Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Side 8
52 DV. LAUGARDAGUR 6. JULI1985. Kennarinn okkar vissi hver var besti fiug- maðurinn í hópnum og að lokum var óg sá sem hann mælti með að yröi orrustuflugmaður. Ég var í sjöunda himni. aöaltilraunaflugmann sinn, Tex John- son, til þess að meta hættuna og hann haföi fariö meö X-1 upp í Mach 0.75 og tilkynnti síöan aö Slick ætti skilið hvern eyri sem hann færi fram á. Lög- fræðingar Bell neituöu hins vegar aö greiöa upphæðina á fimm árum og þangað til þaö mál yrði útkljáö neitaöi Slick aö fljúga. Flugherinn missti þolinmæðina og ákvað aö taka þetta aö sér. Eg spuröi gamla manninn hvort hann héldi aö hljóömúrinn væri yfirhöf- uö til. „Nei, andskotakomið,” svaraöi hann, ,,þá myndi ég ekki senda flug- mann frá mér út í þetta. En sumir eru á annarri skoöun og telja aö flugvélin muni brotna í spón þegar komið er aö hljóömúrnum. Þú gerir þér grein fyrir því?” „Já, herra,” sagöi ég. Hann kinkaöi kolli. „I rauninni veit enginn hvaö gerist viö hljóömúrinn fyrr en einhver kemst þangaö.” Glennis Yeager: Þegar ég flutti út aö Muroc var ég svo aö segja eina eiginkonan á svæö- inu. Stuttu eftir aö viö vorum búin aö koma okkur fyrir keyrði Chuck meö mér út á völl til aö skoöa X—1. Hann haföi ekki sagt mér aö hann heföi skírt vélina Glamourous Glennis en þarna stóð þaö, neðan viö stjómklefann, alveg eins og á Mustanginum hans á Englandi. Þetta var stórmerkileg tilraunaflugvél og ég varö mjög hissa. Og stolt. „Þú ert lukkutrölliö mitt,” sagöi Chuck. „Hver sú flugvél sem heitir eftir þér færir mig alltaf heim að lokum.” Eg held aö þetta hafi verið ástæöan fyrir því aö flugherinn lét sér lynda að nafniö mitt stæöi á X—1. Chuck baö ekki um leyfi til þess og þeir voru ekk- ert yfir sig hrifnir — á opinberum ljósmyndum af vélinni var nafniö allt- af þurrkaö út — en þaö vildi enginn skipta sér af lukkutröllinu hans og hætta kannski á aö allt færi út um þúf- ur. Chuck fór því sínu fram og ég eignaðist nöfnu sem síöar átti eftir aö lenda á Smithsoniansafninu viö hliöina á flugvél þeirra Wrightbræöra. Chuck Yeager: Eg fór í nokkur tilraunaflug á X—1 og þaö var áhættusamt fyrirtæki. Eiginlega var maöur fastur innan í fljúgandi sprengju og þaö mátti ekki mikiö út af bregöa til þess að öllu væri lokiö. En um leið var þaö stórkostleg reynsla aö æöa áfram á Mach 0.7. Flestir höfðu litla trú á aö okkur tæk- ist þetta. Meira aö segja í Muroc töldu flestir aö ég væri dauðadæmdur og flugiö var kallað Hefnd Slick Goodlins. Þaö var sagt að hann heföi haft vit á aö hætta í heilu lagi og notaö deilumar um launin einungis sem tylliástæðu. Kvöld eitt, rétt áöur en gera átti úr- slitatilraun til aö rjúfa hljóðmúrinn, vorum viö Glennis á hestbaki og ákváöum að fara á spretti heim. Þaö var skýjaö og ég sá þess vegna ekki aö hliðiö sem viö höföum riðið út um var núna lokað. Á síöustu stundu reyndi ég að sveigja hestinum frá en það var of seint. Þaö næsta sem ég vissi var aö Glennis var aö stumra yfir mér og spyrja hvort allt væri í lagi meö mig. Eg átti í erfiðleikum með aö standa á fætur og mér fannst eins og spjót stæöi í síöunni á mér. „Þú hefur brotið rifbein,” sagði Glennis. Hún vildi keyra mig á sjúkra- hús. „Nei,” sagöi ég. „Læknirinn leyfir mér þá ekki aö fljúga.” „En þú getur ekki flogið rifbeins- brotinn.” „Ef ég get þaö ekki geri ég þaö ekki; ef ég get það geri ég þaö. ” Aö lokum féllst ég á aö fara til læknis þarna í nágrenninu og hann vaföi mig allan um brjóstiö og þaö deyfði sárs- aukann mikiö. Ég sagöi engum frá þessu nema Jack Ridley sem leist ekki á blikuna en treysti því aö ég vissi hvaö ég væri aö gera. Hann sagaöi sundur kústskaft til þess aö ég gæti lokað hurö- inni á X—1 og hjálpaði mér aö koma mér fyrir í sætinu þegar stóra stundin rann upp. Strax og X—1 var sleppt niöur úr B— 29 sprengjuflugvélinni ræsti ég eld- flaugamótorana fjóra hvem á fætur öðrum. Fljótlega var ég kominn upp í Mach 0.88 og í 36.000 feta hæð slökkti ég á tveimur mótoranna. Enn klifraöi ég og í 40.000 feta hæö var hraöinn orðinn Mach 0.92. I 42.000 feta hæð rétti ég mig af og kveikti á þriöja mótornum. Umsvifalaust náöi ég upp í Mach 0.96. Vélin hristist ennþá svolítiö en ekki nándar nærri eins mikiö og í byrjun. Eftir því sem hraöinn jókst varö flugiö mýkra. Allt í einu fór nálin á hraöamælinum aö titra. Hún haföi veriö á Mach 0.965 en fór upp fyrir Mach 1. Mælirinn sýndi ekkert meira og andartak hélt ég að hann hefði bilaö. Eg trúöi varla mínum eigin augum. Eg var kominn yfir hljóömúrinn og þaö eins og ekkert væri. Amma heföi getaö setiö þama og sötraö límonaðL Eg hélt þessari ferö í um þaö bil 20 sekúndur en dró svo úr hraöanum. Ég var næstum lamaöur. Frá Mach 0.965 yfir hljóömúrinn var ekki nema steinsnar. Eftir allar þessar áhyggjur reyndist hljóömúrinn vera beinn og breiöurvegur! Strákarnir á jöröu niöri sögðust hafa heyrt einhvers konar þrumu þegar ég fór yfir Mach 1 — þetta var í fyrsta sinn sem hljóðmúrsþruman heyröist á jörðinni! Eg reiknaöi út, þegar niöur kom, að ég hefði náö Mach 1.05 en síöari útreikningar sýndu aö hraðinn haföi í raun veriö Mach 1.07 — eöa ná- lægt 1.120 kílómetrum á klukkustund. Eiginlega varð ég fyrir vonbrigöum. Hraöamælirinn sýndi mér aö ég heföi náö hljóöhraða en þaö var allt og sumt. Mér fannst að eitthvað heföi átt að ger- ast til aö sanna fyrir mér hvaö ég heiöi gert. Glennis Yeager: Eg fylgdist meö þessu flugi — eftir því sem hægt var. Eg sá aðallega hvítan útblástursreykinn hátt uppi á himninum. Ég heyrði ekki hljóömúrs- þrumuna því aö þegar hann rauf múr- inn var hann kominn 40 mílur í burtu. Ég vissi þess vegna ekki aö neitt sér- stakt heföi gerst. Svo man ég aö hann kom keyrandi í trukk slökkviliösstjór- ans, settist inn í bílinn okkar og sagöi: „Ég er drulluþreyttur. Komum heim.” Eg kveikti á vélinni og var um þaö bil aö keyra burt þegar Dick Frost og Bob Hoover komu hlaupandi og fóru aö klappa honum á bakiö og láta mikiö meö hann. Þá skildist mér að Chuck heföi rofið hljóömúrinn. Chuck Yeager: Eg hélt uppteknum hætti og flaug eins og áöur. Þar kom að NACA, fyrir- rennari NASA, fór að snudda utan í okkur en hverjir sem upphafsstafirnir voru haföi ég minna en ekki neitt álit á þessu kompaníi. Flugmennimir þeirra voru sennilega ágætir verkfræðingar en þeir voru heldur sorglegir orrustu- flugmenn. Núoröiö er annað uppi á teningnum. Eg tek ofan fyrir hverjum NASA flugmanni sem stýrir geim- skutlunni. Neil Armstrong var kannski fyrsti maöurinn sem gekk á tunglinu en hann þóttist svo sannarlega ekki þurfa aö taka við neinum ráöum frá flugmönn- um. Neil var varaflugmaöur X—15 hjá NACA. Dag nokkurn hringdi yfir- maöur hans, Paul Bikle, í mig og sagöi ...eina ástœðan fyrir því að 6g var betri en miðl- ungaflugmaður er sú aö 6g flaug meira en nokkur annar. Ég veit að gullsilungur inn hefur the Right Stuff og ég hef séð fáeinar steipur hár og þar sem hafa það í kippum en þessi frasi verður meiningarlaus þegar hann er notaður til að lýsa hœfileikum flug- manns. aö NACA hefði skipulagt X—15 flug og ætlaöi að nota Smith’s Ranch-vatn sem varalendingarstaö. Smith’s Ranch var í um 250 mílna fjarlægö og ég sagði honum aö ég hefði flogið þar yfir ný- lega og staðurinn væri eitt forarsvað eftir vetrarrigningarnar. „Flugmenn frá mér fóru þar yfir í dag,” sagöi Paul, „og þeir sögöu aö þaö væri ekk- ertblautt.” Eg hló. „Jæja, haföu þá þína henti- semi.” En Paul var eitthvaö efins því ann- ars heföi hann ekki hringt í mig. Hann spuröi hvort ég væri til í að fljúga meö Neil þangað upp eftir og prófa aö lenda. „Kemur ekki til mála,” sagöi ég. „Myndiröu gera þaö í vél frá NACA? ” spuröi hann. „Nei. Ég myndi ekki gera það í neinni flugvél, vegna þess aö þaö er ómögulegt.” „Værirðu til í þaö ef Neil flýgur?” spuröi hann þá. „Okei,” sagöi ég. „Eg sit þá bara í baksætinu.” Ég geröi mitt besta til þess aö fá Armstrong ofan af því aö fara. „Þú ert með farþega og fultt af eldsneyti og þessi flugvél er ekki of kraftmikil til aö byrja með. Um leið og þú snertir jörö- ina sekkurðu ofan í drulluna og kemst ekkiáloftáný.” Hann sagöist bara ætla að rétt snerta jörðina og síðan fara beint í loftið aftur. „Ekkert mál, Chuck,” sagöi hann. En það fór eins og ég sagði. Hjólin sukku samstundis í forarsvaöið og þarna vorum viö fastir; vélin grenjaöi, flugvélin skalf eins og lauf í vindi og viö komumst ekki fet. Ur baksætinu sagði ég; „Neil, af hverju drepurðu ekki á vélinni? Þetta þýöir ekki nokk- urn skapaðan hlut.” Hann drap á vélinni og við sátum þarna þegjandi. Ég heföi gefið hvaö sem var til þess aö sjá framan í hann. Bráöum færi aö dimma og hitinn færi niöur fyrir frostmark. Við vorum bara í þunnum flugmannabúningum og næsti þjóövegur var í 30 mílna fjar- lægö. „Einhverjar hugmyndir?” spuröi ég. Neil hristi höfuöiö. Þegar skyggja tók sendi NACA DC— 3 í leit aö okkur. Eg talaði viö flug- manninn og sagði honum aö gefa okkur tíma til að komast út á jaðar vatna- svæðisins í um það bil mílu fjarlægö. Eg sagði honum aö snerta jöröina meö hjóhmum en stoppa ekkL „Hafðu hurðina opna og keyröu áfram meöan við skreiöumst um borð.” Hann stóö sig vel og þegar viö komum aftur til bækistööva NACA var Bikle enn á staönum. Eg veit ekki hvaö hann sagöi viö Armstrong í einrúmi en þegar hann sá mig skellti hann upp úr. Flugherinn haföi vonast til þess aö veröa fyrstur til aö koma mönnum út í geiminn en Eisenhowerstjórnin haföi valið NASA — stofnun óbreyttra borg- ara sem síöan valdi aö visu eintóma herflugmenn í fyrsta geimfarahópinn. Flugherinn haföi engan áhuga á aö fara til timglsins. Viö vorum meö áætl- anir um herstöövar í geimnum allt frá 1947 og þær átti aö manna meö okkar eigin geimförum. Viö vissum fullvel aö Rússarnir voru meö svipaðar áætlanir á prjónunum og ætluöum okkur aö veröa fyrri til. Árið 1961 var ég skipaður yfirmaður Geimflugsrann- sóknarskóla flughersins og markmiöiö var aö þjálfa geimfara úr rööum hers- ins. | Geimfaramir í Mercuryáætlunina höföu þegar veriö valdir er skólinn okkar fór af staö en á næstu sex árum valdi NASA 38 af okkar nemendum til aö veröa geimfarar. Sumir þeirra höfnuöu algerlega boöi NASA. Þeir komu aftur frá Houston, dauöleiöir á öllu saman. „Viö erum of færir fyrir | Ég skildi aldrei hvernig flugmaður gat gengið framhjá kyrrstœðri flug- vál án þess sð Isngs til að klöngrsst upp í hsns og fera í loftið. þá. Það eina sem þetta snýst um er að sitja innilokaður f geimfarinu, þvi að öllu er stjómaö frá jörðinni. Maður flýgur ekkert. Maöur er bara þama eins og hver annar simpansi.” Og lái þeim hver sem vill. En eftir því sem árin liðu tókst NASA aö gera geimferðaáætlunina skratti aölaöandi fyrir nýliöa. Þeir fengu dýrt hús ókeypis og hlut í arðvænlegum samningi viö Time-Life. Frægðarljóm- inn og peningarnir lokkuöu þá. Nú komu strákarnir til min og sögöu; „Þaö eina sem þeir tala um í Houston er hvað viö eigum eftir aö græða mikla peninga.” Mér fannst aö þeir ættu ekki aö láta peninga skipta neinu máli, sérstaklega í ljósi þess aö áhættan sem þeir tóku var helmingi minni en í tilraunafluginu gegnum árin. Áhættan var þaö sem líf okkar sner- ist um. Eg var alltaf hræddur viö dauð- ann. Þegar menn horfast í augu við dauöann veröa þeir hugrakkir á mis- munandi hátt. Orrustuhugrekki er þaö þegar maöur á ekki lengur neina von og ákveöur aö taka eins marga meö sór í dauöann og kostur er. Þingið hefur veitt mörgum látnum hermönn- um heiðursmedaliu fyrir þess konar hugrekki. Svo er öðruvísi hugrekki sem birtist í því aö sitja niöumjörvaö- ur í byssukúlulaga flugvél á hraöa sem margir sérfræöingar telja að mirni ríöa vélinni aö fullu. Er slíkt hugrekki verð- ugt heiöursmedaliu? Eg fékk heiöurs- medaliuna ári eftir að ég settist í helg- an stein, og þaö besta viö það var aö ég gat tekið viö henni uppréttur. The Right Stuff ? Ég neita því ekki aö ég var f jandi góöur. Ef eitthvert mark er takandi á hugtakinu „sá besti” þá var ég að minnsta kosti meðal þeirra sem komu til greina. En þaö sem mér er efst í huga núna er þaö hversu hepp- inn ég var aö vera fæddur 1923 en ekki 1963. Eg komst til manns um svipaö leyti og flugið var aö hef ja innreiö sína i nútimann. Lykillinn aö lífi minu er sú staöreynd aö ég var rúmlega tvítugur upp úr stríöslokum. Þá var gullöld flugsins hvaö varðar bæði þróun og rannsóknir og ég fékk aö taka þátt i þeim stórstígu framförum sem uröu þegar þoturnar uröu til, síöan eldflaug- ar sem fóru út í geiminn. Til þess aö Kristófer Kólumbus gæti sett mark sitt á söguna varö hann aö fæöast á þeim tima þegar menn héldu enn aö jöröin væri flöt. Til þess að ég gæti látið aö mér kveða varö ég aö vera uppi þegar fólk hélt að hljóðmúrinn væri áþreifan- legur múrveggur. Þaö hefði veriö til lítils að vera 21s árs á dögum Con- corde. Ekki svo aö skilja aö flugiö sé ekki heillandi enn þann dag í dag en tæknin hefur létt af því miklum hluta þess álags og þeirrar áhættu sem geröi starf tilraunaflugmannsins líkast list nautabanans. En lífiö er jafnóútreikn- anlegt og loftorrusta. Ef sá dagur rennur upp aö læknir bannar mér aö fljúga hátæknilegum þotum get ég þó alltaf laumast út og leikið mér í smá- rellum. Fyrir ekki löngu báöu þeir hjá Piper Cub mig um aö fljúga einni af vélum þeirra án viökomu frá Seattle til At- lanta í von um aö geta sett nýtt hraða- met í langflugi. Eg geröi þetta og tókst aö sneiöa nokkrar klukkustundir af gamla metinu. Svo þaö er þarflaust aö minna mig á hversu heppinn ég er. Ennþá hef ég ekki gert allt en um þaö leyti sem ég legg upp laupana mun ég líklega ekki hafa misst af ýkja mörgu. Ef ég sný upp tánum á morgun þá verður þaö ekki með grettu á andlitinu. -IJ. þýddi, ondursagði og stytti. Alan Shaphard, fyrati galmfari Bandarikjanna, býr sig undir flugtak. Ysagar haffli IMfl élK é flugmannahaafiMkum gaimfaranna. Nail Armstrong var fyrati maflurínn aam fékk aér gönguferfl é tungl- inu. En honum gakk akki ains val afl fljúga é jörðinni. . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.