Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR 6. JOLl 1985. 47 Vísir fyrír fimmtíu árum: „Fjölskylda” Man- sons enn trygg Italir hervæðast Charles Manson viröist enn ekki hafa glataö aödráttarafli sinu gagn- vart „fjölskyldu” sinni. Sem kunnugt er fékk Manson hóp „lærisveina” sinna til þess fyrir 15 árum aö myrða leikkonuna Sharon Tate og nokkra gesti á heimili hennar. Meöal þeirra sem dæmdir voru til langrar fangelsis- vistar fyrir verknaöinn var Sandra nokkur Good sem nú er 41 árs aö aldri. Hún sótti nýlega um aö veröa látin laus til reynslu en hafnaði siöan frelsinu þegar henni voru kynnt skilyrðin: henni var bannaö aö heimsækja Man- son og aöra „fjölskyldumeðlimi” og fyrirskipað að setjast að á heimili fyrr- verandi fanga í Camden í New Jersey — eins langt frá Kalifomíu, þar sem Manson situr inni, og hugsast get- ur. .. Sandra Good (I) með mynd af átrúnaðargoðinu. Vísir laugardaginn6. júlí 1935: „Yfirlandvarnaráö Italíu hefur lagt samþykki sitt á þá ákvörðun sem tek- in var á fundi yfirmanna flotans og Mussolini nýlega að auka herskipa- flotann að miklum mun. Akvöröunin var tekin á fundi sem Mussolini boðaöi til alveg nýveriö og sóttu hann tíu aömirálar og var Mussolini sjálfur í forsæti á fundinum. öllu var haldiö stranglega leyndu sem þar fór fram og engar nákvæmar upplýsingar eru látn- ar af hendi um áformin. Hinsvegar hefur United Press sannfrétt aö orsök- in til hinnar áformuðu stórfelldu flota- aukningar sé sú aö öll hlutföll í þessum efnum muni raskast vegna aukningar þýska herskipaflotans, afleiöings þess verði óhjákvæmilega aö herskipaflotar ýmissa þjóða veröi auknir og sé því Italíu nauðugur einn kostur að efla sinn herskiptaflota sem mest. Hafa Frakkar áformaö aö auka sinn her- skipaflota vegna aukningar þýska flot- ans og mun það hafa haft sín áhrif í Ita- líu. Loks er þess getið aö Italir vilji hafa sem öflugastan herskipaflota, þegar næsta flotamálaráöstefna verö- ur haldin. Ætlaö er að komið hafi til umræðu á aðmírálafundinum hvemig hraöa ætti herflutningum til Afríku ef til ófriðar kæmi, en engar upplýsingar eru fáanlegar um þaö frá áreiðanleg- um heimildum eins og stendur.” Að sýna sig og sjá aðra. Ascot veðreiöarnar eru sælustund- ir fýrir fína fólkið á Bretlandi. Þar sýna menn sig og sjá aöra en hest- arnir vilja veröa aukaatriöi. Klæöa- burður er afar mikilvægur og fylgir föstum reglum en þó leyfa menn, og einkum konur, sér ýmislegt innan þeirra takmarka sem hefðin setur. Þriðji dagur veðhlaupanna er kallaö- ur „Lady’s Day” og þá skarta konurn- ar sínu fegursta. Hattatískan er f jöl- breytt eins og við sjáum á meðfýlgj- andi myndum. Einnig má sjá Diönu prinsessu í fylgd mágs síns, Andrés- arprins... KANZI: TALANDIAPI? Fjögurra ára gamall dverg- simpansi hefur vakið töluvert irafár meöal atferlis- og dýra- fræöinga upp á síðkastið. Sér- fræðingar við rannsóknarstöð í Atlanta i Bandarikjunum, þar sem apinn hefst við, segja aö hann hafi sýnt langmesta mál- hæfileika sem nokkurt dýr hafi nokkru sinni sýnt. Sagt er aö apinn, sem heitir Kanzi, hafi lært aö tjá sig tiltölulega fyrir- hafnarlitiö og án þeirrar löngu þjáifunar sem mannapar þurfa venjulega og aö auki sé greini- legt að hann skilji mjög mikiö af því sem sagt er viö hann. Vegna hæfileika þessa apa íhuga nú margir vísindamenn á þessu sviöi aö einbeita sér að dvergsimpönsum á næstunni því talið er aö þeir séu mun greindari en górillur, órangút- anar og venjulegir simpans- ar sem hingað til hafa veriö notaðir í tilraunir af þessu tagi. Kanzi við töfluna sína sam hann notar til þess að tjé sig við mann- fóikið. I7MV er komin! EKKI BARA 4T A SUNNU- DÖGUM Viðtal við Þorvald ____ _____ Halldórsson. Sextán síðna blaðauki meö fjórum íslenskum7 frumsömdum sögum Kjólklæddir rukkarar með plpuhatta — Hvað segja stjörnurnar um afmælisbarnið — Whaml I poppi — Barnaleikir I Barna-Vikunni — Vídeó-Vikan - Krossgáta - Heilabrot - Póstur - Draumar og fleira og fleira. Misstu ekki VIKU úr lífi þínu! VIKAN áöllum blaðsölustöðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.