Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 6. JOLI1985. 57 Fire 1000 — nýja vélin i minni garðir bila fré Fiat. Mun fœrri samsatningartilutar og véiavinna vifl samsatn- ingu aiga afl tryggja betri gæfli og endingu. A dögunum gafst mér kostur á að skoða þessa mjög svo fullkomnu verk- smiöju og sá hvemig hin nýja Fire 1000, en svo nefnist þessi nýja vél frá Fiat, verðurtil. FIRE stendur fyrir Fuily Integrated Robotized Engine eða með öðrum orð- umvélin verðurtil jafntaðinnan sem utan í höndum vélmenna sem tryggir mikla nákvæmni og áreiöanleika. Þaö sem vekur mesta athygli í verk- smiðjunni er sjálfvirknin og hve vél- menni eru notuö til að stýra og hraöa framleiöslunni. Mun færri hlutar Samsetning og framleiösla fer fram á fimm meginlínum þar sem vélar- blokkin, sveifarásinn, knastásinn, stimpilstangir og aðrir vélarhlutar verða til, auk samsetningariinu og reynslustöðva sem eru með þeim full- komnustu sem þekkjast i heiminum í dag. Mikil áhersla hefur greinilega verið lögö á snyrtimennsku í þessari 52 þúsunda fermetra verksmiöju því hvergi sást rykkom. Aukinn hraði við samsetningu vélar- innar felst meðal annars í því að hlut- um í vélinni hefur verið fækkað veru- lega frá því sem var í 903 vélinni (eru aðeins 273 á móti 368 áður og eins er vélin léttari en áður). Það tekur aðeins eitt hundraö og sjö og hálfa minútu aö búa til eina bílvél í Termoli 3 verksmiðjunum. Sem dæmi má nefna að i samsetn- ingarlínunni sjálfri eru 56 vélmenni og 92 sjálfvirkar vinnustöðvar sem ann- ast samsetninguna. Mannshöndin kemur þar aðeins viö sögu til eftirlits. Tölvustýrt eftirlitskerfi fylgist með framleiöslunni og samsetningunni á samtals 578 stöðum og lætur vita ef eitthvaðfer úrskeiðis. Nákvæm prófun í lok framleiðslunnar Þegar vélin kemur af samsetningar- færibandinu þá fer hún í mjög ná- kvæma prófun. Fyrst er vélin reynd í kaldstarti og keyrö þannig í 1,05 mínútur, því næst er þoltest í.1,40 min. og þá hitaþolsprófun í ,2 mínútur. Gefi tölvukerfið grænt ljós eftir þetta fær vélin að fara úr reynsludeildinni. Komi upp minnsta vafaatriði þá er vél- in send aftur inn í framleiðslulinuna til eftirlits og viögerðar. Hluti vélanna er tekinn út úr og lát- inn ganga í gegnum sérstaka þolprófun i 600 minútur og einnig látinn fara í sér- stakt gæðapróf. Þetta er gert til að tryggja sembest jafna útkomu úr verksmiðjunni. Nú þegar fyrstu bílarnir eru komnir með hina nýju Fire 1000 vél, Fiat Uno 45 og Lanoia Y10, er strax farið að huga aö frekari þróun Fire fjölskyldunnar frá Fiat þannig að þessi vél mun án efa gefa að líta í fleiri bilum frá Fiat auk annarra á næstunni. -JR FIAT FIRE1000: Fjögurra strokka i línu, 999 rúmsentímetrar. Borvídd X slaglengd: 70 X 64,9mm.Þjöppun9,8:l. Mesta afl: 45 hestöfl við 5000 sn. á min. Mesta tog: 8,2 km við 2750 sn. á min. Blöndungur: Weber32TLF/250 (einfaldur). Elektrónisk kveikja með vacuum flýtingu. Vélar„hedd” úr áli. Yfirliggjandi knastás, fimm höfuðlegur. Sveifarás úr steypujámi. Þyngd: 69 kg. Fire 1000 vélin verður þess valdandi að ekki verður eins mikil þörf á frekari þróun sparneytnigerða af UNO (ES- gerðum) og sú lína verður því frekar ríkjandi í UNO-gerðunum 60 og 70 sem eru með stærri vél (1116cc og 1301cc). Uno línan verður því framvegis í tveimur gerðum yfirbyggingar; 3 og 5 dyra, fimm vélagerðir; Fire 1000,1100, 1300, 1300 Turbo og 1300 dísil. Otlits- gerðir verða þrjár; grunngerö, S og SL. Grunngerðin verður með f jögurra gíra kassa, allar aðrar verða með f imm gíra kassa. Mestu breytingarnar verða í SL geröinni. Þar verður val á hurða- spjöldum og sætum, klæddum með tweed, rúður verða litaðar, rafdrifnar hliöarrúður, samhæfö dyralæsing, snúningshraöamælir, digitalklukka og halogenljós. Stýríshjóliö er af nýrri gerð. Aftursætið er tviskipt (40/60). Nýir hjólkoppar og lítils háttar út- litsbreyting gera mikiö fyrir útlitiö og setja loftmótstöðuna í Cd 0,33. Reynsluakstur Uno 45 SL kom mjög vel út í reynslu- akstrinum á Italíu á dögunum. Það hefur áður verið fjallað um Unoinn hér i blaöinu, þannig aö ekki þarf aö f jöl- yrða um bílinn sem slikan, enda standa forsendumar fyrir valinu sem „bíll ársins” í fyrra enn fyllilega fyrir sínu. Ætla má að einangrun hafi verið bætt og tauklæðningamar gera líka sitt til þess að vegartiljóö heyrist minna inn i bílinn en áður. Snerpan í 45 hestafla vélinni er fylli- lega nægileg til að svara óskum all- flestra og á móti kemur minni bensin- eyðsla samfara ört hækkandi bensín- verði. Sem dæmi má nefna aö UNO 45 kemst um 700 kilómetra í blönduöum akstrí á einum bensíntanki (42 litrum). Þessi nýja gerð Uno kemur á al- mennan markað á þessu sumri og er væntanleg hingað til lands seinni hluta ársins, að sögn Sveinbjörns Tryggva- sonar, forstjóra Daviðs Sigurðssonar hf. umboðsaðila FIAT. Vélin tekur mun minna pléss en fyrirrennarinn og er einnig léttari. i útliti eni naar engar breytingar en lítils héttar fagfæríngar «JI bóta hafa verifl gerflar é Innréttingu. bíllinn fær með þessari nýju vél mun þýöari gang en áöur, þótt ekki sé beint ástæða til aö kvarta yfir þeirri vél sem verið hefur í Uno fram að þessu. Snerpan er jafnframt meirí en áður var og þótt vélin sé aðeins gefin upp fyrir að gefa frá sér 45 hestöfl við há- marksnýtingu þá hlýtur hún næstum því að vera kraftmeiri. Hámarkshraöinn er gefinn upp 145 km á klst. en viö góöar aöstæöur tókst að koma bílnum yfir 180 á hraðbrautinni til verksmiðjanna í Termoli. Jafiiframt vélarbreytingunni er komið nýtt gírhlutfall í 4. og 5. gír sem nýta greinilega vélaraflið betur. Litlar breytingar Mjög litlar breytingar verða á UNO- línunni frá FIAT aö undantekinni vélarbreytingunni á 45 bílnum. Aðrar breytingar felast helst í auknum val- möguleikum, nýju útliti innréttinga og litavalkostum. Inn- og útstig fyrir aftursœtisfarþoga é þriggja dyra útgáfunni ar mefl því batra sam garist é bilum af þessari stærfl. FIATUN045SL: Lengd: 3644 mm. Breidd: 1548 mm. Hæð: 1425 mm. Þyngd: 710 kg. Vél: Flre 1000 45 hestöfl (33kw) sjá hér að ofan. Bremsur: diskar framan/skálar aftan með hjálparafli. Sjálfstæð f jöðrun á f ramh jólum, en öxull með togstöngum að aftau. Hjól: 155/70 SR13. Snúningsradius 9,4 metrar, tannstangarstýri. Eyðsla: innanbæjar: 7,5 litrar, i blönduðum akstri, 6,1 litri og á jöfnum 90 km hraða 4,8 litrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.