Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 8. JUNI1985. 59 Árið 1901 tóku nokkrir Parísarbúar sig saman og buðust til að greiða hverjum þeim manni verðlaun sem yrði fyrstur til þess að komast í samband við geimverur. Það var sérstaklega tekið fram í boði þessu að Marsbúar teldust ekki með, þar serri það væri aðeins tímaspursmál hvenær þeir kæmu í heimsókn til jarðar. Nú er það ekki fjarlægur draumur að fyrstu Marsbúarnir verði ættaðir frá jörðunni. Nú virðist könnun geimsins ætla að taka nýtt stökk. Sovétmenn undirbúa að senda mannlaus könnunarför til Mars. Og Bandaríkjamenn hugleiða frekari rannsóknir á geimnum. langt og erfitt hindrunarhlaup ingaöflun og félagslegan og pólitískan undirbúning ferðar til Mars. Síðan ráöstefnan var haldin, hefur hugmyndum um könnun Mars vaxiö mjög fylgi. Að hluta til stafar það af góðum árangri NASA á siðustu árum en einnig af öörum orsökum. Jarðfræö- ingar hafa fundið loftstein sem Ifklega er kominn frá Mars. Hið virta Plánetu- félag, undir stjórn Carl Sagan, hefur lengi ef ast um gildi mannaðra könnun- arleiðangra um geiminn en hefur nú lagt þær ef asemdir til hliöar og styrkir nú svokallaða Mars-stofnun sem gengst fyrlr umræðum og rannsóknum sem teng jast hugsanlegri ferð til Mars. Stuðningur i Washington hefur auk- ist líka. Bandaríska þingið hefur sam- þykkt fjárframlög til byggingar gervi- tungls, sem setja skal á braut um Mars. Nýjustu skýrslur sýna að mann- laust geimfar gæti komist til Mars og snúið aftur með jarðvegssýnishorn fyr- ir aldamót en siík f erð myndi kosta tvo milljarða dollara. En það er f jarri því að menn séu á einu máli um ferðir til Mars. F jöldi vLs- indamanna og geimfara vilja láta raunverulegt landnám á tunglinu ganga fyrir öðrum verkefnum. Og ef markmiðið er það að koma upp rann- sóknaraðstöðu til frambúðar, annars- staðar en á jörðinni, hefur tunglið ýmsa kosti. Þangað er styttra en til Mars, það er auðveldara að koma þangað birgðum og vísindalegt gildi rannsókna þar er óefað. En þegar allt kemur til alls kann landnám á Mars að þykja áhugaverð- ara verkefni. Arthur C. Clarke, rithöf- undur og vlsindamaður, segir að þó tunglið sé eðlilegur áfangi á braut geimkönnunar, sé það þð í raun aöeins eyja, skammt undan strönd jarðar. En Mars, sem er reikistjarna og nærri þvi jaf nstór og jörðin, er fyrsti nýi heimur- inn sem manninum býðst að sigrast á. Landnám á tunglinu þarf ekki að rekast á við könnun á Mars. Tækni- kunnátta sem fengist við landnám á tunglinu myndi nýtast vel á Mars. Sovétmenn undirbúa En svo viröist sem öflugasti hvatinn til könnunar á Mars komi frá Sovét- ríkjunum. Sovéskir geimfarar hafa farið i lengri geimferðir en bandarísk- ir. Valeriy Ryumin hefur farið i tvær sex mánaða geimferðir i röð. Ferðin til Mars tæki tíu mánuði. Þá má benda á að Sovétmenn hafa byggt nýja geimflaug sem kölluð er Saturnski. Sovéskir vísindamenn spá þvi aö innan tíðar muni þeir smíða þrepskiptar flaugar þar sem efri þrep- in verði kjarnorkuknúin. (NASA hætti við undirbúning slíkra flauga 1973.) Og Sovétmenn undirbua nú smiði tveggja tegunda geimskutlna. Önnur á að verða lítil flaug fyrir tvo farþega en hin yrði á stærð við bandarisku geim- skutluna. Sovéskir vísindamenn hafa einnig kynnt framfarir sem oröið hafa í að- búnaði geimfara. Þeir munu hafa með- ferðis plöntur í geimferðum, sem myndu bæði sjá geimförum fyrir súr- efni og fæði. Slfks aðbúnaöar er aðeins þörf ef f ara á f erðir til Mars eða aðrar svipaðar vegalengdir. Eftir þessum undirbúningi að dæma má búast við að * Sovétmenn sendi mönnuð geimför til Mars um aldamðt, og manni stöðvar á plánetunni skömmu siðar. Þessar framfarir i geimf erðatækni Sovétmanna hafa orðið til þess að NASA sýnir nú hugmyndum um ferðir tilMarsáhuga. Mönnuð för nauðsynleg Það er nauðsynlegt að senda mönnuð geimför til Mars, ef tryggja á næga gagnaöflun. Menn eru mun fljótari að vinna en vélmenni eins og samanburð- ur sýnir. Hefði Appollo 15 geimfarið verið skipaö vélmennum heföi það tek- ið fimm mánuði að safna upplýsingum og sýnum, sem geimfararnir náðu á átta tíinuni. Ferðalagið til Mars yrði tiltölulega einfalt. Miðað við hefðbundna geim- flaugahönnun, er hægt að senda geim- far frá jörðu til Mars á u.þ.b. tveggja ára fresti, þegar innbyrðis afstaða reikistjarnanna er rétt. Ferðin tæki um tiu mánuði, og síðan þyrfti geim- farið að bíða á sporbaug um plánetuna þar til innbyrðis afstaða plánetanna hentaði fyrir ferðina til baka. Ferðin f ram og aftur tæki því tvö til þrjú ár. Þessi bið gefur tima til þess að stunda rannsóknir. Niðurstaða sér- fræðinga er sú að til þess að stunda rannsóknir þurfi varanlega rannsókn- araðstöðu á yfirborði plánetunnar. Fyrstu Marsfararnir hefðu það hlut- verk að koma rannsóknarstofunni upp fyrir þá sem kæmu siðar. En vegalengdin milli jarðar og Mars kostar það að geimfarið sem notað yrði, þyrfti að vera mun stærra en tunglförin voru. Flutningsgeta yrði lfka að vera meiri því flytja þyrfti til- búnar rannsóknarstofur. Apollo geim- förin vðgu um 100 tonri. Geimfar full- búið til Mars-ferðar myndi vega um 1000 tonn og þyngdin yrði að mestu eldsneyti. Þessi þyngd er langt um- fram þao sem NASA-sérf ræðingar sjá fyrir að hægt verði að koma i loftið, jafnvel á næstu öld. Ahugamenn um könnun Mars hafa þvi einbeitt sér að því að finna leiðir til þess að draga úr þessari þyngd. Þeir hafa bent á ýmsar leiðir og flestar miðast við að nýta að- stæður á Mars. 1 fyrsta lagi má benda á að andrúms- loft á Mars, sem samanstendur af kol- tvisýringi, köfnunarefni, argon og vatnsgufu, er góð uppspretta súrefnis og vatns. Þar að auki eru ishetturnar á pólum plánetunnar að hluta úr vatni og sumir visindamenn telja að vatn sé einnig undir yfirborði plánetunnar, frosið. Plöntur myndu fá gnægð koltví- sýrings. Eldsneytisstöðvar Mars myndi lfka bjóða upp á gnægð eldsneytis. Finnist orkugjafi má skilja að súrefni og vetni i vatnssameindum og þar með fengist eldsneyti til heim- ferðarinnar. Ef fara á hringferð milli plánetanna eru það eldsneytisbirgðirn- ar sem ráða stærð geimfarsins. Ef ekki þarf að bera allar eldsneytisbirgðir meðfráupphafi breytir það öllu. En slíkur ávinningur fengist ekki frítt. Þessi hugmynd hefur því aðeins hagnýtt gildi, að tækin sem þarf til þess að kljúf a vatnssameindir séu mun léttari en eldsneytið sem ella þyrfti. En ef slfk tæki yrðu hluti af varanlegri stöð á yfirborði plánetunnar yrði ávinningurinn stórkostlegur. önnur hugmynd, sem sett hef ur ver- ið fram, er sú að senda tvö geimför. Fjórir geimfarar yrðu i öðru farinu, sem héldi til Mars og lenti. Hitt geim- farið væri mannlaust og færi á spor- baug umhverfis Mars. Þegar geimfar- arnir hefðu lokið rannsóknum sínum færu þeir með lítilli geimskutlu upp í seinna farið, og héldu heimleiðis. Aðrir haf a lagt til að f yrstu geimfar- arnir iil Mars lendi ekki á plánetunni sjálfri heldur á tunglum hennar, Phob- os og Deimos. Kosturinn við tunglin er sá að þau eru talin vera 20% vatn og mætti því nota þau sem eldsneytis- brigðir. Auk þess að nýta vatnið sem eldsneyti myndi það einnig þýða að geimfarar þyrftu að hafa minna súr- efni og vatn meðferðis frá jörðu. Það mætti jafnvel senda vatn frá Phobos til tunglsins þar sem lítið sem ekkert vatn er að finna. Fyrir þann kostnað, sem fylgdi þvi að senda einn lítra af vatni frá jörðu til tunglsins, mætti senda f jóra lítra vatns frá Phob- ositiltunglsins. Lífkerfi Sovétmenn hafa mikinn áhuga á tunglum Mars. Þeir munu halda áf ram rannsóknum sínum á Mars með tveim geimskotum 1988. Tilgangur þeirra skota er sá að koma ómönnuðum för- um til Phobos og kanna það. En áður en hægt er að senda mannað geimfar til Mars þarf að fullkomna nauðsynlegt lifkerfi í geimskipunum. Til þessa hefur verið gengið út frá því að ferðalög til Mars krefðust lok- aðra lifkerfa með stöðugri endurnýt- ' ingu vatns og lofts en unnið er að upp- byggingu slíkra kerfa vegna fyrirhug- aðra geimstöðva. Slíkt kerfi er þó ekki endilega nauðsynlegt fyrir geimstöð nærri jörðu sem fengi birgðir sendar þaðan. En fyrir ferð til Mars er það bráðnauðsynlegt. Vandinn er sá, að geimstöðvaráætl- un NASA, er miðuð við að rannsókna- og hönnunarkostnaður verði ekki meiri en 8 milljarðar dollara. Rannsóknir og hönnun á lokuðu lífkerfi yrðu mjög dýrar og vegna þess að kostnaður við að koma geimstöðinni á braut um jörðu og halda henni við er ekki talinn í þessum átta milljörðum er líklegt aö NASA velji þann kostinn að halda uppi flutningum á vatni og súrefni tU stöðv- arinnar. Þó eru rannsóknir á lokuðum lífkerfum forsenda fyrir lengri könn- unarferðum um geiminn, svo sem tU Mars, og einnig fyrir því sem margir telja nærtækari möguleika, nefniiega byggingu stöðvar á yf irborði tunglsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.