Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 8. JUNI1985.
65
Um mállýskur
Eitt af sérkennum íslenskrar tungu
er hve mállýskumunur er lítill. Sé litið
til annarra landa kemur í ljós aö víöast
hvar er mun meiri mállýskumunur.
Mállýskur verða yfirleitt til þegar
hópar manna einangrast. Máliö breyt-
ist á annan veg þar en á öðrum stöðum.
Aö vísu er þetta ekki alveg svona ein-
falt þvi mörk milli tungumáls og mál-
lýsku eru ekki alltaf skýr.
Ýmsar skýringar eru til á þessari
sérstööu íslenskunnar.
Vegna fjarlægðar landsins frá ðör-
um löndum eru áhrif þaðan minni en
ella. Onnur skýring er að samgöngur
hafa verið greiðar innanlands og að
málsvæðið er hringlaga þannig að mál-
breytingar sem upp koma á einum stað
eiga greiða leið til beggja átta. Ekki er
að efa að bókmenntir þjóðarinnar eiga
drjúgan þátt í að hamla gegn mállýsk-
um.
Hér hafa aðeins verið nefndar fáar
skýringar. Sjálfsagt koma mun fleiri
tilálita.
Mállýskur geta orðið til á hvaða sviði
málsins sem er. Þær geta verið á sviði
framburðar, orðaforða, beygingar-
frœði o.s.frv. Dæmi um allt þetta eru til
álslandi.
Mállýskurannsóknir á Islandi eru
frernur litlar til. Ef frá eru taldar at-
huganir einstaklinga fyrr á öldum má
segja að aðeins ein rannsókn hafi verið
gerð sem rísi undir því nafni. Það var
mallýskurannsókn Björns Guðfinns-
sonar sem gerð var á árunum 1941—43.
Hún er reyndar feikilega yfirgripsmik-
il og merkileg. Hann og samstarfs-
menn hans prófuðu framburð um það
bil tiunda hvers Islendings. Niðurstöð-
ur þessara rannsókna fylla tvær stórar
bækur. A þeim byggist raunverulega
flest sem vitað er um framburðarmál-
lýskur i landinu.
Núna stendur yfir önnur rannsókn,
íslensk
tunga 17
Eiríkur Brynjólf sson
gerð af Höskuldi Þráinssyni og Kristj-
áni Arnasyni. Þar er ætlunin að prófa
öll þau atriði sem Björn rannsakaði og
fleiri til. Sömuleiðis er ætlunin að ná til
allra þeirra sem BJörn rannsakaði i
þeim tilgangi að fá úr því skorið hvern-
ig fólk breytir framburði sínum frá
barnæsku til f ullorðinsára.
Af öðrum islenskum mállýskurann-
sóknum má nefna slatta af BA-ritgerð-
um sem gerðar voru við háskólann um
útbreiðslu einstakra oröa.
Sammerkt með öllum þessum rann-
sóknum er að málfarsleg atriði erú
rannsökuð með tilliti til landfræðilegr-
ar útbreiðslu. En mállýskur geta farið
eftir öörum mörkum en landfræðileg-
um. Þær geta verið háðar ýmsum fé-
lagslegum þáttum.
Þjóðfélagsiegar
mállýskur
Þjóðfélagslegar mállýskur — þetta
er reyndar ekki gott orðalag en ég
kann ekkert betra — geta verið af
ýmsu tæi. Einasta skilyrðið fyrir
myndun þeirra er að tilteknir hópar
einangrist félagslega. Þá á ég ekki við
einhverja utangarðsmenn eða tötralýð
heldur einfaldlega einhvern hóp
manna sem hefur tiltekin sérkenni.
Dæmi þar um eru börn, unglingar,
íþróttamenn, sjómenn o.s.frv.
Allir kannast við það að ekki hafa
ungir og gamlir sams konar málfar.
Orðaforði er allt annar og hugsanlega
framburður. Sömuleiðis er mismunur
á máli karla og kvenna. Vmsir faghóp-
ar og starfshópar hafa sérkenni í máli
svo og stéttir.
Rannsóknir á þessu eru afar
skammt á veg komnar á Islandi. Viða
eriendis eru þær mun lengra komnar,
sjálfsagt vegna þess að slík skipting er
þar meira áberandi, sbr. stéttamál-
lýskur í Englandi og Bandarík junum.
Reyndar verður ekkert fullyrt um
tilvist slikra mállýskna á Islandi en
ýmislegt bendir til þess að svipað gildi
hér á landi og annars staðar þótt vita-
skuld séu slíkar mállýskur minna
áberandi hér á landi.
önnur skýring á því hve þessu er lítill
gaumur gefinn hér er að hér ríkir
ákveðin tregða til að viðurkenna að
slíkar mállýskur geti verið til. Ein
aðalhindrunin í þessu er sú lenska að
skipta málafbrigðum í rétt og röng. Af-
brigði i málfari manna eru ýmist talin
Méllýskumyndun hefur verið lítil á islandi. En hvernig verður
þeirra mál?
DV-mynd VHV.
gamall arfur, finnanleg í fornum bók-
um, eða rangt mál sem menn þurfi að
venja sig af.
Eg tel brýnt að menn hætti þessum
einkunnagjöfum um málfar manna.
Ekki þó þannig að menn setjist með
hendur í skauti og segi: Það er alveg
sama hvernig menn tala. Heldur hitt
að menn geri sér grein fyrir því að þeg-
ar eitthvað er talið öðru réttara þá
byggjum við meira og minna á hefðum
genginna kynslóða sem hafa mótað
mál og þjóðfélag fortíðarinnar. I öðru
lagi að við leggjum persónulegt mat
okkar til grundvallar.
Ef menn temja sér þennan hugsun-
arhátt og þar með umburðarlyndi
gagnvart malfari náungans þá verða
þeir um leið miklu færari leiðbelnend-
ur handa þeim sem leiðsögn þurta.
Tala karlar og konur eins?
Þessu svara ég neitandi. Reyndar
get ég ekki rökstutt það svar mitt telj-
andi en þó má nefna nokkur dæmi.
Hefur nokkur heyrt karlmann
strjúka gluggatjaldaefni i vefnaðar-
vöruverslun og segja með aödáun:
Mikið gasalega er þetta lekkert efni!
Sömuleiðis er ég efins um að karlar
kalli almennt litil börn rassgat.
Vitaskuld eru þetta aðeins tvö lítil
dæmi. En þótt þau séu fá og smá dæm-
in sem finna má á förnum vegi þá eru
þau þó vísir að meiru eins og mjóir eru
oft. Þessi fáu dæmi segja okkur
einfaldlega að slfkur málfarsmunur er
til. Málið er einfaldlega að finna hann
með rannsókn á málf ari kyn janna.
John Irving. Nýjasta bók þessa metsöluhöfundar (Garp, Hotel Naw
Hampshire) fjallar einkum um f óstureyðingar.
Hugarfóstur
John Irvings
Tökum á...
tækin vantarl
FJÁRÖFLUN 7. OG 8. JÚNÍ
til tækjakaupa fyrir
væntanlega
hjartaskurðdeild Landspítalans
John nokkur Irving hefur á síðustu
árum tryggt sig f sessi sem einn mesti
metsöluhöf undur vestan hafs og bækur
hans þykja líka hinar þokkalegustu
bókmenntir. Margir kannast ugglaust
við bækur eins og The World According
to Garp og Hotel New Hampshire sem
béðar hafa verið kvikmyndaðar og
myndirnar sýndar hér á landi. Það er
nú talið til tíöinda í ameriskum bóka-
kreðsum að Irving hefur sent frá sér
nýja bók og ber hún nafnið The Cider
House eoa Eplasafahúsið í lauslegri
þýðingu.
Helsta átrúnaðargoð Irvings i bók-
menntumer Charles Dickens og rétt
eins og sá gamli Englendingur vill
Irving gjarnan benda á og afhjúpa
ýmislegt þjóðfélagslegt misrétti sem
að hans dómi viögengst í þjoöfélaginu.
Viðfangsefni hans í nýju bókinni er
harla viðkvæmt mál, að minnsta kosti
vestur í Bandarfkjunum, það er að
segja f óstureyðingar og réttur kvenna
til þess að gangast undir slíkar
aögeröir.
Sagan gerist á löngum tíma, enda
eru blaðsiðumar í bandarísku út-
gáfunni 560, og hefst frásögnin fyrir
um 100 árum. Ungur læknir setur þá
upp munaöarleysingjahæli, i Maine að
sjálfsögðu, og hann telur ekki eftir sér
að framkvæma jafnframt fóstur-
eyðingar ef haim er viss um að barnið
sé óvelkomiö og moðirin ekki fær um
að ala það upp. Einn drengjanna á
munaðarleysingjahælinu verður sér-
legur skjólstæðingur hans þar til
drengurinn, Homer Wells, fyllist and-
styggð á fóstureyðingum gamla
læknisins og hefur sig á brott. Síðan
tekur við löng og flókin frásðgn sem
hefur það að markmiði að syna Homer
f ram áaö hann hafi rangt f yrlr sér.
Að því er bandariskur gagnrýnandi
fréttaritsins Tbne segir hefur Irving
aldrei sýnt meiri hæf ileika í f léttum og
hraða frásagnarinnar. Hann hefur það
helst á móti bókinni að i henni komi
'enn og aftur fram að Irving liti á
persónur sínar sem hjálparlaus
fórnarlömb lífsins; þær fái engu ráðið
um örlög sin og.megi eigi sköpum
renna. En um leið tekur hann fram að
Eplasaf ahúsið sé hin besta skemmtun
og það var Irving svo sem lfkt.
LANDSSAMTÖK H)ARTAS)ÚKUNGA