Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRlL 1985. 5 Grafík eftir Fassianos. Listin sem hæginda- stóll „Þúsundir í BSRBfærviðræð- urvið ríkið um kjaramálin: Samkomulag hefur oröiö um það milli fjármálaráöuneytisins og BSRB aö hefja viðræður um kjara- málin. „Viöfórumfram áþaö. Eg hef rætt við ráöherra um þetta. Ástæöan fyrir þvi er ástand kjaramála í landinu. Það hafa eins og allir vita orðiö stór- felldar kjaraskeröingar og það hefur orðið launaskrið í landinu,” segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í viðtali viö DV. Hann segir að með þessu sé verið að flýta viðræðum sem annars hefðu sam- kvæmt samningum geta hafist 1. júni. En hvað telur Kristján Thorlacius vera höfuöástæöur fyrir því að þessar viðræður skuli hef jast nú? „Eg tel fyrst upp hvað er að gerast í húsnæðismálum. Þaö eru þúsundir manna í þjóðfélaginu sem eru komnir í þrot vegna misræmis kaup- gjalds og lánskjara. Einnig þýtur verðlag upp án þess að þaö sé bætt á nokkurn hátt. Síðan halda yfir- borganir áframí þjóöfélaginu. Þetta ástand er að skapa opinber- um starfsmönnum og öðrum launa- mönnum slík vandræði að eitthvað verður að gera,” segir Kristján. Hann segir að stjómvöld hafi tekið vel í að þessar viðræður skuli hefjast þrot” innan skamms. Nú þegar hefur hann rætt við fjármáiaráöherra tvisvar sinnum. — En að öðrum kostl býst þú við þvi að BSRB eigi eftir að fara út i aðgerðir á komandl hausti? „Eg vil engar yfirlýsingar gefa um það. Eg vona bara að þaö geti orðiö samkomulag um að greiöa úr þessum málum,” sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB. APH Fassianos íListasafni ASÍ Fassianos Ustasafn A8Í (tll 14. aprll) Er Listasafn ASI tilkynnti um fyrirhugaða sýningu sína á verkum griska myndlistarmannsins Fassianos vorum við, ég og uppsláttarbækur mínar, eiginlega engu nær. En Fassianos reyndist vera dægileg- ur listamaöur, fágaöur og flinkur, boð- beri hinna þýðu vinda Miðjarðarhafs- ins. List hans er annars vegar sprottin upp úr þeirri nýklassík sem varð til innan franska módernismans upp úr 1920, pennateikningum Píkassós, málverkum Matisse og Derains, skúlptúr Maillols, Bourdelles og Despi- aus, hins vegar rekur hún rætur til skreytilistar í Grikklandi hinu forna, t.d. á leirkerjum. Að mörgu leyti fer Fassianos troðnar slóðir í list sinni, þ.e. að yfirfæra at- burði og persónur úr griskum goösögn- um á nútimann. Gyðjan Díana kemur brunandi niöur af Olympusfjalli á tíu gíra hjóii, tveir smáguðir ræða málin Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson yfir campari og sóda á veitingahúsi, Ikaros er með tölvuúr o.s.frv. Annars staðar virðast atburöir gerast ein- hvers staðar handan við tíma og rúm, eins og á því fræga griska leirkeri sem skáldið Keats lýsir í óði sínum, en þar eldast menn ekki, heldur una glaðir við sitt til eilífðarnóns. En hjá Keats fylgir sá böggull skammrifi, aö hið eilífa líf er jafnframt eilíf ur dauði. Ekkert er til lykta leitt í þessu ríki listarinnar, engin snerting, enginn koss. Þessa tragisku vídd vantar í myndir Fassian- os sem vill hafa okkur sólarmegin í líf- inu, veita okkur fró og hugarhvíld. Og alltílagi meöþað. Grafisk vinnubrögð Fassianos eru ansi gerðarleg. Hann sker út stóra fleti í dúk og teflir saman af miklu öryggi. Hann virðist líka hafa fullt vald yfir öðrum grafískum aðferðum, steinprenti, tréristu, akvatintu og þurrnál, blandar þeim m.a.s. saman. Teikning hans er ævinlega mjúk, af- slöppuð og munaðarleg — afskaplega óíslensk. AI ASÍogVSÍ ræða atvinnu- horfurnar ASI og VSI hafa ákveðið að tilnefna hópa af sinni hálfu til að ræöa horfur í atvinnumálum þjóðarinnar. Sérstök áhersla verður lögð á að meta hverjar atvinnuhorfurnar eru innan hverrar greinar. I þessu sambandi hafa þegar verið skipaðir fjórir hópar sem ætlað er að fjalla um sjávarútveg, iðnað, land- búnað og þjónustustarfsemi. I frétt frá þessum tveimur samtökum er tekið fram að þessar viðræður séu á engan hátt samninga- viðræöur. Heldur sé verið með þessu að auðvelda stefnumótun atvinnuveg- anna sem geti leitt til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar. APH ER l>\i) m EKKIEIMJ OF? EÍV SOFIS EER SERHERBERGI, annað gengur ekkí lengur! Svona má lengi spá og spekúlera yfir nýju stóru teikningabókinni. Þar eru grunn- og útlitsteikningar frá þremur hönnuöum á 76 síðum. Alls konar hús, einnar og tveggja hæða. SEM ODYRVST Eitt sjónarmið getur verið að velja sér hús sem verður eins ódýrt og kostur er á. Hvert sem sjónarmiðið er þá stendur það óbreytt að fjölbreytni Siglufjarðarhúsa getur verið nánast óendanleg. \\J\ iEIKM\G\BOW\ sýnir ótrúlegan fjölda alls konar húsa sem panta má, en þar með er sagan aðeins hálf- sögð. Hönnuðirnir luma á fjölda teikninga í viðbót og auk þess má hæglega breyta hverri teikningu á marga vegu þannig að hún henti lóð, afstöðu til sólargangs og ykkur sjálfum. niíSTV SKREFIÐ til að eignast hús akkúrat eins og þið viljið hafa það er að hringja til okkar og biðja um eintak af nýju teikningabókinni, þessari númer 5. Ti:ik\l\G\IM>kl\\ .FERÐl með því að hringja í okkur á Siglufirði, síminn er 96-71340 eða 96-71161. í Reykjavík annast Verkfræðiþjónusta Guðmundar Óskarssonar sölu Siglufjarðar- húsa til 1. maí n.k. í Kópavogi höfum við opnað nýja söluskrifstofu lil frambúðar. Hún er í Hamraborg 12, Kópavogi, sími 641177. HUSEININGAR HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.