Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR6. JULI1985. 49 Hljómsveitin Pops (Enn eitt P?). og eins og sjó má skiia týndu sauflirnir sór heim. Ásgeir og Herbert Guðmundsson leysti Pótur af hólmi i Pelican. Þafl var haft ó orfli afl hann heffli vandaðan skósmekk. Pelíkönum hafi snúist hugur er Pétur blés til orrustu með stofnun nýju hljómsveitarinnar, en eitt er víst að þeir ákváðu að heyja hana á vígvellin- um sem hann hafði kosið sjálfur: létt- poppsmarkaðnum. Grípum niöur í samtímaheimildir. örn Petersen var á þessum tíma einn af ajatollum poppsins á Islandi. Hann sá um poppsíðu Vísis og hinn vinsæla þátt Tíu á toppnum. öm brá sér í Klúbbinn í júní 1975 og kvað upp eftir- farandi dóm. Hann er þess virði að vera endurbirtur. „Mál málanna í poppheiminum hér- lendis að undanfömu hefur tvímæla- laust verið úrsögn Péturs (eða kannski réttara sagt „spark”) úr Pelican. 'Margur hefur sagt „nú er Pelican búin að vera ” og sumir kannski „það var mikið”. Eftir að hafa minnt á þátt Omars Valdimarssonar og Péturs í upp- gangi hljómveitarinnar segir Öm: „. . . svo spumingin er tónlistarleg breyting Pelican við tilkomu Her- berts. . . Eftir tveggja klukkustunda hlustun komst ég að eftirfarandi niðurstööu. Pelican er að gera nákvæmlega það sem Pétur vildi að hún gerði, þ.e. spilaði hressilegri dansmúsik. Þetta gerði hljómsveitin líka alihressilega og náði þannig betur til þess aldurshóps, er stundar stað þennan, en áöur. Lögin Pótur kom vífla við í poppinu. Breytingar ó útliti hans aru menningarsaga út af fyrir sig: tónsmíöum og þá jafnvel fikta við þró- aðri tónlist en áður. Lög eins og „Sun- rise to sunset” á fyrstu plötu hljóm- sveitarinnar töldu margir vísi aö því semkomaskyldi. Hvort þetta var ætlun þeirra fjór- menninga, sem eftir sátu, eöa hvort tónlistarlegur ágreiningur var aðeins yfirvarp skal ósagt látið. Vera kann að vora flest af þeirri tegund tónlistar sem kallast „country rokk” og áber- andi lög frá hljómsveitum eins og t.d. Steely Dan. Herbert „fílar” sig greinilega í þessari grúppu enda hafa þeir flestir leikið saman áður, sbr. Astarkveðju. Þeir félagamir náðu ágætis sambandi við fólkið, þ.e. þá sem sættu sig við styrkleikann, en hann var oft fyrir ofan hámarkiö. Þetta fann ég nú ekki fyrr en ég hafði sleppt pennanum og reyndi aö segja nokkur orð við kunningja mína. Um nýliðann Herbert er það helst að segja að söngvari er hann góður og gefur Pétri ekkert eftir hvað líflega sviðsframkomu snertir (Það lífleg var hún, að hann afrekaöi þaö a.m.k. einu sinni að slíta míkrófóninn úr sambandi vegna ákaf ra búkhreyf inga). Um aðra meðlimi er litlu að bæta við fyrri ummæli, það er vitað mál, að þeir eru aliir með færustu hljóöfæra- leikumm landsins, hver á sínu s viði. Um aðra meölimi er litlu að bæta við fyiTi ummæli, það er vitaö mál, aö þeir eru aliir með færustu hljóðfæra- leikurum landsins, hver á sínu sviði. Nú er aöeins stór spuming eftir. Hvaö veröur um Ameríkudraum Pelican???” (Leturbreyting-ás.) Pétur Kristjánsson sat ekki auðum höndum. Hann var kominn með hóp ungra manna og nafn á sveitina, Paradís. Ungu mennirnir voru Ragnar Sigurösson (gítarleikari) og Olafur J. Kolbeins, sem báðir léku með Fjólu, alnafni foringjans lék á píanó og hafði áður veriö í Örnum. Bassann plokkaöi Gunnar Hermannsson, gamall fylgi- fiskur PK úr Svanfríði og Pelican. Nokkrum vikum eftir að Pétri var sparkað birtist viðtal við hann í Visi. Hann er sagöur „þrælhress” og gefur í því nánari skýringar á ölduganginum og brotsjónum í popplífinu: „Það er enginn vafi á því að ég var á annarri línu en strákarnir. Islenskar hljómsveitir geta ekki gert það eitt, sem þeim þykir gaman að, þær veröa einnig að þóknast áheyrendum og koma til móts viö kröfur þeirra a.m.k. aö einhverju leyti. Atvinnumenn í popptónlist veröa að sætta sig við að selja sálu sína fyrir peninga og leika tónlist, sem gengur í fólkiö. Þetta vildi ég gera, en þeir ekki. ” „We’re only in it for the money,” sagði Zappa forðum og Pétur tekur undir. Pelicanmenn reyndu sem sé að vera hressir Péturslausir, en í lok júní- mánaðar fyrir áratug hófst hressi- leikastríðið fyrir alvöru. P er uppáhaldsstafur Péturs. Á eftir Pelican var það Paradís, en svo hét nýja hljómsveitin. Vísir hefur oröiö: „Að sjálfsögðu var þaö höfuöpaurinn Pétur sem fann nafniö á hljómsveitina. Það var þannig til komið, aö hann var aö hlusta á nýju Pelicanplötuna og þ.á m. lagiö „Working to Paradise” og þá laust hugmyndinni niður í höfuö hans, eins og eldingu” af himnum, og hann ákvað snarlega aö nefna hljóm- sveitina Paradís.” Eftir þessa tilkynn- ingu (takið eftir skyldleika textans við Opinberunarbókina) um sköpun Paradísar er gefið til kynna í Vísi aö Paradís hugleiði Færeyjaferð, Já, jafnvel dvergar byrja smátt. En blaðamaður Vísis klykkir út: „En eftir að blm. hafði heyrt í hljómsveitinni á æfingu, gekk hann þaðan út þess full- viss að nú mættu ýmsir fara að vara sig.” Og ýmsir máttu fara að vara sig. Paradís náði smátt og smátt að víkja helstu keppninautunum (sem voru lík- lega Júdasar frekar en gömlu Pelíkanarnir) úr vegi og verða einhver alvinsælasta hljómsveit landsins. Hún bætti við sig orgelleikaranum Pétri Hjaltested og lék vinsæl lög sem gátu talist danshæf. Pelican hélt ekki lengi út. Hljóm- sveitin þótti um skeið vel brúkhæf á böllum, en eftir nokkra mánuöi heltist Herbert úr lestinni. Fjórmenningarnir héldu áfram um sinn en án verulegs árangurs. Paradís naut alllengi vinsælda. Segja má að Pétur hafi boriö sigur úr býtum í þessarri keppni, enda fór svo aö allir meölimir Pelican, utan Omars Oskarssonar, áttu eftir að berja á dyr hjá honum. Pétur hélt tryggö viö stafinn P og lauk ferli með honum því aö eftir aö Paradís lagði upp laupana stofnaði hann Póker. En sumarið 1975 fór hvítur storm- sveipur um landið. Það var unglinga- og gleðihljómsveitin Stuðmenn. Strákarnir sungu á íslensku, þóttu fyndnir og skemmtilegir. Og þeir reyndust vera þaö sem koma skyldi. Tími „lifandi tónlistar”, sem var auðvitað ekkert annað en „djúkbox” af holdi og blóði uppi á sviði, var liöinn. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.