöi á leigubíl á flug völlinn. En dyravörðurinn hafði séð hana yfirgefa húsið. Þegar mjólkurpóstur- inn var búinn að hringja tvo daga í röð árangurslaust á útidyrnar var kallaö á lögregluna og hún fann lík Hubbers. Lögreglan var ekki í vafa um að Pamela Megginson átti hlut að þessu máli. Þaö var þó ekki auðvelt að fá hana til að leysa frá skjóðunni því við komuna til Englands hafði hún látið leggja sig inn á geðveikraspítala. En samviskan íþyngdi henni og hún gaf sig fram viö lögregluna og sagði frá því hvaö hún hefði gert. „Það sem ég gerði er svo hræðilegt að ég vildi óska að ég væri dauð,” sagði hún. Morð Bæði verjandi og ákærandi voru vissir um að hún yrði ákærð og dæmd fyrir manndráp þar sem hún hafði greinilega framið moröið í afbrýði- semikasti. Kviðdómurinn dæmdi hana hins vegar seka um morð og hún var dæmd í lífstíöarfangelsi. Hún reyndi nokkrum mánuðum eftir að fangelsisvistin hófst að áfrýja dómnum en áfrýjuninni var hafnað. Þannig að hún dvelur nú í fangelsi eftir að hafa notið lífsins með forríkum elskhuga í 11 ár. akamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 1985 í Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingará 3 gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiöar og atkvæðaseölar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins Reykjavíkurflugvelli, frá og með 25. mars nk. frá kl. 08.00 til 16.00. Afhending atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundardag. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar I hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórn Flugleiða hf. j;?4 tttidl Borðstofuhúsgögn úr beyki GRAFELDUR SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ HINUM FRÁBÆRA RENAULT 11. Tegund BMW 520i 1983 BMW518 1982 BMW518 1981 BMW 323i 1982 BMW 323i 1980 BMW 320 1981 BMW 320 1978 BMW318Í 1982 BMW 3181 AUTOMATIC 1981 BMW316 1982 BMW316 1981 BMW315 1982 Renault 20 TL 1981 Ford Cortina 2,0S 1977 Renault 5 TL 1982 Renault 9 TL automatic 1982 Renault 4 van 1981 Renault 20 TS 1984 RENAULT 11 TC 1984 SELJUM NOTAÐA BÍLA ÚRVAL ANNARRA BÍLA Á SÖLUSKRÁ, ÝMISS KONAR SKIPTI HUGSANLEG. Opið laugardag 1 —5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINH GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.