Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 2
50
DV. LAUGARDAGUR 8. JUNl 1985.
Breið
síðan
Kjarna-
fjölskyld-
unni líður vel
I Danmörku hefur því lengi verið
haldiö á lofti að kjarnaf jölskyldan sé
fyrir bí; nálægt 80 af hundraði barna
undir 18 ára aldri séu „skilnaðarbörn"
og búi ekki með báðum foreldrum.
Nýleg könnun hefur leitt í ljós að þetta
er alrangt. 78% allra barna undir 18
ára aldrí búa þvert á móti með báðum
foreldrum sinum...
Svanasöngur Carters?
Fyrir stuttu var haldið upp á 100 ára
afmæli smábæjarins Plains i Georgiu.
Plains? Jú, jú, það var einmitt þaðan
sem Jimmy Carter, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, var ættaður og þar býr
hann nú eftir að hann varð vanalegur
borgari á ný. A hátíðinni lét Jimmy að
sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja; hann
tróð upp ásamt kántrísöngvaranum
WUlie Nelson og konu sinni, Rosalynn,
og saman sungu þau Amazing Grace.
Þess var getið að vandræðagemsinn
Billy, bróðir Jimmys, hefði verið
viðstaddur og ekki gert neinn skandal.
Carter og Willie Nelson taka lagið.
„RUSL" EFTIR
TONY
CURTIS
Tony Curtis verður seint talinn i hópi
bestu leikara. Og hann er enginn rit-
höfundur heldur. Arið 1977 skrifaði
hann undir samning við útgáfuforlagiö
Doubleday um að það gæfi út skáld-
sögu hans, Starstruck, sem lýsa átti
uppgangi kynósa Hollywood stjörnu.
Leið og beið og Curtis skilaði ekki
handritinu fyrr en nú nýverið. Og for-
lagið var ekki lengi að hafna því og
krafðist þess jafnframt að Curtis
skilaði 50 þúsund dollurum sem hann
hafði fengið fyrirfram. Að sögn tals-
manns Doubleday var handritiö „rusl,
tómtrusl".
Vesling Tony Curtfs — hann fer að
koma alvarlega til greina I hlut-
verkið „misheppnaflasti maður f
heimi". Sjélfsagt myndi hann
loksins slá f gegn.
er komin!
FERTUG
OG FRJÁLS
— Vlkan spjaliar við þrjar konur um þennan ald-
ur sem sumar óttast, aðrar þrá og ffestar ná.
Ertu vel aö þér í
kvikmyndasögunni?
LITLI
FIIMGUR
grœddur á aftur
— Vikan fylgist með Rögnvaldi
Þorleifssyni, lækni á Slysavarö-
stofunni, og rœðir við hann.
6
handavinnuuppskriftir
Misstu ekki
VIKU
úrlífiþínu!
— einfaldur
jakki og ágætar
peysur
VIKAN
á öllum
blaðsölustöðum
— laugardaginn 8. júní 1935
VÍSIR
FYRIR50ÁRUM
Lof orð og ef ndir:
MJÓLKIN ENN
Forsætisráðherrann lofaöi þvi
endur fyrir löngu að ráðstafanir
skyldu geröar til þess aö bæjarbúar
gætu fengiö kaldhreinsaða mjólk í
mjólkurbúðunum. Og það verður að
viðurkennast að ráðherrann hafi aö
visu reynt að efna þetta loforð þvi að
hann mun hafa lagt það fyrir
mjólkursölunef ndina að koma þessu
i framkvæmd. En nefndin virðist af
einhverjum óskQjanlegum ástæðum
telja sér skylt að draga þetta á
langinn eins og henni er f rekast unnt.
Þaö er nú nærri þvi mánuöur siðan
sú breyting var gerð á mjólkursölu-
reglugerðinni sem talið var aö nægði
til þess að heimila samsölunni aö
selja ógerilsneydda mjólk. Og i gær
birtist loks auglýsing frá stjórn
samsölunnar, þess efhis að vegna'
einhverra örðugleika á þvi að koma
kaldhreinsaðri mjólk á markaöinn
verði þeir bæjarbúar sem óski að fá
slfka mjólk að skrifa sig á lista sem
liggi frammi i mjólkurbúöunum! Bn
nú er líka kominn svo mikill skriður
é málið að mönnum er ætlað aö nota
helgidagana aðallega til að skrif a sig
á llstana! Og virðist það þó gert i
þeim tilgangi einum að sem fæstir
komi þvi i framkvæmd að skrifa á
listana svo að sem minnst þurfi til aö
f ullnægja eftirspuminni. En með þvi
er aðeins verið að tefja fyrir þvi að
gefin loforð verði efnd að fullu og við-
halda óánægjunni með mjóDcursöl-
una.
Mönnum er það nú algerlega
óskiljanlegt hvaða örðugleikar geti
verið á því að koma kaldhreinsaðri
mjólk á markí-öinn. Að visu hefir
heyrst að mjólkursölunefnd hafi að
einhverju leyti séð sig um hönd um
það hvaða kröfur beri að gera til
meðferðar á þelrri mjólk sem ætluö
er til kaldhreinsunar, og að hún
ráögeri jafnvel að hun verði að
greiða hærra verð fyrir þá mjólk en
þá sem gerilsneydd er. Hins vegar er
það kunnugt að Thor Jensen var fus
að selja slfka mjólk sama verði og
gerilsneydda mjólk, og virðist þvi
ekki vera annar vandinn fyrir
samsöluna en að taka því boði nú, að
minnsta kosti það sem það hrekkur.
Mundi það vafalaust verða vel
þokkað af bæjarbúum.
Állir eru þeir famir að láta á sjá en Crosby þó mest. Frá vinstrí Stephen
Stills, Graham Nash og David Crosby eftJr að þeir hófu aftur spilamennsku
fyrir eigi löngu.
Illa komið fyrir Crosby...
Sú var tíðin að David Crosby var í
hópi dáðustu popptónlistarmanna
heims. Það var meðan hann lék með
félögum sinum Stephen Stills og
Graham Nash og stundum Neil Young;
þeir voru upp á sitt besta á árunum
krlngum 1970. En nú er öldin ðnnur.
Eins og flelri tónlistarmenn ánetjaðist
Crosby ávana- og ffkniefnum og fikn
hans er mikil. Fyrir skömmu bárust
þær fregnir að Crosby hefði stungið af
frá meðferðarstofnun i New Jersey en
þangað hafði hann verið sendur af
dómstólum. Crosby var á rölti um lóð
stofnunarinnar þegar hann stökk
skyndilega upp í bil sem beið og hvarf
með það sama. En ekki gat hann lengi
um frjálst höfuð strokið; daginn eftir
hafði lögreglan uppi á honum i New
York og færði hann í f angelsi.
Þetta var i þriðja slnn á jaf nmörgum
árum sem Crosby gamli — hann er
43Ja ára — stingur af frá meðferoar-
stof nun. Hann hefur margoft komist i
kast við lögin vegna ffkniefnaneyslu
sinnar og nú hafa yfirvöld i Texas kraf-
ist þess að hann verði fluttur í f angelsi
i Dallas uns mál hans verður endan-
lega tekið fyrir. Crosby sjálfur hefur
hins vegar lýst sig fúsan til þess að
snúa aftur á Sogn þeirra Amerfku-
manna...