Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Qupperneq 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1985.
Krafa ríkissaksóknara í Skaf tamálinu í Hæstarétti:
LÖGREGLUMENNIRNIR FÁI
ÞYNGSTU REFSINGU
„Ríkissaksóknara er skylt aö áfrýja
þessum dómi til Hæstaréttar. Þaö er
sérstök ástæöa til aö áfrýja ef maöur
er ranglega sýknaður,” sagöi Þóröur
Bjömsson ríkissaksóknari i upphafi
málflutnings i svokölluðu Skaftamáli
sem hófst í Hæstarétti í gær. Krefst
ríkissaksóknari aö lögreglumennirnir
sem handtóku Skafta Jónsson fái
þyngstu refsingu fyrir ólöglega hand-
töku og lfkamsmeiöingar. Þeir voru
sýknaöir í Sakadómi Reykjavíkur á
síöasta ári.
Máisatvik voru þau að Skafti
Jónsson blaöamaöur var að skemmta
sér ásamt eiginkonu og vinum í
Þjóðleikhúskjallaranum þann 27.
nóvember 1983. Fundust ekki yfir-
hafnir sem hann var að sækja í fata-
henginu. Fékk Skafti að fara inn fyrir
boröiö og leita. Kom dyravöröur
aövifandi og ber Skafti aö hann hafi
gripið í öxl sér og spurt dónalega hvað
hann væri aö gera. Dyravöröurinn
segir hins vegar aö Skafti hafi stokkiö
fram fyrir borðiö og ráðist á sig. Segir
hann Skafta hafa veriö æstan og meö
ólæti. Hringdi dyravöröurinn á lög-
regluna og læsti húsinu til að hindra aö
Skafti kæmist út. Vitni sem voru við
fatahengiö þegar þetta gerðist segja að
Skafti hafi komið vel fram og ekki hafi
séð á honum áfengi.
Á leið heim
Vitni í fatahenginu segja einnig aö
þegar lögreglumennina hafi borið aö
hafi þeir veriö hranalegir við Skafta og
ekki útskýrt fyrir honum hvers vegna
hann ætti aö koma meö þeim. Var
Skafti á leiö heim ásamt konu sinni og
vinkonu þeirra hjóna þegar lögregluna
bar aö. Neitaði Skafti að fara á lög-
reglustöðina og var færður í handjám
þegar hann veitti mótspyrnu.
I vitnisburði eins lögreglumannana
kemur fram að þeir hafi ekki vitaö
hvert var tilefni upphaflegra afskipta
af Skafta. Hafi þeir ekki ákveðið aö
handtaka hann fyrr en þeir komu í
Kjallarann. Ekki hafi legið ljóst fyrir
tilebii handtökunnar fyrr en komiö var
á lögreglustöðina.
Skafti segir lögreglumennina hafa
hent sér með hendur í jámum inn í
lögreglubílinn sem stóö fyrir utan.
Hafi hann orðið öskureiður og mótmælt
þessari meöferö á sér. Einn lögreglu-
Málf lutningi haldið áf ram í dag
mannanna hélt Skafta föstum aftan i
bílnum með því að styöja hnefanum í
bakið á honum. Segir Skafti aö
lögreglumaöurinn hafi ítrekaö þrifið í
hárið á sér og keyrt höfuðiö niöur f
gólf. Fékk Skafti blóðnasir og
myndaöist blóöpollur á gólfi bif-
reiðarinnar. Kona Skafta sem fór meö
í lögreglubílnum ásamt vinkonu þeirra
staðfestir þetta. Þórður Bjömsson
ríkissaksóknari sagði i gær aö „þaö
hafi veriö gæfa þessara kvenna aö
mæla ekki orð frá munni í lög-
reglubílnum. Annars hefðu þær einnig
getaö átt það á hættu aö verða hand-
samaöar.” Lögreglumaðurinn segir aö
erfitt hafi verið aö koma Skafta inn í
bílinn þvi hann hafi veitt alla
mögulega mótspymu. Neitar hann aö
hafá meitt Skafta viljandi i bílnum og
segist hafa haldiö í aftanveröan jakka-
kraga Skafta og haldiö honum föstum
með því aö styöja hnefanum í bak hans
en aldrei rifiö í hárið á honum. Segir
hann aö þaö hafi verið nauösynlegt
fyrir lögregluna að beita nokkru
haröræöi, öömvisi hafi ekki veriö hægt
aö vinna verkiö. Um roða og marbletti
sem komu fram á hársveröi Skafta
segir lögreglumaöurinn að þaö hafi
hvarflaö aö honum aö Skafti hafi veitt
sér þá áverica sjálfur.
Salemispappír á
lögreglustöðinni
Þegar komiö var á lögreglustööina
viö Hverfisgötu vildi Skafti fara út úr
bílnum af sjálfsdáöum. Segir Skafti aö
í stað þess hafi lögreglumennirnir
dregið hann á fótunum út úr
bifreiðinni. Hafi bringa hans og andlit
dregist eftir bílgólfinu. Rikissak-
sóknari sagði i Hæstarétti i gær aö
aöstoðarvarðstjórinn sem tók á móti
Skafta alblóðugum hafi ekki talið það
forsvaranlegt aö færa Skafta á slysa-
varöstofuna vegna þess hvernig Skafti
heföi hagað sér við komuna á lög-
reglustöðina. Hafi hann i staöinn gefiö
fyrirmæli um að sækja saiemispappir
til aö þurrka blóðið framan úr Skafta.
„Eg hef aldrei heyrt þess getið aö
salernispappír væri notaöur í þessu
skyni á lögreglustööinni,” sagði
ríkissaksóknari í Hæstarétti i gær.
Skafti var látinn laus um nóttina og
fór hann næsta morgun á Slysa-
varðstofuna og lét gera aö meiðslum
sínum. I ljós kom m.a. að hann var
nefbrotinn. Vitni segja að engir
áverkar hafi veriö sjáanlegir á andliti
Skafta er hann fór með lögreglunni.
Lögreglumennirair neita þvi aö hafa
viljandi veitt Skafta áverka af neinu
tagi.
Málflutningi verður haldiö áfram í
dag og þá taka verj endur til máls. -EH.
Þórður Björnsson rikissaksóknari flytur mál sitt fyrir Hæstarétti i gær. Innfellda myndin er af Skafta Jónssyni og má sjá andlitsáverkana sem
hann hlaut þetta kvöld. DV-mynd GVA
BJÓRINN SKIPTIR MNG-
HEIMI í MARGA FLOKKA
Sagan endalausa nefndum viö
bjórsöguna hér í þessu blaði í mars
sl. Og víst er eftir síöustu atkvæöa-
greiöslu í neöri deild í fyrrinótt aö
bjórsagan heldur áfram á Islandi.
Bjórinn er sem sagt aldeilis ekki
úr sögunni þrátt fyrir síðustu
svæfingu. Stefán Benediktsson, þing-
maöur Bandalags jafnaöarmanna,
tilkynnti i apríl sl. aö hann hefði nýtt
frumvarp tU laga i pokahorninu færi
svo að bjórfrumvarpið yrði fellt í
þinginu nú. Sú hefur orðiö raunin og
Stefán hefur lagt frumvarpið fram.
Þar er algjört bann viö bjórliki boðaö
svo og innflutningur á bjór í landið
með farmönnum og ferðamönnum.
En um 800 þúsund lítrar af bjór voru
fluttir löglega inn i landið á síöasta
ári.
Bjórmáliö hefur skipt þing-
mönnum i fylkingar. Afstaða
bindindismanna er hrein og klár,
enginn fer i grafgötur meö þaö aö
þeir eru á móti bjórnum. Svo er af-
staöa þeirra sem í hjarta sínu eru
sammála bjór en greiða honum ekki
braut i gegnum þingiö. Afstaöa þeirra
sem vilja visa málinu til þjóðarinnar
vegna þess að þeir telja stööu máls-
ins vera þess eðlis. Og svo er ein
fylkingin sem vildi vísa málinu til
þjóðaratkvæðagreiðslu en styöja
efnislega bjórfrumvarpið. I þeim
síöasta hópi eru þeir Ragnar Amalds
og Eiður Guðnason sem báöir höföu
lýst yfir efnislegum stuðningi viö
frumvarpið í efri deild. En þeir
stóðu, ásamt tveimur öðrum þing-
mönnum, aö tillögunni um þjóðarat-
kvæöagreiöslumar sem efri deild
samþykkti 11. júnl sí.
Til að halda lífi í frumvarpinu var
þjóðaratkvæðagreiðsla eini mögu-
leikinn sem eftir var þegar frum-
varpið kom til kasta neðri deildar.
En afgreiðslu efri deildar var
hafnaö. Tillögu Jóns Baldvins um
þjóðaratkvæðagreiðslu var líka
hafnaö — sem var í anda fyrri niður-
stöðu um þjóöaratkvæðagreiöslu í
neöri deild.
Tillaga Jóns Baldvins um þjóðar-
atkvæðagreiöslu fyrir 15. september
var kolfelld, 10 meö og 22 á móti. 3
greiddu ekki atkvæöi og 5 voru
fjarverandi.
Eftir tveimur þingmönnum var
haft hér í DV í gær aö flutningsmenn
bjórfrumvarpsins heföu sjálfir svæft
frumvarpið af því aö þeir felldu
tillögur hver annars. Auk tillögu
Jóns Baldvins var tillaga frá Ellert
B. Schram og Halldóri Blöndal
einnig felld. Sú var um frumvarpiö í
haustútgáfunni.
Niðurstöðumar í atkvæöa-
greiðslunum þremur sem fóm
fram í neðri deild í fyrrakvöld gefa
nokkrar vísbendingar. Líklegast
hefði tillaga þeirra Ellerts og
Halldórs veriö samþykkt ef þing-
íslenskur bjór, sem aðeins
ferðamenn á leið heim frá út-
löndum geta keypt, auk flug- og
sjómanna.
sumir sem nú sitja á þingi eru á önd-
veröri skoðun viö aöalmenn. Fjórir
stuöningsmenn bjórsins sátu hjá viö
þá atkvæðagreiöslu. En heföi sú
oröiö niðurstaðan hefði efri deild
aftur verið á annarri skoöun og sjálf-
sagt haldið viö sinn keip meö þjóöar-
atkvæöagreiösluna. Þá heföi komið
til kasta sameinaös þings, ein
umræöa. Og máliö borið þar upp til
atkvæöagreiðslu og þurft 2/3 hluta
atkvæða til aö veröa aö lögum. Sam-
kvæmt okkar niðurstööum og spám
heföu 33 þingmenn af 60 í sameinuðu
þingi samþykkt „haustbúning” bjór-
frumvarpsins og þvi heföi þaö fallið
þar.
Þjóöaratkvæðagreiösla um deilu-
máliö mikla, bjórinn, veit enginn
hvemig hefði fariö. En samkvæmt
nýlegri skoöanakönnun DV vilja um
60% þjóöarinnar bjórinn. Þvi heldur
saganáfram.
-ÞG.