Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 20
 r Arlegur viðbur dur í litlu þorpiáSpáni lags uppákomum. Iðja þessi er æva- fom og hefur hún jafnan verið tengd trúariðkunum frumstæðra þjóða. Oftast eru kol eða sprek hituð þar til þau glóa og meö fádæma einbeitingu eða vegna einhverra yfimáttúru- legra afla auðnast fólki að arka yfir þau án þess að fá alvarleg brunasár. Eins og fyrr sagöi hefur þessi iðja yfirleitt tíðkast í fmmstíeðum þjóð- félögum eins og hjá frumbyggjum Fijieyja, Nýja-Sjálands, Tahiti og í menningarsamfélögum eins og Kína, Japan og á Spáni. Á síðasta nefnda staðnum er þetta enn stundað í litla þorpinu San Pedro Manrigue. Einu sinni á ári, um miðnætti, stuttu eftir sumarsólstöður, taka þorpsbúar sig til og vaða eld. Þegar stóra stund- in rennur upp safnast hundmö manna saman og fylgjast með 15 fullhugum skora náttúrulögmálin á hólm á sama hátt og óteljandi for- feður þeirra í marga ættliöi. Sérhver „pasador”, en það em þeir kallaðir sem ganga eldinn, þarf að bera manneskju á bakinu yfir fjögra metra langa braut sem er þakin glóandi viði. Að þolrauninni lokinni hafa þeir stundum smáar bruna- blöðmr á iljunum, en þorpsbúar halda því statt og stöðugt fram aö bruninn sé aðeins á ytra borðinu og valdi engum sársauka. Þegar sólstöðuganga þeirra í San Pedro fór fram fyrir skömmu fylgd- ist spánski parasálfræðingurinn, Fernando Brinones, vel með öllu. Hann taldi að hér væri ákaflega undarlegt fyrirbæri á ferðinni og var staöráöinn í því að komast til botns i því. Göngumennirnir í ár voru allt frá táningaaldri til fimmtugs og allir karlkyns utan þess aö ein kona var í hópnum. Er þetta í fyrsta skipti sem kona gengur eldinn enda var henni fagnaö af áhorfendum eftir að hafa stikað þessa brennheitu metra. Lokaathöfn kvöldsins var fólgin í því að „pasa- dorarnir” stigu villtan dans ásamt þorpsbúum um steini lagðar götur San Pedro. Hefðin fyrir þessari eldgöngu er forn, svo forn, að hinir ágætu elstu menn muna ekki einu sinni hvernig hún hófst. Fræðimenn geta sér til um að upphaflega hafi þorpsbúar gert þetta til þess að fagna sólstöðunum, liklega á þeim tíma sem Rómverjar réðu þama ríkjum. Til er þjóðsaga sem segir að einungis ákveðnar fjölskyldur séu hæfar í eldgönguna og þá undir nákvæmu eftirliti hof- presta og goðmagna. Félagi Brinones, parasál- fræðingurinn sem áður var minnst á, hefur hins vegar framúrskarandi náttúriega skýringu á fyrirbærinu. Hann segir að sá tilfinningahiti sem eldgangan valdi, komi út á mönnum svita sem verndi iljar þeirra gegn brunasárum. Er hann þarna á öndverðum meiði við ýmsa ameríska fræöinga sem telja að heili manna skipi líkamanum að freista þess að veija iljamar. Hinn tuttugu og sjö ára gamli Alejandro Ruiz, sem vaöið hefur eld nú í 13 ár, segir hins vegar að þama fari saman nokkurs konar dá- leiðsla og hugrekki. J hvert skipti sem ég geng í eldinn verö ég að sannfæra sjálfan mig um aö þetta sé nauösynlegt til aö bjarga mannorði minu. Það er hugrekki manns og hugarfar sem vemda Qjamar, en ekki svita- kirtlamir.” Gamall þulur í þorpinu hafði enn dulmagnaðri skýringu á reiðum höndum: „Þorpið nýtur velþókn- unar, við erum einstakt fólk.” ÞýttJKH Fyrir skömmu bámst fréttir af því að maður nokkur í Bandaríkjunum stæði fyrir námskeiðum í listinni að vaða eld og brennistein. Fyrirbærið ku njóta fádæma vinsælda meðal al- múgafólks í Ameríku enda hefur þaö löngum verið ginkeypt fyrir margs- Ekkl otgum vlð myndir af •Mgðngunnl I spinska þorplnu. Þaasar ani frá •Idgöngu i Amarlku þar s«m fyrlrfoasrið ku komið I tfsku. . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.