Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1985, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRlL 1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Dómuryfir Treholt á þjóðhá- tíöardaginn? JónEinaríOsló: I morgun hófst önnur umferð réttar- haldanna yfir Ame Treholt. Búist er við að þessi umferð muni vara fram yfir miðjan maí. Dagskráin fyrir þessa viku lítur þannig út. Fyrstu vikuna munu verjendur Tre- holts leiða fram vitni sín. Upphaflega höfðu þeir óskað að leiða fram yfir þrjatiu vitni en nú eru þau orðin aðeins sextán. Meðal þessara vitna er utan- ríkisráðherrann Sven Ströj og vamar- málaráðherrann Anders Sjostad. Var búist við því að þeir stigju í vitnastúk- una í dag eða á morgun. Ríkir eftir- vænting um hvort réttarhaldið verði þá fyrir luktum dyrum. Að vitnaleiðslum loknum munu verj- endur legg ja f ram gögn sín. Ulf Under- land og félagar hans munu leggja mikla áherslu á að sýna fram á að stóran hluta þeirra upplýsinga sem Treholt er sakaður um að hafa látið Rússum í té hafi Rússar og aðrir getað lesið í opinberum skjölum og tímaritum. Arae Treholt á sakabekknum í Osló. Dómurinn vsntanlegur um mið jan maí. Strandaglópar í Bangkok vegna svika flugfélags Jón EinaríOsló: 110 ferðamenn frá Norðurlöndunum eru strandaglópar í Bangkok eftir að rússneska flugfélagið Aeroflot hafði yfirbókað f lugvélar sínar. Flugfélagið segist ekkert geta gert og að ferðamennirnir verði sjálfir aö bjarga sér bæði með fæði og húsnæði. — Aeroflot reiknar með að hafa næst laust sæti um miðjan maí. Flestir ferðalangarnir áttu að koma heim í gær eða í dag og eru nánast orðnir blankir, staddir í höfuðborg Thailands. Að sögn norska sendiherr- ans í Bangkok kostar nýr farmiði' næstum 15 þúsund krónur. SAS segist hafa laus sæti heim í næstu viku en ferðamennimir verði að greiða þetta verðfyrir miðana. Þúsundir mót- mæltu eldflaugum ^ Þúsundir andstæðinga kjarnavopna börðu trumbur, hringdu bjöllum og veifuðu gunnfánum málstaöar síns við Molesworth á Mið-Englandi þar sem ætlunin er að koma fyrir næstu stýri- flaugum Bretlands. Þrátt fýrir rigningarsudda tóku yfir 20 þúsund þátt í mótmælastöðunni. Þetta var hápunktur mótmælaaö- gerða viö flugstööina í Molesworth um páskana. Fóru þær friðsamlega fram þótt lögreglan, sem haföi 2000 manna liö á staðnum, tæki 74 menn úr umferð fyrir ólæti á almannafæri (sprengjandi púðurkeriingar eða tilraunir til að klippa gaddavírinn sem girti af stöð- ina). Umferðarteppa myndaöist á aðliggj- andi vegum vegna ökutækja mótmæl- enda eöa gönguhópa. I næstu viku munu hinir tilnefndu sérfræðingar fjalla um sína skýrslu, sem ekki mun vera mjög löng, en hún verður afhent dómurum í dag eða á morgun. Þeir verða þó ekki yfirheyrðir fyrr en verjendur Treholts hafa lokið málflutningi sínum. Röðin kemur síðan að sækj andanum, Larse Quickstad, að halda sína loka- ræðu. Treholtsmálið er sérstætt og er ekki rekið fyrir kviðdómi heldur svoköll- uðum meðdómendarétti. Þar eru þrír dómarar og fjórir meðdómendur sem eru leikmenn. Búist er við aö Larse Quickstad og Ulf Underiand og þeirra menn þurfi viku til ræðuhalda. Þar með mundi komið fram í maí en síðan kynnu dómararaðdragasigíhlétilað |kveða upp sinn úrskurð. Eftirvænting vex því þegar 17. maí, þjóðhátíðardagur Norðmanna, nálg- ast. En búist er við að dómurinn falli um það leyti. Verður Treholt fundinn sekur eöa úrskuröaður saklaus? Ef sekur, hvaða dóm fær hann? Aeroflot hefur þarna selt fleiri miða í vélar sinar en það hefur sæti til. Þegar þetta kom upp á lét þaö þá ganga fyrir sem höföu greitt miða sína að fullu. Þar með urðu Norðurlanda- búarnir að sæta því að lenda á biölista. Þess má geta að fyrir nokkrum árum átti SAS í málaferlum út af svipuðu máli. Flugfélagið yfirbókaði á ferð til London. Maður einn, sem þetta bitnaði á, tók leiguflugvél til London og sendi reikninginn til SAS sem neitaði að borga. Flugfélagið varð þó að lúta í lægra haldi eftir að hafa tapaö málinu fyrir hæstarétti. Strandaglópunum i Bangkok mun þó ekki þykja mjög fýsilegt að reka rétt sinn gagnvart ríkisfyrirtækinu Aero- flot fyrir rússneskum dómstólum. Samkvæmt eldflaugaáætlun NATO á að koma fyrir 64 bandariskum stýri- flaugum í Molesworth upp úr 1988. Seint á árinu 1983 var 96 kjamaflaug- um komið fyrir í Greenham vestur af London og var tilefni mikilla mótmæla semhófust 1981. Umsjón: Guðmundur Pétursson ogÞórir Guðmundsson Vissirþúað íslenskar kartöQur eru snjöll megrunarfæða? Kartöflur eru ekki fitandi. Þvert á móti. í staögóðri máltíð, matreiddri úr íslenskum kartöflum er að finna aðeins brot af 2500 hitaeinga dagsþörf kyrrsetumanns. Auðveld matreiðsla og hóflegur kostnaður gerir megrun með íslenskum kartöflum fyrirhafnarlitla og ódýra - en umfram allt ljúffenga! ■M « Grænmetissúpa m/kartöflum fyrir 4-5 • 4 stk. kartöflur • 2 stk. blaðlaukur • 2 stk. laukur • 150 g hvítkál • 3 msk. smjör eða smjörlíki •! 1 kjöt- eða grænmetissoð (ef notað er vatn í staðinn fyrir kjöt- eða grænmetissoð látið þá 2 súputeninga saman við vatnið) • salt, • örl. pipar • sellerísalt_______________________________________________ Skrælið kartöflurnar og skerið þær í þunnar sneiðar, skerið blaðlaukinn og hvítkálið. Látið grænmetið krauma í smjöri um stund, en brúnið það ekki. Soð og krydd sett út í pottinn, látið sjóða í 15-20 mín.______________________ Berið súpuna fram með heitu ostabrauði. (slenskar kartöflur eru auöugar af C-vftamini, einkum ef þeirra er neytt með hýðinu. Þaer innihalda elnnig B, og B, vítamfn, níasín, kalk, jórn, eggjahvftuefni og trefjaefni. I 100 grömmum af (slenskum kartðflum eru aðeins 78 hitaeiningar. Til viðmiðunar má nefna að í 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu 110, soðnum eggjum 163, kjúklingum 170, nauta- hakki 268 og i'hrökkbrauði 307. Þú ættir að kynna þér kartöOuIeiðina Grœnmetisverslun ] londbúnaðorins | Síðumúla 34 - Sími 81600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.