Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 3
DV.LÁUGARDAGUR 8. JUNl 1985. 51 Landid týnda Ekkert kampavín Slæmar fréttir fyrir þá sem hafa gaman af þvi aö skjóta tappa úr kampavinsflösku og sötra svo „the bubbly stuff” ó kvöldin. Þetta verður versti kampavínsárgangur í 50 ár, segja bændur í Champagne í Frakklandi og kenna um höröum vetri og vorkuldum. Alla vega 10.000 af 25.000 hektara vinekrum héraðsins munu gefa miklu minni uppskeruen vanalega.. . Margir muna eftir breska rit- höfundinum Jan Morris sem á sinum tima var karlmaöur en er þaö ekki lengur. Skömmu eftir kynskiptaaðgerö kom hún fram í frægum sjónvarps- þætti meö Johnny Carson og skýröi sitt mál röggsamlega. En burtséö frá kyni sinu hefur Morris ætiö notiö mikillar viröingar fyrir bækur sinar, bæöi sagn- fræöirit en þó aðallega feröabækur.. Og nú virðist hún hafa veriö orðin leiö á að skrifa um staöi sem allir þekktu og þá greip hún þaö ráö aö skrif a ferða- bík frá landinu Hav. Hav? Hav er auðvitað ekki til. Morris kemur landinu fyrir á skaga suður af Tyrklandi og er um að ræöa sjálfstætt borgriki. I bókinni er rifjuð upp saga landsins gegnum aldimar, fjallað um dýralíf, plöntur, arkitektúr etc.; sem sagt allt þaö sem feröabækur fjalla vanalega um. Og það hefur sitt af hverju gengið á i Hav. Akkilles reisti þar búðir sinar; Spartverjar grófu þar skipaskurö. Krossfararnir hrifsuöu landið úr höndum Tyrkja sem síðar náðu skaganum aftur á sitt vald. Bretar réöu landinu á 19. öld en vegna lélegrar stjórnar misstu þeir það í hendur Rússa sem notuðu það sem leikvöll. Siöan komu Frakkar, þá Italir, loks Þjóðverjar. A sínum tima réðu Feneyingar höfninni og Kínverjar lögöu undir sig peningamarkaðinn; raunar er í Hav tilkomumesta kínverska byggingin vestan við Góbíeyðimörkina. Marco Polo stóö viö í Hav og sama geröu frægir menn á borö við Tolstoj, Diaghilev, Heming- way og Freud. Bókin ku vera athyglis- veröasta lesning. . . Borgríkið Hav. Það er ekki hægt að komast þangað hóðan. Ertu karlmenni? Stór, sterkur, harður af sér, snöggur upp á lagið, ætiö með hnef- ann á lofti. Gamla karlmennsku- ímyndin hefur svolítið látiö undan síga, einkum eftir að kvenna- hreyfingin komst til vits og ára, en lifir þó ennþá góðu lífi. Donald Mosher viö háskólann í Connecticut hefur meira að segja búiö til próf til þess aö kanna hvort stúdentamir hans séu uppfullir af gömlu karl- mennskuímyndinni; þeirri ímynd sem felst í þvi aö ná völdum yfir öðrum (einkum konum) og halda síöan þeim völdum með góðu eða illu. Próf Moshers þykir gott og gilt svo langt sem það nær en hins vegar hefur verið gagnrýnt að hann skuli leggja það fyrir 19 ára stúdenta sem litla lífsreynslu hafi að baki, hvort heldur er í samskiptum við konur eða aöra karia. Og flestallir koma frá tiltölulega vel stæöum heimilum svo viðhorf verkamannastéttarinnar koma lítt eða ekki fram. En hvað sem því líður; hér geta menn reynt sig við 10 af 30 spumingum Moshers. 1. a — Lesbíur hafa sinn eigin lífs- stíl.Egvirðiþær. b — Það eina sem lesbíur þurfa er karlmaður. 2. a — Eg reyni að gleyma öllum átökum minum viö karlmenn. b — Mér finnst gaman að rifja upp fyrstu alvöru slagsmólin sem ég lentií. 3. a — Það ætti að fyrirgefa konum sem æsa karlmenn upp en neita síðan að sofa hjá þeim. b — Svoleiðis konum ætti að nauðga. 4. a — Eg sigra meö þvi að ber jast ekki. b — Eg berst til þess að sigra. 5. a — Þegar ég drekk verð ég rólyndur. b — Þegar ég drekk leita ég uppi vandræði. 6. a— Ef maður er valinn í bardaga berst maöur. b — Ef maöur er valinn í bardaga kjaftar maður sig undan honum. 7. a— Eg vildi heldur vera frægur boxari en frægur vísindamaður. 8. a — Sérhver karlmaður sem er karlmaður þarf reglulegt kynlíf. b — Sérhver karlmaður sem er karlmaður þarf ekki reglulegt kynlíf. 9. a — Mér finnst gaman í villtum partium. b — Mér finnst gaman i rólegum parium þar sem gott er að tala við fólk. 10. a — Svokallaöir kvenlegir karlar eru tilfinningasamir og list- rænni en aðrir. b — Kvenlegir karlar ættu að vera aðhlátursefni. Það þarf ekki mikla hæfileika til að skera úr hvaða svör gefa til kynna karlmennskuviðhorf — sem Mosher er raunar síður en svo hrifinn af — það er aö segja lb, 2b, 3b, 4b; 5b, 6a, 7b, 8a, 9a, lOb. En undir það má taka að það er varia rétt að dæma alla karlmenn út frá því hvernig 19 ára ameriskir háskólastúdentar svara þessu.. r»5 Viltu vara hann? Rhett Butler sigrar konuhjarta. Þetta er ekki kæruleysislegt samsafn pönkara heldur vandloga hannaður tískufatnaður. Tískanítísku Tískan er komin í tísku í New York. Næturhrafnamir sem stunda klúbbana og skemmtistaöina hugsa núorðiö vart um annað en föt og kjörorðin em að vera ætíð æðislegri en næsti maður. Karlmenn ganga í kvenfötum, ekki endilega vegna þess að hneigðir þeirra séu eitthvað öðru- vísi en gengur og gerist heldur bara vegna þess að það er smart. Raunar ku það vera áberandi hversu nýja tiskudellan hefur náð sterkari tökum á körlum en konum. Og allt er leyfi- legt — eins og svo oft óður. Geisp... Þeir félagamir Giaquinto, Billy Boy og James í sínu finasta skarti. TRYGCIR ÞER ÞÆGINDIFYRSTA SPOUNN Bill fra Hreyfli flytur þig þægilega og a réttum tima a flugvöllinn. Pu pantar fyrirfrani Við hja Hreyfli erurn tilbunir að flytja þig a Keflavikur- flugvoll a rettum tima i mjúkri limosinu. Malið er einfalt Pu liringir i sima 685522og greinirfra dvalarstað og brottfarartima Við segjum þer hvenær billinn kemur Eitt gjald fyrir hvern farþega Við fiytjum þig a notalegan og odyran hatt a flugvollinn. Hver farþegi borgar fast gjald Jafnvel þott þu sert einn a ferð borgarðu aðeins fastagjaldið. Við vekjurn þig Ef brottfarartimi er að morgni þarftu að hafa samband við okkur mllli kl 20 00 og 23 00 kvöldið aður Við getum seð um að vekja þig með goðum fyrirvara. ef þu osknr. Þegar brottfarartimi er siðdegis eða að kvoldi nægir að liafa samband við okkur rnilli kl. 10:00 og 12 00 sama dag UREVFÍLL 685522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.