Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 14
58 DV. L AUG AKDAGUR 6. JULI1985. Churchill: Sameinað Þýska- land; það er ekki óekadraumur allra Evrópubúa og eflaust óþarfi að rekja ástæðurnar fyrir því. í augum margra var „þýska vandamélið" leyst í eitt skipti fyrir öll þegar ríkinu var skipt. En skiptingin átti aðeins að vera til bráðabirgða og leið- togar þjóðanna veltu fyrir sér sameiningu þýsku ríkjanna fram eftir sjötta áratugnum. Síðasta leikf léttan — OG HVERNIG ADENAUER HAFÐIBETUR Berlínarráðstefnan sem haldin var snemma árs 1954 varðárangurslaus og þýsku ríkin eru enn tvö. En opinber bresk skjöl, sem leynd hefur nýlega verið létt af, leiða hins vegar í ljós að allt fram á sumarið 1953 var það vel hugsanlegt að samningar tækjust um sameiningu þýsku ríkjanna. Reyndar virtist svo á tímabilinu frá mars til júli 1953 sem sameiningin blasti við. Það að ekki fór svo má aö mörgu leyti kenna vestrænum leiðtog- umum. Það athyglisverðasta er að það var Winston Churchill sem hafði þá mestan áhuga á að sameina þýsku ríkin, en Konrad Adenauer sem vann, gegn því. Og Adenauer hafði betur því að hann nýtti sér veikleika andstæð- ingsins og vann stuðning Bandaríkja- manna. Fyrir sameiningunni mátti færa gild rök og gegn henni einnig. Afstaða Abenhauers kom vesturveldunum betur og var hættuminni en hugmyndir Churchills. A hinn bóginn voru rökin fyrir sameiningunni gild og gilda enn. Þýsku ríkin, aöskilin, gætu orðiö tilefni átaka í Evrópu. Yfirráð Sovét- ríkjanna yfir austurhluta Þýskalands höfðu fært járntjaldið svo langt vestur á bóginn að rússnesku herir voru vart dagleið frá Rín. Sameinaö, hlutlaust, þýskt ríki hefði fært landamerki sovéskra heryfirráða fjær V-Evrópu. Adenauer segir frá Fram til þessa hafa heimildir um at- burðina 1953—’54 vart verið aðrar en endurminningar Adenauers sem gefn- ar voru út 1966. Þar segir Adenauer að Þjóðverjar hafi átt völ'tveggja kosta, annars vegar að sætta sig við að- skilnaðinn og aö V-Þjóðverjar gengju til vamarsamstarfs við önnur V- Evrópuríki, eða, hinsvegar, sameinað, hlutlaust ríki sem hlyti að lúta Sovét- mönnum að miklu leyti. Adenauer segir að allir leiðtogar vesturveldanna hafi verið sammála um þetta og að eina leiðin til þess að sameina þýsku ríkin hafi verið sú að efla svo tengsl V-Þýskalands og ríkja bandamanna að Sovétmenn sæju að vonlaust væri að þeir næðu öllu Þýska- landi á sitt vald. Og Adenauer gefur ekki í skyn að um þetta hafi verið neinn alvarlegur ágreiningur meðal vestur- veldanna. En skjöl sýna þó að Churchill var reiðubúinn að fóma V-Þýskalandi til þess að tryggja friösamlega sambúð við Sovétrflcin. Þetta var alvarlegasta ógnun við þýska sambandslýðveldið frá stofnun þess og hugsanlega hefði Adenauer mátt sætta sig við aö ríkin yrðu sameinuö en það hefði kostað hann kanslaraembættið hefði Churchill ekki fengið alvarlegt hjarta- áfallí júní 1953. ChurchiU taldi að atburðir ársins 1953 gæfu einstæða möguleika til þess að komast að samkomulagi við Sovét- ríkin. Nýgræðingar sátu á leiðtogastóli bæði í Washington og Kreml, það var ný ríkisstjóm í Frakklandi og þing- kosningar á næsta leiti í V-Þýskalandi. Væri sameining þýsku ríkjanna gerð að kosningamáli í þeim kosningum gæti Adenauer litið gert til þess að hindra Breta í fyrirætlunum sínum. Þar að auki var Anthony Eden, utan- rikisráðherra Breta, veikur og Church- ill sjálfur sinnti utanríkismálunum á meðan og hafði því völd sem hann hafði vart haft frá þvi á stríðsárunum. Churchill ætlaði að færa járntjaldið austur á bóginn. Það var 21. apríl, sem Churchill sendi Eisenhower Bandarikjaforseta leyndarskeyti þar sem hann sagði und- an og ofan af fyrirætlunum sínum og gat þess einnig að ef Bandaríkjamenn vildu ekki ræða við Sovétmenn um slíkar fyrirætlanir væri hann reiðu- búinn að gera það upp á eigin spýtur. Þetta var ekkert annað en hótun þvi að ef Churchill gerði Sovétmönnum slfkt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.