Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Side 10
54 DV. LAUGARDAGUR 6. JULI1985. um og óku með Gísla og hans hafur- task upp á jökulinn. „Aksjón, eins og þeir segja í Hollivúdd,” sagði Gisli og settist á vélsleðann og hvarf okkur sjónum fljótlega. Við hin gengum Við hin gengum, í þessu tilfelli hópur um 15 manna. Ferðinni var heitið upp á topp skref fyrir skref. Við jökuljaðar- inn vorum við í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli. Toppurinn var í um 1900 metra hsð. En þessir metrar voru ekki áhyggjuefni. Sólin skein og allir voru léttir í spori er þeir lögöu á brattann. Sumir voru það gáfaðir að þeir klíndu sólvarnar- kremi í andlitiö áður en stigið var á hina hvítu breiðu. Okkur var sagt eftir á aö það aö ganga á jökli i sól væri svipað og ganga meö þrjátíu sólir i hausinn undir venjulegum kringum- stæðum. Því er nefnilega þannig farið á jöklum aö sólargeislarnir endur- kastast með þeim afleiöingum að þeir skína á fólk í bak og fyrir. Menn geta jafnvel orðið sólbrenndir inni í eyrun- um. Með þetta í blóðinu Að aka frá Akureyri í Kverkf jöll er nokkuð löng leið. Ekki er ég nú alveg viss um hversu margir kílómetrar það Uppi 6 jöklinum. Til vinstri sóst kofi Jöklarannsóknafólagsins. Ef vol er að gáö sást einnig jeppinn sam þama var staddur. « í Kverkf jöllum: Gengið á stærsta þerri- pappír Evrópu „Það verður örugglega sól á morg- un, því við erum á leiö til stærsta þerri- pappirs í Evrópu. Vatnajökull er ekki aðeins stærsti jökullinn í Evrópu held- ur lika stærsti þerripappírinn. Hann sýgur í sig allan raka sem dirfist að reyna aö komast yfir hann,” sagði Gísli Gestsson kvikmyndagerðarmaö- ur við mig þegar við stóðum við jaðar Odáðahrauns í hellidembu og fengum okkur svala og samloku. ,,Þú ert að segja satt, er það ekki?” sagði ég og leit til hans vantrúuðum augum. „Jú, þetta er alveg satt. Á þessum slóðum myndi ég aldrei þora að fara með fleipur,” sagði Gísli og gaut ótta- slegnum augunum í áttina að Odáða- hrauni. Við vorum á leið í Kverkfjöll ásamt hópi annarra. I þeim hópi voru nta. nýútskrifaðir leiðsögumenn frá Húsa- vík, fjölmiðlamenn og ferðamálafröm- uðir. Tilgangur ferðarinnar var að litast um í Kverkf jöllum. Þar við rætur fjallsins er Sigurðarskáli. Skálinn var byggður 1972 og er nefndur eftir Sig- urði Egilssyni frá Laxamýri. Hann var einn af þeim mönnum sem ruddu leið- ina inn að Kverkf jöllum og hafði mik- ið dálæti á þessum stað. Kverkfjöll leggja í norðurhluta Vatnajökuls. Þau standa á milli Dyngjujökuls og Brúar- jökuls. Fjöllin sjálf eru eiginlega tvö fjöli sem eru aðskilin af skriðjökii. Það er eins og hann hafi klofið þau í herðar niður og síðan vellur hann fram likt og tannkrem úr túpu milli þeirra. Í brakandi sól í miöjum hlíðum varáö. Sonur Sigurðar, Bjöm Sigurðsson, hefur tekiö við áhuga föður síns. Nú í sumar ætlar hann að standa fyrir reglulegum ferðum í Kverkfjöll. Hægt er að leggja af stað frá Reykjavík, Akureyri og Húsavík. Litið er á það sem fyrir augu ber á leiöinni í Kverk- fjölL Á sjálfum áfangastaðnum er gist í Siguröarskálanum og gengið á jökul- inn. Ogþaðvarsól... Daginn eftir var sól, brakandi sól. Kenning Gísla um þerripappírinn hafði ekki brugðist. Ekkert ský var að s já yf- ir jöklinum. Allt var eins og það átti að vera. Okkur var ekkert að vanbúnaði að leggja jökulinn aö fótum okkar. Uppi á Kverkfjöllum er skáli Jökla- rannsóknafélagsins. Þar viö er lón fag- urt og blátt. Lónið stafar af jarðhita sem bræðir ísinn. I Kverkfjöllum er nefnilega eitt mesta háhitasvæði Vatnajökuls. Viða stingur hverasvæði upp kollinum og efst uppi er mikiil og stór hveradalur þar sem leirinn kraumar á milli þykkra isbreiöna. Kvikmyndamaðuriim Gísli hafði fengið félaga úr Flugbjörgunarsveit- inni til aö hjálpa sér aö flytja kvik- myndavélar fyrir sig upp á jökulinn. Hann var nefnilega staddur þarna í þeim erindagjöröum að festa náttúru- fegurðina á filmu. Þeir voru á vélsleð- Fyrirliggjandi í birgðastöð Suðufíttinss Stálgæði: St. 35 - DIN 50049 - 2.2 - DIN 2615 Beygjur Té Stærðir: 1 ” — 10” SHMDRA, rÆ .STÁLHF Ðorgartúni 31 sími 27222 eru. Enda er það aukaatriði því það er færöin sem ræður hraðanum. A meðan ekið er eftir þjóðveginum gengur ferðin greiölega eða eins og við er að búast á okkar hraöbrautum. Rétt fyrir austan Möðrudal er farið út af þjóðveginum og eftir það er ekið eftir troöningi alla leið inn að Kverkf jöllum. Sú leið er ekki fær nema stórum bilum. Þegar við fórum þessa leið var ekki bú- ið að ryðja og margir illviðráðanlegir skaflar urðu á vegi okkar. En það var sama hversu stórir þeir voru, alltaf komumst við yfir. Þeir sem hafa verið lengi á fjallaslóðum kunna tökin á þessu. Dæmi um einn sem hefur þetta í blóðinu er hann Dóri frá Húsavik. Eg fékk far með honum inn jöklinum frá skáianum um morguninn. Hann var hvergi smeykur og ók yfir hvern skafl- inn á fætur öðrum. Eitt borgarbamið í bílnum skaut því að Dóra, honum til hughreystingar, hvort það væri ekki munur ef þetta væri nú allt malbikað. Það fór hrollur um Dóra og hann leit með undrunarsvip á borgarbarnið og sagöi: „þá væri nú ekki mikiö gaman aö þessu.” Og þá var það útrætt. Og áfram gengum viö... Eins og fyrr segir vom allir léttir í spori þegar lagt var á brattann. Hitinn var mikil og gengu flestir fáklæddir. Þegar ofar dró f ór að blása og uröu all- ir aö tína á sig spjarirnar aftur. Það er svo þegar gengið er upp f jöll að aldrei virðist toppurinn ætla að koma í ljós. Handan við hverja brún er ný brekka. 'Eins var þessu farið í Kverkfjöllum. Séð neðan frá virtist þessi spölur ekki vera ýkja lengur. En þegar á reyndi var þetta lengra, miklu lengra. Skrefin voru svo stutt en brekkan svo löng. Fljótlega fór þreytu að gæta í hópnum. Sumir gengu hratt en aðrir kusu aö taka þessu með ró. Flestir höfðu lítinn farangur meö sér. Einn var þó i okkar hópi sem hafði nokkrar klyfjar. Páll Stefánsson ljósmyndari hafði á herð- um sér tilheyrandi ljósmyndagræjur sem vógu um 30 kíló. Hann er sem bet-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.