Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 6. JtJLl 1985. 59 tilboð, án þess að Bandaríkjamenn kæmu þar nærri, myndu Sovétmenn umsvifalaust túlka það svo að hið nána samband Breta og Bandarikjamanna væriað ofan. Adenauergegn sameiningu Viðbrögð Adenauers voru snarleg þegar hann um þetta leyti frétti af fyrirætlunum Churchills. Adenauer stóð frammi fyrir kosningum og ef kostir þeir sem kjósendum yrðu settir yröu Adenauer eða sameining Þýska- lands var ekki gott að spá um úrslitin. Og Churchill virtist einmitt vera aö leggja aö því drögin, að þessir yrðu kostirnir, sem v-þýskum kjósendum yrðu settir. Adenauer flaug til Bandaríkjanna til þess að afla stefnu sinni stuðnings og þann stuðning fékk hann ómældan, og umsvifalaust. Síðan gerði hann Churchill ljóst að Bandaríkjamenn styddu sitt sjónarmið sem var það að þátttaka V-Þjóðverja í evrópsku varnarbandalagi hefði forgang fyrir sameiningu þýsku ríkjanna, jafnvel þótt slíkt varnarbandalag myndi seinka sameiningu ríkjanna. Jafn- framt vék Adenauer lauslega að því í skilaboðum sínum til Churchills aö honum hefði ofboðið sá stuöningur sem McCarthy öldungadeildarþingmaður nyti í Bandaríkjunum. Þetta mátti skilja sem viðvörun tU breska forsætis- ráðherrans um það að ef hann héldi sinni stefnu til streitu myndi Adenauer virkja hægri öfUn í Bandaríkjunum sér tU stuðnings á þeirri forsendu að ChurchiU léti kommúnistana blekkja sig. Adenauer lét ekki þar við sitja heldur sendi hann fulltrúa þýska sendiráðsins á fund embættismanna í breska utanrikisráðuneytinu og hann spurði hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á afstöðu Breta með tilliti til þess að ChurchUl hefði lýst yfir aö stórveldaviöræður væru nú nauðsynlegar. Svar bresku embættis- mannanna var það að afstaða Breta hefði ekki breyst, en var þó ekki jafnaf- dráttariaust og Adenauer hefði vUjað. Því sendi hann einn nánasta ráðgjafa sinn, Herbert Blankenhom, á fund æðsta embættismanns Breta á breska hernámssvæðinu, Sir Ivone Kirkpatrick. Svör hans voru á sömu lund og embættismannanna í London, og engu lfklegri tU þess að fullnægja Adenauer. Adenauer greip því næst til þess ráðs að gefa út opinbera stefnuyfir- lýsingu Bonn-stjómarinnar varðandi sameiningu þýsku ríkjanna. Þar var kveðið á um rétt sameinaðs Þýska- lands til þess að ganga í NATO auk þess sem Oder-Neisse landamæra- linunni við PóUand var hafnað. SUkum skUyrðum hlutu sovésk stjórnvöld að hafna og á meðan vann Adenauer ötuUega að því að hið fyrirhugaða Varnarbandalag Evrópu (European Defense Community) yrði sett á laggimar. Hugmyndir Churchills ChurchiU virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af úrræðum Aden- auers. Adenauer heimtaði að stefnu- yfirlýsing Bonn-stjórnarinnar, sem síðan var samþykkt lítið breytt af v- þýska þinginu, yrði grundvöllur viðræðna við Sovétmenn um sam- einingu Þýskalands. En ChurchUl leit svo á aö þó Adenauer hefði rétt tU að kynna sínar skoöanir þyrftu banda- menn ekki að taka tUUt til þeirra. „En við sigruðum í striðinu, er það eldd? SkUyrðislaus uppgjöf ...” Þetta skrifaði ChurchiU þegar honum bárust fregnir af afstöðu Adenauers. Vestur- þýski kanslarinn yrði að gera það sem hin- umyrðisagt. Þegar hér var komið sögu virðist ChurchUl hafa lagt niður fyrir sér í höfuðatriðum hvemig mætti komast að samkomulagi við Sovétríkin. Stefna hans byggðist á þeirri grundvaUar- skoðun að leiðtogaskiptin í Kreml gæfu vesturveldunum tækifæri sem aUs ekki mætti missa af. Ef slakna átti á spennu . . . en Andenauer reyndist honum konni. mUU stórveldanna væri þýska vanda- máUð eitt viðkvæmasta vandamálið sem taka þyrfti á. Og svo gjama vildi ChurchiH bæta sambúð austurs og vesturs að hann var fullkomlega reiðu- búinn tU þess að fóma V-Þýskalandi undir stjórn Adenauers fyrir sameinað Þýskaland undir stjóm einhvers annars. Nákvæmasta lýsingin á fyrir- ætlunum ChurchUls á þessum tíma er á minnisblaði sem hann skrifaði 6. júU 1953, skömmu eftir að hann fékk slæmt hjartaáfall. Þar kemur fram mat hans á þeim kostum sem Bretar áttu úr að velja eftir dauöa StaUns. ChurchUl virtist skUja það, óUkt Adenauer og Eisenhower, að það mátti færa fyrir þvi rök að með tilslökunum við Sovét- ríkin, svo skömmu eftir dauða Stalins, mætti styrkja hófsamari öfl innan sovéska valdastigans, en meö því að neita öUum tilslökunum væru harðUnumenn styrktir. Engin kommúnistahætta ChurchUl taldi ekki að sameinað Þýskaland, meö 70 mUljónir íbúa, yrði friði í Evrópu hættulegra en V- Þýskaland með 55 mUljónir íbúa, ef hernaðarleg hætta stafaði af Þýska- landi yfirleitt. En það sem meira máli skipti, í augum hans, var það að þótt leiðtogi sameinaðs Þýskalands yrði kannski ekki Adenauer var hann hand- viss um að sá leiötogi yrði ekki kommúnisti. ChurchUl taldi það óhjá- kvæmUegt að sameining þýsku rftjanna yrði eitt veigamesta mál evrópskra stjórnmála um langa hríð og að evrópskar þjóðir yrðu að móta afstöðu til slíkrar sameiningar. ChurchiU taldi ennfremur að þótt Þjóðverjar almennt væru mun hlynnt- ari vesturveldunum en SovétrQcjunum myndu þeir ekki þola vesturveldunum þaö að hindra sameiningu þýsku ríkjanna. Ef vesturveldin styddu ekki sUka sameiningu myndi þýska þjóðin snúast tU bandalags við austur- blokkina því Sovétmenn gætu boðið góðar mútur. Þær væru sameining ríkjanna, samkvæmt skilmálum Sovétmanna, og einnig lagfæring á landamærunum við PóUand (Oder-Neisse- línurmi). ChurchUl leit því svo á að sameining þýsku ríkjanna væri á dagskrá hvort sem menn vUdu það eða ekki. Báöar blokkimar gátu boðið Þjóðverjum sameiningu og það væri skynsamlegt af vesturveldunum að verða fyrri tU því að ef Rússar yrðu fyrri tU ættu vesturveldin engra kosta völ annarra en að fylg ja þar á eftir. Skoöanir ChurchUls á þessu máU voru svo afdráttarlausar og ákveðnar að þær virðast haf a valdið breska utan- rikisráðuneytinu óþægindum. Það er ýmislegt, sem bendir ttl þess aö æðstu embættismenn í utanrUcisráöuneytinu hafi vUjað kæfa fyrirætlanir forsætis- ráðherrans. Víst er að breskir diplómatar hughreystu Adenauer oft vegna þessa máls og greinargerðir þeirra fyrir afstöðu v-þýsku ríkis- stjórnarinnar einkennast af mikiUi samúð með s jónarmiðum Adenauers. Yfirleitt virðast yfirmenn í breska utanríkisráðuneytinu hafa verið and- snúnir hugmyndum ChurchiUs, m.a. á þeirri forsendu, að þær gengju gegn fyrri stefnuákvörðunum varðandi Þýskaland og þá sérlega þeirri áður settu stefnu að bresk stjórnvöld ættu að gera allt, sem í þeirra valdi stæði tU þess að hjálpa Adenauer að ná kosningu að nýju. Enda lýsti þýski sendiherrann • í London því yfir að helsta áhyggjuefni þýsku stjóm- arinnar væri það að kosningabaráttan gæti oröið kanslaranum erfið ef honum tækist ekki að sýna fram á að vestur- veldin ráðfæröu sig við hann í öllum málum sem snertu Þýskaland. Bætt samskipti Grunnforsenda fyrir hugmyndum ChurchiUs var sú að leiðtogaskiptin í Kreml opnuðu möguleika á bættri sam- búð sem ekki myndi b jóðast í bráð. Það var á þeirri forsendu sem hann kynnti Eisenhower Bandarfcjaforseta þessar hugmyndir lauslega í aprU 1953. En ChurchiH efaðist um að forsetinn hefði áhuga á slftu. Honum höföu þegar borist skilaboö frá Eisenhower með beiðni um aö hann forðaðist að verja Jalta-samkomulagið. ChurchUl taldi að repúbUkanar væm að búa sig undir það að halda því fram að Sovétmenn hefðu brotiö þann samning þótt þeir hefðu ekki gert það. A minnisblaði, sem ChurchUI skrifaði á þessum tíma, segir að her- væðing Sovétmanna eftir að styrjöldinni lauk hafi neytt þjóðir heimsins tU þess að búa við ógnar- jafnvægi og möguleikann á kjarnorku- stríði. En með dauða StaUns bjóðist möguleikar til þess að frelsa heiminn undan þessari fortíð. Vesturveldin ættu aö vera reiöubúin tU þess aö draga úr vopnabúnaöi sínum og stærð herja sinna og einnig að sættast á al- þjóðlegt eftirUt með kjarnorku til þess að tryggja friðsamlega nýtingu hennar. Og í niðurlagi minnisgrein- arrnnar segir: „Ef við látum hjá líða að grípa þá möguleika sem augna- blikið býður yrði dómur fram- tíðarinnar harður og réttlátur. En ef við reynum og okkur mistekst verður Elsanhower lagfliat A sveif mefl þýska kanslaranum. það ljóst hver það var sem dæmdi mannkynið tU þessara döpru örlaga.” Hugmyndir ChurchiUs urðu til einskis og ástæðurnar til þess voru margar. Fyrst má nefna uppreisnina í A-Þýskalandi 17. júní 1953 sem sovéski herinn bældi niöur af hörku. Meö því misstu Sovétmenn mikið af trúverðugleika sínum sem samnings- aðUar um framtíð þýsku þjóðarinnar. En þess ber aö geta að ChurchiU leit ekki svo alvarlega á aðgeröir Rauöa hersins og reiddist þegar breska utan- ríkisráðuneytið fordæmdi harðlega aðgeröir Sovétmanna. Önnur ástæða til þess að frumkvæði ChurchUls fjaraði út var sú að hann fékk hjartaáfaU og náði aldrei jafn- föstum tökum á stjórnartaumunum í Bretlandi eftir það. Meöan hann var undir læknishendi var Adenauer kjörinn kanslari V-Þýskalands og auk þess höfðu hinir nýju valdhafar í Kreml hert mjög afstööu sína og aukið kjamorkuvopnabúnað herja sinn. Augnablikið liðið AugnabUkið, sem ChurchiU sá svo mikla möguleika í, var liðið hjá. Á leiðtogafundinum á Bermúda í desember 1953 kvartaði ChurchUl und- an þvi við Eden að í ályktun fundarins sæjust engin merki um vUja tU þess að Berlínar-ráðstefnan um sameiningu þýsku ríkjanna næði árangri eða merki um vilja til þess aö bæta sambúðina við Sovétríkin. Þess í staö ætti að snú- ast gegn þeim. Og ChurchiU var svart- sýnn á framtíðina. ChurchUl lagði þó hugmyndir um bætta sambúð viö Sovétríkin ekki til hUðar. En honum varð ljóst snemma árs 1954 að sameining Þýskalands yrði ekki Uöur í áætlun um sUka bætta sam- búð. Og þegar enginn árangur varð af Berlínar-ráðstefnunni varð það hvatning tU þess aö hervæða V- Þýskaland aö nýju. Á fundi í júní 1954 samþykktu Eisenhower og ChurchiU að V-Þýskaland skyldi tekið inn í sam- félag vestrænna þjóða og að V- Þýskaland skyldi leggja fram sinn skerf til vamar vestrænu þjóðunum. Adenauer þakkaði leiðtogunum tveim fyrir og sagöi að yfirlýsing þeirra væri í samræmi viö vUja mikils meirUiluta þýsku þjóðarinnar. Með því hlýtur hann að hafa átt við vUja meirihluta V-Þjóðverja, en varla A- Þjóðverja. En Adenauer hafði þó náð markmiðisínu. Adenauer var sigurvegarinn í þess- um átökum bak við tjöldin. Hann valdi yfirvegað þá leið að stefna ekki að sameiningu þýsku rikjanna á borði þótt hann gerði það í orði. Þessi sigur hans styrkti stjómvöld í Bonn og styrkti vesturveldin þegar á heUdina er litiö. En síðasta leikflétta ChurchiUs í refskák alþjóðastjómmála er nú flestum gleymd. SMAAUGLVSING. MARKAÐSTORG rc Þú átt kost á aö kaupa og sefja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaðstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuðum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þaur1 Þú hringir...27022 Viö birtum... Það ber árangur! ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjáist.óhaö dagblaö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.