Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 6
50 DV. LAUGARDAGUR 6. JÚL! 1985. Kvikmyndin The Right Stuff mun enn ekki hafa verið sýnd hérlendis en hún hefur hins vegar fengist lengi á myndbandaleigum. Myndin er gerð eftir frásögn Tom Wolfe og fjallar um fyrstu geimfara Bandaríkj- anna en þó kannski ekki síður um „heiöursgestinn sem ekki var við- staddur": tilrauna- flugmanninn Chuck Yeager. Yeager varð fyrstur manna til þess að fljúga hraðar en hljóðið ó vélinni X—1 og var óumdeilanlega ein- hver fremsti flug- maður vestra. Hann hafði „the Right Stuff" — réttu haefi- leikana sem flug- maður þarf að hafa. f eftirfarandi grein segir hann sjálfur frá lífi sínu og starfi og lýsir því hvers vegna hann varð aldreí geimfari eins og virtist liggja beint við. Tekið skal fram að frasinn „the Right Stuff" er lót- inn óþýddur vegna þess að ekki finnst brúkleg samsvörun á íslensku. Á stöku stað er skotið inn í frásögnum annarra. Ég trúði varla mínum eigin augum. Ég var kominn yfir hljóðmúrinn og það var eins og ekk- ert vœri. Amma hefði getað setið þarna og sötrað límonaði. en nokkru sinni fyrr eöa síðar. En ég var táningur og krakkar á þeim aldri strika léttilega yfir fortiðina ef nútiðin virðist heillandi. Ég sá auglýsingu um námskeiö i flugi og þá sá ég mér leik á borði til þess að losna við varðstöður og annað undirmálsstúss. Eg sótti um. Striöið haföi ekki staöið í nema þrjá mánuði þegar jáyrðið kom. Við vorum afskaplega fáir óbreyttir hermenn í flugsveitunum þá — flestir voru menntaskólastrákar sem hlutu strax liðsforingjatign og ég haföi svolitlar áhyggjur af því hvort ég stæði mig í félagsskap pilta sem flestir voru ívið eldri og betur menntaðir en ég. Ég varð flugveikur í nokkur fyrstu skiptin en komst síöan yfir það. Og þá upp- götvaði ég að ég átti auðvelt meö að samræma gerðir mínar í stjómklefan- um og smátt og smátt varð flugið skemmtilegt. Eftir innan við mánuö frá því að ég ældi í láréttu flugi var ég farinn að njóta þess aö fara dýfur og Ég bjóst viö að lífið yrði býsna hversdagslegt eftir að óg var orðinn tilraunaflugmaður. En þó var ég valinn til að fljúga X—1 og reyna aö rjúfa hljóðmúrinn. „Sumir telja að vólin muni brotna í spón. I rauninni veit enginn hvað gerist víð hljóðmúrinn fyrr en ein hver kemst þangað." Þegar ég var strákur lét ég mér aldrei detta i hug aö veröa flugmaður. Fyrsta flugvélin sem ég sá í návígi var Beechcraft sem magalenti á komakri við Mud River. Ég var 15 ára og nam staöar á hjólinu minu til þess að skoöa flakiö áöur en ég hélt áfram út aö ve- sæla sveitabýlinu þar sem ég hjálpaði til á laugardagseftirmiðdögum með því að raka gamla liðiö. Auk þess að snatta hitt og þetta, spila billjarð á billjarðstofunni eða póker undir gamalli brú og fíflast með þremur eða fjórum stelpum þá gerði ég næsta fátt sumariö 1941. Einhvers staðar átti ég prófskírteini frá Hamlin High School og það gróf ég upp, ásamt fæðingarvottorðinu sem sannaði að ég var orðinn 18 ára, þegar smali frá flug- sveitum hersins kom til heimabæjar míns í Vestur-Virginíu. Ég ímyndaði mér að þetta gæti verið gaman og ég fengi að sjá eitthvaö af heiminum. Pabbi predikaði aldrei yfir okkur krökkunum og ég man ekki til þess að Flestir höföu litla trú ó að okkur tækist þetta. Meira að aegja í Muroc var 6g talinn dauða- dæmdur maður. Allar götur síðan bók Tom Wolfe kom út hef ég verið angraður með spumingunni um þaö hvort ég telji mig hafa The Right Stuff. Ég veit að Guilsilungurinn hefur The Right Stuff og ég hef séð fáeinar stelpur hér og þar sem hafa það í kippum, en þessi frasi verður meiningarlaus þegar hann er notaður til að lýsa hæfileikum flug- manns. Spurningin felur í sér að maður hafi fæðst með The Right Stuff. Ég fæddist með óvenjugóða sjón og einbeitingarhæfni. Ég hafði áhuga á vélum og átti auövelt með að skilja vélar. ! eðli mínu er ég rólegur þó mikið gangi á. Er þetta The Right Stuff? Það eina sem ég veit er að ég sleit mér út við að læra að fljúga og lagöi mig alltaf allan fram. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er eina ástæðan fyrir því að ég var betri en miðlungsflugmaöur sú aö ég flaug meira en nokkur annar. hann hafi gef ið mér nema tvö heilræði: aldrei að kaupa pickup bíl sem ekki var framleiddur af General Motors og svo sagði hann daginn sem ég fór í her- inn: „Sonur minn, spilaðu aldrei fjár- hættuspil.” Hann hafði ekki verið hrif- inn af snatti mínu í billjarðstofunni né gróöanum sem ég fékk fyrir pókerspil. Ég geröist vélamaöur. Ég ólst upp innan um bílvélar og bormaskínur og ég skildi vélar — þetta var bara náttúrlegur hæfileiki, rétt eins og að hafa góða sjón og einbeitingarhæfni. Ég var til að mynda frábær skytta. Ef maður setur riffil upp í hendumar á hillbilly hittir hann í mark í hvert ein- asta sinn. Ég hafði því hæfileika til þess að fljúga orrustuflugvélum án þess aö ég hefði hugmynd um eða léti það mig nokkru varða. En eftir fyrstu flugferöina heföi ég heldur skriðið allra minna ferða en að fara aftur upp. Eg var þá farþegi með tilraunaflug- manni og hann tók þvílikar dýfur og veltur að ég kastaði upp og staulaðist síðan út úr vélinni, verr á mig kominn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.