Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. 3 Sea Shepherd hét áður St. Giles og tók þátt i þorskastriðinu. DV-mynd S. KJÆRNESTED KLIPPTIÁ SEASHEPHERD — eða St. Giles, eins og togarinn hét þá „Þaö virðist sem þaö veljist á þetta skip frekar herskáir karlar,” sagöi Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra á varöskipinu Tý, en Guðmundur klippti aftan úr Sea Shepherd, skipi hvalfriöunarmanna, áöur togaranum St. Giles frá Hull, í þorskastríöinu. „Mér er þessi atburður sérstaklega minnisstæöur vegna þess aö skipstjór- inn á St. Giles hagaöi sér afskaplega dólgslega. Þetta var í lok 200 mílna stríðsins. Samningaumleitanir voru í fullum gangi í landi svo okkur var bannaö aö klippa á veiöarfæri. Viö vorum staddir fyrir austan land á Hvalbakssvæðinu til aö halda togurunum frá veiðum. Þá rennir St. Giles sér skyndilega upp aö okkur og kastar beint fyrir framan okkur. Þaö fauk aö sjálfsögöu í mig og ég klippti á vörpuna. Eg fékk enga áminningu enda var þetta bara gert til aö ögra okkur,” sagöi Guðmundur Kjærne- sted. -EH. ÞVERS OG KRUSS UM HÖFNINA — grænlenskur sjómaður á bflaleigubfl reyndist ölvaður og próflaus í þokkabót Grænlenskur sjómaður var tekinn grunaöur um ölvunarakstur niðri á höfn í fyrrinótt. Hafði maðurinn ekið þvers og kruss um höfnina og rásað á milli vegarhelminga á bílnum sem er bilaleigubill. Þegar lögreglan kom á staðinn var sá grænlenski enn undir stýri og staddur á Faxagarði, en hann er skipverji á grænlenska skipinu Eqaluk. Auk þess að vera grunaður um ölvun viö akstur reyndist maðurinn próflaus, hafði ekki réttindi til að aka bíl. Engan sakaði í þessum þvers og kruss akstri mannsins. Annar skip- verji á Eqaluk var með bílinn á leigu. -JGH Trillurnar komnar 7 þúsund tonn umfram kvótann: Ætti að sekta tríllusjómenn um 70 milljónir? — það er samsvarandi upphæð og Guðmundur Rósmundsson, skipstjóri í Bolungarvík, og 14 aðrir útgerðarmenn voru nýlega sektaðir um Ætti að sekta eigendur trillubáta um 70 milljónir fyrir aö vera komnir um 7 þúsund tonn fram yfir leyfilegan kvóta í ár? Heildarkvóti trillubáta í ár var áætlaöur 10 þúsund tonn en þeir eru búnir aö veiða rúm 17 þúsund. En hvers vegna aö sekta eigendur trillubátanna? Jú, sú spurning hefur komiö upp vegna þess aö nýlega sektaöi sjávarútvegsráðuneytið 15 útgeröarmenn er bátar þeirra veiddu yf ir leyfilegan kvóta í fyrra. Einn útgerðarmaöurinn, Guð- mundur Rósmundsson, skipstjóri í Bolungarvík, fékk mestu sektina, rúmlega milljón krónur fyrir að fara 103 tonn yfir kvótann sem honum var úthlutaður. Eigendur trillubáta ekki sektaðir „Nei, eigendur trillubáta veröa ekki sektaðir, enda er það tæplega gerlegt, þetta eru yfir þúsund trillur og þær hafa sameiginlegan kvóta. Þaö er einn kvóti fyrir allar trillur á landinu,” sagöi Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Halldór sagöi ennfremur aö þeir í sjávarútvegsráöuneytinu væru fyrst og fremst aö reyna aö stjórna veiöunum en ekki að leitast við að sekta menn, það væri óskemmtilegt verk. „Þaö er auövitað ekkert gaman- mál aö sekta menn fyrir að fara yfir leyfilegan kvóta. En þaö er ekki hægt aö taka því þegjandi og hljóðalaust brjóti menn þær leikreglur sem sett- ar hafa verið, sé þaö gert er ekki hægtaðstjórna.” Fara trillurnar yfir 20 þúsund tonn? Til frekari útskýringa fyrir les- endur skal þess getið að trillur, bátar undir 10 brúttórúmlestum, hafa sam- eiginlega heildarkvóta. Hver bátur yfir 10 brúttórúmlestum hefur hins vegar sinn eigin kvóta. Ljóst er aö veiðar trillanna hafa farið verulega úr böndum, þær eru búnar aö veiða miklu meira en menn reiknuðu meö. I árslok gætu þær þess aö láta allar trillurnar vera meö sameiginlega kvóta vera gallað kerfi. „Niöurstaöan á þessu ári er sú aö það er mjög erfitt aö stjórna veiðum þessara báta sem heildar.” 8 tonna bátur — 11 tonna bátur Ennfremur sagöi Halldór aö litiö Skipstjóri sektaður um rúma milljón—neitar að borga: „Sit frekar af mér”j „Eg xtla íkki að borga þessa sekt, ég sit hana trckar al mér. eða að ég taU við (orsetann um leiðréttingu minna miU." sagði Guðmundur Kðsmundsson, 63 ára skipstjón i llolungarvik ,i morgunsem sektaður hetur verið um rúma milljón krónur (yrir að tara 103 tonn yfir leyhkgan aflakvóU ð siðasU ári. sem var 100 „Eg er sár og mér (innst þetU svivirðileg (ramkoma. Eg keypti vióbóurkvóu i (yrrahaust og talaði við þá i ráöuneytinu um það, skýrðs þeim (rá þvi. cn þeir hundsa það al- Þá skertu þeir rckjukvútana hjá Vestfjarðabátum I (yrra, rins og allir vita, og við (óruin aldrei á þær veiðar, cn okkur var á engan háU bættur upp sá skaðí." Guðmundur rekur og er skipstjórl bátsins Páls Helga IS lö, 30 tonna Bolungarv* og sveitarst' báU. Báturino (ékk I (yrra 100 Drangsnesi samþykktu þess tonna kvóU. Guðmundur keypti auk þess 52 tonna kvóU á Drangsnesi og Og Guðmundur ba<U við: _%• rækjukvótinn sem (elldur *ar mður búinn að sUnda i þessu alla naa nam 50 tonnum. aldrei gcrt neitt annað. (Uva kosUðilmilIjónirkrónaogégaafl ,.F.g sendi raðuneyUnu bré( um með(iskverkun. lOOtonnakx*^ || þoð hverjir hefóu gengið frá kaupum ckkert, hann dugár niVnMll minum á kvóUnum á Drangsnest. ' ekki." Þeir vissu þvi að bajarstjórinn hér I Fyrsta frátt DV af þvi þegar sjávarútvegsráðuneytið sektaði 15 útgerð- armenn fyrir að fara yfir leyfilegan kvóta í fyrra. Guðmundur i Bolung- arvik fór 103 tonn fram yfir og fékk sakt upp á rúmlega milljón. Nú eru trillurnar búnar að fara um 7 þúsund tonn fram yfir sinn kvóta. Sitja út- gerðarmenn ekki lengur við sama borð á íslandi? spyrja menn. réttlæti væri í því aö til dæmis 8 vegna verið búnar aö veiöa um 20 þúsund tonn; tvöfaldan kvóta sinn. Einstakt veður og trillum fjölgað En hvers vagna hefur þetta gerst? „Fyrir því eru ýmsar ástæður, þær helstu tel ég vera að tíðarfar hefur veriö óvenjugott, þaö hefur veriö einstakt veður. Þá hefur trillum fjölgaö og einnig eru uppi efasemdir um að grunnurinn fyrir áætluöum afla hafi veriö nægilega traustur,” sagði Halidór. „Þaö hefur verið ýmislegt gert til aö stemma stigu viö þessum mikla umframafla trillanna, viö stöövuöum veiðar í vetur og jafnframt um hverja helgi í sumar.” Sjávarútvegsráðherra sagöi þaö tonna bátur fengi aö veiöa meira en kannski 11 tonna bátur sem heföi sinn eigin kvóta. Reynslan frá í vetur væri sú aö þetta hefði í einhverjum mæli gerst. I lokin sagöi hann aö reglurnar í fyrra hefðu almennt séö verið vel virtar. En að undanförnu heföi ráöuneytið gefiö nokkuð af aövörunum til einstakra báta sem væru svo tilbúnir með kvóta sinn. „En vegna þess aö þú minntist á Guðmund í Bolungarvík, þá er ekki alls kostar rétt aö taka hans dæmi og bera saman viö trillukarlana. Af hverju ekki aö gera samanburð á milli hans og þess sem fékk sama kvóta og virti hann? ” -JGH. „ Við lifum á fyllibyttum” — segir einn af nfu leigubílstjórum á ísafirði AUir veröa aö lifa á einhverju. „Við lifum á fyllibyttum um helg- Leigubílstjórarnirálsafiröilíka: ar, þaö er ekkert launungarmál”, Héöinn Kristinsson viö bílinn sinn á tsafirði. DV-mynd KAE sagði Héöinn Kristinsson, leigubíl- stjóri á Isafirði, í samtali við DV. Hann er einn af níu leigubílstjórum á Isafirði og þeir þjóna 3500 íbúum. Gallinn er bara sá aö flestir íbúanna eiga sjálfir bíla. „Aö helgunum undanskildum ein- skoröast leiguaksturinn aö mestum hluta viö flugvöllinn og umferöina þar í gegn. Þaö er hending ef viö fáum túr meö innanbæjarmenn í miðri viku og sjaldgæft að viö skjót- umst yfir í Súðavík, Flateyri eöa Suöureyri”, sagöi Héöinn sem stundað hefur aksturinn með hléum frá 1950. Bílstjórarnir á Fóiksbílastööinni, en svo heitir leigubílastööin á Isa- firöi, segjast ekki eiga sjö dagana sæla. Kílómetragjaídiö hjá þeim sé lægra en hjá opinberum starfsmönn- um og ástandiö svo bágborið aö engin efni séu á símastúlku. Annars átti Fólksbílastöðin alltaf að heita Bifreiöastöö Isaf jarðar, skammstaf- aö BSI — og þaö er aö sjálfsögðu bannað. -EIR. undirskriftalistana. DV-mynd PK. r Olafsfirðingar vilja hlýða á rás 2 „Viö undirritaðir íbúar Olafsfjarðar óskum þess eindregiö að fá aö njóta þess réttar, eins og aðrir landsmenn, aö hlusta á hina ríkisreknu rás 2. Er sanngjarnt að 1200 íbúa þéttbýliskjarni heyri ekki í annarri af tveimur rásum ríkisútvarpsins? Með fyrirfram þökk um ják'’æöar undirtektir.” Svona hljóðaöi yfirskrift undirskriftalista meö nöfnum 630 íbúa Olafsfjarðar, sem Markúsi Erni Antonssyni út- varpsstjóra var afhentur í gær. Markús sagöi viö þetta tækifæri aö Ríkisútvarpið heföi lagt áherslu á ai koma upp dreifikerfi fyrir rás 2 er, vegna dráttar á afhendingu tækja heföi þetta ekki gengiö eins greiölega og menn heföu vonaö. Framkvæmda- áætlun næsta árs hefði þegar veric útbúin og væri áætlað aö kaupa 12 senda sérstaklega í þessu skyni. Markús sagöi að Olafsfjörður væri efstur á blaði á þessari framkvæmda- áætlun og mætti búast viö aö íbúar þai næðu sendingum rásar 2 snemma ; næsta ári. -JKH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.