Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL1985. Frjáist.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöurog útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og ótgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SlMI 684011. Auylýsingar: SlÐUMÚLA 33. SlMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SlMI 27022. Símiritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuöi 330 kr. Verö í lausasölu 30 kr. Helgarblað35kr. Stjórnarfylgið hressist Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur heldur hresstst sam- kvæmt skoðanakönnun, sem DV birti fyrir páskahelgina. Stjórnin má þó muna sinn fífil fegri. Útkoman úr könnuninni nú er, að fjörutíu prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina en þrjátíu og átta prósent eru henni and- vígir og aðrir óákveðnir eða svöruðu ekki í könnuninni. Þetta þýðir, að 51,4 prósent þeirra, sem taka afstöðu, eru fylgjandi ríkisstjórninni. Naumur meirihluti eða rétt- ara sagt jafntefli, þegar horft er til skekkjumarka í slíkri skoðanakönnun. Stjórnarfylgiö er þó greinilega meira en það var fyrir tveimur mánuðum. I janúarkönnun DV reyndust 53,9 prósent þeirra, sem afstöðu tóku, vera andvíg ríkis- stjórninni. I októberkönnun DV voru 53,1 prósent á móti ríkisstjórninni. Stjórnarflokkarnir höfðu 58,2 prósent í síðustu þing- kosningum, þegar með eru taldir listar „óháðra” sjálf- stæðis- og framsóknarmanna í tveimur kjördæmum. Ríkisstjórnin fór vel af stað. Landsmenn höfðu lengi beðið afgerandi efnahagsaðgerða. Þeim þótti í fyrstu sem þessi ríkisstjórn uppfyllti þær vonir. Stjórnin var mynduð í maílok 1983. Skoðanakönnun DV í október það ár sýndi, að stjórnarfylgiö var 63,5 prósent af þeim, sem tóku af- stööu, töluvert fyrir ofan fylgi stjórnarflokkanna í kosningunum. Fylgi ríkisstjórnarinnar óx enn, þegar sýnt var snemma árs 1984, að kjarasamningar tækjust án koll- steypu. Ríkisstjórnin hafði talsverð afskipti af samningunum. Jafnvel pólitískir andstæðingar stjórnarinnar í verka- lýðshreyfingunni viðurkenndu, að stjórnin var á réttri braut. Samningarnir voru hófsamlegir og í stórum dráttum í samræmi við stjórnarstefnuna. Fylgi stjórnarinnar var 76,8 prósent af þeim, sem af- stöðu tóku í DV-könnun í marz 1984. Enn var stjórnin í góðri stööu í maí það ár, þegar DV-könnun sýndi, að fylgi hennar var 67,7 prósent, langt ofan við kosningafylgið. Það var um þetta leyti, fyrir tæpu ári, að fleiri fóru að efast um, að stjórnin gæti valdið verkefni sínu. Stjórnarliðar sátu með hendur í skauti. Vandinn óx. Menn biðu framhaldsaðgerða. Fáum þótti nóg komiö, þótt kjörin hefðu verið skert og verðbólgu komið niður um skeiö með þeim hætti. Fólk vildi kerfisbreytingar. En stjórnarliöar gerðu ekkert. Loks um sumarið sömdu for- menn stjórnarflokkanna um stefnu, sem var innihalds- lítil, þótt skárri væri en éngin. Launþegahreyfingin vildi ekki lengur treysta þessari ríkisstjórn. Vinir stjórnarinnar í stólum launþegaforystu fengu ekki lengur rönd við reist. Ríkisstjórnin glataði góðum tækifærum til frumkvæðis. Kjarasamningar fóru úr böndum. Þegar stefndi í verkföll, fór stjórnarfylgið niöur í rúm 52 prósent. Eftir að kjarabaráttan komst á skrið var ríkisstjórnin komin í minnihluta. Nú hefur nokkur tími liðiö frá þeirri kjarabaráttu. Stjórnarfylgið hefur heldur vaxið. Sár hafa gróið. En ríkisstjórnin hefur ekki ástæðu til að fagna sigri. Fylgi ríkisstjórnarinnar er enn talsvert undir kjörfylgi stjórn- arflokkanna. Það, sem meira skiptir, er sú vá, sem fram- undan kann að vera. Skoðanakönnunin sýnir þó, að stjórnarflokkarnir hafa enn tækifæri til að ná sér. Haukur Helgason. KJÖLFESTA Eftir aö hafa búiö við sumaryl, norðanvið vetur svotil allt skamm- degið, meöan Dóná og Rín störðu botnfrosnar til himins á austurvíg- stöðvunum, og menn voru varaðir við að vera mikiö á gangi á Eyrar- sundi, því þeir gætu orðið fyrir gufu- skipum, fengum viö hér vestur í hafi loks að kenna á vetri. Kaldasti kafli ársins gekk yfir í síðustu viku fyrir páska og með kuldanum og stormin- um kom sorgin, eins og svo oft. Eikarskipi hvolfdi á Breiðafiröi í haf- róti og með því fórust fimm ungir menn, sá yngsti um tvítugt. Báturinn var á leið til lands undan veðri meö afla er ólagiö kom og öllu var lokið svo að segja framan við lendinguna heima. Kjölfesta skiptir máli Þetta sjóslys og reyndar nokkur önnur, sem orðið hafa á tiltölulega skömmum tíma, eitt við Vestmanna- eyjar, þar sem ungmenni synti míl- ur, og svo tvö á Breið. "irði, þar sem enginn komst af, n'ióta að verða ís- lendingum nokkurt unri.ugsunarefni því margt bendir til þess að þessi skip hafi ekki verið eins vel búin aö öUu leyti og unnt er að búa skip. Með þessu er þó ekki verið að vega að sjó- mannsheiðri látinna manna heldur var það hitt að ein leiöin til þess að hindra slysfrrir á sjó er aö láta hlut- ina ekki endurtaka sig, ef það er á mannlegu valdi: en það viröist, því miður, hafa gerst hér þótt áöurnefnd slys hafi orð.’' við óUkar aðstæður og veiðar. Skipið er fórst við Vestmannaeyjar var að togveiöum með litla kjölfestu en togbúnaður gerði á hinn bóginn kröfu tU mikils stöðugleUca. Skipið lendir í festu með vörpuna og það skiptir engum togum að á niðurstöðu hvolfa víramir, sem þola um 40 tonna átak, bátnum og þaö tekst ekki aö losa um gúmbjörgunarbáta. Um fyrra slysiö á Breiðafirði, þegar skelfiskbátur fórst á innstími og enginn komst af, er ekki allt vitað. Þó fuUyrða menn að eigi hafi verið aftakaveður þegar báturinn fórst. Lflca hefur mér verið greint frá því aö bátar á skel hafi flestir þungan hreinsibúnað og töluvert af áhöldum ofanþilja, og oft afla líka, en kjöl- festa sé hins vegar lítil sem engin til þess að bátarnir nái meiri hraða því vélakraftur nýtist betur en á þung- lestuöum skipum. Vélar eru einnig léttari en áður og gefa því litla kjöl- festu. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig þar sem skelin er veidd á eyjahafi, eða innanskerja að mestu leyti, og aöstæður því aðrar en þegar róið er á misdýpin, djúpt undan landi, og við úthafið sjálft er að etja. Þar eru aör- ar aðstæður rflcjandi, annað sjólag og önnur úrræöi þegar stormurinn geisar. Eg hefi ekki séð endanlegar niður- stöður sjóprófa úr Breiöafirði þegar skelfiskbáturinn fórst, en margir sérfróöir menn hallast aö þeirri skoðun að ef skipið heföi verið betur lestað og betur sjóbúið hefðu líkindi á slysi sem þessu veriö minni. Um þaö skal þó ekkert fullyrt því hér er rætt um tflgátu en ekki sönnuö örlög. Og þá er það þriöji báturinn, sem fórst undir Enni, eða út af Rifi. Hann var talinn hafa verið með um átta lestir af fiski i lest og veiðarfæri á þilfari (dragnót). Haft var eftir áreiðanlegum skip- stjórum, sem þama vom, að ferða- veður hafi verið háskalegt því stærri bátar fengu á sig straumhnúta þótt veðurhæð væri ekki mikil: 6—8 vind- stig. Þóvarfrostogþvífylgirauövit- að nokkur ísing þótt eigi sé um langa siglingu aö ræöa. Skip sem komu til Reykjavflcur næsta morgun voru t.d. í klakabrynju, meira að segja borð- háir togarar. Má því gera ráð fyrir einhverri ísingu og þá yfirvigt um leið, eða minni stöðugleika, og þeir sem sáu til M/B Bervíkur segja að báturinn hafi verið kominn með nokkra slagsíðu skömmu áður en hann fórst. Er talið líklegt, haft eftir skipstjóra sem þekkti til aðstæðna, aðhugsanlega hafi lestarskorður eða skilrúm brotnað og farmurinn því kastast til í lestinni þegar báturinn lagðist á hliöina eftir að hafa fengið á sig hnút. Að báturinn hafi því ekki rétt sig aftur, og afleiðingarnar vitum við. Athyglisvert er líka að menn eru sammála um að þarna hafi fariö gætinn sjómaöur og því vakna margar spumingar hjá þeim er hug- Eftir helgina JONAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR leiða öryggismál sjófarenda. Maður spyr sig um kjölfestu, um lestarlúg- ur og um skoröur. Einnig um fyrir- komulag og frágang á þilfari en þessi atriöi koma í hugann vegna þess að svo virðist sem rekja megi marga skipstapa Islendinga til hins sama. Skipum hvolfir vegna þess að kjöl- festu vantar og eöa farmur kastast til í lestum. Maður hliðrar sér við að nefna nöfn skipa en hér er ekki átt einvörð- ungu við fiskibáta. Og hinu er ekki aö ley na að f ull ástæða virðist til þess að breyta eftirliti og ef til vill menntun skipstjórnarmanna vegna þessara slysa. Ekki þarf til aö mynda annað en að ganga niöur á bryggju til þess að sjá með eigin augum háskalegan togbúnað fiskibáta og hallast menn að því að hér eftir sé þaö nauösynlegt aö skoða skip í hvert skipti sem það skiptir um veiðarfæri, hallaprófa það og setja reglu um þaö hvemig ganga skuli frá afla. Ef kjölfesta er ekki næg veröur að auka hana og þá að minnast þess um leið að hugsan- lega hafa skip farist lika vegna þess að kjölfesta kastaðist til á lestargólfi (sandur). Þetta leiðir lflca hugann aftur í tíð- ina, meðan bátar voru minni, þá létu menn sig hafa það, t.d. á línu, að láta stampana ofan í lest, þótt erfitt væri í þrengslum, áður en innstím var hafið og á þeirri tíð undmðust menn á föstu landi hvemig unnt var að sækja svo djúpt á svona smágerðum skipum þegar allra veðra var von. Hert eftirlit lausnin? Ekki ber aö líta á þetta sem van- traust, en útgáfa sérstakra haffæris- skirteina og hallapróf, eða stöðug- leikapróf, myndi án efa koma að miklu haldi og tryggja þá þann lið málsins að skip heföu nægan stööugleika þegar lagt er í veiði- ferðir og fyrirkomulag veiðibúnaðar sé ekki auðsýnUega háskalegur. Við hafgerðingar ráðum við ekki en þann hluta vandans, sem er að finna um borð í skipinu sjálf u er á ýmsan máta betra að til þess bærir eftirUtsmenn skoöi skipin og prófi því nokkur kostnaður getur fylgt auknum kröfum og fyrirkomulagsbreyting- um, og þá betra að krafa um breytingu komi frá þriðja aðfla sem fer með endanlegt vald. Við þekkjum dæmi um svona virkt eftirUt. Til dæmis fá ofhlaðin skip ekki að láta úr höfn á Bretlandseyj- um því hleðslumerki eru skoðuð. Aö vísu vitum við að farið hefur verið í krmgum þetta meö því að tæma botntanka (kjölfestu) áður en lagt er úr höfn og dæla svo í þá aftur eftir aö skipið er komiö úr lögsögu þótt ekki hafi það aUtaf gefið góða raun. En það sem skiptir máU er það að svo virðist sem íslensk skip og bátar hafi ekki aUtaf næga kjölfestu og ef hún fæst ekki með öðru en opinberum aðgerðum, þá verður að fá hana eftú- þeirri leið — alveg eins og sjálfvirka sleppibúnaöinn fyrU- gúmbátana. Þaö er ekki sársaukalaust aö skrifa sUka grern, og alU-a síst þegar slys hefur orðið fyrir nokkrum dög- um, en hjá því verður hins vegar ekki komist því það er hluti af verki blaðamanns að beita ekki undan- brögðum. Jónas Guðmundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.