Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Side 28
40 DV. FÖSTUDAGUR 21. JUNI1985. Andlát Ragnar Stefánsson fulltrúi lést 16. júni sl. Hann var fæddur 19. febrúar 1918, soniir hjónanna Stefáns Jónssonar og Eyvarar Tímótheusdóttur. Ragnar giftist Sigríöi Ernu Ástþórsdóttur, en hún lést árið 1979. Þau hjónin eign- uðust fjögur börn. Frá árinu 1950 hefur Ragnar starfað hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Otför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Ólafur Magnús Vilhjálmsson lést 16. júní sl. Hann fæddist á Akranesi 29. október 1926, sonur hjónanna Vil- hjálms Benediktssonar og Salvarar Guðmundsdóttur. Olafur lauk námi í húsasmíði og starfaði síðustu ára- tugina við Sementsverksmiðju ríkisins. Eftirlifandi eiginkona hans er Þóra Þórðardóttir. Þeim hjónum varð tveggja dætra auðiö. Otför Olafs verður gerð f rá Akraneskirkju í dag kl. 14. Blrna Björnsdóttir lést 15. júni sl. Hún fæddist á Akureyri 2. febrúar 1936, dóttir hjónanna Sigríðar Guðmunds- Ferðaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin. Eftir5til lOmínútnastanságóöum stað er lundin létt. Minnumst þess að reykingar í bílnum geta m.a. orsakaö bílveiki. UMFERÐAR Ð_______ I gærkvöldi í gærkvöldi Mikill gestagangur Það var heldur betur gestagangur á rás 1 og 2 í gærkvöldi, bæði i beinni og óbeinni útsendingu. Á rás 2 spjöiluöu þær Ragnheiöur Davíðs- dóttir og Andrea Jónsdóttir báðar við tvo karlmenn hvor í sínum þættinum og er ekkert sérstakt um þau viðtöl aö segja.bara svona la, la. I gömlu gufunni heyrði ég Magnús Einarsson rabba viö Eggert Þorleifsson, leikara, söngvara, klarinettleikara o.fl. Magnús reyndi að lífga aðeins upp á þáttinn með því að tala við tvo menn sem hafa starfað með Eggert. Þaö kom bara bærilega út, þátturinn heföi mátt vera lengri vegna þess að mér fannst oft eins og Eggert hefði ekki alveg tokið sér af þegar Magnús vildi drífa sig áfram meðviötaUð. Fréttir um tíuleytið á rás 1 fóru ekki framhjá mér, samviskusömum hlustanda í gærkvöldi. Ýmislegt var svo sem í fréttum og í tokin komu íþróttafréttir. Þar heyrðist mér ekki betur en þulan segði „Sæbjöm Guðmundsson lagði stööuna fyrir KR” í karla- boltanum. Þaö sama endurtók sig svo í frásögn af kvennaknattspym- unni þegar sagt var „Asta María Reynisdóttir lagði stöðuna fyrir Breiðablik.” Þetta hlýtur að hafa átt að vera í lagi, nema íþróttafrétta- menn Ríkisútvarpsins hafi tekið að sér aö auka fjölbreytnina i íþrótta- málinu. Ein smáviUa kannski, og ég nöldra, já, svona getur maður verið smámunasamur. Fyrst ég nöldra út af skrítnu orða- vali þá langar mig að nefna hér skondna þýðingu í sjónvarpinu um daginn í eldgömlum vestra. Þar var sagt á ensku „indian mad” — þýtt var índíana reið. Skondin þýðing og þráöbein, en ég er ekki indíana reið út af henni. Sigrún Jónsdóttir. dóttur og Björns Þóröarsonar. Birna útskrifaöist frá handavinnudeild Kennaraskólans. EftirUfandi eigin- maður hennar er Heimir Hannesson. Þeim hjónunum varð þriggja bama auðiö. Otför Birnu veröur gerö frá Bú- staðakirkjuídagkl. 15. SigurpáU Steinþórsson frá Vík i Héðinsfirði, Framnesvegi 54 Reykja- vfk, andaðist miövikudaginn 19. júni. Anna Grönfeldt, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgameskirkju laug- ardaginn22. júnikl. 13.30. Ólöf Guðmundsdóttlr, Austurvegi 8 Selfossi, er andaðist 12. júní, verður jarösungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 22. júni kl. 13.30. Tilkynningar Ráðstefna kvennalistans á Vesturlandi Kvennalistinn á Vesturlandi gengst fyrir ráöstefnu um málefni kvenna dagana 22. og 23. júni að Varmalandi í Borgarfirði. Rætt verður um stöðu kvenna í sjávarútvegi og landbúnaði á iaugardag. Skólamál í dreifbýli 5g hugmyndafræði kvennalistans verða tekin til umfjöiiunar á sunnudag. Meðal þátttak- enda verða þingkonur og brautryðjendur kvennalistans ásamt konum sem eru starf- andi í sjávarútvegi og landbúnaöi. Einnig munu foreldrar segja frá skólum í dreifbýli og tala þar af eigin reynslu og barna sinna. Ráð- stefnan hefst kl. 13 á laugardag. öllum er heimilt að sitja ráðstefnuna að hluta eða öllu leyti. Boðiö verður upp á gistiaðstöðu, fæði og bamagæslu á staðnum. Nánari uppiýsingar í sima 93-4950. IMorrænt kristilegt stúdentamót á íslandi Norrænt kristilegt stúdentamót verður haldið í Reykjavík dagana 5. til 11. ágúst í sumar. Að því standa sameiginiega kristileg stúdenta- og skólafélög á Noröurlöndunum og sér Kristilega skólahreyfingin á Islandi um skipulagningu mótsins. Aðalefni mótsins er: Kristur og vandi okkar. Verður fjallað um ýmsan vanda sem menn eiga við að et ja í daglegu lífi og afstöðu kristn- innar til hans. Á dagskrá eru biblíulestrar, erindi og hópumræður og samkomur sem opnar eru öllum á kvöldin. Ræðumenn eru frá öllum Norðurlöndunum og fer mótið fram á hinum ýmsu tungumálum Norðurlandanna og verður túlkað á íslensku og finnsku. Af ræöu- mönnum má nefan Agne Norlander og Anfin Skaaheim frá Svíþjóð og Noregi, Pekka Jokir- anta frá Finnlandi, Jens Ole Christensen frá Danmörku auk Islendinga. Fimmtudaginn 8. verður sérstök hópferð mótsgesta um Suður- land og að mótinu loknu gefst hinum erlendu gestum tækifæri til að ferðast um landið. Innritun er senn lokið og hafa nærri 200 erlendir gestir skráð sig til þátttöku og stendur nú yfir innritun Islendinga. Mótið fer fram í Neskirkju og nærliggjandi skólum. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Kristilegu skólahreyfingarinnar að Freyju- götu 27 í Reykjavík. Heyrn og tal rannsakað á Austurlandi Einar Sindrason, háls-, nef- og eymalæknir, ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og tal- meinastöðvar Islands, verður á ferð um Austurland dagana 29. júni til 9. júli 1985. Rannsökuð verður heym og tal og útveguö heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Egilsstaöir Egilsstaðir Reyðarfjörður Eskifjörður Neskaupstaður Neskaupstaður Fáskrúðsfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Höfn Homafirði Höfn Homafirði 29. júní 30. júni 1. júlí 2. júlí 3. júli 4. júli 5. júlí 6. júli 7. júlí 8. júií 9. júlí Tekið á móti tímapöntunum á viökomandi heiisugæslustöð og er fóiki bent á að panta tíma sem fyrst. Tónlistarskólanum í Reykjavík slitið Tónlistarskólanum í Reykjavík var slitiö föstudaginn 31. maí sl. viö hátíölega athöfn í Háteigskirkju. Skólastjóri, Jón Nordal, flutti ræöu og afhenti burtfararprófsnemendum skírteini sín. Gamlir nemendur skólans og nokkrir kennarar léku Oktett í Es-dúr eftir Mendelssohn. Aö þessu sinni voru 23 nemend- ur brautskráöir frá skólanum. Skólastarfiö hefur veriö afar fjölbreytt í vetur. Fjöldi tón- leika var mikill bæöi innan skólans og utan, góöir gestir komu í heimsókn og héldu nám- skeiö sem vöktu ánægju og komu aö gagni fyrir nemendur og kennara. Kjarvalsstaðir Á morgun, laugardag, kl. 14.00 opnar Elías B. Halldórsson sýningu á 80—90 olíumálverkum í vestursal Kjarvalsstaöa. Sýningin veröur opin daglega frá kl. 14—22 og stendur til 7. júlí. Undirskriftasöfnun undir friðarávarp Friðarhreyfing íslenskra kvenna, í samvinnu viö '85 nefndina, gengst fyrir geysivíðtækri undirskriftasöfnun í júní undir friðarávarp islenskra kvenna. Sjálfboðaliðar eru hvattir til að hafa samband við miðstöö Friðarhreyf- ingarinnar sem hefur aðsetur á Hallveigar- stöðum, Túngötu 14 (gengið inn frá öldu- götu), Reykjavík. Siminn er 91-24800. Frá landsgildisþingi St. Georgsgildanna á íslandi 1985 St. Georgsgildin á Islandi héldu Landsgildis- þing hinn 4. maí sl. í Hafnarfirði. St. Georgs- gildin eru nú orðin sex talsins. Tvö ný gildi, Straumur í Reykjavík og Blönduóssgildi hafa bæst í hópinn en fyrir voru gildi í Reykjavík,, Hafnarfirði, Akureyri og Keflavík. Markmiö St. Georgsgildanna á Islandi er að gera að veruleika kjörorðið Eitt sinn skáti á- vallt skáti. Þetta gerir hreyfingin með því að vera tengiliður til eflingar sambandi milli skátahreyfingarinnar og eldri skáta. Á Landsgildisþinginu voru lesnar og ræddar skýrslur landsgildismeistara og gjaldkera, einnig voru kynntar starfsskýrslur gildanna og rætt um starf ið framundan. I stjóm landsgildisins fyrir tvö næstu ár voru kosin: Bjöm Stefánsson, Keflavík, lands- gildismeistari, Aðalgeir Pálsson, Akureyri, Elsa Kristinsdóttir, Hafnarfirði, Garðar Fenger, Reykjavík, Guðni Jónsson, Reykja- vík, Hilmar Bjartmarz, Straumi, Rvk., Jó- hanna Kristinsdóttir, Keflavík. Tapað -fundið Högni tapaðist frá Laufásvegi Gulbröndóttur högni tapaðist frá Laufásvegi 2a, 12. þ.m. Finnandi vinsamlegast hringi í sima 23611 eða hafi samband við Kattavina- félagið. Happdrætti Dregið í happdrætti Árnesingakórsins í Rvík Þann 14. maí sl. var dregið í happdrætti Árnesingakórsins í Reykjavík. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. Ltaniandsferð 245 2. Ferð með gistingu í Breiðuvík 2182 3. Endurryðvöm 2016 4. Flugfar, Rvík-Akureyri-Rvík 1032 5. Dilkur á fæti 781 6. Ferð, Rvík-Isaf jörður-Rvík 1976 7. Vöruúttekt 552 8. Vömúttekt 2010 9. Kvenjakki 1511 10. Lopapeysa 1212 11. Þvottaskálasett 463 12. Barnasvefnpoki 2469 13. Soda-Stream tæki 2334 14. Miðar á leiksýningu hjá L.R. 2110 Upplýsingar um vinninga em veittar í símum 91-71079 og 91-72305. Vinninga skal vitja innan eins árs. 60 ára afmæli 60 ára veröur á morgun, 22. júní, Ólína Jónsdóttir Voks frá Norðurgaröi í Mýr- dal. Hún er búsett í Lúxemborg og heimilisfang hennar er: L—5429 Hette- millen 5 Luxemburg. Messur HAFNARFJARÐ ARKIRK JA: Guðsþjónusta ki. 11. Sr. Gunnþór Ingason. Ferðalög Digranessöfnuður Sumarferð safnaðarins verður farin helgina 29,—30. júni. Farið verður um Snæfellsnes og lagt af stað frá safnaðarheim- ilinu Bjarnhólastig 26 kl. 8.30 að morgni laugardags og komið til baka á sunnudags- kvöld. Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi sunnudaginn 23. júní. Nánari upplýsingar gefa Elln í s. 41845 og Þórhallur í s. 40124. Safnaðarfólk f jölmennið í skemmtilega ferð. Stjórnarráðið í Seðlabankann? Samþykkt var í sameinuðu þingi í gær þingsályktun þess efnis að ríkis- stjórnin hefji nú þegar viðræður við Seðlabanka Islands um nýtingu nýs húsnæðis bankans. Markmiðiö á aö vera það að verulegur hluti nýbygging- arinnar verði notaður undir starfsemi Stjórnarráös Islands. I sameinuðu þingi voru 28 þingmenn samþykkir, 9 á móti, 11 sátu hjá og 12 fjarverandi. APH Nýju kjarasamningarnir: Alls staðar samþykktir Nýundirritaðir kjarasamningar ASI og VSI hafa verið samþykktir með litiili mótstöðu i öllum þeim verkalýðs- félögum sem um þá hafa fjallað. Afstöðu verður að taka og birta hana fyrir hádegi á þriðjudag fyrir hvert félag út af fyrir sig. Þau eru um 250 talsins. Iðja í Reykjavík og Verslunar- mannafélag Reykjavikur hafa sam- þykkt, Fram á Sauðárkróki, Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði og Verkalýðsfélag Borgamess sömuleiðis. Fundur í Dagsbrún verður ekki fyrr en á mánudagskvöld. ÞG/HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.