Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 10
58 DV. LAUGARDAGUR*. JUNl 1985. KAPPHL AUP TIL MARS Piánetan Mars er hentugur áfangi að miða að af ýmsum ástæðuin. Geim- könnun er flokið verkefni sem krefst mikillar skipulagningar. Ef takmarkið væri sett á Mars og miðað við mannað könnunarflug og rannsóknir á yfir- borði plánetunnar myndi það markmið stýra geimkönnun um langan tima. Og , Mars er eðlilegur áfangi á leið til loft- steinabeltisins en þangað telja inargir að mannkynið muni sækja mest af hrá- efnum sínum í framtíðinni. Og Mars er byggilegasta pláneta sólkerfisins, frá sjónarhóli mannskepnunnar, fyrir utan jörðina, auðvitaö. A Mars finnast hráefni, sem tryggja það að þar má framleiða súrefni og vatn i luegum mæli til þesa að gera hugsanlegum Ibúum plánetunnar lífiö auðvelt. Það er mögulegt að málmar og jafnvel demantar kunni að finnast á Mars en það er ólfklegt að náma- vinnsla verði tekin upp. Hagkvsmara yrði að nýta Mars sem bækistöð fyrir nýtingu loftsteinabeltisins. En það eru aðrar vísíndalegar ástæöur sem rétt- læta það að senda mönnuð geimför til Mars. Landslag á Mars, gigar, þurrir árfarvegir og jökulhettur á pólum plánetunnar geyma einstæðar upplýsingar um f ortíðina. Meðal þeirra spuminga, sem upplýs- ingar fengnar á Mars gætu leyst, eru gátur um veöurfar og orsakir ísalda. Jörðin, og líkiega allt sóikerfið, gengur öðru bverju gegnum isaldir og skiln- ingur á þvi fyrirbæri gæti reynst mönn- umdýrmætur. Áhugaleysi Áhugi á könnun Mars hefur ekki ver- ið mikill síöustu ár. A árunum milli 1960 og 1966 veitti Bandariska geim- ferðastofnunin, NASA, sextiu sinnum fjármagn til undirbúnings rannsókna vegna ferða til Mars. En þegar skammt var liðið á síðasta áratug var það ljóst að stofnunin hafði ekki frek- ari áhuga á hugmyndum um slfkt. For- svarsmenn stofnunarinnar óttuðust aö andstæöingar geimkönnunar á banda- ríska þinginu myndu leggjast gegn geimskutluáætluninni á þeirri for- sendu að hún væri fyrsta skrefið í átt að mönnuðu flugi til Mars. 1 skýrslu sem gefin var út 1976, og f jallaöi um markmið geimkönnunar fram að aldamótum, var í einni máls- grein vikiö að mönnuðum könnunar- flaugum til annarra pláneta í sólkerf- inu. „Fyrir nokkrum árum gekk okkur svo illa að fá stuðning við verkefni, sem þegar voru í fullum gangi, að okk- ur þótti ekki taka þvi að hugleiða stærri verkefni," segir Jeff Briggs, háttsettur starf smaður NASA. Draum- urinn um mannað könnunarflug til Mars lifir aðeins í brjostum nokkurra hugsjónamanna. Þeir kölluðu sig „Mars-neðanjaröarhrevfinguna" og stóðu fast á þeirri sannfæringu sinni að plánetan Mars væri hið eðlilega tak- mark í næsta áfanga geimkönnunar. Neðanjarðarhreyfing „Mars-neðanjarðarhreyfingin" varð til 1977 og þrem árum síðar gengust samtökin fyrir ráöstefnu um tilgang og aðferðir við könnun planetunnar. Ráð- stefnan naut ekki opinbers stuðnings en þótti takast mjög vel. Þar ræddu hundrað ráðstefnugestir vandamál svo sem markmið leiðangursins, honnun farkostar, umhverfi áhafnar, upplýs- ¦'¦-... ¦'.';.¦:;¦-':><•;:'.Vv'íú-.-':'"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.