Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 6. JOLI1985. 51 veltur. Eg sló hinum strákunum fljót- lega viö og tætti sundur skotmörk á jöröu niðri áöur en þeir svo mikið sem komu auga á þau. Kennarinn okkar vissi hver var besti flugmaöurinn í hópnum og aö lokum var ég sá sem hann mælti með að yröi orrustuflug- maöur. Eg var í sjöunda himni. Strax og ég var orðinn orrustuflug- maöur gat ég ekki hugsað mér að vera neitt annaö. Þjálfun stóð yfir í sex mánuöi og fór fram í Nevadaeyðimörk- inni, skammt frá Tonopah. Við vorum 30 saman, ailt kaldir kariar og það var sláttur á okkur. Þegar við vorum ekki að fljúga renndum við upp leður- jökkunum okkar, sem sögðu umheiminum hverjir við værum, hópuðumst inn í Ford-bílinn sem vinur minn, Bud Anderson, átti og keyröum inn í Tonopah. Þegar viö fengum út- borgað spiluöum viö fjárhættuspil í bakherbergjum Tonopahklúbbsins, drukkum okkur blindfulla af viskíi og reikuðum svo yfir í hóruhúsiö á staðn- um. Ungfrú Taxine, sem þar fór með stjóm, reyndi alltaf að sjá okkur fyrir Flugmenn NASA voru sennilega ógœtir verkfrnðingar en heldur sorglegir orrustuflug- menn. Nú er öldin önn- ur. Ég tek ofan fyrir hverjum NASA flug- manni sem stýrir geim- skutlu. Neil Armstrong var kannski fyrsti maðurinn ó tunglinu en hann þótt- ist svo sannarlega ekki þurfa að taka við nein- um róöum fró flugmönn- um. nýjum stelpum svo okkur leiddist ekki og við freistuðumst til að reyna Lucky Strike, hóruhúsið í Mina, sém var í 70 mílna fjarlægð. En við fórum samt sem áður til Mina og máluðum bæinn rauöan þar til fógetinn rak okkur á brott. Næsta morgun skaut Mustang orrustuvél vatnstankinn í Mina í tætl- ur. Frá Nevada fórum við seint í júní 1942 og þá tii Kaliforníu þar sem við æfðum okkur í að fylgja sprengjuflug- vélum og vakta strandlengju. Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í bænum Oroville fór ég í heimsókn í menntaskóla staðarins til þess að reyna að skipuleggja dansleik svo að við gætum kynnst stelpunum á staðn- um. Eg var búinn að ganga um allan skólann þegar ég rakst á skrifborð þar sem sat mjög falleg, dökkhærð stúlka. Hún hét Glennis Dickhouse. Eg spurði hvort hún gæti komið á dansleik fyrir um það bil 30 stráka. Hún varð svo örg Ég hefði viljað gefa mikið til að ajó framan í Armstrong. Ég veit ekki hvað yfirmaðurinn sagði við hann í einrúmi en þegar hann só mig skellti hann upp úr. á svip að ég bjóst við því að hún myndi henda mér út. „Býstu við að ég geti töfraö fram dansleik og útvegað 30 stelpur meö þriggja tíma fyrirvara?” „Nei,” sagði ég. „Þú þarft ekki að útvega nema 29 vegna þess að ég vil farameðþér.” Og Glennis tókst þetta. Þegar við fórum loks til Evrópu skírði ég Must- angvélina mina Glamourous Glennis. Clarence „Bud" Ander- son, flugmaður í 363. flugsveit: Chuck Yeager er besti vinur minn. Tengsl okkar eru ákveðin og djúp og þau mynduðust meðan við börðumst saman í háloftunum. Hann var mjög áberandi, bæði sem flugmaður og persónuleiki, allt frá því aö ég hitti hann fyrst í Tonopah. Hann flaug eins og djöfullinn sjálfur og var sýknt og heilagt að taka þá áhættu sem honum er svo eiginleg, án þess að hann sé fífldjarfur. Við eiskuðum aUir aö fljúga lágt yfir jörðinni en hann flaug alltaf nokkrum fetum neðar en við hin- ir. Hann var árásargjarn og kappsam- ur en ægilega fær um leiö. Þegar við lentum í bardaga æddi hann aldrei beint inn í Þjóðverjasveiminn heldur notaði hann þessa skörpu sjón sína til þess að spenna gildru. Og þegar hann gerði árás var hann ofsafenginn. Það var ekki til sá flugmaður í sveitinni sem ekki vildi hafa Chuck Yeager nærri sér í hættulegri ferð, ekki einu sinni þó að viðkomandi iikaði heldur illa við hann. Chuck Yeager: Hinn 12. október stjórnaði ég fylgdarsveit með sprengjuflugvélum yfir Bremen og skaut þá niður fimm óvinavélar. En ég var líka heppinn. Við mættum tveimur deildum B—24 sprengjuvéla yfir Hoilandi og ég lét tvær deildir Mustanga gæta þeirra en fór svo á undan meö minni eigin sveit til að kanna aðstæður. Við vorum yfir Steinhudervatni þegar ég kom auga á Viö vorum með óœtlanir um herstöðvar í geimn- um allt fró 1947 og þœr ótti að manna með okkar eigin geimförum. nokkra depla um það bil 50 mílur fram undan okkur. Þetta er kallað orrustu- sjón. Að geta séð svona langt er hæfi- leiki sem ég á erfitt með að skýra og við vorum bara tveir í flugsveitinni sem gátum það. Hinir strákarnir, sem voru með ágæta sjón á jörðu niðri, treystu bara á aö við tveir myndum sjá fyrir þá í loftinu. I þetta sinn lét ég strákana ekki einu sinni vita í talstöð- inni heldur hélt ferðinni óhikað áfram úr sólarátt. Við vorum í 28 þúsund feta hæð og nálguðumst deplana óðfluga. Brátt gat ég taliö 22 depla og ég giskaði á að þetta væru Messerschmidt 109 vélar að bíða eftir sprengjuflugvélun- um okkar. Þaö reyndist vera rétt. Þjóöverjarnir hringsóluðu bara þarna og biðu og sáu okkur ekki því við komum úr sólarátt. Við vorum í aðeins 1000 metra fjarlægð þegar þeir tóku loksins við sér. Ef foringi þeirra hefur komiö auga á okkur hefur hann senni- i kvikmyndinni Tha Right Stuff f6r Sam Shspard mað hlutverk Yaagars. lega haldið að við værum fleiri Me-109 vélar þvi hann gerði enga tilraun til að komast undan. Eg réðst á öftustu flug- vélina þeirra en í sömu mund og ég ætl- aði aö láta vaöa sneri flugmaðurinn skyndilega til vinstri og rakst á næstu vél við hliðina. Þær hröpuöu báðar. Þetta var næstum fyndið: ég hafði enn ekki hleypt af skoti en hafði unnið tvo sigra. Brátt var þetta orðin ein alls- herjar ringulreið. Eg tætti í sundur eina Me—109 af 600 metra færi — þriðji sigurinn — og sneri síðan af mér eina sem reyndi að komast aftan að mér; nam næstum því staöar í loftinu og var þá kominn í færi við hana. Færið var aöeins 50 fet og hún fór í þúsund mola. Loks lét ég fimmtu véUna elta mig niður að jörð og æddi svo snögglega upp á við. Hann var ekki eins snar í snúningum og brotlenti. Þegar rigndi og við þurftum ekki að fljúga sátum við í flugsveitarklefan- um, hlustuðum á Glenn Miller-plötur og grilluðum ostasamlokur yfir eldi. Ef okkur hafði gengið vel þann daginn hituöum við skörung með hakakrossi og brenndum nasistamerkiö á útidyra- hurðina. Hver hakakross þýddi einn Þjóðverja sem við höföum skotiö niöur og þegar ég hvarf á braut voru 50 hakakrossar á huröinni. Síðustu vik- una í nóvember náði ég öðru sinni þeim áfanga að skjóta niður 4 eða fleiri vélar i sama bardaganum. Þeir sem náðu því voru kallaðir „ásar” og í þetta sinn skaut ég niður akkúrat fjórar. Alls urðuþær 11. I júlí 1945 kom ég til starfa á Wright Field. Ég var skráður sem aðstoöar- maður tilraunaflugmannanna sem áttu að reyna nýjar og byltingarkennd- ar flugvélategundir, tegundir sem áttu eftir að færa okkur hálfa leið út í geim- inn og breyta flugsögunni algerlega. Tveimur vikum eftir að ég kom til Wright flaug ég fyrstu nothæfu, banda- rísku þotunni. Eg var giftur Glennis og saknaöi þess að hún gat ekki verið hjá mér en að öðru leyti var ég í sæluvímu. Eg gat flogið eins mikið og mér sýndist og notaöi það óspart. Eg kynntist líka nokkrum tilraunaflugmannanna en mig dreymdi aldrei um aö ég gæti orðið einn þeirra — mig vantaöi menntun. Þeir voru um það bil 25 og litu á sig sem kónga í ríki sínu. Þeir um það, hugsaöi ég, þeir hljóta að geta staðið undir því. I hvert sinn sem þeir fóru á loft beið ég þess vegna í 15 þúsund feta hæð yfir Wright í P—51 vél og gerði svo árás. Eg sýndi allar kúnstir sem ég kunni og vann þá alla. Sumir reyndu ekki einu sinni en alhr urðu þeir hundfúlir yfir því að aðstoðarmaöur sýndi þeim í tvo heimana. Eg flaug í sex til átta tíma á dag. Ég flaug öllu sem til var, þar á meðal flestum japönsku og þýsku vélunum sem höfðu verið herteknar. Eg prófaöi 25 mismunandi tegundir. Ég skildi aldrei hvemig flugmaður gat gengið fram hjá kyrrstæðri flugvél án þess að langa til þess að klöngrast inn í stjórn- klefann og fara í loftið. Ég snerti jörð- ina yfirleitt ekki nema nákvæmlega nógu lengi til þess að stökkva út úr einni flugvél og yfirfara aðra. Eg flaug meira að segja fyrstu tilraunaþotunni, Bell P—59, sem hafði verið prófuð með leynd í Kalifomíueyðimörkinni árið 1942. Eg hafði áhuga á öllu í sambandi við flugvélar: hvemig þær flugu, hvers vegna, hvað hver um sig gat og gat ekki og hvers vegna. Eg var alltaf að læra eitthvað nýtt. Það var mikill akkur í því fyrir mig hversu mikinn áhuga og vit ég hafði á vélum. Það gat komið sér vel þegar eitthvað fór úr- skeiðis í 20 þúsund feta hæð. Þotuöldin hófst fyrir mér daginn sem ég settist inn í stjómklefa Lock- heed P—80 Shooting Star — fyrstu not- hæfu, bandarísku þotunnar. Mér fannst eins og ég væri að fljúga í fyrsta sinn. Eg réð mér ekki fyrir gleði þegar ég lenti. Stuttu seinna sótti ég um inn- göngu í tilraunaflugmannaskólann. Eg bjóst við að líf okkar Glennis myndi fljótlega verða heldur hvers- dagslegt eftir að ég væri orðinn tilraunaflugmaöur. Það fór sannar- lega á annan veg. Skömmu eftir aö ég útskrifaöist var ég valinn til þess að fljúga X—1 og reyna að rjúfa hljóð- múrinn. Eg hafði séð X—1 tvívegis þegar viö skruppum út í Murocflugstöðina í Mojaveeyöimörkinni til þess að ná í flugvélar og flytja þær til Wright. Vélin var fest neðan í B—29 sprengjuflugvél, hún var agnarsmá og máluð skær- bleik. Hún var líkust byssukúlu. Ein- hver sagði mér að hún væri eldflauga- knúin og hönnuð til þess aö brjóta Áhœttan var þaö sem líf okkar snerist um en 6g var alltaf hrœddur við dauöann... The Right Stuff? Ég neita þvi ekki aö ég var fjandi góöur... Ef óg sný upp tónum é morgun þó verður það ekki með grettu ó andlitinu. hljóömúrinn. Það var ofvaxið minum skilningi og ég lét kyrrt hggja. Flugmaður X—1 var óbreyttur borg- ari sem hét Chalmers „Slick” Goodlin. Hann var svipmikih náungi og var sagöur græða stórfé á þessum áhættu- sömu flugferðum. Eg heyrði sagt að hann væri kræfur karl og hraustur og það hlaut hann að vera úr því hann slapp svona vel frá þessum X—1 tilraunum. I þá daga flugu óbreyttir borgarar alltaf tilraunaflug svo þaö væri hægt að borga þeim vel fyrir; þaö ætlaðist enginn til þess að herflugmað- ur hætti lífi sínu fyrir þaö kaup sem herinn borgaði. Ég dundaði mér við flugsýningar og ýmsar tilraunir og af því ég var yngsti tilraunaflugmaöurinn í hópnum mátti ég þakka fyrir að fá að laga kaffi. Svo fór ég í maí 1947 á fund með öllum tilraunaflugmönnunum og þar var beðið um sjálfboðaliða til þess að fljúga X—1. Vinir mínir, Bob Hoover og Jack Ridley, réttu upp hönd, ásamt mér og fimm öðrum. Hoover og ég vorum eiginlega alls ekki í klíkunni og vissum varla hvað var á seyði. Þó heyrðum við aö X—1 áætlunin væri lent í einhvers konar vandræðum og að flugherinn ætlaði að taka hana úr höndum Bell og Slick Goodlin. Það var mest í bríaríi sem ég gaf kost á mér því ég vissi vel að þaö væru að minnsta kosti tíu flugmenn sem voru á undan mér í starfsaldurs- röð og voru til í að taka þetta að sér. Albert G. Boyd ofursti átti að sjá um að velja flugmann og skömmu eftir að beðið var um sjálfboöaliöa flaug ég í flugsveit hans frá Cleveland þar sem ég hafði tekið þátt í flugsýningu. Þegar hann lenti sagði ég í talstööina: „Ekki slæmt af öldungi aö vera.” Honum var ekki skemmt. „Hver sagði þetta?” gelti hann í talstöðina en enginn sagði neitt. Ég þóttist samt vita að hreimurinn hefði komið upp um mig. Við félagarnir gerðum honum líka ýmsa skráveifuna aöra, svo að þegar ég var kallaður á hans fund skömmu síðar bjóst ég við að nú ætti að taka mig í gegn. Boyd var strangur yfirmaður og hann var ægilegur að sjá þegar ég gekk inn á skrifstofuna til hans. Svo lét hann mig standa í rétt- stööu í hálftíma meðan við töluðum saman. Eg var gersamlega utan við mig þegar ég fór. Hann bauð mér ekki beinlínis X—1 en fór svona í kringum það. Hann spurði mig hvers vegna ég hefði gefið kost á mér og ég sagði honum að þetta virtist áhugavert fyrir- tæki, öðruvísi flugvél. Hann sagði: „Yeager, þetta er hin eina sanna flug- vél. Fyrsti flugmaðurinn sem fer hraöar en hljóöiö kemst í mannkyns- sögubækumar. Þetta veröur söguleg- asta flugið síðan Wrightbræður voru og hétu. Og þess vegna var X—1 smíðuð.” Hann sagöi mér að það væru alls konar ótrúlegar flugvélar á teikniborð- inu, þar á meðal flugvél sem gæti flogið sex sinnum hraðar en hljóðið og hljóðfrá sprengjuflugvél, knúin kjarn- orku. Herinn ætlaöi líka aö smiöa flug- vél sem gæti farið út í geiminn og annað var eftir þessu. En allt valt þetta á því að X—1 gæti rofið hljóðmúr- inn. „Eg efast ekki um að það er hægt,” sagði Boyd mér, „og það veröur herflugmaður sem gerir það. ” Hann sagði mér líka hvers vegna flugherinn ætlaði að taka verkefniö af Bell. Slick Goodlin hafði verið ráðinn til þess að fara með X—1 upp í Mach 0.8 en Mach 1 er hljóðhraöinn. Þetta hafði honum tekist. Nú heimtaði hann 150 þúsund dollara fyrir að rjúfa hljóðmúrinn. Hann hafði flogið X—1 meira en 20 sinnum en fannst spennan orðin einum of mikil og vildi því semja upp á nýtt. Hann bað líka um að greiðslunum yrði dreift á fimm ár til þess að hann kæmist hjá háum sköttum. Bell hafði þá fengið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.