Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR 21. JUN! 1985. 3 Tugur erlendra sjónvarpsstöðva næst á íslandi Bylting í sjónvarpsmálum Islend- inga er framundan. I versluninni Hljómbæ við Hverfisgötu má sjá for- smekkinn. Loftnet á þakinu gerir Hljómbæjarmönnum kleift að ná niu erlendum sjónvarpsstöðvum í gegnum gervihnöttinn EGS-1, sem er eign Efnahagsbandalags Evrópu. I október i haust verður hægt að kaupa i verslunum hérlendis búnað til að taka á móti gervihnattasendingum. Taliö er að ódýrasti búnaðurinn, sem er ætlaður einstaklingum, muni kosta innan viö 200 þúsund krónur. Þrátt fyrir einkarétt Ríkisútvarps- ins hefur ekkert getað hindrað Islend- inga i að hlusta á erlendar útvarps- stöövar i áratugi. Fátt virðist nú geta komiö í veg fyrir að innan fárra mán- aða stilli Islendingar s jónvörp sín inn á erlendar s jónvarpsstöðvar. Það getum við þakkaö gervihnettin- um ECS-1 sem einnig gengur undir nafninu Eutelsat. Gervihnötturinn er i 35 þúsund kílómetra hæð yfir miðri Afríku og sendir sjónvarpsgeislann norður til Evrópu. Island er í útjaðri geislans. Skýrmyndí Reykjavík Hljómbæjarmenn ná mjög skýrri mynd frá gervihnettinum með loftneti sem er þrír metrar í þvermál. Þeir ætla næst að gera tilraun með 1,8 metra loftnet sem er mun ódýrara. Gervihnattageislinn er sterkastur á suðausturhorni landsins en veikari norðvestanlands. Vestfirðingar ættu þó ekki aö eiga í erfiðleikum með að ná sendingu hnattarins, þyrftu hugsan- lega aöeins stærri loftnet en Austfirð- ingar. Kostnaöur við að ná sendingunni frá ECS-gervihnettinum veröur á bilinu 200 þúsund til 500 þúsund krónur með tollum hérlendis, eftir því hversu mik- inn búnað menn þurfa. Tíu aðilar hérlendis hafa þegar pant- að móttökubúnað. Meðal þeirra eru Hótel Holt og kapalsjónvarpsstöðin í Oiafsvík. Telja má ólíklegt að venjuleg islensk heimili muni almennt kaupa sér eigin móttökubúnað. Líklegra er að ná- grannar sameinist um slik kaup. Sveit- arfélög, kapalkerfi og hótel verða trú- lega með f yrstu kaupendum. Lesandinn spyr sjálfsagt margra spuminga: Eru einhver lög sem banna þetta? Þarf að borga afnotagjald? Lögin á reiki I Evrópu eru viða ströng lög um mót- töku gervihnattasendinga. I Sviþjóð til dæmis eru þó engin Iög sem banna slíka móttöku. Fleiri Evrópuþjóðir ætla að feta í fótspor Svia og losa um hömlur af þessu tagi. I Svíþjóð má þó ekki leggja kapalkerfi út frá móttöku- skermi. Nýju útvarpslögin segja ekkert um móttöku á s jónvarpsefni utan úr geiml Frumvarp að nýjum f jarskiptalögum, sem nú er verið að semja í ráðuneyt- um, mun væntanlega taka á þessu máli. Það biður þvi Alþingis að móta stefnuna. Stjómvöld hafa enga athugasemd gert við móttökuskerm Hljómbæjar. Póstur og simi kvartaði á sínum tima undan skermi sovéska sendiráðsins á þeim forsendum að hann gæti truflaö önnur fjarskipti. Hljómbæjarmenn segja sinn skerm hins vegar fjarri öðr- um tíðnum. Auk þess er hann einvörð- ungu til móttöku geisla. Ekkert afnotagjald Síðari spumingin var um afnota- gjald. Því er til að svara að af niu sjón- varpsrásum i ECS-gervihnettinum em sjö án afnotagjalds. Þær em reknar á auglýsingatekjum. Hinar tvær stöðvamar em tmflaðar. Til að losna við truflanimar verða menn að kaupa sér sérstakt tæki og greiða fyrir það afnotagjald. Báðar þessar stöðvar hafa hins vegar ákveðið að hætta þessu truflunarfyrirkomulagi innan eins árs. Eftir það geta menn séð allar rásimar án þess að greiöa afnota- gjald en verða í staðinn að þoia það að auglýsingum sé skotið af og til inn í dagskrána. Stöðvamar i ECS-gervihnettinum eru sem stendur níu talsins en verða orðnar ellefu síðar á árinu. Þær em: 1. Sky Channel. Hún er bresk og sendir út kvikmyndir, framhalds- myndaflokka og tónlistarþætti tiu tima á dag. 2. Music Box. Hún sendir eingöngu út popptónlistarþætti i átján tíma á sólarhring. 3. SAT-1. V-þýsk stöð sem sendir út afþreyingar- og skemmtiefni á þýsku í ellefu tima á dag. 4. 3-SAT. V-þýsk stöð sem sendir út léttmeti i sex stundir á dag. Loftnet af þessari stœrfl ætti að geta dugað á Íslandi til að ná tug erlendra sjónvarpsstöðva. Og það kostar minna en bílverfl. 5. TV-5. Frönsk stöð sem sendir út af- þreyingar- og menningardagskrá í þrjár stundir á dag. 6. EBNET. Norsk stöð sem sendir út trúarlegt efni á ýmsum tungumál- umiþrjátimaádag. 7. FllmNet. Sænsk stöð sem sendir út kvikmyndir með sænskum texta i átta stundir á dag. 8. Olympus. Samevrópsk stöö á mörgum tungumálum með skemmti-, frétta- og öðru menning- arefni í sex stundir á dag. 9. RAI. Rás eitt í ítalska ríkissjón- varpinu í tólf stundir á dag. 10. Paysat. Svissnesk stöð á þýsku og frönsku með kvikmyndum í fimm stundir á dag. 11. RTL-Plus. Lúxemborgísk stöð, með léttmeti á ensku, þýsku og frönsku í sjö stundir á dag. Eins og sjá má er úr mörgu að velja. Og það eru fleiri gervihnettir úti í geimnum, til dæmis tveir Intelsat- hnettir sem ættu að nást á Islandi. Til þess þarf þó mun dýrari tæknibúnað en þarf til aö ná ECS-hnettinum. Aður en menn kaupa sér loftnet og beina því að ECS-hnettinum er ráð- legra að sækja um formlegt leyfi til sjónvarpsstöðvanna. Hljómbær býðst til að hafa miiligöngu um það. Að lokum skal þess getið að í Svíþjóð eru um sjö þúsund einstaklingar búnir að kaupa sér búnaö til móttöku gervi- hnattasendinga. I Bandaríkjunum er ein milljón fjölskyldna komin með móttökuskerm, ýmist á þakið hjá sér eðaútiígarði. -KMU. Landlæknir varar við tóbaki: ÞÆR MERKTU ERU KOMNAR —sex mismunandi merkingar á sígarettupökkunum „Árlega deyja hundruð Islendinga af völdum reykinga. Landlæknir.” Þessi vamaðarorð mátti lesa á sígarettupökkum Gold Coast sem sett- ir vom i verslanir i gær. Þetta voru fyrstu pakkamir með varúöarorðum landlæknis en sem kunnugt er kváðu lögin um reykinga- varnir, sem gengu í gildi um áramót, á um að allir sígarettupakkar yrðu að vera merktir slíkum varúðarorðum. Alls eru um 6 mismunandi slagorö og merkingar á pökkunum og í 6 mismun- andi litum. Sem dæmi um önnur varúöarorðeru: „Hlifum bömum við tóbaksreyk.” „Reykingar á meðgöngutíma ógna heilbrigði móður og barns.” „Ef þú hættir aö reykja bætir þú heilsu þina og lífshorfur.” Lögin kveða á um það aö frá 1. júli verði allt tóbak sem flutt er inn að vera merkt varúðarorðum landlæknis. Þannig verða umbúðir neftóbaks, munntóbakaks (skro) og vindla. Mjög heitar umræður urðu um varúðarorð landlæknis á umbúðum tóbaks. Þannig sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra að hann sæi ekki ástæðu til aö ATVR værí aö selja þjóðinni tóbak fyrst það væri svo skaölegt heilsu manna. I lokin má geta þess að Reynolds fyrírtækið bandaríska áætlar aö kostnaður þess vegna merkinganna verði um 250 þúsund dollarar á ári eða rúmlega 10 milljóniríslenskar. -JGH. Fyrstu sigarettupakkarnir merktir varúðarorðum landlæknis komu i verslanir i gær. „Árlega deyja hundruð Íslendinga af völdum reykinga," stendur á honum þess- um. DV-myndir: Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.