Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 8. JUNI1985.
57
andi um krossviðarleikmyndir eins
og teiknimyndafígúrur meö armana
útrétta. Meöal þeirra sem rísa upp
eru Nábíturinn (Bela Lugosi), hin
töfrandi Nábitskona hans (Vampira,
sem á sínum tima stjórnaði miðnæt-
urþáttum i sjónvarpinu) og siðast, en
alis ekki sist, lögregluforinginn Clay
(Tor Johnson, „sænski risinn").
Eftir að hann hverfur af sjónarsvið-
inu fara lögreglumenn út i kirkju-
garðinn ógurlega til að reyna að
kveða niður ofreskjumar. Löggur
þessar eru engar smáræðismann-
vitsbrekkur: „Eitt er víst," hrópar
háttsettur lögregluforingi. „Clay
hefur verið myrtur!" og eftir að
hafa hugsað sig um nokkra stund
kemst hann að niðurstöðu sem
Sherlock Holmes hefði verið full-
sæmdur af: „Og einhver hefur gert
það!"
Einn maður getur
bjargað mannkyni
En þrátt fyrir vit i kollinum tekst
lögreglumönnunum ekki að hafa
hemi! á vaxandi óhugnaðinum og
herinn er kallaöur út. Ahorfendur fá
að sjá æðstu hershöfðingja Banda-
ríkjanna í réttu umhverfisinu; skrif-
stofa Roberts hershöfðingja er bæði
þröng og eyðileg en á skrifborði sinu
hefur hann þó einn lampa og tvo
svarta síma. Næst er brugöið upp
myndum af skriðdrekum á fuUri
ferð, eldflaugum i skotstöðu og orr-
ustuskipum á hraðri leið um heims-
höfin (allt greinilega aðkeyptar
auglýsingamyndir frá hemum) en
jafnvel þessi viöbúnaður dugar ekki.
Áhorfendur fá að fylgjast með geim-
búunum sleppa; þrir pappadiskar
endasendast um loftið.
Nú stendur aðeins einn maður
milli grafarræningjanna og marm-
kynsins, þotuflugmaðurinn Jeff Tent
sem Gregory Waleott leikur. Hann
heldur af stað ásamt f élaga sinum til
að eyða óvinunum en áður en hann
fer kveður hann konu sina (Monu
McKinnon) á afar eftirminnilegan
hátt.
„Ég hef þó koddann
þinn"
Hún: Farðu varlega. Hafðu ekki
áhyggjurafmér.
Hann: Æ, þú ert það eina sem ég
hef áhyggjur af. Gleymum þessum
fljúgandi diskum. Þeir eru þama
uppi! En það er eitthvað úti i kirkju-
garöinum — og hann er ofnálægttil
að mér sé r ótt.
Hún: Diskarnir eru þarna uppi —
og kirkjugarðurinn er þarna útl. En
ég verð læst þarna inni (bendir á
svefnherbergið). Núna. Faröu nú út i
bláinn.
Hann: Þú lofar að læsa að þér
undireins?
Hún: Eg lofa því. Auk þess— verð
ég komin i rúmið éður en hálftími er
liðinn. Með koddann þinn við hliðina
ámér.
Hann: Koddann minn?
Hún: Nú, eitthvað verð ég að hafa
til að halda mér félagsskap þegar þú
ertfarinn!
En þvi miður gleymir eiginkonan
alveg að læsa að sér og þegar
zombiinn Tor Johnson ris úr gröf
sinni líkastur flóðhesti að koma úr
kaf i er hún honum auðveld bráð.
Geimbúar og draugar
kýldir f klessu
Orrustuvöllurinn hefur nú verið
markaður. Annars vegar eru geim-
búarnir og nábítarnir fylgisdraugar
þeirra sem halda ungfrú McKinnon
f anginni í geimskipinu; hins vegar er
Jeff Trent. Til þess að bjarga kon-
unni sem hann elskar og mannkyni
öllu um leið upphugsar Trent flókna
og hugmyndarika áætlun: hann ætl-
ar að ráðast um borð í geimskipið og
kýla óvinina í klessu. Og það gerir
hann. Þó geimbúarnir búi yfir nægri
tækni til þess að vekja þá dauðu til
lífsins eiga þeir greinilega enga vörn
gegn snöggu hægri handar höggi. Er-
os er sleginn í hel og um leið kviknar
í geimskipinu af einhverjum ástæð-
um. Trent og kona hans sleppa burt í
tæka tið en geimskipið brennur til
kaldra kola á flóttanum. Mannkyni
erborgiðibili.
Og nú birtist Criswell aftur á tjald-
inu og mælir alvarlegur á svip: „Vin-
ir minir, það sem þið hafið séð er
99
Versta
kvikmyiicl
allra tima"
Hún hefur þó alltaf koddann hans. Mona McKinnon og Gregory
Walcott I hlutverkum sínum.
Innrásarmennimir úr geimnum fara yfir rullumar slnar ásamt
sögumanninum, hinum ógleymanlega miðli og spámanni Criswell
(sitjandi).
Ekki fundum viö nsegilega góflar myndir af snillingnum Edward
Wood. Hór sést hann þó lengst til hægri og með honum eru þrjár
leikkonur og sjálfur Bela Lugosi sem lauk frœgum ferli á heidur
óhrjálegan hátt I myndum Woods.
byggt á eiðsvörnum framburði." Og
bætir svo við, sannfærandi: „Getið
þið sannað að þetta hafi ekki gerst?
Guð hjálpi okkur í f ramtíðinni!"
Áætíun tíu á leiðinni?
Criswell þessi er áreiðanlegur
maður svo það er eins gott að trúa
honum. Hann spáði þvi á sinum tfma
að 1973 yrðu fjölmargar borgir
Ameriku byggðar kynviUingum ein-
göngu; að í mars 1976 myndi Banda-
rfkjastjórn gefa indiánum næstum
allt fylkið Nýju Mexfkó; að árið 1982
myndi mannát f ærast i tisku i f ylkinu
Pennsylvaníu; að skyndileg skalla-
plága myndi geisa meðal kvenna i
Missouri árið 1983; og loks að ein-
hvem tíma á þessum áratug muni
verða haldin ráðstefna helstu vits-
munavera innan sólkerfisins i Las
Vegas. Þar munu mæta fulltrúar
Mars, Venusar, Neptúnusar, tungls-
ins' og Bandarfkjanna. Ekki gat
„miðillinn" þess i spádómi sinum
hvort þau Eros og Tanna yrðu meðal
þátttakenda. Kannski þau séu of önn-
um kafin við að setja saman Aætlun
tlu...
Sami veggurinn
notaður þrisvar
Burtséð frá sjálfum söguþræðin-
um er Aætlun niu utan úr geimnum
snilldarleg að hér um bil öliu öðru
leyti. Eins og vant er í myndum
Woods er tæknivinnan til dæmis á
mjög háu plani. Pappadiskunum
fylgir jafnan ljósgeisli frá vasaljósi
og einn og sami veggurinn er notaður
á mjög hugmyndarikan hátt til þess
að túlka allt i senn: stjórnklefa flug-
véiar, stjórnklefa fljúgandi disks og
meira að segja himininn fyrir ofan
kirkjugarðinn. Jafnvel mjög óathug-
sugunnar. Leikstjórinn klæddi
Lugosi i gamla Drakúlabúninginn
sinn og i tvo daga f ilmaði Wood hann
á heimili hans. Myndavélarnar
sýndu Lugosi bramboltast gegnum
dyr og rangla siðan út í gönguferð.
Heilar 30 sekúndur eru til af Lugosi
þar sem hann læðupokast illúðiegur
bakviðtré.
Gerólíkur tvífari Lugonis
Þvi miður gerði Lugosi vini sinum
þann grikk að detta niður dauður
eftir þessa efnilegu byrjun. Gröf
blóðsugunnar féll því um sjálfa sig
en nokkrum árum síðar fékk Wood
þá bráðsnjöllu hugmynd að nota
fUmubútana sem til voru i nýja
mynd: Aætlun niu utan úr geimnum.
Hann réð annan mann til að fylla upp
i hlutverk Lugosis og skipaði honum
að hakla svartri slá jafnan fyrir and-
Uti sinu svo engan myndi gruna neitt.
Fyrir Wood var það algert auka-
atriöi aö þessi tvífari Lugosis var
sjónarmun hærri og mun ljosari á
hár en hinn burtsofnaði Drakúla.
Síðan var myndin auglýst sem „síð-
asta mynd hins mikla Bela Lugosis"
þó hann sjálfur sjáist ekki á tjaldinu
nema i tæpar tvær minútur.
Aðrir lefkarar standa sig með
mfkUU prýði, miðað við myndir
Edward D. Woods yngra. Þaö er að
segja, þeir eru allir öldungis ómögu-
legir og sumir eiga meira að segja
erfitt með að taka hlutverkin alvar-
lega. Og lái þeim hver sem viU.
„Það er skrýtið að
búa á jörðinni"
Að siðustu skal þess getiö að skáld-
gáfa Woods var upp á sitt besta um
það bil sem hann gerði Aætlun niu
utan úr geimnum. Samtök leikara i
Wood náði ekki að taka upp nema tvœr minútur af leik Bela Lugosis. Þá
gerði gamla Drakúlastjarnan Wood þann grikk að detta niður dauð.
Tor Johnson er risinn upp f rá dauðum og ögnar hér hinni elskulegu
Monu McKinnon.
ulir áhorfendur munu taka eftir því
að húsgögnin á verönd Trenthjón-
' anna eru þau sömu og inni i svefn-
' herbergi.
Kirkjugarðssenumar eru kapítuli
út af fyrir sig. Kynngimagnað
andrúmsloftið helgast ekki sist af
nokkrum dauðum trjágreinum og
legsteinum úr kross viði. I einni senu,
sem Wood sá vitanlega enga ástæöu
ttt að klippa burt, s já áhorfendur lög-
regluþjón óviljandi velta einum
þeirra um koU. Fyrir ofan má svo sjá
ljóskastarana sem lýsa upp sviöið.
Bela Lugosi
læðupokast bak við tró
Lýsingin var raunar nokkur
höfuðverkur fyrir Wood. Þannig er
það einu sinni sýnt þegar ungfrú
McKinnon flýr skelfinga lostin úr
kirkjugarðinum um miðaftansbU og
beint út á þjóðveg þar sem er hádegi.
Þetta gerist nokkrum sinnum í
myndinni. Aðdáendur Woods segja
þetta einungis til marks um það
hversu ótfmabundið listaverk mynd-
insé.
Bela Lugosi og tvifari hans valda
áhorfendum lfka oft töluverðum
heUabrotum. Þessi frægi Drakúla-
leikari var um þetta lcyti orðinn f or-
faUinn róni og dópisti eins og s]á má
af því að hann var lentur i félagsskap
Woods og furðudýranna hans. Hann
haiði leikið i nokkrum mynda Woods
og 1955 hugðist Wood fá hann til að
leika í mynd sem heita átti Gröf blóð-
flestum öðrum myndum verða flat-
neskjulegt pip miðað við það hug-
myndaflug, ljoðrænu og heimspeki-
legt innsæi sem Wood lagði persón-
um sinum í munn. I myndinni Glen
eða Glenda lætúr hann tU dæmis
„sálfræðinginn" (Timothy Farrell)
halda eftirfarandi einræðu um
vandamál tilvistar mannsins é jörð-
inni:
„Það er skrýtið að búa á jörðinni.
AUir þessir bilar! Allir á leiðinni eitt-
hvað! AlUr með fólk innanborðs sem
er að Ufa lífinu! En lifið — jafnvel þó
breytingamar séu hægar — heldur
áfrara"
Þetta er vart hægt að orða betur.
Og eins og öll sönn skáld lét Wood
fáfengUeg smáatriði eins og skýr-
leika eða máltilf inningu, hvað þá rétt
mál, ekki hindra sig. Klassiskt dæmi
um þetta er einmitt úr Aætlun niu
utan úr geimnum. Tveir lögreglu-
menn fá tækifæri til þess að mæla
f ram þessar djörf u replikkur:
Fyrsta lögga: Fékkstu eitthvað
uppúrhenni?
Seinni lögga: Hún var að visu
hrædd og hafði orðið fyrir áfalU. En
gleymdu þvi ekki að hún hafði rifið
náttkjólinn sinn og var með skrám-
aða f ætur.
Fyrsta lögga: Ja, mér hafði ekki
dottiðþaðíhug.
Það hef ði heldur engum nema Ed-
ward D. Wood yngri dottið í hug að
búa til kvfkmynd eins og Aætlun niu
utan úr geimnum...
-IJ tóksaman.